15.-21. mars 2004
5. mars 2004
Ein gömul:
Skipverjar á Haferninum, í landi á Seyðisfirði 1966 -
Hafþór Rósmundsson háseti, Valdimar Kristjánsson háseti, Snorri Jónsson rafvirki, Sigurður Jónsson háseti, Guðmundur Björnsson háseti, og Gísli Sigurðsson dælumaður.
Timburmaðurinn Steingrímur Kristinsson tók myndina
15. mars 2004 Nú um helgina var haldið Bikarmót S.K.Í. í Skarðsdal í Siglufirði. Auk mótsgesta, keppanda og fylgiliðs, voru um 40-50 aðkomumenn á eigin vegum. Þannig að fyrir utan keppnisliðið, mun hafa verið í Skarsdal og fjöllunum þar í kring um hundrað manns í dag að heimamönnum meðtöldum. Enda veður hið ákjósanlegasta.
Ég skrapp inn í Skarðsdal um það leiti sem verðlaunaafhendingin átti sér stað og tók myndir af skíðaköppunum. Ég hefi ekki farið á vettvang skíðamóts, frá því að ég var fréttaritari Morgunblaðsins fyrir nokkrum áratugum. Fyrir forvitni fór ég að spyrja um gang mála og komst að því að mikið hefur breyst frá þeim tíma sem ég þekkti.
Nú tröllríða strangar og jafnvel heimskulegar reglur ef miðað er við unglinga amk.
Og svo er sendur sérstakur eftirlitsmaður frá reglugerðameisturunum hjá S.K.Í., til að sjá um að reglum sé framfylkt. Svo eitt fáránlegt dæmi sé tekið, - ekki má muna nokkrum millimetrum út frá "reglunum", á lengd skíða sem keppendur eru með og eiga, án þess að eiga á hættu að verða dæmd úr leik, ja-svei skít fyrir reglugerðarflónunum. Þetta er ekki lengur keppni til gamans, heldur peningaaustur og reglugerðir. - að mínu mati. Smelltu á myndina til að sjá fleiri.
16. mars 2004 Ein gömul. Tekið á sjómannadag 196? Þarna sjást Helgi Antonsson, Guðjón Jóhannsson, Erling Jónsson, Hjördís Aðalsteinsdóttir ofl
17. mars 2004 Ein gömul: Kristín Þorgeirsdóttir, Ásdís Júlíusdóttir og Árdís Þórðardóttir. 196?
17. mars 2004
Þegar Siglfirðingar vöknuð í morgun var kominn 6-8sm. jafnfallinn blautsnjór yfir allt, það snjóaði í lognmollunni og hiti var rétt yfir frostmarki.
Þetta er gott fyrir skíðafólkið - og væntanleg skíðamót, - aðrir fagna þessu ekki. En þetta hverfur fljótt vona ég, í byggð amk.
17. mars 2004
Tómstundamál geta verið margvísleg, allt frá því að vera einföld- og upp í það að vera flókin og umfangsmikil. Sum áhugamálin þurfa nánast engine fjárútlát, en önnur kosta miljónir á ári. Guðni Sveinsson lögregluþjónn með fleiru á eitt slíkt áhugamál sem eru hans ær og kýr, það eru bílar. En sumir vina hans segja í gríni að hann skipti oftar um bíl en sokka.
Nýjasta uppátæki Guðna er sennilega það áhugaverðasta til þessa, það er fyrir þá sem eru á svipaðri "bylgjulengd" og Guðni, það er að nú er hann að gjörbreyta gömlum bíl og gera hann sem einstakan alvöru fjallabíl. Hann vinnur við þetta öllum frístundum og nýtur til þess aðstoðar tæknimanna og ekki síst frá vini sínum Gunnari Júlíussyni sem er með svipuð áhugamál og getur miðlað af mikilli þekkingu og reynslu.
Myndin er af bílnum eins og hann lítur út í dag en ég mun fylgjast með framvindu mála - og þegar allt er klárt, falast eftir bíltúr.
17. mars 2004 Fyrir allnokkru síðan fóru minnir mig, fram umræður á milli forráðamanna Siglufjarðarkaupstaðar og Ólafsfjarðar um hugsanlega sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt neitt um niðurstöður þessara viðræðna og eða að þær hafi verið sérstaklega kynntar. Það ætti að vera hagsmunamál beggja að sameinast og síðar að stefna að því að sameinast fleiri sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu, þar með talin AKUREYRI.
Það er engin ástæða finnst mér- og raunar öllum sem ég hefi heyrt í og rætt við um þessi mál á “götunni”, að bíða eftir Héðinsfjarðargöngunum. Mörgum finnst að þessu hefði fyrir löngu átt að vera lokið. Ég beini þeirri ósk til forráðamanna bæjarins að þeir drífi í því, í fyrsta lagi að kanna hug Siglfirðinga og ef könnunin verður jákvæð sem ég er raunar samfærður um, að hefja þá viðræður við Ólafsfirðinga strax að því loknu.
