Lífið 8.-14. Ágúst 2004

Fréttavefurinn Lífið á Sigló

8. til 14. ágúst 2014

 

Sunnudagur 8. ágúst 2004  


Pæjumótið að kvöldi laugardags. 

Mikið fjör og mikil kæti var hjá pæjunum og þeirra fólki í gærkveldi, sem lauk með brennu í fjallinu og flugeldaskotum. Logn var og blíða "var að venju".

 Pæjumótið hélt áfram í morgun, ég tók nokkrar myndir fyrir hádegið.

Eftir Hádegið klukkan 13:00 verður slegið upp grillveislu og síðan nokkrir úrslitaleikir og mótslok með verðlaunaafhendingu. 

Smelltu HÉR þá sérðu allar myndir mínar frá mótinu, 502 myndir 




Mánudagur 9. ágúst 2004 


  Ein gömul: 


Háseti á vakt í brú um borð í Haferninum; Gunnar Tómasson.   (1967 ca)

Mánudagur 9. ágúst 2004  

Nú í síðustu viku var sett girðing fyrir aðgengi að gömlu löndunarbryggju SR. Þar hafði áður verið síðustu árin, stór og mikill I-biti til að hindra bílaumferð fram á bryggjuna, en bryggjan er ekki eins traust og áður, og hefur ávalt verið vinsæll staður fyrir dorgara, börn sem fullorðna. 

Einhver hafði dregið bitann frá til að fara á bíl fram á bryggjuna einhverra erinda, en ekki hirt um að setja á sama stað aftur.

Og til viðbótar hafði eitthvert foreldri (?) kvartað yfir því að barn hefði farið með fót niður um einhverja holu sem þarna hefur verið í áratugi vegna dælingar. 

Stundum hefðu foreldri dottið í hug að kenna þriðja aðila um hrakfarir barna sinna. En það vill víst brenna við að sumir foreldrar þakka sér það sem gott er í fari barna sinna, en öðrum þegar illa fer !  

SR brá á það ráð af þessu tilefni að girða alveg fyrir bryggjuna.- 

Slík hindrun hefði vart dugað fyrir mig og mína vini á unga aldri, og okkur var sjálfum kennt um óhöpp okkar en EKKI öðrum. Það var eitthvað öðruvísi uppeldi barna í þá daga en eftir aldamótin síðustu +/-

 Mánudagur 9. ágúst 2004   Aðsent:  Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Sjóminjasafns Vestfjarða og Örlygur Kristfinnsson safnstjóri Síldarminjasafnsins.

 Eins og lesendur fréttasíðunnar muna gekk forstjóri Síldarminjasafnsins í hof sjávarguðsins Póseidons í Grikklandi í byrjun maí og hét á hann að senda okkur aftur Norðurlandssíldina gömlu og góðu. 

Nú hefur það sýnt sig að Póseidon hefur svarað kallinu – síldin er komin inn á víkur og vogi og fyrsta Norðurlandssíldin hefur verið söltuð á Róaldaplaninu nýja. 

Það gerðist á laugardaginn við harmónikkuleik og dansi þar sem fjöldi gesta á Pæjumótinu fylgdist glaðir með. 

Það var aflaskipið Viggó SI sem landaði þeim afla. 

Þennan dag var svo lagt síldarnet úti á miðjum firði á vegum Síldarminjasafnsins og sýna meðfylgjandi myndir þegar siglt var að landi og aflanum landað – alls 6 síldum og 9 ufsum. 

Með Örlygi í för var Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Sjóminjasafns Vestfjarða á Ísafirði, en báðir eru þeir kunnir sem áhugamenn um veiðar og siglingar þótt landkrabbar séu. 

Á síðustu myndinni, sem þú sérð eftir að hafa smellt á   Myndir HÉR    er Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði ásamt aflaklónum í táknrænni athöfn þar sem þeir mynda bæjarmerki Siglufjarðar til að minna á gömul vinabæjatengsl staðanna.

(Takið eftir síldarbolnum sem Halldór er í, en þessir glæsilegu bolir eru enn til sölu í Bátahúsinu).

Að lokum skal þess getið að Örlygur segist binda vonir við að Síldarminjasafnið fái 5-10 tonna veiðiheimild hjá Sjávarútvegsráðuneytinu svo safnið verði sjálfbært með söltun og vinnslu á silfri hafsins. GR       




 Þriðjudagur 10. ágúst 2004  


Ein gömul: 


Ágúst Vilhelmsson og Agnar Þór Haraldsson um borð í Siglfirðing (?)    

Ljósmynd: Kristinn Steingrímsson

Sigurvin var hífaður á land í gær og unnið er við að "zinka" bátinn og verður hann síðan málaður. 

Þarna er Ómar Geirsson að vinna við að taka gömlu zink stykki af. 



Þriðjudagur 10. ágúst 2004 

Nýtt skip til Siglufjarðar, hann er að vísu ekki nýr báturinn, en hefur verið skráður á Siglufjörð undir nafninu Kristinn Friðrik SI 5. 

