13. júní 2004
Ein Gömul:
Pétur Pálsson, Theodór Eggertsson og Jón Sigurðsson
13. júní 2004 -- Þar sem lítið hefur sést á prenti um væntanlega heimsókn Norska krónprinsins á vettvangi Siglfirðinga. -
Svo og ég hefi fengið nokkra spurningar um þessa "götubylgjunni" sem sumir hafa kallað umtalið á götunni,
þá vil ég aðeins reyna að bæta úr, en þessa klausu sótti ég á "Norska kóngavefinn" http://www.kongehuset.no/default.asp Þessa frétt, sem ég ætla ekki að reyna að þýða, - Lausleg þýðing:
13. júní 2004
8.6.2004 - Offisielt besøk til Island
Etter invitasjon fra Hans Eksellense, Islands President, Ólafur Ragnar Grímsson, vil Deres Kongelige Høyheter Kronprinsen og Kronprinsessen avlegge et offisielt besøk til Island i tiden 27. – 30. juni. 2004.
Foruten Reykjavík skal Kronprinsparet besøke Snorre Sturlasons Reykholt og Alltingets historiske møteplass på Thingvellir. Programmet omfatter besøk til Elkems ferrosilisiumsanlegg og åpning av en norsk keramikkutstilling i Gardabær. Kronprinsparet vil også overvære en konsert med Ola Kvernberg Trio i Reykjavík.
I anledning av 100-årsmarkeringen av det moderne sildefisket på Island vil Hans Kongelige Høyhet Kronprinsen og den islandske President besøke Siglufjördur. --
-------------------------------------
Lausleg þýðing:
Opinber heimsókn til Íslands
Í kjölfar boðs forseta Íslands mun Ólafur Ragnar Grímsson, þeirra konunglegu hátign krónprinsinn og krónprinsessa, koma í opinbera heimsókn til Íslands dagana 27. til 30. júní. 2004.
Auk Reykjavíkur munu krónprinshjónin heimsækja Reykholt Snorra Sturlusonar og sögufrægan fundarstað Alþingis á Þingvöllum. Á dagskrá er meðal annars heimsókn í kísiljárnverksmiðju Elkem og opnun norskrar keramiksýningar í Garðabæ. Krónprinshjónin munu einnig sækja tónleika með Tríói Ola Kvernberg í Reykjavík.
Í tilefni af 100 ára afmæli nútíma síldveiða á Íslandi munu Hans konunglega hátign krónprins og forseti Íslands heimsækja Siglufjörð. --
14. júní 2004
Ein gömul:
Litli drengurinn er Óskar Berg Elefsen, Jóhann Ísaksson og Páll Hlöðversson.
Páll er þarna með hand-loftdælu í gangi, en á hinum endanum niðri í sjónum er Aage Johansen kafari, sem sést auðvitað ekki á þessari mynd.
Á myndunum er: Séra Sigurður Ægisson, krossinn eftir að steinninn losnaði og krummi á krossinum í desember sl. (beint fyrir neðan)
14. júní 2004
Aðsent: - Að kvöldi 12. júní, rétt fyrir kl. 22:00 losnaði steinhnullungur efst í 30 metra háum turni Siglufjarðarkirkju og hrundi til jarðar með tilheyrandi þungum dynki á bílastæði sunnan kirkjunnar, en það var sem betur fer autt, enda ekkert um að vera í kirkjunni eins og jafnan á laugardagskvöldum.
Umræddur steinn sem er annaðhvort tilhöggvið blá eða grágrýti, hafði verið settur utan um járnkross efst á turninum til að skorða hann og annar svipaður undir og er búinn að sinna hlutverki sínu í 72 ár, en kirkjan var fullbyggð árið 1932. --
Hvort það er tilviljun eða ekki settist hrafn upp á þennan sama kross 17. desember 2003 og náðist þá meðfylgjandi mynd af honum.
Vegna atburðarins ákváðu foreldrar lítils drengs sem fæddist um það leyti að láta hann heita í höfuð krumma að millinafni og var hann skírður fyrir viku, 6. júní síðastliðinn í fermingu systur sinnar, sem hélt honum undir skírn.
Og bílastæðið yfirfullt. --
Og nú spyrja menn nyrðra, hvort fuglinn hafi ekki verið að vara bæjarbúa við hættunni sem gat fylgt sprungnum steini.
