Lífið 22.-31 des. 2003

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

2003




22. desember 2003 

Hann setti svip á bæinn

Axel Schiöth, skipstjóri, fæddur 22. ágúst 1929 

Meira um Axel

22. desember 2003 

Vísir að Danskúbbi Siglufjarðar varð til fyrir 2 árum þegar Anna og Valþór læknishjón fóru af stað með dansæfingar fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar svo það gæti tjúttað almennilega á þorrablóti. 

Síðan kom inn starfsfólk Kaupþings ásamt fleirum. Í dag er í klúbbnum rúmlega 20 manns og alltaf bætist við einn og einn. Dansað er á Kaffi Torgi (Nýja Bíó) á sunnudagskvöldum frá klukkan 19.30 til 21. Allir eru velkomnir. 

Mér var boðið formlega að mæta, - með myndavélina (ekki til að dansa, það er ekki mín deild) og smellti ég nokkrum myndum eins og venjulega. Myndirnar eru HÉR





22. desember 2003 

Kaffi Torg (Nýja Bíó) hefur sett upp jólasvip sem aldrei fyrr, í höndum nýrra rekstraraðila, það er Ragnheiður Ragnarsdóttir (Didda Ragnars) og Hulda Alfreðsdóttir. 





23. desember 2003 

Hann setti svip á bæinn

Jón Kjartansson f.v. bæjarstjóri, fæddur 5. júní 1917 







23. desember 2003 


Siglufjörður, Desember 1976 

23. desember 2003

Sparisjóður Siglufjarðar: Vegna aukinna umsvifa í fjarvinnslu hefur Sparisjóðurinn ákveðið að leigja neðstu hæðina á Hvanneyri (gömlu Ramma skrifstofuna) starfsemi hefst þar í byrjun janúar 2004.

Þarna verður Lífsval sparisjóðanna skráð, sem er séreigna lífeyrissparnaður sparisjóðanna,en Sparisjóðurinn mun taka að sé skráningu fyrir alla sparisjóðina í landinu þrír starfsmenn hafa verið ráðnir vegna þessa.

----------------

23. desember 2003

Tilkynning frá Siglfirðingafélaginu, í Reykjavík: ,,,,Jólabarnaball Siglfirðingafélagsins verður laugardaginn 27.des. í húsi KFUM við Holtaveg kl. 14,00 ,,,jafnt fyrir börn sem og fullorðna,,gott tækifæri fyrir Siglfirðinga á Reykjavíkursvæðinu að hittast og spjalla yfir kaffibolla, rifja upp gamlar sögur að heiman.




24. desember 2003 

Hann setti svip á bæinn

Sigurður Gunnlaugsson. bæjarritari, fæddur 5. október 1906 

Meira um Sigga


24. desember 2003  

Tækni og umhverfisnefnd, verðlaunaði að venju fyrir bestu og athyglisverðustu "jólaskreytingu" íbúðarhúsa, lóða og fyrirtækja. 

Fyrir valinu urðu að þessu sinni. Kaffi torg (fyrirtæki)  - og hús þeirra hjóna Helgu Óladóttur og Óskars Berg Elefsen.  

Smelltu HÉR, og skoðaðu verðlaunahúsin og fleiri hús, valin 

(til myndatöku) af mér af handhófi. 



24. desember 2003

Í gærkveldi á Þorlákskvöldi, rölti ég á milli verslunarstaða og skaut nokkrum "föstum skotum" með myndavél minni.

Ég heimsótti alla þá staði sem opið var á, á milli klukkan 19:30 og 21:00

Ef þú smellir HÉR þá sérðu afrakstur.

Myndina hér við hlið er tekin í Apótekinu..

24. desember 2003 -- Kveðja frá Noregi.: Mig langaði að segja frá því að ég var að halda mína fyrstu myndlistasýningu hérna í Noregi eða í Flekkefirði þar sem við höfum búið síðustu 7½ ár. Ég var með sýninguna í versluninni sem ég og Særún rekum ásamt nuddstofu , það er allt gott af okkur að frétta ef það er í lagi sendi ég jóla mynd af okkur með mömmu og pabba þar sem þau eru í heimsókn hjá okkur, með jóla kveðju Sigrún Halldóra Jóhannsdóttir. h-agnars@online.no 

Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs -- Haraldur Þór. Sigrún. Hanni. Dísa. Særún. Jóhann. Arna Rún og Sólveig Fríða er Ilva dóttir Jóhanns 

Ilva Jóhannsdóttir Madsen og er dóttir Jóhanns Freys. 



