Lífið 6.-12. Febrúar 2005

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

6. til 12. febrúar 21005

Sunnudagur 6. febrúar 2005  

Ein gömul:  

Jónmundur Hilmarsson - Tómas Hertervig - Þórhallur Þorláksson - Elías Þorvaldsson -- Guðmundur Þorláksson, Magðalena Jóhannesdóttir - Guðný Hilmarsdóttir og Marteinn Jóhannesson 

Sunnudagur 6. febrúar 2005  


Danssýning verður í Íþróttahúsinu næstkomandi þriðjudag klukkan 20:15 - Gengið inn um suðurendann.  

DANSSÝNING 

ÞRIÐJUDAGINN 8.FEBRÚAR

KLUKKAN 20:15    ÍÞRÓTTAHÚSINU

Gengið inn um suðurendann

 ELÍSABET SIF HARALDSDÓTTIR OG MAXIM PETROV, SEM ERU Í TOPP 20 Í HEIMINUM Í DAG Í SUÐUR AMERÍSKUM DÖNSUM MUNU DANSA FYRIR OKKUR  HÉR Á SIGLUFIRÐI 

FRÍTT INN

EFTIRTALDIR AÐILAR BJÓÐA UPPÁ DANSSÝNINGUNA:

SIGLUFJARÐARKAUPSTAÐUR-ÍBS-ÞORMÓÐUR RAMMI-SPARISJÓÐURINN OG ÍSLANDSBANKI

 LÁTIÐ EKKI ÞESSA GLÆSILEGU SÝNINGU FRAM HJÁ YKKUR FARA

ALLIR VELKOMNIR



Mánudagur 7. febrúar 2005  

Ein gömul:  

Haraldur Þór Friðbergsson við rennibekkinn sinn á verkstæði Rauðku árið 1966. 


 Mánudagur 7. febrúar 2005

Íþróttamaður ársins 2004 var kjörinn á vegum Kiwanis seinnipartinn í gær á Kaffi Torg. Auk þess voru ýmsir aðrir heiðraðir, þeir sem skarað höfðu fram úr á síðastliðnu ári í ýmsum íþróttum,

Nöfn vantar, einfaldlega vegna þess að ég þekki ekki nema lítinn hluta af fólkinu, auk þess sem ég hefi ekki listann yfir þá sem viðurkenningu fengu. Ef einhver nennir að skrá það miðað við númer myndanna í albúminu og þeirri stóru hér til vinstri og senda mér í tölvupósti, Þá er það vel þegið og ég kem því fyrir á viðkomandi stöðum við myndirnar.     Smelltu HÉR

Mánudagur 7. febrúar 2005 Ný heimasíða:  Heimasíða Siglóbarna hefur verið opnuð, tengillinn er hér  Sjón er sögu ríkari skelltu þér á síðuna og skoðaðu.  

Þessi síða er ekki lengur aðgengileg, þegar þetta er uppfært árið 2019 (http://www.barnaland.is/barn/27333) 

Þriðjudagur 8. febrúar 2005  --   Ein gömul: 1966 

Sigurjón Sæmundsson - Sigurður Demens Fransson og Geirharður Valtýsson 

 Þriðjudagur 8. febrúar 2005 --   Grámáfur held ég að þetta sé, þarna á leið til að hremma æti.   Tekið eftir hádegið gær. 

Þriðjudagur 8. febrúar 2005 

Danssýning var fyrir skólabörn klukkan 11:40 í dag -- 

Þetta var sýning þeirra sömu, sem sýna á sama stað klukkan 08:15 í kvöld í Íþróttahúsinu, auglýsingin hér á vefnum.  

Mikið fjör var og greinilegt að krakkarnir - sem og kennararnir höfðu gaman af. Ekki var þó nema ein stúlka sem hafði kjark til að dansa með, er krökkunum var boðið upp í dans. 

Dansparið sem sýnir eru Elísabet Sif Haraldsdóttir og Maxim Petrov. 

n þau eru í "Topp 20" í heiminum í dag í Suður Amerískum dönsum.

Elísabet er Siglfirðingur, dóttir Haralds Erlendssonar (Ella Gústa)  

===========================================

Þriðjudagur 8. febrúar 2005


 Fréttatilkynning: Spurningakeppnin Gettu betur punktur.is hefst föstudaginn 18. febrúar að Kaffi Torg. Dregið verður miðvikudaginn 16. febrúar. Skilafrestur fyrir skráningu þriðjudagurinn 15.febrúar.

Fyrirtæki, Saumaklúbbar, Rauðvínsklúbbar, Tipparar, Föndurhópar svo eitthvað sé talið upp. 

Nú er bara að drífa sig og berja saman í lið. Því að númer 1,2,3 og það ert þú og ég sem ætlum að hafa gaman af þessu.  A T H það verður frítt inn  

Þriðjudagur 8. febrúar 2005   --  Fréttatilkynning:   

Félagsstofnun: Hollvinir Hólsdalsins! Kynningarfundur um stofnun félags til verndar Hólsdalnum og endurbóta á umhverfi Hólsár verður haldinn í fundarsal Bátahússins laugardaginn 12. febrúar kl. 13. Hvernig getum við bætt og fegrað dalinn svo hann nýtist sem flestum? Þetta mál snertir golfara, hestamenn, knattspyrnufólk, stangveiðimenn, göngufólk, skógræktarfólk og skíðamenn. Kynning á gömlum skipulagsteikningum og umræður.  Allir áhugamenn og hagsmunaaðilar hvattir til að mæta!  Undirbúningsnefnd.  