Það væri þá ekki í fyrsta sinn, eins og lesa má víða í þjóðsögum okkar. --
Mikil mildi að enginn skyldi slasast þegar 15-20 kg steinn féll efst úr 30 metra háum turni Siglufjarðarkirkju þetta laugardagskvöld. Er ljóst að veður og vindar eru hér sökudólgurinn
S.Æ. ------ (fjórðu myndina lengst til v, af tveim hröfnum tók SK 14. nóvember 2003)
14. júní 2004
Unnið hefur verið af miklu kappi við að endurlífga Torgið með breyttu útliti, gangbrautum, nýr gosbrunn ofl. -
Þá hefur hinn leiðinlegi stallur símaklefans sem var þarna á norðausturhorninu verið fjarlægður svo hann ætti ekki að angra neinn.
En eitt finnst mér vanta, ef til vill vonandi á það eftir að koma og er á áætlun (?)- en það er hringlaga lágt handrið hringinn í kring um gosbrunninn til varnar litlu krökkunum, það hefur komið fyrir að þarna hafa börn dottið út í, auk þess sem nett ryðfrítt handrið mundi prýða svæðið.
Annaðhvort vélaverkstæðið, væri 1-2 daga að smíða slíkt. Svo er eitt sem ætti ekki að skaða, það er vönduð eftirlitsmyndavél, komið fyrir á kirkjuturni og beint niður eftir aðalgötunni og svæðinu til hliðar og auðvitað tengt netinu, þannig að sjá mætti allan sólarhringinn yfir svæðið, líkt og gerist hjá vaxandi fjölda sveitarfélaga. Nýjasta dæmið er endurnýjuð vefmyndavél Akureyrarkaupstaðar.
15. júní 2004
Ein gömul:
Skipverjar á Haferninum (ofl) eru hér að taka á móti einum skipsfélaga sínum með miklum látum og lúðrablæstri (Pálma Pálssyni) sem er að koma með Drang til Siglufjarðar.
Á myndinni eru: Tryggvi Björnsson, Ásgrímur Björnsson, Þórður Jónasson, Valdimar Kristjánsson, Snorri Jónsson, Oddur Guðmundur Jónsson (á bak við) Steingrímur Kristinsson, Bergsteinn Gíslason og Ragnar Guðmundsson.
Myndin er tekin á Hafnarbryggjunni 1967 á myndavél: SK
15. júní 2004
Seinnipartinn í gær voru tveir starfsmenn Ólafs Kárasonar, - Óli sjálfur og Birgir Ingimarsson hífaðir upp að krossi kirkjuturnsins.
En eins og frá var sagt hér neðar, brotnaði 15-20 kg. steinklumpar, annar af tveim sem krossinn "prýddu". Ef hinn steinninn væri einnig kominn á tæpasta vað, var krossinn öryggis vegna skoðaður og myndaður. Það var að vísu komin sprunga í steininn, en sæti hans var talið það öruggt að ekki stafaði hætta á því að hann losnaði.
15. júní 2004
Aðsendar myndir::
Óli Kára fór upp að turnkrossinum, eins og sagt er frá hér fyrir neðan og hann tók . ma. þessa mynd af steininum sem enn er eftir undir krossinum. fingur bendir á litla sprungu á honum.
Óli tók fleiri myndir, - yfir byggðina sem þú sérð með því að smella HÉR
15. júní 2004
Vefmyndavél.
Svona gæti mynd frá vefmyndavél sem komið væri fyrir á kirkjuturninum litið út.
Þessa mynd tók Óli Kára í rigningunni seinnipartinn í gær þegar hann var hífaður upp að krossinum á turninum til eftirlits.
Þetta ef af yrði með vefmyndavélina, gæti orðið gott tákn fyrir Siglufjörð, til viðbótar öllu öðru jákvæðu. Lögreglan gæti verið þátttakandi í kostnaði, jafnvel Íslandsbanki og Samkaupsverslunin Úrval sem sjást í forgrunni, félagasamtök og ?
Hugsið málið, þið sem gætuð haft forustuna.
15. júní 2004
Morgunblaðið í dag:
Siglfirðingar vilja loðnuleiðangur.
