Sunnudagur 19. mars 2006 Ein gömul: Jón Kr Jónsson (Nonni Línu), en í "fljótu bragði" mætti halda hinn vera Árna Johnsen vegna þess sem hangir á gítar endanum, en þar sem það er ekki lundafótur heldur lítill "trölli" þá hallast ég að því að þetta sé vinur minn Stefán Friðriksson, fallegt liðað hár árið 1977 !
Sunnudagur 19. mars 2006 Frá heimsókn Karlakórsins Þrestir til Siglufjarðar. Tónleikar í kirkjunni og heimsókn í Bátahúsið
Sunnudagur 19. mars 2006
Hindisvík - Ég varð að viðurkenna fáfræði mína í landafræði, en hefði ég verið spurður að því fyrir daginn í gær hvar á landinu Hindisvík væri, þá hefði ég "staðið á gati"
Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt á þetta nafn minnst fyrr en í gær en Valbjörn sonur minn og Alla kona hans fóru með mig og konu mína þangað vestur. Þó svo að hálf nepjulegt veður væri og súld, þá leyndi það sér ekki að þarna er mikil fegurð þó hrjóstrugt væri og að virtist eyðibýli. -
Þó ekki alveg, því í fjörunni sjálfri í víkinni voru fleiri hundruð selir í makindum sem horfðu forvitnum augum á ferðalangana, sumir forðuðu sér þó í sjóinn við komu okkar en aðrir ekki. Hindisvík er við Húnaflóa, norður af Hvammstanga. Myndir hér fyrir neðan
Sunnudagur 19. mars 2006 Siglfirðingar hafa löngum verið iðnir við að heilsa upp á Skagfirðinga, sérstaklega þó um "Sæluvikuna" - Hjá Leikfélagi Sauðárkróks eru hafnar æfingar á leikritinu "Með vífið í lúkunum" eftir Ray Cooney í þýðingu Árna Ibsen. Leikritið gerist í London og fjallar um John Smith sem er ósköp venjulegur maður nema hvað hann er giftur tveimur konum og einn daginn lendir hann í óhappi sem veldur því að hugsanlegt er að upp um hann komist. Spinnast þá upp ótrúlegustu lygar og flækjur sem gera leikritið að eldfjörugum og bráðskemmtilegum flækjufarsa. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson og eins og venjulega verður frumsýning í byrjun Sæluviku Skagfirðinga sunnudaginn 30. apríl 2006.
Sunnudagur 19. mars 2006
Starfsfólk Heilsugæslunnar, ásamt gestum hélt einskonar "grímu-flipp" eins og Hrönn Einarsdóttir, nefndi það og fylgdi þessari mynd sem hún sendi mér. En starfsfólkið sem er með eindæmum kátt og félagslynt var að skemmta sér eins og þeim einum er lagið í Þormóðsbúð í fyrra kvöld.
Sunnudagur 19. mars 2006 Þessa mynd sendi Sveinn Þorsteinsson mér í morgun, ásamt texta: Mynd af samæfingu allra kóranna, á kóramóti á Akureyri í gær. Þetta eru Karlakór Siglufjarðar, Karlakórinn Drífandi, Karlakórinn Þrestir og Karlakór Akureyrar - Geysir.
Eins og sjá má að þá ber ekki mikið á Siglfirðingunum í þessum stóra hóp. Það var reyndar haft á orði þegar við sungum með Karlakórnum Þresti hér heima á föstudagskvöld að það mætti kalla Karlakórinn okkar " Þrastaunga " því við værum svo fáir.
Sunnudagur 19. mars 2006
Frystiskipið Ice Star losaði í gærmorgun við Óskarsbryggju um 230 -240 tonn af frosinni rækju til Rækjuverksmiðju Þormóðs ramma Sæbergs hf.
