Lífið 21-31 ágúst 2005

Fréttavefurinn Lífið á Sigló

21.til 31.ágúst 2005

Sunnudagur 21. ágúst 2005 - Ein gömul: Hver er maðurinn og hvar er hann ?

Ég veit það -- en pælið í því. Svarið erhér til hliðar >>>>

Sunnudagur 21. ágúst 2005 Sigurbjörg ÓF 1 var hér seinni partinn í gær, greinilega ný máluð, fallegt skip.

<<<< Um borð í Hafliða SI 2. Maðurinn er Magnús Guðjónsson

Sunnudagur 21. ágúst 2005 -- "Mennirnir á bak við myndavélina" Er óhætt að segja um þessa þremenninga. E n þessi mynd var tekin heima hjá Baldvin og Ingu við Suðurgötu 30 á Siglufirði í gær, í tilefni af því að Þórir Kr. Þórisson kom með vefmyndavélina margumtöluðu í bæinn og afhenti mér hana formlega með tilheyrandi glensi og alvöru, kampavíni og fleiru góðgæti í boði Baldvins og Ingu. En Þórir hefur séð um alla tæknilegu hlið verksins til þessa og fleira. Ekki má gleyma Baldvin sem tók þátt í að velja og þrýsta á seljendur varðandi búnaðinn í heild, sem er nokkuð flókinn. Myndirnar eru af Baldvin Einarssyni, mér SK og Þóri, og auðvitað var slegið á létta strengi í leiðinni, en það er ég sem þarna er undir "hjálminum", - en Baldvin setti hann á hausinn á mér og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, kona hans tók myndirnar. Nú er loks verður farið í sjálfa vinnuna við uppsetninguna. Óskar Berg Elefsen ætlar að smíða mastrið og fleiri góðir menn koma síðar að verkinu. Verkið verður unnið skipulega og í rólegheitum, en það verður ekki mjög langt í að þeir sem heimsækja Lífið á Sigló geti skoða lifandi myndir frá Siglufirði eins og frá ýmsum sjónarhornum. -


Sunnudagur 21. ágúst 2005

Menningarnótt án Siglfirðinga væri bara tabúúúú.--

Sendi þér smá brot, myndir af því besta. Kv. Tryggvi

Á myndinni eru: Hjónin Guðrún Björnsdóttir og Helgi Magnússon -- Guðrún Helga Kristjánsdóttir og karlinn hennar Tryggvi Björnsson -- Arnar Ólafsson og kona hans Guðrún Árnadóttir Tekið 20. ágúst.

Sunnudagur 21. ágúst 2005

3. flokkur kvenna KS er komin í úrslit á Íslandsmótinu í fótbolta og spila í Keflavík um helgina. Allir stuðningsmenn KS ættu að koma og hvetja stelpurnar sínar því það er ekki oft sem þetta gerist að þær komist í úrslit og hver veit nema þær verði Íslandsmeistarar? ---- Hérna er tengill með leikjum um helgina

Kveðja 3. flokkur kvenna KS

Mánudagur 22. ágúst 2005 Ein gömul: Sigurður Konráðsson og Haukur Freysteinsson um borð í Dröfn SI - En þennan bát smíðuðu þeir árið 1971

Mánudagur 22. ágúst 2005

Nokkrar myndir frá Guðmundi Albertssyni sem hann tók á Menningarnótt í Reykjavík síðastliðinn lagardag.

Tríó Guðmundar Ingólfssonar, Frum, lék fyrir gesti í Hellusundi og Flístríóið spilaði fyrir vegfarendur á Laugaveginum, ofl. Siglfirðingar og............


Mánudagur 22. ágúst 2005

Félagar úr Félagi eldri borgara á Siglufirði og í Fljótum, , kom úr öræfaferð upp úr klukkan 19:00 í gærkveldi

Á myndunum sem hér fylgja og kona mín Guðný Ósk Friðriksdóttir tók, er ekki að efa að mannskapurinn hefur verið í góðum gír alla leiðina - og aldrei sett í bakkgírinn. Gist var á Hótel Gullfoss Brautarholti í góðu yfirlæti, og þaðan farið í ýmsar áttir, auk þess sem ýmislegt var skoðað á Suðurleiðinni

Á myndinni eru: Kristinn Georgsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Guðbjörg Friððriksdóttir og Svava Baldvindsóttir

Mánudagur 22. ágúst 2005 Kollur í Fjörunni í gær og höfðu það gott, - það vor einher leyndardómur yfir þeim þær gáfu mér sérkennilegt auga.

Mánudagur 22. ágúst 2005

Hauskúpa í Skarðsdal.

Nýuppfærð ? -- Það væri ekki óeðlilegt ef þetta er "sú sama" og Ragnar Páll málaði fyrir áratugum, en hann hefur áður uppfært málverkið.