Útgerðarmaðurinn Sæmundur Árelíusson og Skipstjórinn Ólafur Gunnarsson eru Siglfirðingum báðir kunnir, enda hafa þeir búið hér áður lengi

<<<<< Sæmundur Árelíusson útgerðarmaður og 


Ólafur Gunnarsson skipstjóri á myndinni hér fyrir neðan

Miðvikudagur 11. ágúst 2004  

 Loksins- loksins er komin hreyfing við væntanlega brúargerð yfir Hólsána. Óeðlileg bið miðað við fyrstu fregnir um verkbyrjun hefur verið, en væntanlega eru einhverjar ástæður fyrir því. Í morgun voru komin á staðinn; vinnuskúr og fullhlaðinn vörubifreið.  En ekki sá ég til neinna mannaferða er ég kom þar klukkan; 09:30 í morgun. 

Fimmtudagur 12. ágúst 2004  

Sunnan SI 67, hefur nú yfirgefið Siglufjörð. Skipið er farið áleiðis til Danmerkur þar sem það verður tekið í slipp, en skipið hefur verið leigt til Lettneskar útgerðar. (óstaðfest heimild).

  Skipið fór frá Siglufirði um hádegisbilið í gær. 

Fimmtudagur 12. ágúst 2004 

Þessa heiðursmenn á myndunum hér fyrir neðan, hitti ég í morgun á förnum vegi. 

Talið frá vinstri: Hilmar Þór Elefsen og Stefán Þór Haraldsson og  á hinni myndinni;   Ágúst Stefánsson- Hjálmar Jóhannesson og Marteinn Haraldsson 

Fimmtudagur 12. ágúst 2004  -   

Sveinn Þorsteinsson vinur minn var einnig á róli í morgun og sendi hann mér nokkrar myndir sem þú sérð ef þú smellir HÉR. 

 Fimmtudagur 12. ágúst 2004  -   Aðsent: - Árgangur 1944 hittist á Siglufirði í blíðskaparveðri helgina 25. - 27. júní s.l.  Farið var á Siglunes með Gunna Odds á Jonna S.I. og var það ógleymanleg ferð þeim sem hana fóru.   Nokkrar myndir frá ferðinni; smelltu HÉR. 

Föstudagur 13. ágúst 2004 


Ein gömul:  


Óskar Berg Elefsen - Hersteinn Karlsson og Ámundi Gunnarsson. (S.R.ingar) 

 Föstudagur 13. ágúst 2004  - 

Suðurgata 30 Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum, þá höfðu Hjónin Baldvin Einarsson og  Ingibjörg Sigurjónsdóttir á síðastliðnu ári keypt húseignina Suðurgötu 30 á Sigló.

Ég heimsótti Baldvin í morgun í Suðurgötuna, þar sem hann var á fullu við að grafa fyrir stólpum norðan við hús sitt, en hann ætlar að stækka húsið aðeins til norðurs til að auka þannig pláss í forstofunni. 

Baldvin hefur eignast hér marga kunningja og vini, enda hefur hann einstakan persónuleika, maður er fljótur að kynnast honum vegna hins glaðlega og óþvingaða viðmóts og hjálpsemi. 

Ég hefi að vísu ekki þekkt hann nema í nokkrar vikur, en mér finnst ég hafa þekkt hann í mörg ár og vil gjarnan telja hann meðal vina minna.  Baldvin var að vinna við að grafa skurð meðfram húsi sínu til að leggja þar drenlögn.

 Baldvin og kona hans reka fyrirtækið Beco Ljósmyndaþjónustu í Reykjavík.  - 

Verið þið hjónin velkominn í hóp Siglfirðinga. S.K.



Föstudagur 13. ágúst 2004 


S.R.-Vélaverkstæði


Ég leit inn á gamla vinnustaðinn minn í morgun og rabbaði við félaga mína, hér er mynd af tveim þeirra; 

Elvar Elefsen og Heimir Birgisson 

Föstudagur 13. ágúst 2004 - 

Klukkan 17:30 -

 Einmuna blíða hefur verið í allan dag. 

Strax í morgun um 9 leitið fór hitinn yfir 20 °C og algjört logn. Um 15:00 leitið tók sunnan gola við og þá hlýnaði verulega. 

Um klukkan 16:00 sýndi hitamælir minn, sem er í tveggja metra hæð og í  skugga frá sólinni, í 28,4 °C og hitamælirinn í bíl mínum á ferð (35 km. hraða) niður á bæ stuttu síðar sýndi 28,3 og um klukkan 17:30 tók ég meðfylgjandi mynd af mælinum við Sparisjóðinn, ég rétt missti af myndatökunni þegar sami mælir stuttu áður sýndi 27 °C Þetta eru góð skipti á þokunni sem hefur angrað okkur síðastliðna þrjá daga, -- við sendum þokuna suður. 




Laugardagur 14. ágúst 2004  


Ein gömul: 


Stefán Benediktsson og Hafþór Rósmundsson