26. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Jóhann Garibaldarson verkstjóri, fæddur 23. desember 1895
Ljósmynd: Kristfinnur
26. október 2003
Veðurblíða, enginn var mættur í golfið í morgun, kannski of mikill vindur, en þessir, voru að æfa "spyrnu" á íþróttavellinum við Túngötu.
Annars var lítið um að vera.
Talsvert stórstreymi var um 11 leitið.
Myndirnar hér fyrir neðan eru myndir tengdum flóðinu.
Þarna rennur sjór inn í 1 af þremur rörum sem tengir "leirurnar" og tjörnina (Langeyrartjörn) (?) en það var greinilega að aðfall.
Þessi mynd er tekin frá Hólsbrúnni til norðurs
Þessi mynd er tekin frá Hólsbrúnni til "suðurs "
Þessi mynd er tekin frá Óskarsbryggju (Löndunarbryggju SR) Þarna er fremri endi Öldubrjótsins gamla, nærri á kafi.
26. október 2003
Flutningaskipið NICKOLAS frá Panama, kom hingað á höfnina klukkan 12:46 Nokkuð hvasst var um það leiti, ca 18-20 m og tókst skipstjóranum hálf klaufalega til með að leggjast að bryggju.
Fyrst ætlaði hann að bakka að bryggjunni og snúa bakborða að bryggjunni, en á því gafst hann upp, fór frá aftur og sigldi þá beint inn og lagðist loks með stjórnborða að bryggjunni, kl.13:24 Þá var farið að lægja, svo það gekk betur.
Sigurvin, bátur björgunarsveitarinnar, var notaður sem hafnarlóðs og til aðstoðar við þetta tækifæri. Skipið á að lesta hér tæplega 1700 tonn af loðnumjöli frá Síldarvinnslunni.
27. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Páll Erlendsson organisti, fæddur 18. september 1889
Ljósmynd: Kristfinnur
27. október 2003
Loðnumjöls útskipunin hófst seinnipartinn í gær frá Síldarvinnslunni, um borð í Nickolas.
Þegar þessi mynd var tekin um kl. 17:00 var örlítill rigningarúði.
27. október 2003 Frétt / áminningu til allra hlutaðeigandi. Þetta varðar umsókn um jöfnunarstyrk til náms eins og hann heitir, sem Lánasjóður íslenskra námsmanna er að auglýsa. Brýnt er að nemendur muni eftir að sækja um fyrir auglýstan tíma, vegna þess að annars fæst ekki þessi styrkur, þ.e.a.s. ef sótt er um eftir þennan auglýsta tíma.
Auglýsingin er svohljóðandi:
Jöfnunarstyrkur til náms.
- Umsóknarfrestur vegna haustannar 2003 er til 31. október n.k.- Nemendur framhaldsskóla geta átt rétt á:
* Dvalarstyrk ( verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldunni vegna náms)
* Styrk vegna skólaaksturs ( sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla)
Skráning umsókna er á www.lin.is vegna skólaársins 2003 - 2004
28. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Júlíus Jóhannsson sjómaður fæddur 18. desember 1911
Ljósmynd: Kristfinnur
www.local.is | 28/10/03 08:54 | Norðausturkjördæmi
Sjálfstæðismenn mótmæla frestun Siglufjarðarganga
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að seinka upphafi framkvæmda við jarðgöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar til ársins 2005 fellur í grýttan jarðveg hjá sjálfstæðismönnum í Norðausturkjördæmi.
Fram kemur í Fréttablaðinu að á aðalfundi kjördæmisráðs sjálfstæðismanna, sem haldinn var á Akureyri um helgina, var samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að standa við gefin loforð um gerð jarðganganna og að hún tryggi að hafist verði handa við gerð þeirra ekki síðar en á næsta ári.
Stjórn kjördæmisráðsins var kjörin á aðalfundinum. Formaður hennar er Gunnar Ragnars. --- (betra seint en aldrei -- SK)
28. október 2003
Er veturinn kominn?
Slydda, var á Siglufirði í morgun.
Þessi mynd var tekin í morgun klukkan 09:00 - en komið var um 5 sm. lag af snjó niðri í byggð.
28. október 2003
Iðja Dagvist -Föndur aðstaða, fatlaðra og þroskaheftra sem fram fer á annarri hæð í húsi "Kaupfélagsins" leynir á sér. Ég verð að játa, þó svo að ég hafi haft óljósan grun um tilvist þessa hóps sem stundar þarna föndur og tómstundi. Þá gerði ég mér ekki grein fyrir umfanginu, og ég hefi grun um að svo sé um fleiri.
Forstöðumaður þessara hópvinnu Lilja Kristín Guðmundsdóttir, bauð mér á dögunum, að kynnast þeirri starfsemi, sem þarna fer fram,- og myndirnar sem þú sérð ef þú smellir á tengilinn hér fyrir neðan, sýna og segja sögu þessarar starfsemi, sem átt hefur sér stað í meir en 10 ár.
Því miður var Lilja veðurteppt út í Grímsey, er ég mætti í morgun, svo hún er ekki með að þessu sinni, en sýning á gripnum sem þarna eru unnir, verður í næsta mánuði. Myndir á undirsíðu
29.október 2003
Hann setti svip á bæinn
Sigurgeir Jósepsson skipstjóri, fæddur 22. janúar 1909
Ljósmynd: Kristfinnur
29.október 2003
Blaðamenn ! Þessir krakkar, Sirrý Björt og Sigurður Þór, voru inni á vinnslustöðinni Egilssíld, þegar ég leit þar inn í morgun.