25. desember 2003 

Hann setti svip á bæinn 

Hjörtur Karlsson loftskeytamaður, fæddur 14. apríl 1926 







27. desember 2003 

Hann setti svip á bæinn 

Haraldur Hjálmarsson, fæddur 20. desember 1909 

Meira um Halla 



26. desember 2003 

Hann setti svip á bæinn 

Vigfús Guðbrandsson, fæddur 27. maí 1927 

Meira um Fúsa








28. desember 2003 

"Hann setti svip á bæinn" 

Sigurgeir Jósepsson, fæddur 21. janúar 1909 




28. desember 2003


 Þeir hvíla lúin "bein" bílar og menn hjá Norðurfrakt eftir törnina fyrir jólin. 

Þessi mynd var tekin af bílaflotanum hans (mummmmmma) í gærkveldi, fyrir utan afgreiðslu Norðurfrakt ehf. 

28. desember 2003 Aðsent: Sæll félagi Steingrímur og gleðilega hátíð.

Þú mátt setja þetta inn sem bréf frá áhugasömum Siglfirðingi.

-- Ábending til bæjaryfirvalda og íþrótta forystu. Mér finnst allt of lítið gert úr því að auglýsa okkar frábæra skíðasvæði og að það sé opið.

Útvarpið tekur allar svona tilkynningar fegins hendi, það eina sem þar að gera er að koma sér í samband við fréttastofu útvarps tímanlega fyrir fréttir.

Þetta á að vera eitt fyrsta verk starfsmanns skíðasvæðis eða forsvarsmanns þess, og við eigum að láta þess alltaf getið að skíðasvæðið sé opið, og lýsa veðri og snjóalögum.

Látum heyrast frá okkur.

e.s. Einnig vantar upplýsingar inn á Sigló.is um viðburði, þar er ekkert að finna. Eigum við ekki bara að fela Steingrími umsjón með þessu líka, síðan hans er alveg frábær, og mikið lesin.

=====================================

Hvað varðar þann hluta þessa erindis, sem snertir mig, þá held ég aldeilis, að ég hafi sagt frá og birt myndir frá hinum ýmsu atburðum, þó svo oft hafi brunnið við, að ég frétti fyrst af sumum þeirra, þegar þeim er lokið, þar sem viðkomandi hafa ekki haft áhuga á, (???) að ég sé þar nálægur, eða að láta mig vita.. Og hvað varðar afskipti af www.siglo.is þá eru þessir 6-8 tímar á dag, sem "Lífið á Sigló" tekur af tíma mínum, auk vinnu við Ljósmyndasafnið ofl. alveg nóg fyrir mig, ég er ekkert unglamb lengur. S.K.

Ath; siglo.is var á þessum tíma í eigur bæjarins.

28. desember 2003 Þeir voru að ljúka við, þessir garpar að koma fyrir rafljósum á Hvanneyrarskálarbrún og ártalinu í hlíðinni, eins og sumir þeirra hafa unnið við allt frá barnæsku. En þeir eru allir tengdir Skíðafélaginu Skíðaborg, þessir piltar. ------

Einherji 25. janúar 1947 Á þrettándadagskvöld s.l. gafst á að líta á brún Hvanneyrarskálar - ánægjulega og eftirminnilega sjón. –

Blysum í tugatali hafði verið komið fyrir á skálarbrúninni og niður með vegkantinum, sem liggur frá skálinni. Kyndlar þessir loguðu glatt langa hríð - fólk hópaðist saman á götum úti og dásömuðu dugnað þeirra manna sem hér voru að verki og létu í ljós ánægju sína yfir þeirri tign og fegurð, sem þessi blys settu yfir bæinn á þessu kyrrláta vetrarkvöldi. ......niðurlag þessa fréttar úr Einherja, er á tenglinum:   (óvirkur í dag) ----- http://frontpage.simnet.is/biosaga/1947.htm   

Þeir voru fúsir að stilla sér upp fyrir mig vegna myndatöku, þarna eru bæði feður og synir í hópnum. Talið frá vinstri, standandi röð: Sigurjón Erlendsson, Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Þorgeirsson, Jón Andrjes Hinriksson, Einar Ingvarsson, Snævar Jón Andrésson, Andrés Stefánsson, Mark Duffield. - fremri röð: Stefán Geir Andrésson, Helgi Steinar Andrésson, Skúli Jónasson og Óðinn Feyr Rögnvaldsson. 