Óskar Berg Elefsen sendi mér þessa mynd, sem hann tók í gær.

Mánudagur 22. ágúst 2005 -- Þessar tvær myndir hér fyrir neðan voru teknar um klukka 16:30 í gær - og þarfnast ekki frekari skýringa

Mánudagur 22. ágúst 2005 Kaupmannafélagið og fyrirtæki ágústmánaðar

Fyrirtæki ágústmánaðar var að þessu sinni kjörið Norðurfrakt, flutningafyrirtæki sem hefur ört vaxið síðustu 12-16 mánuði, sennilega örar en nokkuð annað fyrirtæki á Siglufirði. En Norðurfrakt annast alla flutninga sem tengdir eru neti Flytjanda, til og frá Siglufirði. Á myndinni sem tekin er á skrifstofu Norðurfrakt eru; stjórnarmaður í Kaupmannafélagi Siglufjarðar Helga Freysdóttir, skrifstofustjóri Norðurfrakt Elín Hreggviðsdóttir og maki hennar forstjórinn Ásmundur Einarsson, svo formaður Kaupmannafélags Siglufjarðar, Freyr Sigurðsson

Mánudagur 22. ágúst 2005 Kaupmannafélagið og maður ágústmánaðar.

Maður ágústmánaðar var að þessu sinni kjörinn Sturlaugur Kristjánsson, fyrir framlag sitt til tónlistarinnar á Siglufirði.

Sturlaug sjálfan þarf vart að kynna, því vart heyrast tónar á Siglufirði án þess að Stúlli sé einhversstaðar nálægt. Á myndinni eru Helga Freysdóttir stjórnarmaður í Kaupmannafélaginu, Sturlaugur Kristjánsson og Freyr Sigurðsson formaður Kaupmannafélags Siglufjarðar

Þriðjudagur 23. ágúst 2005 Margar gamlar í syrpu: Árgangur ´55í blóma lífsins Ekki man ég hvað leikritið hét, eða útá hvað það gekk, en myndasyrpa sú sem hér fylgir segir þó eitthvað. Þar má sjá marga efnilega leikara, þó svo þeir hafi kosið (sennilega allir) að leika á öðrum vettvangi en á sviði þar sem seldur er aðgangur. Viðbót: -- Sæll Steingrímur. Datt í hug að senda þér smá leiðréttingu og viðbótarupplýsingar.

Leikritið sem árgangur 1955 sýndi um vorið 1972 hét Æðikollurinn og þar vann Ingi Hauks rafvirki sannkallaðan leiksigur og fór vægast sagt á kostum. Leikritið er mikill farsi þar sem allir hlutir gerast fyrir tóman misskilning og mikið gengur á allan tímann. Á myndinni eru Þórhallur Ben, Fríða Birna, leikstjórinn Jónas Tryggva, Ingi Hauks, Kittý Jóns og sá sem þetta sendir á endanum. Ég man eftir því að á frumsýningunni hafði okkur láðist að hella upp á könnuna fyrir leikstjórann en það var víst hefð fyrir því og var hann ekki ánægður með það. - Kveðja Leó.

Skoðið fleiri Myndir

Þriðjudagur 23. ágúst 2005

Á miðri myndinni, á stóra steininum má sjá daufar útlínur af rjúpum, málaðar á steininn.

Sagan hermir að fyrir nokkrum árum hafi málari / prakkari málað mjög greinilega nokkrar rjúpur á steininn sem er nærri Pétursbrekku (veginum) í Skarðsdal, og í framhaldi af því hafi margar rjúpnaskyttur látið blekkjast og skotið á steininn.

Ekki veit ég um öruggar heimildir fyrir þessu né hver málarinn var.

En gaman væri ef einhver listfengin (eða málarinn sjálfur) tæki sig til og frískaði upp á "rjúpurnar" með pensli sínum svo þetta sæist greinilega frá veginum.

Ljósmynd: Óskar Berg Elefsen

Þriðjudagur 23. ágúst 2005 --- Eigendur að húsinu við Hvanneyrarbraut 66b hafa eytt mörgum helgum, stundum löngum helgum í að dytta að húsi sínu, nú hafa þeir fengið sér til trausts og halds Siglfirska iðnaðarmenn, enn senn líður að síðasta áfanga þessa árs utandyra.

Verkið hefur gengið mjög vel til þessa og húsið breytt aðeins um útlit til hins betra auk þess að verða hlýrra innandyra á köldum vetrardögum, en húshlutinn sem unnið hefur verið við hefur verið einangraður mjög vel fyrir kulda og vindi.

