Lífið 19.-21. sept. 2003

Fréttir 19. til 21. september  2003



19. september 2003

Hann setti svip á bæinn 

Björn Dúason, rithöfundur (mfl.) fæddur 20. júlí 1916 

Meira um Björn Dúason

19. september 2003  --- TÓNLISTARVEISLA !

Stórsöngvararnir Kristinn Sigmundsson, Gunnar Guðbjörnsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir "Diddú" ásamt hinum frábæra undirleikara Jónasi Ingimundarsyni halda tónleika í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. september n.k. kl.20:30

Hér er um stórkostlega tónlistarveislu að ræða og eru Siglfirskir tónlistaunnendur, hvattir til að mæta og eiga ógleymanlega stund með listamönnunum.



19. september 2003

Síðustu haustverkin ? 

Laust fyrir 8 í morgun var þessi mynd tekin, er Eggert Ólafsson, starfsmaður Siglufjarðarkaupstaðar, var að hirða "síðustu sláttu haustsins" 



19. september 2003

Byrjað er á að nýjum akveg, sem gerir fólki kleift að aka á góðum vegi, öllum bílum fært, upp í Hvanneyrarskál, en vegurinn á að liggja frá enda "Stóra bola" syðst í bænum, skáhalt í stefnu efri hlutar núverandi vegar. 

Suðurverk ehf. er með verkið, vegurinn var innifalinn í útboðinu um snjóflóðavarnargarða. 

Skrifað 2018: Eitthvað breytti áætlunin hvað varðar veginn upp í Hvanneyrarskál, og þeir sem vissu um ástæðuna fyrir því, voru ófáanlegir til að skýra frá ástæðum þess. (Ég spurði en fékk engin svör.)



19. september 2003

"Tjörnin"                                  >>>>>>

Þarna mun koma skemmtileg lítil tjörn, norðan og neðan væntanlegs snjóflóðavarnargarð í norðurbænum.  Rétt við skilti bæjarins við innkeyrsluna, í bæinn. 

Ég var fljótur að gefa tjörninni nafnið Bakkatjörn, og það nafn varð síðar formlega skráð á kortum bæjarins ofl.

19. september 

Stolt okkar Siglfirðinga, Hólshyrnan, bar þess greinilega merki að komið var haust, þó svo að oft á árum árum hafi maður séð hana skarta hvítum hatti á miðju sumri. En eins og þeir vita sem farið hafa á síðu mína að undanförnu, þá hefi ég ekki verið í bænum, og gat ekki fylgst með fyrstu einkennunum, en snjó hefur að sögn ekki fest að gagni í byggð, í þessu fyrsta hreti, en það litla sem kom á stöku stað ofarlega í byggðinni, var farið aftur um hádegið sama dag. Og á leið minni norður sá ég víða meiri snjó. á láglendi og fjöllum, annarsstaðar en okkar fjöllum, það gerir að líkindum nálægð við sjóinn sem enn er hlýr miðað við árstíma. -  Myndir hér neðar eru frá morgun rúnti mínum. 

Hólshyrnan
Staðrhólshnjúkur og
Einn af þeim sem starfs síns vegna hjá Þormóði Ramma, heimsækir Hafnarvogina oft. Hann var þar staddur yfir kaffibolla, það er Gunnlaugur Vigfússon verkstjóri. 
Og þetta er Jónas Sumarliðason hafnarvörður 
Ég heimsótti Hafnarskrifstofuna / Hafnarvog og fékk þar kaffisopa, eins og svo oft áður, þetta er Sigurður Sigurðssson yfirhafnarvörður 
Hjá Olís var mikið að gera að venju, þar hitti ég og náði að "smella á" þá Guðmund Magnússon skipstjóra sem átti þar erindi, og Jón Sigurðsson afgreiðslumann hjá Olís. 
Hjá SR-Vélaverkstæði lenti ég í veislu, en þar er áratuga hefð fyrir því að þegar menn eiga afmæli, og eða hætta þar störfum, komi viðkomandi með tertur í tilefni af viðburðinum. En í þetta sinn var Guðjón Ólafsson vélsmiður, að flytja sig til í starfi. Vinnufélagar hans eru frekar gamansamir, og nefndu marga starfstitla honum til höfuðs, sem hann ætlaði til, svo ég treysti mér ekki til að nafna neinn af þeim, en sjálfur var hann alltaf í símanum (honum er síminn mjög kær) svo ég leitaði ekki frekar um hið nýja starf hans, en ég veit að honum mun vegna vel. 
Við Óskarsbryggju var þessi "ljóti" kumbaldi (að mér finnst) Sveinn Rafn SU 50  2204. En hann mun hafa landað hér rækju, sl. Þriðjudag, farið síðan út, en komið inn aftur, sennilega vegna brælu (?) 