Bæjarráð Siglufjarðar hefur samþykkt ályktun þar sem stjórnvöld eru eindregið hvött til þess að gera út loðnuleiðangur nú á sumardögum, í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komi í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar.
Í ályktuninni segir að mikilvægt sé að ekki verði til sparað við leit að loðnu og rannsóknir á loðnustofninum og mikilvægi þess viðurkennt með auknu fjármagni og aukinni áherslu til leitar. (ljósmynd: SK)
15. júní 2004 Fréttatilkynning: - Á ársþingi Í.B.S. á Siglufirði í kvöld mun Knattspyrnufélag Siglufjarðar hljóta viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag Í.S.Í., þriðja félagið á Norðurlandi. Áður hafa Skíðafélag Akureyrar og Taekwondo deild Þórs Ak. hlotið þessa viðurkenningu. Viðurkenningin er veitt fyrir fyrirmyndar starf í barna- og unglingaíþróttum og þurfa félög og/eða deildir að uppfylla viss skilyrði er lúta að starfseminni til að hljóta viðurkenninguna. Forseti ÍSÍ, Ellert B. Schram og framkvæmdastjóri, Stefán S. Konráðsson munu afhenda K.S. viðurkenninguna í þinghléi um kl. 19.00. -- Með íþróttakveðju, Viðar Sigurjónsson
15. júní 2004 - Óhapp, er bigreið Vegagerðarinnar rann út af Siglufjarðarvegi.
Tvær ljósmyndir, önnur af bíl Vegagerðarinnar niðri í fjöru neðan svokallaðra Skriðu á Siglufjarðarvegi, vestan Sauðarnes og hin tekin fjær, þar sem + merkið er, fór bíllinn út af, en gjörla sést vinstra megin við hitt + merkið að gúmbátur
Björgunarsveitarinnar Strákar eru að nálgast fjöruna, en strákarnir voru sendir til að taka saman lauslegt úr bílnum, talstöð ofl. Atvik voru þau að vegagerðarmaður hafði brugðið sér út úr bílnum til að fjarlægja grjót sem hrunið hafði á veginn, bíllinn sennilega hrokkið úr handbremsu og lagt af stað mannlaus í þessa feigðarför, en fallið er þarna um 150-200 metrar og neðsti hlutinn þverhníptur. Og bíllinn talinn ónýtur.
16. júní 2004 - Ein gömul: Kristjana Halldórsdóttir og Jóna V Pétursdóttir.
16. júní 2004
Mikill léttir ?
Nei varla... Mikill veirufaraldur hefur geisað á netpóstsvæði Símans og fleiri um allan heim í gær og gerir enn.
Enginn póstur mun hafa borist til eða frá viðskiptavinum Símans seinnipartinn í gær- og einhverjar tafir eru væntanlegar næstu daga.
En Síminn þurfti að loka aðgenginu til og frá kerfinu á meðan hálf milljón sýktra skeyta voru hreinsuð úr kerfinu, auk hinna hefðbundnu rusl (rugl) póstsendinga.
Lífið á Sigló er engin undantekning af þessum ófögnuði, en enginn póstur hefur borist til síðunnar frá klukkan 15:30 í gær og ekki hefur heldur tekist að svara pósti sem kom fyrir þann tíma. venjulega koma 10-20 gagnlegar sendingar á dag á netfangið mitt, auk annars póst sem ekki er áhugaverður, en "SwamKiller-inn" minn lætur sjálfkrafa ruslpóstinn og aðrar fjöldasendingar hverfa- svo ég veit lítið af honum nema ég skoði skrána.
16. júní 2004 Aðsent:
Myndir frá Í.B.S. þinginu í gærkvöldi sem getið var um hér í gær, þar sem K.S. yrði fengin viðurkenning. Myndirnar sýna forseta Í.S.Í. Ellert B. Schram veita K.S. gæðaviðurkenningu fyrir barna – og unglingastarf, fyrst knattspyrnufélaga á Norðurlandi, og hefur félagið þar með rétt til þess að kalla sig Fyrirmyndarfélag næstu fjögur ár. -
Forseti ÍSÍ veitti sæmdi jafnframt Guðrúnu Árnadóttur, fráfarandi formann Í.B.S, gullmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf og Jóhannes Egilsson var einnig sæmdur gullmerki Í.S.Í. fyrir 40 ára formennsku í Tennis – og badmintonfélagi Siglufjarðar. Jóhannes hefur verið formaður frá stofnun félagsins og er þetta líklega Íslandsmet, þ.e. að sami einstaklingurinn hafi verið formaður sama félags samfleytt í 40 ár.