Myndin er tekin klukkan 11:25 í morgun

Þriðjudagur 23. ágúst 2005 Öryggi vegfarenda aukið á Siglufjarðarvegi. Vegagerðin hefur sett upp ný vegrið við veginn undir Skriðum, og það án þess að hinir hefðbundnu mótmælendur segi orð við því að peningum sé "sóað í Siglfirðinga", það væri betra að setja peningana í hið almenna þjóðvegakerfi, svo sem útiloka einbreiðar brýr, miðlæg gatnamót hér og þar og svo framvegis. En hvað sem þeirri umræðu líður, þá viljum við Siglfirðingar fyrir hönd ALLRA vegfarenda þakka Vegagerðinni, fyrir þetta framtak sem skapar mikið öryggi á þessum vegkafla, ekki síst með tilliti til snjóflóða sem eiga til með að lenda þarna. Einnig hefur Vegagerðin verið að vinna við lagfæringar á vegriðum og fleiru eru á Siglufjarðarvegi. Myndin var tekin í morgun.

Þriðjudagur 23. ágúst 2005

Til umhugsunar fyrir okkur Eyfirðinga eftir snjólétta vetur sem alltaf fjölgar. -- Ég var að slappa af fyrir framan sjónvarpið nú eftir hádegið á meðan tölva mín var að skanna myndaseríu (24 myndir) frá gömlu filmunum mínum sem ég vinn að daglega. ---- Ég kom inn á Eurosport rásina og sá þar nokkuð athyglivert til umhugsunar. Þeir eru nú víða í Evrópu farnir að stökkva á gervigras stökkbrautum yfir 120 metra vegalengd, eins og væri þakin snjó. Væri ekki einfaldara, tildæmis í Hlíðarfjalli að leggja gervigrasbrautir sem nota má bæði sumar og vetur, í stað þess að búa til gervisnjó ? -- Hér eru þrjár myndir teknar áðan frá keppni á gervigrasbraut. Kappi lagður af stað kominn og niður á jafnsléttu eftir að hafa stokkið 104 metra Stökkpallurinn í baksýn.


Miðvikudagur 24. ágúst 2005

Ein gömul: Hvað ætli umræðuefnið hafi verið?

Arngrímur Jónsson fv. skipstjóri og Sigurður Sigurðsson hafnarvörður, en sennileg báðir skipstjórar þegar myndin var tekin af þeim óvörum í júnímánuði árið 1972

Miðvikudagur 24. ágúst 2005

FRUM-herjar --- Ætli svona auglýsing væri umborin í dag, frekar en fyrir 33 árum, þegar yfirlögregluþjónninn Jóhannes Þórðarson bað góðfúslega um að hún yrði tekin niður.

Ég hefði ekki munað né vitað sögu þessarar auglýsingar, hefði ég ekki lesið um hana á Blogginu hans Leós í marsmánuði síðastliðnum án þess þó þá, að muna eftir að ég ætti mynd af henni.

En þessi mynd kom fram er ég var að skanna filmurnar mína í morgun og fannst upplagt að skella henni hér, en afrit af sögu hennar má finna HÉR og á tengli á hliðarspássíu.

Hver þessi er sem glottir inn á sjoppunni, veit ég ekki.---- Ætli að þetta sé fyrsta auglýsingin sem Biggi Inga gerði, en eins og flestir vita. þá er hann á fullu í auglýsingabransanum núna árið 2005 >>>>. ?

Frásögn af tilurð, og... þessarar auglýsingar má finna neðst á þessari síðu


Fimmtudagur 25. ágúst 2005

Ein gömul: Það var lambasteik með tilheyrandi, gæti Hanni kokkur verið að segja við Venna.

Á myndinni eru. Stefnir Guðlaugsson, Vernharð Karlsson og Jóhann J Halldórsson

Tekið á Hafnarbryggjunni í júnímánuði 1972

Fimmtudagur 25. ágúst 2005

Núna í ágúst voru haldnir árlegir danskir dagar í Stykkishólmi. Fagmannleg skipulögð og skemmtileg hátíð sem við á Siglufirði gætum eflaust lært ýmislegt af. Fjöldi fólks var mættur til að upplifa skemmtilega stemmingu og það eina sem skyggði á var veðrið sem var ekki sérstaklega skemmtilegt.

Meðal annars fengu Hólmarar Jakob Sveistrup, Júróvisíonfara þeirra Dana til að koma og troða upp.

Hann flutti m.a. "I´m talkin to you" sem hefur verið afar vinsælt hér á landi í sumar. Eins og sjá má á myndinni flykktust aðdáendurnir að þessum geðuga barnakennara frá Jótlandi. --

Frá vinstri Hanna Björnsdóttir, Jakob Sveistrup og Eyrún Þóra Sigurjónsdóttir í bakgrunni má meðal annars sjá Unni Steinsson og Hauk Snorrason ljósmyndara. H.Þ.H.