Þau voru að sinna skólaverkefni, sem fólst í því að taka viðtöl við fólk -
Jóhann Egilsson forstjóri Egilssíld var þarna í yfirheyrslu. hjá þeim.
Um þessar mundir stendur yfir undirbúningur, hátíðarhalda, í tilefni af 100 ára afmæli Barnaskóla Siglufjarðar
29.október Egilssíld, mun vera elsta starfandi fyrirtæki á Siglufirði. Þangað kom ég í morgun til að heilsa upp á starfsfólkið. Vel var tekið á móti mér af framkvæmdastjóranum Jóhannesi Egilssyni, eða Hansa eins og hann hefur ætíð verið kallaður, og allir þekkja. Verið var að vinna hina landskunnu Egilssíld á Ítalíumarkað, og smellti ég nokkrum myndum af starfsfólkinu.
Myndir á undirsíðu + Meira um Hansa
29. október 2003 - Tillaga að reglum um úthlutun byggðakvóta í Siglufirði var samþykkt í bæjarráði í gær og fer sú tillaga nú til Sjávarútvegsráðuneytis sem annað hvort staðfestir tillöguna eða gerir athugasemdir. Frekari upplýsingar á: www.siglo.is
30. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Hallgrímur Jónsson verkamaður, fæddur 1. mars 1888
Ljósmynd: Kristfinnur
30. október 2003
GREEN FROST flutningaskipið, kom með 600 tonn af frosinni rækju til Rækjuverksmiðju Þormóðs Ramma Sæbergs, í morgun.
30. október 2003
Í hvorn fótinn á að stíga?
Hvert er samhengið? -- Berið saman, þessi mótmæli sem lýst er hér fyrir neðan, og mótmælin, aðeins ofar frá 28. október, við það sem kjördæmisráð íhaldsins í NA-kjördæmi var að álykta um. Samstaðan í Sjálfstæðisflokknum er greinilega ekki meiri en þetta....
SUS mótmælir jarðgangaáætlun (Héðinsfjarðargöng)
Samband ungra sjálfstæðismanna mótmælir framkominni jarðgangaáætlun samgönguráðherra. Telur sambandið að ekki sé verjandi að ráðstafa milljörðum af skattfé til þeirra jarðganga framkvæmd sem fyrirhugaðar eru samkvæmt áætluninni, enda liggur ekkert fyrir um að umræddar framkvæmdir geti með nokkru móti verið hagkvæmar fyrir þjóðarbúið.
Telja ungir sjálfstæðismenn að í ljósi skuldastöðu ríkissjóðs sé skynsamlegra að nota þá fjármuni sem ríkið hefur úr að moða til niðurgreiðslu skulda í stað þess að verja þeim til svo umfangsmikilla opinberra framkvæmda sem allt bendir til að séu óhagkvæmar og eru auk þess til þess fallnar að kynda undir þenslu í hagkerfinu.
(Heimild: Vefritið frelsi.is skoðað 30. okt. 2003).
31 október 2003
Hann setti svip á bæinn
Svavar Helgason sjómaður, fæddur 20. október 1927
Ljósmynd: Kristfinnur
31 október 2003
Kveðja frá Lettlandi, frá Balda bakara, hann er staddur í Lettlandi að baka Siglfirskt Laufabrauð.
Hann samdi við Lettneskt bakarí um framleiðslu, sem er áætluð um 300.000-350.000 kökur.
Framleiðslan hefur gengið vel og er áætlað að framleiða á vöktum eftir helgina. Þetta er gamla laufabrauðs uppskriftin hans Gulla bakara.
Baldi ætlar að senda mér myndir af fólkinu og aðstæðum þar sem baksturinn fer fram.
Myndin af honum er stolin frá Facebook síðu hans
31. október
Lögreglan á Siglufirði. Ég heimsótti lögreglustöðina í dag og smellti á þá myndum.
Húsakynni sýslumanns og lögreglu á Siglufirði
Guðbrandur Ólafsson
Adólf Árnason, er þarna að setja nagladekk undir lögreglubílinn , því öruggið er fyrir öllu.
Ingvar Hreinsson, var ekki á vakt, en var þarna að fá sér kaffisopa.
31. október
BYKO á Siglufirði?
Nú um þessar mundir standa yfir viðræður á milli BYKO og Vélaverkstæði SR á Siglufirði um einskonar endursölu.
Dæmið er í stórum dráttum hugsað þannig, að Vélaverkstæðið hefur undir höndum stórt lagerpláss tilheyrandi Vélaverkstæðinu, og þar er hugsað að allar algengustu vörur Byko, auk þeirra vöruflokka sem Vélaverkstæðið hefur verið með á sínum snærum, verði aðgengilegar á Lager SRV og þær vörur sem ekki munu verða á því svæði yrðu pantaðar á vegum SRV, þannig að ef beðið er um vörur sem ekki verða á lager, fyrir klukkan 11 á morgnana, verði þær komnar seinnipart sama dags, annars næsta dag.
Eins og fyrr segir þá er þetta fyrirkomulag á umræðustigi og kemur betur í ljós síðar. Myndin sýnir húsnæði það sem Vélaverkstæðið hefur til umráða, en húsið á Síldarvinnslan. Gengið yrði til verslunarplássins um dyr að vestanverðu, til hægri á myndinni.