70 tonna jarðýta 2003

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

2003

70 tonna jarðýta í Siglufjarðarskarði. 

Á leið til vinnu við snjóflóðavarnar garðana 2003

30. ágúst 2003  70 tonna jarðýta, kom yfir Siglufjarðarskarð í morgun, ekki vegna hins fagra útsýnis sem þar er oft, heldur vegna þess að ekki var hægt að koma henni í gegn um Strákagöng vegna stærðar. Flutningavagn flutti ýtuna að veginum að Siglufjarðarskarði vestanverðu, og tók síðan við henni Siglufjarðarmegin, þegar ýtan var komin niður að austan. Ekki þó sami vagn, heldur annar, en sá fyrri brotnaði, er verið var að keyra ýtuna af vagninum vestan við Skarðið. Ekki var það vegna þungans, sem sameiginlega var yfir 80 tonn, þrátt fyrir að ýtan hafði enga tönn, og annað sem tekið hafði verið af henni til að létta hana fyrir flutninginn. Hroll setti að mönnum vegna brotna vagnsins, og var hugsað til þess, hefði hann brostið úti á þjóðvegi í beygju og hliðarhalla. þá hefði farartækið oltið með öllu sem því fylgdi, með ófyrirséðum afleiðingum. 

Brotinn vagn undan þunga 70 tonna jarðýtu sem sem notuð var, vegna vinnu við snóflóðavarnar gerð á Siglufirði. Vagninn brotnað skammt frá veginum upp í Siglufjarðarskarð. Vel sést hversu boginn grindin er, sem var enn meiri á meðam ýtan var á honum 
Hér sést greinilega, að ekki er botnsoðið, eins og ætti að vera, og eða hreinlega rangur suðuþráður (og suðumaður) Þessi vagn er alveg nýr, smíðaður á Íslandi. Ekki nógu gott eftirlit með smíðinni, (segi ég) --- "Góð hönnun, góður vagn" segir bílstjórinn, "ef þessu óhappi er sleppt." 
Þarna á ýtan eftir rétt um 50 metra í há Skarðið. Á mörgum stöðum á leiðinni var rétt pláss fyrir ýtuna á veginum, fjallshlíðin annars vegar og snarbratt hinsvegar 
Ýtusrjórinn, --- Árni Pálmason 
Þarna sést hvernig "rafsuðufúskið" á tengivagninum hefur brostið 
Þarna sést hvernig "rafsuðufúskið" á tengivagninum hefur brostið 
70 tonna jarðýtan að renna í "hlað" í Siglufjarðarskarði. 
Þarna leggur ýtan á stað niður brattan til Siglufjarðar, eftir að ýtustjórinn hafði aðeins teygt úr sér 
Þarna er flutningabíll við Torgið, með ýtuna á tengivagni. 
Og þarna er ýtan komin á áfangastað, og heldur upp fjallið þar sem tönnin ofl. bíður eftir henni. 
Ragnar Steingrímsson, - Guðni Jónsson, - og Árni Pálmason 
Guðni Jónsson, innan við tönninni á "stóru" ýtunni sinni 
Ragnar Steingrímsson hífaði tönn og fleira sem fest var á jarðýtun
Tönnin komin á stóru ýtuna, og verið er að koma plógtönninni fyrir, að aftan. 
Stærðarmunur er talsverður á stóru ýtunni hans Árna og "stóru" ýtunni hans Guðna. Og ekki fer mikið fyrir bílnum mínum, í samanburðinum.