Lítil afmælisveisla var haldin við Síldarminjasafnið í dag, en þann 8. júlí n.k. eru liðin 100 ár síðan Norðmenn lönduðu sinni fyrstu síld á Siglufirði, og síldarævintýrið okkar hófst.Slegið var upp Norsku bryggjuballi, en þar mættu norðmenn með hljóðfærin sín og dansskó. Fleiri uppákomur voru, m.a. hin hefðbundna síldarsöltun ofl.
Þá var þarna einnig fulltrúi "European MuseumForum" Dr.Wim Van Der Weiden, sem er hingað kominn til að meta safnið með hliðsjón af tilnefningu sem safnið fékk til Evrópsku safnaverðlaunanna. Mikið fjölmenni var þarna samankomið, heimamenn og margir að að komnir og skemmti fólk sér vel, auk þess sem það naut þess að skoða Síldarminjasafnið, og sérstaklega vakti athygli, nú opnaður formlega í fyrsta sinn, "GRÁNA" sem er í raun gömul síldarverksmiðja, snilldarlega fyrir komið, og eiga þeir Örlygur Kristfinnsson og aðstoðarmaður hans Chris Bogan, sérstakan heiður skilið fyrir útsjónarsemi og verkið í heild.