Sunnudagur 19. mars 2006
Björn Valur Gíslason skrifar frétt á síðu sína meðal annars:........... Leitað hefur verið eftir samstarfi Vinstri grænna, Framsóknar og Samfylkingar um sameiginlegt framboð í sameinuðu sveitarfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Framsóknarmenn hafa nú hafnað slíku samstarfi og ákveðið að bjóða fram sinn eigin flokkslista en Samfylkingin hefur ekki enn tekið afstöðu til málsins. Vinstri græn hafa lýst yfir eindregnum vilja til samstarfs á sem víðtækustum grunni. Meirihlutar beggja sveitarfélaganna eru nú í höndum óflokksbundinna framboða. Framsóknarmenn ætla sem sagt að bjóða fram sinn eigin lista .......... (þessi frásögn er inni í miðri grein undir fyrirsögninni "Sameiginlegt framboð")
Mánudagur 20. mars 2006 Kiddi G. Ferðalangurinn síungi hefur víða komið við og er á sífeldu flakki um heiminn, á milli þess sem hann kemur við í Olísbúðinni á Siglufirði, í góðan félagsskap hjá Jóni Andrjes og drekkur þar kaffi ásamt fleiri unglingum. Nú er Kristinn Georgsson ný kominn frá Florida í Bandaríkjunum þar sem hann var veglegur fulltrúi Siglfirðinga í 10.daga mótorhjólaferð um nágrenni Orlando. Hann var þarna ásamt 23 Íslendingum á 19 mótorhjólum. Þar á meðal var Björn Hannesson (Baldvins)
Mánudagur 20. mars 2006
Ein gömul: Þessir garpar verða lengi í minnum hafðir, hvort heldur fyrir tónlist þeirra, þjónustulund, handverk og eða hugverk.
Sæmundur Jónsson - Bjarki Árnason og Þórður Kristinsson.
Mánudagur 20. mars 2006
Okkur þykir leitt að tilkynna að skrifstofa Vöku verður lokuð miðvikudag 22. og fimmtudag 23. mars af óviðráðanlegum orsökum.
Starfsmenn
Mánudagur 20. mars 2006
Bridgemót Norðurlands Vestra var haldið á Bíó Café í gær, þar á meðal annarra góðra manna voru margir Siglfirðingar með spil í hendi.
Ég leit þar aðeins inn og tók nokkrar myndir af köppunum. >>> Myndir HÉR
Mánudagur 20. mars 2006
Hversu margir Siglfirðingar eru 12 ára, 50 ára eða ?????
Svar við því færðu á grafinu hér til vinstri og tölum hér til vinstri
Mánudagur 20. mars 2006
Börnin á Leikskálum fengu heimsókn í rétt fyrir hádegið í dag, en til þeirra kom á vegum kirkjunnar "Stopp leikhópurinn" með leikþátt að nafni "Við guð vorum vinir"
Um morguninn var einnig uppákoma í kirkjunni, en þar sem mikil veikindi höfðu verið á meðal barnanna var stór hópur sem ekki var talið ráðlegt að fara til kirkju í morgun, heimsótti "hópurinn" Leikskála einnig.
Ég frétti af seinni hlutanum og náði að taka nokkrar myndir eru hérna
Mánudagur 20. mars 2006 -- Ég fékk þessa skemmtilegu seríusenda, en þar er að finna ýmsa hluta plánetu okkar Jörðinni, þar á meðal Ísland -- Flettið með örfunum neðst til vinstri á myndunum þegar upp koma. Þetta er Power Point skjal --
Mánudagur 20. mars 2006 Bilaður stýrisbúnaður -- JE-Vélaverkstæðis menn að huga að bilun hjá plastbát í morgun sem hífaður var á land.
Þriðjudagur 21. mars 2006 Ein gömul:
Landlega á Raufarhöfn, Sigurður SI 90 fyrir miðju.
Til vinstri við Sigurð er Guðbjörg ÍS 14 og til hægri er ma. Höfrungur II AK 150
Lituð olía
Þriðjudagur 21. mars 2006 Nú mega þeir fara að vara sig, þessir sem setja "vélarolíu", þessa lituðu á bíla sína og fyrirtækis til að losna við olíugjaldið. Af Lögregluefnum: Eftirlit með brotum á lögum um olíugjald. Síðan olíugjald var lagt á söluverð dísilolíu hafa öðru hvoru heyrst sögur af því að brögð séu á að einhverjir komi sér hjá greiðslu gjaldsins með því að nota vinnuvélaolíu á bifreiðar sínar. Samstarfsnefnd lögregluliðanna á Suðvesturhorninu, þ.e. Keflavíkurflugvelli, Keflavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjavík, Selfoss og á Akranesi ákvað að standa að sérstöku eftirliti vegna þessa. Leitað var eftir samstarfi við Vegagerðina en þar á bær hafa menn tæki til að taka sýni af eldsneytistönkum bifreiða. Úr varð að vegagerðarmenn og lögreglumenn héldu saman til eftirlits í liðinni viku........... --- -- Fullyrt er að með efnagreiningu olíunnar megi merkja gamlar dreggjar litaðrar olíu sem einu sinni hafi verið sett á viðkomandi tank mjög lengi, eitt skipti dugi á móti mörgum löglegum áfyllingum.