19. september  2003 

Hvanneyraráin. Það var skrítin tilfinning að sjá Hvanneyrarána, eins og sést á myndinni. Mér var bent á þetta áðan (11:15) en búið er að "stífla" ána, þannig að stórgrýti var komið fyrir first, sem áin rennur á milli, og síðan gerður vegur yfir, til að vinnuvélar og fleira kæmist yfir á Hvanneyrarskálarveginn, vegna framkvæmdanna þar og við væntanlega snjóvarnargarða. 

Þetta er gert til að hlífa Hólaveg fyrir þunga akstri, sem nauðsynlegur er vegna framkvæmdanna. En mér dettur í hug: Hvernig mun þessari "stíflu" vegna í vor þegar áin er í vexti, kemst allur flaumurinn um stórgrýtið, eða flæðir yfir? Ég hefi grun um að, garðurinn standist ekki vorleysingarnar, og dæmi er um að haustrigningarnar hafi valdið, ekki minna flæði í ánni en oft á vorin. Sver rör ca. 2 m í þvermál, hefði verið æskilegra, en nóg er af slíkum "aflaga rörum" í firðinum, sem hefði mátt nota.  --- "Þeir ráða þessu mennirnir" sagði Barði gamli

19. september 13:15 - 2003

Síðustu pjásurnar, bæjarstarfsmenn hlupu eftir hádegið lafmóðir á eftir nokkrum rolloupjásum á túninu fyrir norðan hús mitt. 

En þetta munu vera síðustu rollurnar sem finnast í bænum að þessu sinni, en nú um síðustu helgi fór fram alsherjasmölun á þessum óboðnu gestum sem verið hafa ýmsum bæjarbúum til ama í sumar innan Siglufjarðar. 

Margir létu mig heyra, að þeir efuðust um að ég hefði talið rétt er ég skýrði frá því í sumar að ég hefði talið 61 rollu eftir yfirferð á vegum innan fjarðarins. 

En smalamönnunum tókst þó að smala á milli 200-300 rollu tu.... að þessu sinni innan fjarðarins. 

Ýmis félagasamtök tóku að sér smölunina. 



20. september 2003

Hann setti svip á bæinn 

Bjarni Bjarnason verkamaður, (kallaður Boddi Gunnars) fæddur 17. júlí 1921 

Meira um Bodda Gunnars

20. september - 2003

Það er mikið talað um að eldra fólkið, sem vill flytja úr alltof stórri íbúð sinni, þar sem ellilaunin nægja ekki fyrir þeim kostnaði sem því fylgir, og fleira sem til greina kemur, heilsubrestur og þ.h. -og vilji koma sér í þægilegra húsnæði, eins td. Dvalarheimilið SKÁLARHLÍÐ, þar sem öll þjónusta er á næstu grösum. 

Nokkrir eldri borgarar hafa átt kost á að flytja í "Gamla bakaríið" við Hvanneyrarbraut, sem er í næsta nágrenni við Skálarhlíð, en langur biðlisti mun vera um svona húsnæði fyrir eldra fólkið, hvort heldur er í Skálahlíð eða "bakaríinu". Mér var bent á hér á dögunum, góða lausn; það er húsnæði í næsta nágrenni við SKÁLARHLÍÐ sem sennilega væri falt, en það er Hlíðarvegur 44. Þar voru einu sinni 4 íbúðir -og kunnugir telja að þar mætti gera a.m.k.5 litlar íbúðir án mikils tilkostnaðar. Og stóri kosturinn er: Þetta hús er nær fast við Skálarhlíð. Hvernig væri að viðkomandi nefndarmenn, athuguðu þennan möguleika? 



20 september 2003. (Tengill er ekki virkur í dag >2018)

Nýtt á "Lífið á Sigló" Veðrið í DAG Smelltu á "Veðrið í dag" og þú sérð á mynd hvernig veðrið er á Sigló um hádegisbilið, daglega. 

