Sunnudagur 8. janúar 2006
Ný heimasíða:
Myndasíða Tryggva Björnssonar www.123.is/torn
Myndin er stolin frá síðunni hans, en þetta er hann og kona hans Helga.
Þessi á milli, sem þarna er að sýna sitt breiðasta bros, er sonur þeirra Kristján Björn
Sunnudagur 8. janúar 2006 Frá Siv Friðleifsdóttur: -- Síðustu daga, 2.-7. janúar, höfum við Hákon og Þráinn, bekkjarfélagi hans, verið í sælunni á Sigló.
Við erum búin að fara í skíðaferðir, göngutúra og gera fleira skemmtilegt. Sendi þér hér tengla inn á myndirnar sem ég tók, en þær og dagbókartexta má finna á síðunni minni. ---
Siv hefur verið dugleg að heimsækja fjörðinn sinn - smellið á www.siv.is og skoðið margar myndir og fleira SK
3.janúar - http://www.siv.is/i_mynd/myndir.lasso?id=7586 Erla og Skarphéðinn
http://www.siv.is/i_mynd/index3.lasso?hopur=1315 Skíðasvæðið
4. janúar - http://www.siv.is/i_mynd/index3.lasso?hopur=1316 Gönguklúbburinn: Skarphéðinn, Siv og sr. Sigurður ---- http://www.siv.is/i_mynd/index3.lasso?hopur=1317 Sundlaugin
http://www.siv.is/i_mynd/index3.lasso?hopur=1318 Líkamsræktin
5. janúar - http://www.siv.is/i_mynd/myndir.lasso?id=7600 Siglufjörður
http://www.siv.is/i_mynd/myndir.lasso?id=7601 Örlygur, Arnar og Páll
http://www.siv.is/i_mynd/index3.lasso?hopur=1319 Skíðasvæðið
6. janúar - http://www.siv.is/i_mynd/index3.lasso?hopur=1320 Evanger rústir
http://www.siv.is/i_mynd/index3.lasso?hopur=1321 Evanger rústir
http://www.siv.is/i_mynd/index3.lasso?hopur=1322 Skíðasvæðið
http://www.siv.is/i_mynd/index3.lasso?hopur=1323 Skíðasvæðið
Sunnudagur 8. janúar 2006
"Þrettánda" brenna Kiwanis brann í gær, degi seinna en ætlað var vegna veðurs deginum áður.
Frekar napurt var, -5 °C kæling og um 7-8 m/s sem orsakaði færra fólk í gönguna og grímubúninga en vonast hafði verið til, hinsvegar var mikið fjölmenni mætt til að horfa á sjálfa brennuna og flugfeldaskotin.
Sunnudagur 8. janúar 2006
Ég ætlaði að taka einfalda mynd af ártalinu 2006 og ljósunum á Hvanneyrarskálarbrún, svona í lok jólanna, þar sem ég gerði ráð fyrir að þau mundu ekki verða fyrir hendi mikið lengur en það sem af lifði kvöldi.- 7-8 m/s vindur var og bíllinn minn hristist örlítið í "hviðunum" en myndavélin mín var fest við bílrúðuna, svo ég ákvað að stilla vélina á ISO 1600 og láta sjálfvirknina ráða.
Þar sem ég gerði ráð fyrir að fá hreyfða mynd ella, þá tók ég nokkuð margar myndir í runu, sumar voru hreyfðar (vindurinn) og aðrar í lagi. Það sá ég er heim var komið.
En þessar tvær hér til hliðar vöktu athygli mína sérstaklega.
Þær eru teknar með 30 sekúnda millibili og báðar teknar án þess að nokkuð væri hreyft nema sjálfvirkur opnarinn sem hafði opið í nákvæmlega 30 sekúndur á hvora mynd.
Það er að öllum líkindum af völdum ljósbrots (?) sem fyrirbærið á báðum myndunum sést, þó það sé ekki eins á myndunum, en furðulegt ljósbrot, eða eigum við að giska á fljúgandi furðuhlut.
Ég gat ekki stillt mig um að setja þessa mynd(ir) á netið.