18. mars 2004
Ein gömul:
Ókunnur, Hafliði Sigurðsson, Skarphéðinn Björnsson og Ingimar Baldvinsson
18. mars 2004
Hólmurinn í Landeyrartjörninni. Stefán hefur tekið sér hlé við gerð hólmans sem koma á í tjörnina. Allmikið meira efni hefur farið í bráðbyggðaveginn að fyrirhuguðum hólma, þar sem botn tjarnarinnar mun hafa verið leðjumeiri en reiknað var með- og efnið því sokkið dýpra en menn vonuðu.
En það er ekki eðli Stefáns að gefast upp á hálfkláruðu verki, enda hefur hann nægan tíma til að slappa af.
Hólmurinn mun verða tilbúinn á réttum tíma.
Hvað ætli hólmurinn verði svo kallaður? -Neshólmur, Langeyrarhólmi ?
19. mars 2004
Ein gömul:
Birgir Vilhelmsson, Páll Hlöðversson, Jón Sigurðsson, Sigurður Jónsson og Ómar Möller
19. mars 2004 Aðsend frétt og myndir: Íslandsmóti unglinga í badminton sem haldið var í Keflavík helgina 12.-14.mars: Tveir Íslandsmeistaratitlar og tveir silfurhafar í B.fl. og einn Íslandsmeistari í C.fl. og bikar fyrir prúðasta liðið til Tennis og badmintonfélags Siglufjarðar. 270 keppendur frá 10 félögum voru á þessu móti, spilaðir voru 670 leikir. T.B.S. sendi 22 keppendur á þetta mót. Samtals æfa 29 krakkar 2 x 1,1/2 tíma í viku, svo erum við með 14 byrjendur 1 x í viku. Glæsilegur árangur hjá okkar krökkum. Þess má geta að við eigum eftir að halda Siglufjarðarmót, afmælismót og firmakeppni á komandi vikum. -- Evrópuþjálfari er væntanlegur til okkar í heimsókn með æfingabúðir helgina 02. - 04. apríl. n.k. -- Einnig ætlum við að vera með maraþon í badminton í 20 klst. dagana 07. - 08.apríl n.k.. og hefst það kl: 13.00 þ. 07.apríl. Þá munu krakkarnir ganga í hús
í bænum og safna áheitum. Allur ágóði rennur í unglingastarf félagsins. Vonum við að bæjarbúar taki vel á móti krökkunum. Opið hús, allir velkomnir að kíkja á okkur í maraþoninu, lánum spaða ef einhverjir vilja kynna sér þessa skemmtilegu íþrótt.
Árangur okkar var þessi:
1. sæti Aron Ingi Kristinsson og Karen Birgisdóttir Tvenndarleik U-15
2. sæti. Sævar Kárason og Stefanía Jakobsdóttir Tvenndarleik U-15
1. sæti. Ólafur G. Guðbrandsson og Sævar Kárason Tvíliðaleik U-15
2. sæti. Karen Birgisdóttir Einliðaleik U-15
1. sæti. Stefanía Jakobsdóttir Einliðaleik C.fl. U-15
Einnig komust 9 krakkar í 8 liða úrslit í einliða liða, tvíliða liða., og tvenndarleik.
Afmælisár: T.B.S, félagið verður 40 ára 5.des. n.k.
20. mars 2004 Ein Gömul: Slökkviliðið: "Hvíta húsið" Ásgeir Björnsson og Þórarinn Hjálmarsson taka til hendinni. Þá mættu menn eins klæddir og "þeir stóðu" þá stundina þegar kallað var út, samber Jósafat Sigurðsson, sem snýr baki í myndavélina- og er í vinnu sloppnum sínum frá fiskbúðinni.
21. mars 2004 Ein gömul: Siglfirskar handboltastelpur staddar á Hofsós: Erna Erlendsdóttir, Guðrún Erlendsdóttir, Sigríður Júlíusdóttir?, Þórunn Þórðardóttir, Jóhanna Helgadóttir, Guðný Ósk Friðriksdóttir, Árdís Þórðardóttir, Kristbjörg Eðvaldsdóttir, Jóhanna Sigursteinsdóttir og Soffía Daníelsdóttir.
20. mars 2004
Aðsend frétt: Lionsklúbbur Siglufjarðar hefur tekið að sér að hugsa um og hýsa líkbíllinn fyrir Sóknarnefnd Siglufjarðarsóknar. Bíllinn hefur sem kunnugt er verið á hálfgerðum hrakhólum með húsnæði og umhirðu.
Meðfylgjandi eru myndir sem Júlíus Hraunberg tók af Lionsmönnum við að þrífa, bóna og dytta að bílnum úti í áhaldahúsi bæjarins