Þriðjudagur 21. mars 2006 -- Hjálpsemin í fyrirrúmi. -- Bifreiðastjórinn á Volvobílnum stöðvaði bifreið sína við hraðahindrunina sem er við enda Suðurgötu (EKKI gangbraut) Hann fór út úr bíl sínum og hjálpaði konu sem var í hjólastól á miðri götu, yfir götuna og alla leið inn í Úrval Samkaup, þangað sem hún var að fara. --
Þriðjudagur 21. mars 2006 kl.14:40
Tilboðin opnuð í Héðinsfjarðargöng samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum þá mun lægsta tilboðið hafa komið frá Háfelli ofl. og hljóðar upp á 5,7 milljarða króna Vegagerðin hafði áætlað kostnaðinn 6,5 milljarða en mótmælendur segja allt upp í 15 milljarðar. Kínverjarnir höfðu beðið um lengri frest, en því var hafnað. Nánari upplýsingar koma síðar.
Þriðjudagur 21. mars 2006 kl: 15:05
Héðinsfjarðargöng: Lægsta tilboð 5,7 milljarðar
Tékkneska verktakafyrirtækið Metrostav og Háfell, áttu lægsta tilboð í gerð Héðinsfjarðarganga, 5,7 milljarða króna en tilboð voru opnuð á þriðja tímanum.
Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðar upp á 6,5 milljarð króna. Þetta er stærsta útboð sem Vegagerðin hefur boðið út til þessa. Eftir á að fara yfir útboðsgögnin og taka afstöðu til þeirra. (frá Rúv)
Arnarfell ehf. og Ístak hf. skiluðu inn frávikstilboðum
Þriðjudagur 21. mars 2006 kl.15:20-16:15
Myndir frá tilboðsopnun Héðinsfjarðargöng 05-035
Tilboð opnuð 21. mars 2006. Jarðgöngin verða um 3,7 km löng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 km löng milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Breidd ganganna verður 8,6 m. Heildarlengd steinsteyptra vegskála er um 430 m.
Verkið nær ennfremur til lagningar um 3,3 km langra vega. ----------------
Tækin sem notuð voru við að opna hin góðu tilboð !!!!
Myndir frá viðburðinum eru HÉR
Miðvikudagur 22. mars 2006 Ein gömul:
Starfsmenn SR-Vélaverkstæðis árið 1977 -- Sverrir Elefsen - Kristinn Georgsson - Steingrímur Garðarsson og Ámundi Gunnarsson, þarna að undirbúa flutning á "loðnupressu"
Fimmtudagur 23. mars 2006 Ein gömul: Þetta þætti ekki stórt "kast" í dag, ef á annað borð síld veiddist, enda síldarnætur á seinnihluta gömlu góðu síldaráranna í samanburði við núverandi síldarnætur vart stærri en háfur fyrri tíma í samanburði. En þetta "kast" fyllti þó síldarbátinn Sigurð SI 90 - og varð að opna nótina, þar sem skipið rúmaði ekki aflann sem í nótina hafði komið.
Fimmtudagur 23. mars 2006 Ég fékk þessa mynd senda, frá síðasta degi Stálvíkur SI í Siglufjarðarhöfn sl. sumar (ágúst) Sendandinn er að leita að íbúð eða húsi sem hægt væri að leigja um páskana fyrir fjölskylduna, jafnvel stórfjölskylduna ef stærðin leyfir. Gaman væri að heyra hvernig þetta gengur ! Ef einhver láti hann vita
Einar Thor Bjarnason, gsm 821-1143 --- einar@intellecta.is
Fimmtudagur 23. mars 2006 Veturinn er kominn rétt einu sinni enn. Nokkuð snjóaði í gær á Siglufirði, þess á milli hefur skafið nokkuð úr þeim dúnmjúka snjó sem féll fyrripartinn. Vindur hefur verið rysjóttur, allt frá 0,0 m/s upp í 15.6 m/s --Þæfingur var á fáförnum götum seinni partinn, sem þó tafði ekki umferðina, heldur hríðarkófið og skafrenningurinn. -- Myndin er tekin klukkan 17:00 í gær
Fimmtudagur 23. mars 2006
Allhvasst var í nótt, 22.4 m/s kl. 1:16 og mestur snjórinn sem kom í gær fokin í skafla í húsasundum og víðar.