Þriðjudagur 8. febrúar 2005  -- 

Kæru Siglfirðingar og aðrir sem hafa hjartað á réttum stað!  

Þetta bréf er til ykkar komið, vegna þess að ég hef reynt að sækja um hjá Tryggingastofnun ríkisins, um nýtt þríhjól með hjálparmótor fyrir..............  

 Lestu meira um þetta neðat á þessari síðu


Miðvikudagur 9. febrúar 2005 

Ein gömul:  

Frá síðast félagsfundi Verkalýðsfélagsins Þróttar seinnipartinn í mars árið 1966 - Verkalýðsfélagið Vaka var stofnað í framhaldi af þessum fundi. (sama kvöldið)

   Á myndinni eru: 

Ólína Hjálmarsdóttir, Jóhann G Möller og Óskar Garibaldason 

 Miðvikudagur 9. febrúar 2005  ---  Varið ykkur, Lögreglan er á vaktinni sem endranær

Í gær stöðvaði lögreglan þennan bíl sem þarna er fyrir framan lögreglubílinn á myndinni hér fyrir neðan, til vinstri. Sennilega fyrir of hraðan akstur. Það skiptir ekki máli hvort svo var eða ekki, en gott er að við vitum að þeir stöðva okkur ef við förum yfir hraðamörkin, það heldur aftur af okkur.

EN Lögreglan mætti gjarnan fara að kenna Siglfirðingum að leggja bílum sínum rétt og samkvæmt umferðarlögum, ekki láta okkur komast upp með það að leggja einhvernveginn, bara af því að við nennum ekki ganga nokkra ""auka" metra og stundum jafnvel að loka  umferðinni, þannig að bílar þurfi að fara upp á gangstétt til að komast fram hjá, sérstaklega efst í Aðalgötunni og framan við verslanir yfirleitt. 

Þetta er sérlega áberandi með stóru jeppana. Einnig mætti lögreglan minna bíleigendur á, að þegar þeir mæta "eineygðum" bílum, oft sömu bílunum viku eftir viku, að það sé ekki í lagi. Lögreglan gæti farið hægt í sakirnar, til dæmis með því að setja miða undir "vinnukonur" viðkomandi bifreiða, sem fyrstu aðvörun um brot á umferðarlögum. 

Myndin til hægri var tekin í gær klukkan 16:28 er ég beið eftir konu minni sem var inni á Efnalaug. Bíllinn auðkenndur með gulri doppu á myndinni, varð að fara upp á gangstétt til að komast leiðar sinnar niður Aðalgötu. 

Fyrir aftan þann bíl er annar á gangstéttinni sjálfri og einnig ólöglegar bílastöður á götunni hinum megin. Gott dæmi um það  tillitsleysi sem hér ríkir, sem því miður er alltof algengt

Miðvikudagur 9. febrúar 2005 

Opinn stjórnmálafundur Framsóknarmanna var haldinn í gærkveldi á Kaffi Torg. Frummælendur voru Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra og Birkir J Jónsson alþingismaður. 

Fundurinn var fjölmennur, miðað við síðustu stjórnmálafundi sem hér hafa verið haldnir, eða á milli 70-80 manns. Fundurinn var fjörugur og málefnalegur og óvenju margir fóru í ræðustól með fyrirspurnir sem greiðlega var svarað. Fundinum lauk um 22:40.    Myndir HÉR

Fimmtudagur 10. febrúar 2005

Ein gömul:  


Svona "glæfrastökk" hafa krakkar og unglingar ekki upplifað síðustu áratugina á Siglufirði, sem var algengt hér áður fyrr á hinum ýmsu stöðum. 

Þarna er stokkið fram af og inn á Aðalgötuna af þaki Pósts og Síma þann 11. mars 1966 þegar húsið var enn í smíðum og nægur snjór til að sökkva og á bólakaf við lendingu. 

Þetta var ekki uppmokaður haugur, heldur snjór eftir nokkurra daga norðan snjókomu. 

 Fimmtudagur 10. febrúar 2005  --  Hressar konur.

 Þessar myndir hér fyrir neðan  voru teknar í kaffipásu í þvottahúsinu á Heilsugæslunni í gær, kona mín Guðný var þar í heimsókn og beið eftir því að ég kæmi til að sækja hana. 