Fimmtudagur 25. ágúst 2005 -- Um helgina fór fram úrslitakeppni á Íslandsmótinu í 3.fl. kvenna. Lið KS var þar ásamt liðum Leiknis frá Fáskrúðsfirði. ÍBK og ÍA.

Lið KS var ansi nálægt því að ná Íslandsmeistaratitlinum og lék til úrslita við lið ÍA. Lengi vel var leikurinn járnum en skagastelpurnar reyndust sterkari þegar leið á og unnu nokkuð öruggan sigur. Lið KS náði þar með öðru sæti sem er frábær árangur hjá þeim.

Hérna á myndinni eru stelpurnar ásamt þjálfaranum Mark Duffield -- H.Þ.H.

Fimmtudagur 25. ágúst 2005 -- Sunnudaginn 28. ágúst heldur Golfklúbbur Siglufjarðar Íslandsbankamót til minningar um Hafliða Helgason og Kjartan Bjarnason. Þetta er punktamót í opnum flokki, leiknar verða 18 holur og mótið hefst kl. 10. Nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum.

Hér fylgja með nokkrar myndir sem voru teknar af klúbbfélögum í golfi 11. janúar 2003. Kveðja, G.E.

Föstudagur 26. ágúst 2005 --

Ein gömul: Stelpurnar eru: Edda, Elsa og Valdís, en strákurinn litli er Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri (í Rvk)

Hulda Guðbjörg systir mín sendi mér þessa mynd -

Föstudagur 26. ágúst 2005 -- Markaðsráð Sparisjóðs Siglufjarðar skellti sér í grunnskólann í dag, nánar til tekið í neðra skólahúsið, og færði nemendum í 2. til 6. bekk reiknivélar að gjöf.

Nokkrar myndir voru teknar af þessu tilefni og hægt að skoða þær hér á vef Sparisjóðsins (ekki til lengur)

Föstudagur 26. ágúst 2005

Þrettánda ársþing

Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, og Siglufjarðarkaupstaðar, var haldið í dag að Kaffi Torg á Siglufirði. Þar voru til umræðu almenn félagsstörf eins og ársreikningar tillögur stjórnar og svo ýmis mál sameiginleg fyrir sveitarfélögin; samgöngumál, fjarskiptamál, raforkumál og fleira. Samgönguráðherra var þarna var mættur meðal annarra

Ég kom þar við í dag en stoppaði stutt, og tók nokkrar myndir af ýmsum þeim er fundinn sóttu - en myndirnar koma sem myndasería á vefinn morgun -

Um 30 myndir.


Laugardagur 27. ágúst 2005

Ein gömul:

Unnið að niðurrifi Rauðku, og flutningi á tækjabúnaði hennar. -- En nú eru mannvirki Þormóðs Ramma Sæbergs hf. á þessum stað

20. september 1972

Laugardagur 27. ágúst 2005 Úrhellis rigning, hefur verið síðasta sólarhring á Siglufirði eða tæpir 22mm. (mælistaða klukkan 21:00) raunar hefur verið mikið úrhelli síðustu daga.

Fólk í nálægð við uppbyggingu snjóflóðagarðana varð óttaslegið er það tók eftir því í gærkveldi að vatn var farið að leka, að því er virtist úr garðinum ofarlega. Sumir töldu jafnvel að efri hluti garðsins hefði sigið fram. Ég kom á vettvang, en erfitt var að greina þetta í gegn um rigninguna, en á myndum sem ég tók sést þetta betur, og af þeim að dæma tel ég varla ástæðu til að óttast.

Í fyrsta lagi er öll vinna við garðinn unninn af samviskusemi og vel til hans vandað að öllu leiti, og það vatnsmagn sem hugsanlega hefur safnast ofan á garðinum, og er sennilega að seytla þarna í gegn að hluta og dregið með sér eitthvað af jarðveginum, það vatn getur ekki verið svo mikið að það nægi til að hreyfa garðinn sjálfan sem enn er í smíðum. Lárétta örin á myndinni sýnir um það bil efri hluta garðsins en örvarnar benda á misfelluna af völdum rigningarinnar.

Aðal mannskapur verktakans er í helgarfríi, en hluti þeirra starfsmanna sem hér eru í bænum komu strax á vettvang þegar fólk tók eftir þessu, til að skoða og meta aðstæður. Vatn og það litla aurrennsli sem þarna átti sér stað komst þó ekki að næsta húsi, þar sem lítill bráðbirgðagarður var þarna fyrir, ætlaður til að taka við slíku. Fjölskyldan sem þarna býr næst, kaus þó til öryggis að flytja sig í aðra íbúð sem þau áttu aðgang að, á meðan þetta ástand varir.