Hvítu doppurnar á himinhvolfinu eru stjörnur á dökkum himninum. -- Tekið kl. 17:35 í gær
Mánudagur 9. janúar 2006 Guðmundur Albertsson sendi mér þessar myndi. Hann sagði mér einnig frá 44 myndum sem hann tók um jólin á Siglufirði og hefði sett inn á vef sinn http://siglo.myphotoalbum.com (neðst) (einnig tengill á "Tenglasíða-1"
Þriðjudagur 10. janúar 2006 Frétt af síðu dagur.net Fiskmarkaðir -- Veruleg aukning hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar á síðast ári. Meðalverð á fiskmörkuðum hefur lækkað á undanförnum árum. - Í Fiskifréttum sem komu út síðast liðinn föstudag er birt yfirlit yfir magn og verðmæti þess afla sem seldur var á fiskmörkuðum á síðasta ári. Þar kemur fram að veruleg aukning varð á afla sem seldur var í gegnum Fiskmarkað Siglufjarðar. Í fyrra var fyrsta heila rekstrarár markaðarins og voru þá seld 2.970 tonn að söluverðmæti 331 milljónir króna en árið áður voru seld 283 tonn að verðmæti 29 milljónir...... meira á vef dagur.net - Myndin er af bátnum Jonni SI 86 2599
Þriðjudagur 10. janúar 2006
Ein gömul:
1980-1990 (?)
Birna Björnsdóttir, Fjóla Bjarnadóttir (dóttir Knúts og Önnu Snorradóttir í Hlíðarhúsum og Selma Hauksdóttir (dóttir Hauks á Kambi og Gunnu Finna).
Þriðjudagur 10. janúar 2006 Samfylkingarfélag Siglufjarðar og alþingismennirnir Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson boða til félagsfundar annað kvöld (miðvikudag 11. jan ) á Bíó Café kl. 20
Þriðjudagur 10. janúar 2006 Fréttatilkynning: Nokkrir áhugsamir aðilar hafa verið með í undirbúningi að stofna Ferðafélag hér á Siglufirði. Annaðhvort þá sér félag eða félag innan Ferðafélags Íslands. Nú höfum við kynnt okkur báða kosti og ætlum að stofna á næstu vikum 11. aðildarfélag Ferðafélags Íslands hér á Siglufirði.
Árgjald í Félagið er 4.200 kr og inn í því eru nýja ársritið og eitt gamalt ársrit ásamt ýmsum fríðindum í verslunum og þjónustu. Meiri hluti árgjaldsins rennur beint í félagið hér á Siglufirði. Helstu kostir þess að vera innan Ferðafélags Íslands eru margir, td. meiri stuðningur og skipulagðar ferðir hingað á vegum móðurfélagsins, meiri auglýsing fyrir þær gönguleiðir sem eru hér í kringum okkur.
Væntanlegur stofnfundur verður fljótlega og munu aðilar innan Ferðafélags Íslands mæta á hann okkur til aðstoðar. Þið sem hafið áhuga á að vera stofnfélagar eru beðnir um að senda mér tölvupóst á arnar@siglo.is eða að hringja í mig heim í síma 5628645. Slóðinn inn á Ferðafélag Íslands : http://fi.is/default.asp A.
Þriðjudagur 10. janúar 2006 -- Milt og gott veður var komið í morgun eftir stormasama nótt og gærkvöld.
Mikið rigndi seinni partinn í gær, sem breyttist síðan í snjókomu með frosti niður í frost -11,7 °C
Þessi mynd var tekin klukkan 11:30 í morgun.
Miðvikudagur 11. janúar 2006
Ein gömul: Hann var góður Bíó-ísinn hér forðum á Bíó Barnum, hvort heldur hans var neytt í Bíó, úti í sól og sumaryl eða bara inni á sjálfum barnum, og góða bragð hans er nú aðeins til í minningu þeirra sem fengu að njóta þess, allt til ársins 1999. Sigvaldi Svanur Júlíusson (sonur Júlla Árna) og móðir hans Kristrún Ástvaldsdóttir, og Heiðar Ástvaldsson Myndin er sennilega tekin um 1992
Miðvikudagur 11. janúar 2006 Þessi mynd er af rústum Efri-Skútu, Ljósmynd: 1973 Örlygur Kristfinnsson. Textinn hér til hægri fylgdi myndinni:
Efri-Skúta.
