9. október 2003 - Sparisjóður Siglufjarðar, þangað skrapp ég í dag eftir hádegið, og tók auðvitað myndavélina mína með. Það sem ég sá þarna inni, hafði ég ekki gert grein fyrir að væri jafn tilkomumikið og raun bar vitni. Þarna starfar fjöldi manns, aðalega ungt fólk, Þarna voru fleiri að störfum en ég hafði gert mér grein fyrir þangað til ég mætti á staðinn. Auk hinnar hefðbundnu bankastarfsemi, sem fram fer á neðri hæðinni, svæðið sem við flest þekkjum, fer fram uppi á efri hæðinni fjarvinnsla, það er verkefnin geta í raun verið hvar sem er á landinu, en fólkið á efri hæðinni, sinnir þeim. Hvað er ekki hægt með tölvutækninni og internetinu?
Pálína Kristinsdóttir fjarvinnsla