Kveðja Þórir H.
16. júní 2004 Askur 11 2174
Verið er að hífa bátinn upp á bryggju til að þrífa hann og gera kláran til sölu- og þá sennilega úr bænum. "Þessi bátur" skaffaði 4-5 mönnum vinnu á síðastliðnu sumri, - en nú er hann kóda laus vegna enn einnar breytingar á þessu svokölluðu fiskstjórnunarkerfi og eigendur bátsins geta því ekki átt hann lengur og reyna því að selja hann. Það vekur hug að því til hvers þetta kvótakerfið sé og hvaða hagsmunum það þjóni.
Ég ætla hér að láta mína skoðun og vangaveltur flakka: Það er ljóst af fréttum og öðrum staðreyndum að margir hafa hagnast um miljónir á þessu "fiskstjórnunarkerfi" og margir af þeim hafa hagnast á því án þess að þurfa að veiða fiskinn sem þeim var úthlutað til að veiða, þar á meðal eru vinir og vandamenn sumra þingmanna sem áhrif hafa haft á laga og samþykkja tengdar reglugerðar samþykktir. Þetta allt saman er að mínu mati eintómt bull. Það ætti að gefa öllum sem útgerð vilja stunda- og hafa til þess þrek og þor, að fiska á meðan þeir geta.
Ef stofnanir minnka, þá hellast menn og bátar úr lestinni. Og eitt er víst að þá yrði helming aflans með tilliti til fjölda fiska ekki hent eins og nú er gert, aflinn kæmi allur að landi. Þessar svokölluðu verndarákvæði hafa engu skilað með tilliti til aukningar á stofnunum samkvæmt töflum fiskifræðinga sem byggja allt sitt kerfi á Excel líkindareikningum- og þeim forsendum sem þeir sjálfir gefa. Um raunverulegt magn hafa þeir ekki hugmynd.
Hvar er til dæmis loðnan? Enginn gerir út á loðnu sem ekki finnst, en hún kemur aftur eins og síldin. Hvorki stjórnvöld eða fiskifræðingar vita nóg um þessa stofna til að geta sagt með vissu hvar þeir halda sig, þegar ekkert sést til þeirra. Ég man vel orð eins fiskifræðings árið 1967, er hann sagði aðspurður í fréttaviðtali Ríkisútvarpsins hvort þessi gífurlegi floti og veiði sem átti sér stað á síldarmiðunum við Jan Mayen, mundi ekki tortíma stofninum: Svarið var einfalt: það er engin, hætta á því, þessi stofn er svo gífurlega stór. Hvað varð af þessum gífurlega stofni, sem ekki sást branda af á næsta ári og síldin hvarf? SK
17. júní 2004
Andlát.
Halldór Sigurðsson fæddur og uppalinn Siglfirðingur lést á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum seini partinn í gær eftir erfið veikindi og uppskurð. Halldór hefur búið í Bandaríkjunum í yfir 40 ár.
Hann lætur eftir sig Bandaríska konu Grace- og uppkomin börn. Halldór var fæddur 15. mars 1930.
Hann var sonur hjónanna Sigurðar Sveinssonar og Ólínu Bergsveinsdóttur, sem bjuggu á Hafnarhæðinni. (Suðurgata 51) Halldór var einn af fjölmörgum gestum erlendis er heimsóttu "Lífið á Sigló" reglulega og var í góðu sambandi við síðuna. (undirritaðan) Blessuð sé minning hans. Steingrímur
17. júní 2004
Ein gömul:
Steingrímur Garðarsson og Páll G Jónsson, starfsmenn SR - í þungum þönkum !
17. júní 2004
Ný brú yfir Hólsá Tilboð voru opnuð 15. júní 2004. Bygging brúar á Fjarðará í Siglufirði. Brúin er 12 m steypt bitabrú í einu hafi.