Þar bjó Ragnar A Jóhannesson frá 1938 þegar hann keypti jörðina af Agli Stefánssyni á 9.000.- krónur Þarna bjó hann talsverðu búi og um skeið var þarna vinnumaður Páll Jónsson síðar
hótel haldari á Hótel Höfn. Vestari og hærri hluti hússins var íbúðarhús og þaðan var innangengt í sambyggt fjósið. Ekki verður séð svona án mikillar leitar hvenær húsið var byggt en þeir sem gengu þarna um áður en byggingarnar voru jafnaðar við jörðu um 1980 muna að fjósið var allt steinsteypt og “nýtískulegt” fyrir 8-10 kýr og var haughús í kjallaranum.
Talið er að Ragnar hafi hugsað sér stórbúskap þarna en ekkert varð úr því og hann seldi jörðina í júlí 1943 fyrir 60.000.- kr. Munurinn á kaupverði og söluverði gæti bent til þess að Ragnar hafi bætt jörðina og jafnvel byggt húsin.
Ekki eru heimildir um búskap í Skútu eftir 1943 en túnin þar voru nýtt af Hólsbúinu til heyskapar í mörg ár.
(Helstu upplýsingar fengnar úr bók Sigurjóns Sigtryggssonar Frá Hvanndölum til Úlfsdala).
Miðvikudagur 11. janúar 2006
Nú eru jólin 2005 liðin og fyrir löngu tímabært að taka niður jólaglingrið og jólaljósin, þá má minna á; eins og kom fram í Tunnunni fyrir jól, að Lionsklúbbur Siglufjarðar hefur boðist til að taka ljósakrossa sem verið hafa í kirkjugörðum í fóstur fyrir sanngjarnt verð.
Það sem felst í því er að Lions klúbburinn sér um að taka niður krossa, geyma þá, yfirfara og setja upp að ári. Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir að hafa samband við Hörð Þór Hjálmarsson á netfangið evahh@simnet.is eða í síma 867-7497.
Veffang Lions á Siglufirði er http://frontpage.simnet.is/siglolions/ einnig á Tenglasíða-1 efst á síðunni.
Miðvikudagur 11. janúar 2006
Alþingismennirnir Kristján L. Möller, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Einar Már Sigurðarson komu til Siglufjarðar í morgun, þau komu meðal annars við í Síldarminjasafninu upp úr klukkan 13:00
Þau dvöldu þar góða stund til að skoða bátahúsið undir leiðsögn Örlygs safnstjóra, þáðu þar svo kaffi, te og meðlæti.
Frá Bátahúsinu fóru þau svo í heimsóknir til ýmissa fyrirtækja í bænum, en þau munu svo mæta á félagsfund Samfylkingarinnar á Bíó Café kvöld klukkan 20:00
Miðvikudagur 11. janúar 2006 Skýrsla RHA um sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Skýrsla Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri er nú komin inn á síðunawww.siglo.is og má sjá hana þar til hliðar undir tenglinum "Sameiningarmál" á vefnumwww.siglo.is Þetta er nokkuð fróðleg lesning, hver svo sem endirinn verður
Fimmtudagur 12. janúar 2006
Ein gömul:
Þessi mynd þarfnast varla frekari skýringar, annarar en þá að myndin er sennilega tekin einhvern tíma á árunum 1982-1986
Fimmtudagur 12. janúar 2006 Fyrrverandi verslunarhúsnæði Verslunarfélagsins og fleiri þar á undan, er nú að taka algjörum stakkaskiptum miðað við hin margvíslegu not hér áður fyrr. -- Sjálfsbjörg á Siglufirði er þar nú að undirbúa innréttingar að nýju félagsheimili, en félagið hafði "makaskipti" á fyrra félagsheimili og þessu húsnæði, sem Sparisjóðurinn hafði eignast. Þarna verður almenn aðstaða fyrir félagsstarfið og einnig verður þarna innréttuð lítil íbúð til útleigu.
Fimmtudagur 12. janúar 2005
Úr frétt frá Landsbjörg Í gær voru sjósett tvö ný ARUN björgunarskip í Reykjavík sem félagið festi kaup á frá breska sjóbjörgunarfélaginu RNLI. Munu þau koma í stað eldri skipa á Vopnafirði og Siglufirði. Skipin eru 18 ára gömul en voru endurbyggð fyrir um 3 árum síðan og eru því nánast eins og ný.