Hitastigið á hitamælir minn í Bakka (Hvanneyrarbraut 80) og áætlaður vindstyrkur og annað veðurútlit þeirrar stundar. 

Þessi mynd hér er aðeins sýnishorn fyrstu ljósmyndarinnar á gamla vefnum, sem lýsir veðrinu viðkomandi dag. Samsvarandi myndir hefi ég tekið daglega síðan, undanskilið er ég var ekki í bænum. 

Aðrar veðurmyndir verða ekki bitar hér á uppfærslunni nú 2018.

20. september 2003

Nýir rekstraraðilar að Bíóinu.   (Frétt út Hellunni; 8-9 tölublað 2003 )

Undanfarið eitt og hálf ár hefur Guðrún Helga Jónsdóttir rekið Nýja-Bíó en nýlega varð að samkomulagi milli hennar og eigandans, Sparisjóðs Siglufjarðar, að hún mundi hverfa frá rekstrinum. Nýir aðilar taka við rekstrinum upp úr næstu mánaðamótum, samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Jónssyni sparisjóðsstjóra.

Nýju rekstraraðilarnir eru þær stöllur Ragnheiður Ragnarsdóttir (Didda Ragnars) og Hulda Alfreðsdóttir. Blm. sló á þráðinn til Diddu og spurði hvernig þetta legðist í þær og hvort vænta mætti einhverra breytinga á rekstrinum.

Hún sagði að þetta legðist bara vel í þær en þetta væri svo nýskeð að eftir væri að huga að ýmsum hlutum. Hún sagði þó að búið væri að ákveða nýtt nafn á staðinn en það er Kaffi Torg. Þær vildu leggja áherslu á að hjá þeim skapaðist "kaffihúsastemning" þ.e. að fólk gæti sest inn hjá þeim hvenær dags sem væri og fengið kaffi og með því og auk þess ætluðu þær að bjóða upp á einfaldan og góðan matseðil. Nauðsynlegt væri að bæta ímynd staðarins og vildu þær reyna að þjónusta alla sem best.

Að öðru leyti yrði reksturinn í svipuðu formi og verið hefur, sagði Didda; sjoppan á sínum stað, bar opinn um helgar og salurinn nýttur undir ýmsar samkomur og dansleiki.

Þegar er búið að ákveða fyrsta ,stóra" kvöldið. Fyrsta vetrardag ætla þær að fá til sín listakokkinn Alfreð Ómar Alfreðsson og bjóða upp á þríréttaða máltíð og dansleik á eftir. -- þh



21. september 2003

Þeir settu svip á bæinn

Læknarnir, Þórarinn Guðmundsson (?) og 

Halldór Kristinsson, fæddur 20.ágúst 1889 

21. september 2003 -- Díselolíu gjald í stað þungaskatts. Athygliverð grein á siglo.is sem Guðjón M. Ólafsson sendi þangað inn, 19. september 2003 - Þessa grein ættu allir að lesa sem huga að mismun á verðlagi almennra neysluvara á landsbyggðinni annars vegar og "Bónus-svæðanna" á Reykjavíkursvæðinu ofl. hinsvegar. Smellið á tengilinn hér fyrir neðan og lesið greinina. http://www.siglo.is/new/?mode=umraedan&yid=71  (Ath: Tengill óvirkur í dag, því miður)



21. september 2003 

Veikar varnir ? Norðanáttin skall á okkur eins og aðra landsmenn, samkvæmt "spánni" (aldrei þessu vant) 

Á flóðinu í morgun gekk sjór og meðfylgjandi á land við enda Túngötunnar, lítið magn og engar skemmdir, en það sást þó. 

Sveinn Þorsteinsson, fréttaritari minn vaknaði fyrr en ég í morgun og tók þessa mynd. 





21. september 2003

Lítilsháttar flóð kom einnig upp á planið við Bensinstöðin, ásamt malarkurli og þara. 



21. september  2003

Þessi mynd er EKKI tekin í haustrigningu dagsins í dag, heldur var hún tekin 29. ágúst 1992. 

Myndin er ekki vel skörp, þar sem hún er tekin "frá" videoklippu. 

En í framhaldi af hugleiðingum um stífluna í Hvanneyraránni, sem getið er um hér neðar á síðunni, þá er þetta vísbending um það sem komið getur, ef rignir hressilega eins og í ágúst 1992, en þá gerði norðan garra, ekki ósvipað og er í dag.