Helstu magntölur eru: -- Gröftur 300 m3 -- Vegrið 96 m -- Mótafletir 559 m2 -- Steypustyrktarjárn 16,9 tonn -- Steypa 186 m3.
Verki skal að fullu lokið 15. september 2004.
Myndin er af núverandi brú yfir Hólsá, tekin 24. maí sl.
17. júní 2004
Dagskrá 17. júní hátíðarhaldanna hófst að Hvanneyri, með ávarpi Hannesar Baldvinssonar f.h. Þjóðhátíðarnefndar, þar rakti hann sögu frumkvöðlana, séra Bjarna- og fleiri.
Kirkjukórinn söng. Forseti bæjarstjórnar flutti ávarp og lagður var blómsveigur að minnisvarða um hjónin Séra Bjarna og frú. -----
Kalsaveður var, rigning og aðeins 4 °C hiti. - Snjóað hafði í fjallstoppa um nóttina.
17. júní 2004
Víðavangshlaup U.M.F. Glóa hófst klukkan 11:00.
Þrátt fyrir rigningu og kalsa, gekk allt vel og krakkarnir voru ánægðir
18. júní 2004
Skrúðgangan 17. júní fór fram rúmlega 13:30 í gær, enn var kalsaveður og rigning, en þó má telja að gangan hafi verið fjölmenn miðað við aðstæður.
Gengið var stór hringur um bæinn, frá kirkjutröppunum niður að Torgi, þar sem megnið af hátíðarhöldunum fór fram. Myndir HÉR
18. júní 2004
Dagskráin á "Torginu" 17. júní, hófst með því að lúðraþytur frá Kirkjuturni barst eyrum viðstaddra, en leikið var lagið Siglufjörður.
Kynnir hátíðarinnar var formaður Þjóðhátíðarnefndar Baldur Daníelsson.- þá tók Karlakór Siglufjarðar lagið. -
Hátíðarræðuna flutti Gunnar Rafn Sigurbjörnsson fyrrverandi skólastjóri. - Ávarp fjallkonu. -
Anna Snorradóttir heiðruð fyrir margvísleg störf. -
Dyfrurnar sungu. - Atriði úr leikritinu Silfur hafsins. - Karíus og Baktus. - Götuleikhús. - Tóti og félagar. - Hljómsveitin Tvöföld áhrif. og margt fleira var til skemmtunar á sviðinu og nágrenni. Myndir HÉR
18. júní 2004 17. Júní Ýmislegt var til skemmtunar "um víðan völl", í tilefni af deginum í gær, grín og gaman, andlitsmálun, fótbolti, blak og fleira. Mikið af myndum koma í ljós ef smellt er á viðkomandi myndir.
Dagskráin hélt áfram eftir kvöldmat, - en ég var búinn að fá nóg af deginum - auk þess sem ég þurftir tíma til að vinna þessar rúmlega 200 myndir sem hægt er að skoða í dag þann 18. júní. frá Þjóðhátíðardeginum , án þess að eyða nóttinni í þá vinnu. --
Hafið gaman af, krakkar og fullorðnir.
18. júní 2004
Ein gömul:
Skaptaplan 1963
18. júní 2004
Hagkvæmt, ódýrt, sparar vinnu og umfang.
Nú er búið að nota vinnupallinn á norðurhlið og vesturhliðinni á Íslandsbankahúsinu og næst er það suðurhliðin.
En þessi vinnupallur var í upphafi byggður láréttur, skoðaðu á síðunni
19. júní 2004
Ein gömul: Slökkviliðið, -
Guðmundur Björnsson - Magnús Traustason - ? - Óskar Berg Elefsen - Elvar Elefsen og Birgir Vilhelmsson
19. júní 2004
Það var lítið um að vera, á slóð minni í morgun, Níels Friðbjarnar (86 ára) mætti ég þó eins og venjulega á hverjum morgni á göngutúr sínum, frá Grundargötu 16 þar sem hann býr- og fram á fjörð þar sem ég mætti honum, og til baka.
Níels var létt klæddur, enda logn og 15 °C hiti klukkan rúmlega 9. ---------
Þá frétti ég jú að Björgunarbáturinn Sigurvon hafa farið í útkall vegna báts í vanda, en leki mun hafa komið upp í honum.
Nári fréttir síðar !