Nánar á síðu Landsbjargar Ekki er á alveg á hreinu hvenær Siglufjarðarskipið kemur til heimahafnar, en áætlað er að það verði um helgina. Nú í dag standa yfir ýmsar samvirkar æfingar, meðal annars með þyrlu Landhelgisgæslunnar og fleira í Reykjavík. Ég mun að sjálfsögðu mæta við komu skipsins heim, auk þess hefur mér verið lofað myndum frá afhendingunni og æfingunum.
Föstudagur 13. janúar 2006
Ein gömul:
"Mikill er guðskraftur, en meiri er skúfkraftur;" sagði bóndakonan eftir að reynsla var komin á rúllupylsupressuna sem bóndi hennar færði henni eftir eina kaupstaðarferðina. En sú gamla hafði til þess tíma notað grjót til að fergja rúllupylsurnar sínar á haustin.
Varðandi myndina hérna til hliðar varð mér hugsað til þessara tilvitnana, er ég tók myndina. Það er hvaðan þessir fjórir menn hugðust sækja kraftinn til að taka af höggið sem varð, þegar flutningaskip fulllestað síld frá Seyðisfirði, lagði all nokkuð harkalega að löndunarbryggju SR á Siglufirði árið 1964 - Bryggjan og löndunarkraninn sem ég var uppi á skalf og nötraði við höggið, og ég mátti þakka fyrir að mér hafði hugnast að bregða handleggjum og fótum utan um kranagrindina, jafnhliða því að ég tók myndina.
Föstudagur 13. janúar 2006
Núverandi stjórn KaupmannafélagsSiglufjarðar, veitti fyrirtæki janúarmánaðar viðurkenningu í hádeginu í dag. Þetta er í síðasta sinn á starfsári stjórnarinnar sem þessi viðurkenning er veitt af henni, ákvörðun sem tekin var á fyrsta fundi stjórnarinnar, að veita einum einstaklingi og fyrirtæki viðiðurkenningu fyrir frammistöðu sína í hverjum mánuði kjörtímabilsins.
"Fyrirtæki" janúarmánaðar varð að þessu sinni Lífið á Sigló og tóku hjónin Steingrímur og Guðný, fyrir hönd Lífið á Sigló við viðurkenningunni úr höndum formanns félagsins Freys Sigurðssonar og Elínu Þór Björnsdóttur - en án þolinmæði konu minnar Guðnýjar Ósk, væri "Lífið á Sigló" ekki til
Föstudagur 13. janúar 2006
Núverandi stjórn KaupmannafélagsSiglufjarðar, veitti manni janúarmánaðar viðurkenningu í hádeginu í dag. Þetta er í síðasta sinn á starfsári stjórnarinnar sem þessi viðurkenning er veitt af henni, ákvörðun sem tekin var á fyrsta fundi stjórnarinnar, að veita einum einstaklingi og fyrirtæki viðiðurkenningu fyrir frammistöðu sína í hverjum mánuði kjörtímabilsins. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem kaupmaður (fyrrverandi kaupmaður) fær þessa viðurkenningu. Það var Anna Lára Hertervig sem fékk viðurkenningu janúarmánaðar 2006, en allir geta verið sammála um að hún hefur verið einstakur kaupmaður og mannvinur á sínum ferli, á slíka viðurkenningu að fullu skilið- og móttökurnar í hádeginu í dag sanna að þar er sama gæskan enn fyrir hendi. ---- Anna er komin á níræðis aldur
Laugardagur 14. janúar 2006
Þessa mynd tók Sveinn Þorsteinsson og sendi mér, en myndin var tekin í gærkvöld. Þetta er því ekki sólin, sem þó í fljótu bragði mætti halda , heldur tunglið og stjörnurnar.
Laugardagur 14. janúar 2006
Tré á Siglufirði -- Þau eru víða falleg trén á Sigló, þó svo maður (ég) taki ekki eftir þeim svona hversdagslega, en þegar maður sér þau á vel tekinni ljósmynd, þá kemst maður ekki hjá því að taka eftir þeim.
Þessari mynd nappaði ég af heimasíðu Sveins Þorsteinsonar www.123.is/svennisiglo/ En ég fór á netflakk og skoðaði meðal annars síðuna hans.