Föstudagur 26. ágúst 2005


Myndasyrpan frá 13. ársþingi Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, og Siglufjarðarkaupstaðar, sem ég lofaði í gær þær eru hérna

Laugardagur 27. ágúst -- 2005 Stór hópur Harley Davidson mótorhjólakappa 29 alls (að minnsta kosti einn Honda gæi var þó í hópnum, þessi á þríhjólinu) kom í bæinn í gærkveldi klukkan 19:00. Þetta mun vera í þriðja sinn sem þeir félagar koma til Siglufjarðar til að heimsækja félaga sína hér. Þeir borðuðu kvöldverð í Bátahúsinu og skoðuðu síðan safnið, en í dag munu heimamenn grilla fyrir hópinn. Þeir létu ekki kalsa og rigningu breyta löngu ákveðinni ferð og mættu á tilsettum tíma, enda hraustir karlar.

Laugardagur 27. ágúst 2005

Strákafjall komið í haustbúninginn -- tekið í morgun

Sunnudagur 28. ágúst 2005 Ein gömul:

Fjórar hnátur úr norðurbænum. ??? - Lilja -- Elsa og Edda

Sunnudagur 28. ágúst 2005

Svona til að auðga fjölbreytnina og fréttaleysið, en lítil um að vera nú um þessar mundir. Þennan fugl vil ég ekki nefna, þar sem ég eins og áður hefur komið fram, ekki fróður um fugla. -- Svar komið: Sandlóa

oooOooo

Ég frétti þó fyrir tilviljun að KS hefði verið að keppa í dag á Hólsvelli- hefði líklega farið á vettvang til myndatöku hefði ég vitað af því, ekki veit ég um úrslit.

Mánudagur 29. ágúst 2005

Ein gömul:

Kvenfélag Sjúkrahússins við afhendingu röntgentækja til Sjúkrahúss Siglufjarðar í júnímánuði árið 1972

Svala Bjarnadóttir yfirhjúkrunarkona - Ragnheiður Sæmundsson - Jóna Einarsdóttir - Anna Snorradóttir - Hildur Svavarsdóttir - Ólafur Þ Þorsteinsson yfirlæknir og Kristine Þorsteinsson --

Vinsamlega leiðréttið, ef nöfn eru röng að einhverju leiti

Mánudagur 29. ágúst 2005

Leitað af æti á Þormóðsreit --

Það er eins og fyrri daginn, ég verð að játa vanþekkingu mína á fuglum.

Hvað heitir fuglinn ? >>>> Tjaldur

Mánudagur 29. ágúst 2005

Aðsent: Þessa Siglfirðinga hitti ég í fyrrakvöld austur á Skógum undir Eyjafjöllum á tónleikum með hanadabandi Tómasar R. Einarssonar.

Um helgina var á Skógum tónlistarhátíðin "Jazz undir fjöllum".----

Ekki man ég nöfnin á dóttur Benedikts Sigurðssonar kennara og Péturs Þorsteinsonar hafnarvarðar en með þeim eru á myndinni hjónin Jón Sæmundur Sigurjónsson og kona hans Birgit Henriksen. Þú kannski finnur út nöfnin sem vantar. Kv. Guðmundur J. Albertsson

Mánudagur 29. ágúst 2005

Svar við spurningu: - Veðurstöðin í Bakka -- upplýsingar

Veðurstöðin í Bakka er í einkaeigu, rekin í tengslum við Siglfirska fréttavefinn Lífið á Sigló. Við kaup og uppsetningu stöðvanannar naut undirritaður aðstoðar eftirtalinna aðila. (e. stafrófsröð)

Baldvin Einarsson - Bás ehf - Eico ehf - Guðmundur Albertsson - Guðrún Árnadóttir - Brimbær - Ingibjörg Sigurjónsdóttir - Jóhann Örn Bjarnason - Karl Líndal Baldursson - KLM sport ehf - Óskar Berg Elefsen -

- SR-Vélaverkstæði - Sveinn Þorsteinsson - Sölvi Sölvason - Theodór Kristinn Ottósson - Torgið ehf - Tryggvi Örn Björnsson - Þorsteinn Sveinsson - Veður ehf og fleiri

Veðurstöðin í Bakka var tekin í gagnið Þriðjudaginn 7. júní 2005 Í fyrstu voru upplýsingarnar færðar handvirkt í hádeginu á hverjum degi - en síðar voru, eins og nú, allar upplýsingar sem frá henni koma sýndar á rauntíma á vefnum Lífið á Sigló. Uppfært sjálfvirkt á 10 mínútna fresti --

Hitatölur eru nákvæmar miðað við staðsetninguna, en getur á góðum degi sýnt lægra hitastig í Bakka heldur en oft kemur fyrir inni í bænum þar sem skjól er fyrir hafgolu og vindum, þannig að hitumunur getur orðið samkvæmt reynslu, allt að 5 °C

Einnig getur munað á hitastigi í svipuðum mæli að vetri til, þegar til dæmis 1-4 °C frost á liðinni inn í botn fjarðarins, þá er stundum frostlaust í Bakka. - það hafa blautar og frosnar götur borið greinileg merki.