Þá eru fjöllin að mestu snjólaus eftir fjúkið. "Það fer að koma vor bráðum aftur ef að líkum lætur."
Þessi mynd er tekin í morgun klukkan 10:50 frá Suðurgötunni
Fimmtudagur 23. mars 2006 Fréttatilkynning frá Samfylkingarfélögum Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. -- Samfylkingarfélögin á Siglufirði og Ólafsfirði hafa samþykkt á félagsfundum að bjóða fram undir nafni Samfylkingarinnar og óháðra í komandi sveitarstjórnarkosningum. Félögin höfnuðu boði Vinstri Hreyfingarinnar – Græns framboðs um sameiginlegt framboð þar sem þau telja ekki grundvöll fyrir slíku framboði nú þegar Framsóknarflokkurinn hefur hafnað þátttöku. Samfylkingarfélögin leggja áherslu á að framboð til komandi kosninga er opið óháðum og óflokksbundnum einstaklingum er hafa áhuga á að taka þátt í myndun nýs sveitarfélags við utanverðan Eyjafjörð á grundvelli hugsjóna jafnaðarmennsku, jafnréttis og lýðræðis.
Föstudagur 24. mars 2006
Ein gömul:
Einar Björnsson matsveinn - Erlendur Magnússon vitavörður - Jónatan Jóhannsson sjómaður og Hannes Garðarsson sjómaður
Myndin er af þáverandi sjómönnum:
Sennilega tekin um 1950, á Ljósmyndastofu Kristfinns.
Föstudagur 24. mars 2006 Fyrir 60 árum - bruni á Siglufirði -- Það er lítið um fréttir frá Siglufirði um þessar mundir, svo ég gróf upp eina gamla úr Morgunblaðinu 2. apríl 1946
Laugardagur 25. mars 2006 Ein gömul:
Þau eru mörg kunnugleg andlitin sem sjást á þessari mynd sem tekin er í troðfullu húsi Nýja Bíós árið 1965 þegar "Útvarpið" ferðaðist um landið með spurningaþáttinn "Kaupstaðirnir keppa" þar sem snillingarnir Hlöðver Sigurðsson, Benedikt Sigurðsson og Pétur Gautur Kristjánsson kepptu fyrir Siglufjörð - Litla myndin er af smá frásögn í Morgunblaðinu, upphaf stærri greinar sem nefnist Útvarp Reykjavík frá 14. maí 1965. Ljósmynd: Haraldur Hafliðason
Ef smellt er HÉR má nálgast alla greinina, hjá www.timarit.is
Föstudagur 24. mars 2006
Nýjar fréttir úr "fortíðinni" Stór möguleiki til að spara vatnið, er að verða að veruleika í Bátahúsinu. -
En að öllu gríni slepptu, þá eru þarna félagarnir Sveinn Þorsteins og Örlygur safnvörður að leggja "síðustu" hönd á meistara verk úr fortíðinni.
Þetta er bryggjukamar eins og notaðir voru á flestum síldarbryggjum í gamla daga, þó ekki ætlaður fyrir raunverulega þarfa gesta safnsins, heldur til að sýna hvernig þetta var hér á fyrrihluta síðustu aldar, á bryggjum, og raunar einnig við híbýli manna
Laugardagur 25. mars 2006 -- Þrátt fyrir éljagang og skafrenning sem annað slagið skall á í gærdag og 4-5 °C frost, þá virtist það engin áhrif hafa á endurnar á "Leirunum", en þar spókuðu þær sig á bæði landföstum og fljótandi ísjökum. (ekki hafís) Sumar voru í óða og önn að snyrta sig og enn aðrar tóku lífinu með ró.