70 tonna jarðýta 2003
Fréttavefurinn Lífið á Sigló
2003
70 tonna jarðýta í Siglufjarðarskarði.
Á leið til vinnu við snjóflóðavarnar garðana 2003
30. ágúst 2003 70 tonna jarðýta, kom yfir Siglufjarðarskarð í morgun, ekki vegna hins fagra útsýnis sem þar er oft, heldur vegna þess að ekki var hægt að koma henni í gegn um Strákagöng vegna stærðar. Flutningavagn flutti ýtuna að veginum að Siglufjarðarskarði vestanverðu, og tók síðan við henni Siglufjarðarmegin, þegar ýtan var komin niður að austan. Ekki þó sami vagn, heldur annar, en sá fyrri brotnaði, er verið var að keyra ýtuna af vagninum vestan við Skarðið. Ekki var það vegna þungans, sem sameiginlega var yfir 80 tonn, þrátt fyrir að ýtan hafði enga tönn, og annað sem tekið hafði verið af henni til að létta hana fyrir flutninginn. Hroll setti að mönnum vegna brotna vagnsins, og var hugsað til þess, hefði hann brostið úti á þjóðvegi í beygju og hliðarhalla. þá hefði farartækið oltið með öllu sem því fylgdi, með ófyrirséðum afleiðingum.