Snæfellsnesferð 2003

Ferðalag eldri borgar á Siglufirði í boði Kiwanis á Siglufirði, 

haustið 2003

Skýrsla fararstjórans, og 78 ljósmyndir frá ferðinni, í óskipulaðri röð 

Félag eldri borgaral, Siglufirði. Ferð um Snæfellsnes föstudaginn 22. ágúst til sunnudagsins 24 ágúst 2003.

Lagt var af stað kl. 8 föstudag22. ágúst frá Torginu og Skálarhlið.

Farið var í Hákarlaminjasafnið í Reykjaskóla og það skoðað. Farið var, sem leið lá um nýmalbikaða Bröttubrekku og til Borgarness.

Þar tók Ragnar Olgeirsson á móti okkur í Hyrnunni og fór með okkur um Borgarnes, til Bændaskólans á Hvanneyri og næsta umhverfi og svo aftur til Borgarness.

Þaðan var farið til Gistihússins Langaholts (u.þ.b. kl.st. akstur frá Borganesi), en þar ráða ríkjum Svava Guðmundsdóttur og Símon Sigurmonsson. Langaholt er í Snæfellsbæ. Þar, var kvöldverður, gist um nóttina. Eftir morgunverð á laugardagsmorgni, var farið að Arnarstapa og Hellnum og drukkið kalli í Fjöruhúsinu Hellnum.

Í Grundarfirði var farið í Krákuna hjá Finna Friðfinns og Höllu Elimarsdóttur. Þar voru einnig Kristín og Selma systur Friðfinns og Guðni Gústafsson ásamt Jóhönnu systur sinni. Þetta fólk ásamt fleirum tók svo vel á móti okkur að lengi verður í minnum haft. Jensína I. Guðmundsdóttir kona Guðna sýndi okkur svo kirkjuna í Grundarfirði. Um miðjan laugardaginn tók svo Njáll Gunnarsson við, en Elís Guðjónsson fylgdi okkur eftir í sínum bíl.

Þeir fóru með fólkið í Bjarnarhöfn til Hildibrandar Bjarnasonar, sem sýndi okkur bænahús eitt lítið og var það stórkostleg upplifun, svo ekki sé nú meira sagt. Annaðhvort var þarna yfirþyrmandi hátíðleiki eða menn veinuðu af hlátri. Guðjón sonur hans sá svo um að útbýta hákarli, harðfiski, reyktum rauðmaga ofl.

Síðan var haldið “heim” í Langaholt í kvöldverð. Eftir það hvíldust menn, tóku í spil eða dönsuðu við harmonikkuundirleik Stefáns Þorlákssonar og Aðalheiðar Rögnvaldsdóttur, en hún spilaði einnig undir við fjöldasöng á Krákunni. Sem sagt, við vorum í góðu yfirlæti í Langaholti.

Farið var nýjan veg svokallaða Vatnaleið í Langaholt, og eftir að hafa kvatt Svövu og Símon var lagt af stað til Stykkishólms sunnudagsmorguninn kl 10. Þar tók Einar Karlsson á móti okkur, en María formaður Félags eldri borgara þar, gat ekki mætt. Einar byrjaði á að sýna okkur kirkjuna. Síðan fór hann með liðið um gamla bæinn og sagði sögu bæjarins. Félag eldri borgara á staðnum bauð svo í súpu, kaffi og konfekt, en Guðni Friðriksson tók á móti hópnum á veitingastaðnum Fimm fiskum, sem er í eigu Sumarliða sonar Fanneyjar Sumarliðadóttur og Aldísar. Eftir að hafa þakkað enn einu sinni frábærar móttökur í þessari ferð var svo farið heimleiðis um Skógarströnd og Laxárdalsheiði og komið heim til Siglufjarðar kl rúmlega 8 um sunnudagskvöldið.

Ferðin tókst í alla staði mjög vel og er öllum, sem greiddu för þökkuð liðveislan. Og þar á Þór Jónsson ferðafélagi, stóran þátt, af öðrum ólöstuðum - og ekki má gleyma bílstjóranum okkar Jóni, sem lumaði á ýmsum góðum fróðleik, auk góða skapinu. Kærar þakkir til ykkar allra, fyrir að hafa mátt vera með.

Þórhallur Daníelsson

Stefán Þorláksson Gautlandi 
Leiðsögumaður, og farastjórinn Þórhallur Daníelsson
Guðbjörg Friðriksdóttir
Fararstjórinn Þórhallur Daníelsson
Ég gat ekki stillt mig um að láta þessa mynd flakka með. En þetta "járnadrasl" var sett í bakið á Finna Friðfinns, fyrir all nokkru en tekið aftur úr honum síðar. Flestir vita, að Finni hefur ekki verið hraustur líkamlega síðustu árin, en sálin og góða skapið er alltaf eins. (ekki þó kveikjarinn) 
 Halla Elimarsdóttir og Friðfinnur Friðfinnsson 
Stefán Þorláksson Gaudlandi 

Friðfinnur Friðfinnsson

????????????
Guðni Gústason

Björg Árnadóttir og  man ekkk nafn hennar

Í Grundarfirði veitingahúsið Krákan, þeirra Finna Friðfinns og Höllu Elimarsdóttur. 
Leiðsögumaður
Leiðsögumaður
Leiðsögumaður
Guðný Ósk Friðriksdóttir - (hún tók hluta af þessum ljósmyndum)

Þeir sem í ferðina fóru:

Stefán Þorláksson

Guðbrandur Þór Jónsson

Sigmar Magnússon

Gestur Frímannsson 

Hrefna Hermannsdóttir 

Líney Bogadóttir 

Kristveig Skúladóttir 

Ingibjörg Bogadóttir 

Unnur Helgadóttir 

Aðalheiður Rögnvaldsdóttir 

Björg Árnadóttir 

Stella Kristjánsdóttir 

Vilborg Jónsdóttir 

Guðbjörg Friðriksdóttir 

Anna Snorradóttir 

Anna Björnsdóttir 

Björk Hallgrímsson 

Salóme Gestsdóttir

Sigríður Björnsdóttir 

Margrét Árnadóttir 

Margrét E. Björnsdóttir 

Júlíus Júlíusson 

Svava Baldvinsdóttir 

Anton Sigurbjörnsson 

Pálína Frímannsdóttir 

Þórarinn Vilbergsson 

Fanney Sigurðardóttir 

Hólmsteinn Þórarinsson 

Hulda Þórðardóttir 

Steingrímur Kristinsson 

Guðný Ósk Friðriksdóttir 

Anna Hertervig 

Guðlaug Márusdóttir

Þórhallur Daníelsson fararstjóri

Jón Sigurðsson bifreiðastjóri, Sleitustöðum