Sólin nær ekki til að trufla hitamælirinn í Bakka, vegna sérstaks útbúnaðar og sýnir hann því raunhita staðarins; í Bakka.

Staðsetning stöðvarinnar er á Siglufirði: 66°09 N 586 - 018°54 V 199sem er bletturinn sem sést á myndinni, og rauða örin bendir á.

Húsið mitt er til hægri á myndinni og útsýni til suðurs, með Mjölhús Síldarvinnslunnar (áður SR) fyrir miðju. Húsið mitt er fyrsta húsið á vinstri hönd við innkeyrsluna inn í bæinn, Hvanneyrarbraut 80

Steingrímur Kristinsson


Mánudagur 29. ágúst 2005 -- Það hefur verið rólegt hjá trillusjómönnum að undanförnu vegna gæftaleysis og "allir" í höfn

Myndin er tekin í morgun af Bátadokkinni

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 --

Ein gömul: Kristján Sigtryggsson - Kristján Ásgrímsson og Jóhann Skagfjörð. 1972

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 Nýr sparkvöllur hefur verið tekinn í notkun, sunnan við Barnaskólann. Völlurinn er með gervigrasi og snjóbræðslulögn þar undir. -

Þessir krakkar voru að æfa sig í gær og sögðu völlinn vera frábæran. Þau heita: Guðni Brynjólfur Ásgeirsson (Erlu og Ásgeirs) - Sigurjón Sigtryggsson (Tryggva Sigurjóns) - Katrín Elva Ásgeirsdóttir (Erlu og Ásgeirs) - Björn Guðnason (Guðna Sölva)

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 -- Þessir iðnaðarmenn eru vanir að drekka morgunkaffið sitt í Aðalbakarí, en þeir eru: Birgir Ingimarsson smiður - Hreinn Júlíus Ingvarsson nemi - Ingi Hauksson rafmagnsiðnfræðingur - Guðmundur Lárusson rafvélavirkjameistari- Sturlaugur Kristjánsson allt mögulegt - Helgi Magnússon pípulagningameistari og Ólafur Kárason byggingameistari.

Miðvikudagur 31. ágúst 2005 -- Ein gömul:

Tveir góðir saman: Þekktur Akureyringur ásamt Hinrik Andréssyni Myndin er tekin í marsmánuði 1973 er verið var að sjósetja lýsistank Rauðku, á vegum Olís, en Akureyringurinn stjórnaði þeirri aðgerð.

Miðvikudagur 31. ágúst 2005

Það hefur ekki verið þrautalaust fyrir Siglfirðinga í gegn um tíðina að berjast fyrir bættum samgöngum. Baráttan fyrir Héðinsfjarðargöngum er raunar léttvæg í samanburði við fyrri baráttur.

Það liðu margir áratugir frá því fyrst var farið að tala um vegasamband við "umheiminn" þar til byrjað var að vinna við Skarðsveginn, loksins er það hófst og um áratug rúman tók síðan að vinna verkið, í fyrstu með haka, skóflu, hjólbörum og hraustum höndum.

Aage Schiöth vildi árið 1929 bora gat, fyrstu jarðgöng á Íslandi í Skarðsdal til Fljóta, en vegur yfir Siglufjarðarskarð varð fyrir valinu.

Það vita það sennilega ekki allir, en margir fróðleiksmolar eru hér á vef mínum um vegagerð fyrri tíma -- HÉR er ein sagan af mörgum á vef mínum

Það mætti til dæmis byrja á því að lesa beðst á viðkomandi síðu um Siglufjarðarskarð og fleira, þann dugnað og fórnfýsi sem margir sýndu varðand vegagerðina.

Miðvikudagur 31. ágúst 2005 -- Það fer held ég ekki á milli mála, þetta eru álftir sem hafa haldið sig á Langeyrartjörn, en þar voru þær í morgun er þessar myndir voru teknar. Á flugi voru þær að flytja sig frá norðurhluta tjarnarinnar yfir á þann syðri.