 Vinstri myndin: Birna Björnsdóttir - Guðný Ósk Friðriksdóttir, Gréta Jóhannsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.   -   Á hinni myndinni eru Sigríður Björnsdóttir og Gunnjóna Jónsdóttir ljósmóðir

Fimmtudagur 10. febrúar 2005  - Pokaþvottur. Það er ekkert líkt með pokaþvotti og  "kisuþvotti" en þessir drengir vinna hjá Síldarvinnslunni á Siglufirði við að þvo og þurrka stóra mjölpoka. Ég leit þar við í gær (gamla ketilhús SR) og tók nokkrar myndir af drengjunum. +    Myndir HÉR

 Föstudagur 11. febrúar 2005   -- Ein gömul: 

Þetta eru þeir Kristinn Georgsson og Ámundi Gunnarsson að hreinsa út úr húsinu sem verið var að breyta í „Þormóðsbúð“ árið 1982 –  Hús Slysavarnafélagsins Vörn og Björgunarsveitarinnar Strákar    (Áður Óskarsstöð / Jarlsstöð))

 Föstudagur 11. febrúar 2005 Næstu daga;  Í dag föstudag og laugardag mun ég vera á Akureyri hjá dóttur minni Margréti sem er 50 ára í dag. Ég kem til baka aftur á Sunnudag .  Á meðan verður síða mín EKKI uppfærð. Sveinn Þorsteinsson ætlar að vera á varðbergi fyrir mig á meðan og taka fyrir mig myndir og vera til taks ef eitthvað skeður. Sími hans er Heima: 467-2169 og GSM: 848-4143 - Það efni sem upp kann að koma  á meðan ég er fjarverandi, verður sett inn seinnipartinn á Sunnudaginn 13. febrúar. Bæði það sem kann að koma frá Sveini og eða beint verður til mín í tölvupósti


 Laugardagur 12. febrúar 2005 

Aðsent: 


Stofnfundur Félagsins Hollvinir Hólsdalsins var haldinn í dag klukkan 13. 

Tilgangur félagsins varðar útlit, fegrun og notagildi Hólsdalsins til útivistar. Mál sem varðar alla Siglfirðinga. Þetta er félagsskapur sem er öllum opinn sem áhuga hafa á fegrun og öðru sem betur má fara í dalnum     Myndir HÉR

Lífið: 6.-12. Febrúar 2005‎ > ‎    Þriðjudagur 8. febrúar 2005  -- 

Kæru Siglfirðingar

Kæru Siglfirðingar og aðrir sem hafa hjartað á réttum stað!

Þetta bréf er til ykkar komið, vegna þess að ég hef reynt að sækja um hjá Tryggingastofnun ríkisins, um nýtt þríhjól með hjálparmótor fyrir Val Johansen.

Það vita flestir Siglfirðingar hver hann er og hversu duglegur hann er að hjóla í bænum og sinna hinum ýmsu erindum þrátt fyrir að vera lamaður.

Það skiptir ekki máli hversu mikið það veðrar, alltaf skal Valur af stað.

En nú er það þannig að árin eru nú líka farin að segja til sín og kemst hann ekki eins mikið og honum langar.

Td. má nefna upp brekkurnar í bænum og sérstaklega heim til okkar til að dunda sér í bílskúrnum og að sjálfsögðu að hitta okkur.

Því datt mér það snjallræði í hug að sækja um nýtt þríhjól fyrir hann með hjálparmótor.

Þá kom það í ljós að það hefur verið reynt áður en allt kom fyrir ekki.

Það var reyndar skellinöðru dæmi sem TR taldi að færi of hratt miðað við sjóngetu Vals.

Það var þá sem ég fór á stúfana og fann þetta hjól þar sem hámarkshraðinn er 14 km/t.

En Tryggingastofnun synjaði eina ferðina enn!

Í dag kom bréf frá TR sem hljóðar þannig: “Umsókn um ofangreint hjálpartæki er synjað og ástæðan er: Fellur ekki undir reglur TR um hjálpartæki og greiðsluþátttaka því ekki heimil.”

Svo í staðinn fyrir að vekja falskar vonir hjá Val um að umsóknin “falli undir reglurnar” hjá TR hef ég ákveðið að hreinlega að safna fyrir þessu sjálf.

Hef ég haft samband við fyrirtæki í Danmörku sem býr til þessi hjól og var eigandinn svo ánægður að ég skildi hafa hringt í hann og talað við hann að hann ákvað að gefa mér afslátt á hjólinu.

En þetta er nú ekki ókeypis þrátt fyrir það og þar komið þið lesendur góðir við sögu.

Ég vil biðja ykkur um að styrkja okkur um kaup á þessu hjóli sem er Dönsk hágæða vara sem er með hjálparmótor sem gerir Vali léttara fyrir að hjóla upp brekkur án þess að það taki hann 2 daga eins og ég er alltaf að stríða honum á.

“Þú ert 2 daga í heimsókn til okkar en 1 dag heim!”

Þeir sem sjá sér fært að styrkja okkur vinsamlegast leggið inn á

banka reikn. 1102-05-401687 kt. 230973-4159

MUNIÐ AÐ SKRIFA NAFN GREIÐANDA Á INNBORGUNINA!

Ég hef trú á ykkur og saman getum við flutt inn hjólið!

Bestu kveðjur og með fyrirfram þökk,

_____________________________________

Katrín Sif Andersen

11. febrúar 2005

Allar aðrar upplýsingar get ég veitt í síma 899 2052.