Miðvikudagur 31. ágúst 2005 Aðsent: Grétar Rafn til AZ (Staðfest)

Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við hollenska liðið AZ Alkmaar með möguleika á framlengingu um tvö ár. -

Grétar Rafn sem getur leikið bæði í miðjunni og í bakverði hefur vakið athygli fyrir góðan leik hjá svissneska liðinu Young Boys og AZ hefur nú gengið frá kaupunum á honum en innan við ár er síðan Grétar gekk til liðs við Young Boys frá ÍA. ---

Grétar sagði í samtali við www.fotbolti.net að toppaðstæður væru hjá AZ og þetta væri stærra stökk en fólk gerði sér grein fyrir. AZ er sem stendur í toppsæti í toppsætinu í hollensku deildinni en Lois Van Gaal fyrrum þjálfari Barelona er þjálfari liðsins núna. -- Grétar Rafn verður að sjálfsögðu í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Króötum og Búlgörum í undankeppni HM á næstunni.

Grétar er sonur Guðlaugar og Steins Elmars Árnasonar) Mynd: fotbolti.net - Ómar Vilhelmsson --- Sjá einnig: Viðtal við Grétar frá því fyrr í sumar.

Miðvikudagur 31. ágúst 2005

Fróðleikur um aðdragnda að vinnu við veginn um Siglufjaarðarskarð.

Árni Pálsson, verkfræðingur, hefir áætlað kostnað við lagningu Skarðsvegarins kr. 345,000. - þar sem þegar er búið að leggja 80,954,88 kr. í veginn, verður hann ekki fullgerður fyrr en eftir 20 ár, ef ekki fæst hærra framlag úr ríkissjóði og ekkert kemur annars staðar frá.

Fyrir 3-4 árum síðan vaknaði hér í bænum almennur áhugi fyrir því, að koma Siglufirði í vegasamband við hinar frjósömu sveitir Skagafjarðar og þá um leið í samband við þjóðvegakerfi landsins.

Allir bæjarbúar voru sammála og einhuga um að leggja fram drjúgan skerf til þess að ná þessu takmarki. Sannaðist það best með því, að á árunum 1934-35 lögðu einstaklingar og bæjarsjóður fram nærri 55 þúsund krónur í þessu skyni.

Bjuggust allir við að Alþingi mundi bregðast vel við um fjárveitingu til þessa nauðsynjamáls, ekki síst vegna þess, hve einstaklingar lögðu mjög á sig.

Var því meiri ástæða til þess að vænta ríflegs framlags úr ríkissjóði, þar sem hér átti hlut að máli, það bæjarfélag, er útvegar ríkissjóði langhæstu tekjurnar í innflutnings- og útflutningsgjöldum allra bæja á landinu utan Reykjavíkur auk þess sem ríkið rekur hér miljónafyrirtæki, sem ekki greiðir eyrisútsvar til bæjarins.

Það er nú alkunnugt hvernig Alþingi og þar með, hinir gömlu og reyndu þingmenn Eyfirðinga snérust við þessu.

Á haustþinginu 1934 bar Garðar Þorsteinsson fram tillög um 50 þúsund króna, en til vara 25 þúsund króna framlag til Skarðsvegarins, en þingmenn Eyjafjarðarsýsla stóðu tryggir við hlið flokksbræðra sinna og sósíalista og felldu báðar tillögurnar með nafnakalli.

Framkvæmd Skarðsvegarins er stórmál, bæði fyrir þá, sem þennan bæ byggja og ekki siður fyrir hina afskekktu og einöngruðu Fljótasveit.

Reynslan hefir fyrir löngu sýnt, að sjávarútvegur og sá iðnaður, sem skapast í sambandi við hann, er engu bæjarfélagi traustur grundvöllur undir fjárhagslega heilbrigt atvinnulíf, ef ekki er hægt að koma á viðskiptum við nærliggjandi sveitir.

Náist ekki bílasamband við nærliggjandi sveitir Siglufjarðar, er allt útlit fyrir, að þessi bær verði að láta sér nægja í framtíðinni, að vera verstöð síldveiðanna hér á Norðurlandi. Takist aftur á móti að leggja Skarðsveginn á næstu árum mun það verða ómetanleg lyftistöng fyrir þetta bæjarfélag.

Bæjarbúum gefst þá kostur á, að afla sér nægra landbúnaðarafurða í skiptum fyrir sjávarafurðir og iðnaðarvörur. Flutningar allir munu aukast til hagsbóta fyrir bílaeigendur. Verslun öll mun færast í aukana.

Allir sem fást við skepnuhald munu eiga hægara með að afla sér heyfanga til vetrarins. Gistihúsin hér mundu njóta góðs af ferðamannastraumnum, því marga mun fýsa að sjá þessa að alstöð síldveiðanna, á þeim tíma, sem verksmiðjurnar starfa og söltunin fer fram. - Þannig mætti lengi telja.

Núverandi þingmönnum Eyjafjarðarsýslu hefir ekki tekist að sjá þessu máli borgið. Hinsvegar er það fullsannað, að 8. landskjörinn þingmaður, Garðar Þorsteinsson, hefir barist og mun berjast fyrir þessu máli með sinni festu og alkunna dugnaði. Á fundinum um daginn komst hann meðal annars svo að orði:

"Að það væri alls ekki vansalaust, að einn af stærstu kaupstöðum landsins væri ekki ennþá kominn í samband við þjóðvegakerfi landsins. Það er og fullvíst, að fulltrúi Bændaflokksins, Stefán Stefánsson, mun ljá máli þessu fylgi. Hann veit manna best, hvar skórinn kreppir að bændum þeim, sem búa í afskektum sveitum. Hann veit það vel, að það er lífsskilyrði fyrir þá, að koma afurðum sínum á.tryggan markað."

Þess vegna munu þeir, sem ekki hafa þolinmæði til að biða í 20 ár, eftir því að Skarðsvegurinn komist á, ljá þeim Garðari Þorsteinssyni og Stefáni Stefánssyni fylgi sitt þann 20. júní.

A. S.

Stolið af: Blogginu hans Leós frá 03.03.2005 --

Auglýsingin í sjoppunni hjá Matta.

Við strákarnir vorum að spila flestar helgar þetta sumar þó svo að eftirtekjan væri ekki alltaf í samræmi við fyrirhöfnina.

Hljómsveitin hét Frum og hún starfaði frá 1971 og lítillega fram á árið 1974. Ég, Biggi Inga, Gummi Ingólfs, Viddi Bö, Guðni Sveins, Gummi Ragnars og Tóti Ben áttum að vísu svolítið mislanga dvöl í bandinu en einhverju sinni eftir æfingu stóðum við inni í Pósthússkotinu og horfðum á sveitunga vora sækja Moggann sinn í sjoppuna til Matta. “Af hverju setjum við ekki ballauglýsingar þarna?” Biggi trommari og auglýsingagúrú spurði bæði sjálfan sig og okkur en við sem minna vissum um auglýsingar og markaðssetningu áttum svo sem engin svör.

Við vorum bókaðir á Ketilásnum næstu helgi og nú var komin miðvikudagur og tímabært að láta vita af því hvað yrði í boði um helgina. Biggi rölti yfir Grundargötuna og við horfðum á eftir honum fara inn til Matta og sáum að þeir tóku tal saman.

Eftir svolitla stund kom hann til baka og sagði okkur að Matti vildi alveg hengja upp auglýsingu frá okkur um Ketilásballið. “Ég sagði bara hverra manna ég væri og þá var allt í lagi.” Ingi Bald hefur sennilega verið réttu megin í pólitíkinni að mati Matta því sonurinn var þá ekki kominn með aldur til að kjósa.

Við gerðumst síðan aðstoðarmenn Bigga þegar hann gerði auglýsinguna. “Þetta verður alls staðar bannað” sagði ég þegar útlínurnar myndarinnar tóku að skýrast á blaðinu. “Sjáum til” sagði hann og kláraði myndina og textann á ótrúlega stuttum tíma.

Síðan var beðið eftir að einhver leysti Matta af og þá var farið inn með auglýsinguna inn og hún hengd upp. Mótmæli afleysingamannsins voru kæfð í fæðingu. “Matti var búinn að lofa okkur þessu og sagði að þetta væri í góðu lagi.” Auglýsingin var gerð úr tvöföldum renningi af umbúðapappír og var meira en tveir metrar á hæð.

Það varð hreinlega dimmt inni í sjoppunni en af einhverjum fáránlegum ástæðum lét Matti þetta yfir sig ganga. Hann vissi svo sem að menn áttu að standa við loforð sín en fannst eflaust að hann hefði verið plataður svona pínulítið. Myndin á auglýsingunni var af baksíðunni af nýflengdum strák sem grenjaði mikið og var með allt niður um sig og tárin hreinlega streymdu út um alla auglýsingu.

Textinn var: “Ég vil fara á Ketilás.” Síðan var lítillega minnst á hvaða hljómsveit léki fyrir dansi, svo og dagsetningu, miðaverð og að sjálfsögðu var minnt á sætaferðirnar.

Það var svo Jóhannes lögga en ekki Matti sem bað okkur að taka auglýsinguna niður því hann taldi að hún gæti verið vitlausu megin við þá hárfínu línu sem skilur að velsæmi og siðferðisskort. Biggi varð við beiðni yfirvaldsins og tók auglýsinguna niður en hún hafði vakið talsverða athygli í bænum og það voru hvort sem er allir búnir að sjá hana svo nú gat sólin aftur farið að skína inn í sjoppuna hjá Matta. Leó