Og svo var það rúsínan í pylsuendanum, föst venja: -- Ein viskíflaska og 1 kg. af konfekti, sem þurfti að tæma, sem og hefð er fyrir. Þeir fara örugglega létt með það þessir 12 drengir, - hundurinn fær þó ekkert, en ég fékk einn snafs þegar ég kvaddi. Og þeir fóru inn á "Ljósastöð" til að slappa af og rabba og .... 





28. desember 2003 

Aðsent: - 

Jóla-barnaball Kiwanis í Alþýðuhúsinu. 

Fékk nokkrar myndir sendar frá Massý og Salla ! --

Og í viðbót, frá Bigga Björns 

Myndirnar hérna





30. desember 2003 

"Hann setti svip á bæinn" 

Jóhannes Sigurðsson, Skarðdal, fæddur 4. júlí 1910 





29. desember 2003 

Hann setti svip á bæinn 

Hannes Ásdal, fæddur 20. janúar 1926 



30. desember 2003   

Sigurðsson family 

Kveðja frá Siglfirðingum í U.S.A. 

Grace og Halldór Sigurðsson. - Hann ólst upp á Hafnarhæðinni >>>>

Sonur Halldórs: Halldór Sigurðsson (jr) 

Sonur Þeirra hjóna og fjölskylda frá vinstri: Fran, Halldór, Kristína Sigríð, Joanna May og Thomas Sigurðsson. 

Frá borðstofu þeirra hjóna 


2003-2004

Áramótakveðja frá Halldóri Sigurðssyni og fjölskyldu, sem búið hafa í Bandaríkjunum síðustu áratugi. 

Halldór er bróðir Bergsveins Sigurðssonar, en þeir bjuggu á Hafnarhæðinni við Suðurgötu, hjá Ólínu. 

Myndin er af húsi þeirra hjóna. Halldórs og Grace 





30. desember 2003 

Svona til uppfyllingar, þessi tröppuhandrið ættu að vera sumum kunnugleg. Úti í Bakka við Hvanneyrarbraut 76



30. desember 2003 

Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjaldar annarsvegar og sala Björgunarsveitarinnar Strákar hinsvegar, er á fullu nú fyrir áramótin og ber söluaðilum saman um að salan verði sennilega meiri nú en fyrir ári. 

Kiwanis félagarnir á myndinni hér til hliðar, Sigurður Ólafsson skipstjóri, Ágúst Stefánsson að lýsa sölunni eins og laxveiði (hann var að draga fangið saman þegar ég smellti, hann var nærri búinn að gefa Salla utanundir með armtreyjunni) - og Salmann Kristjánsson. 

Skoðaðu fleiri myndir HÉR




31. desember 2003 

Hann setti svip á bæinn

Sigurjón Sæmundsson prentari og f.v. bæjarstjóri, fæddur 5. maí 1912 

Meira um Sigurjón prentara

31. desember 2003 Farið varlega með eldinn nú um áramótin. 

Þessi eldur var fyrirskipaður af Kristni Georgssyni vegna æfinga, en rífa átti húsið  Nú lætur Kristinn Georgsson af störfum sem slökkviliðsstjóri 70 ára að aldri, eftir farsælt og árangursríkt margra áratuga starf sem slökkviliðsstjóri.      Þetta er húsið Dalabær úti í Bakka

Hafðu þökk fyrir Kiddi. - Nú um áramótin tekur  annar garpur við sem slökkviliðsstjóri, sem vafalaust mun sinna starfi sínu af sömu samviskusemi og sá fráfarandi, en það er Ámundu Gunnarsson, vélsmiður. 

Vonandi þarf hann ekki að glíma við svona elda, í framtíðinni, - en það er undir okkur komið. Förum varlega með eldinn. --- Til hamingju með starfið Ámi. 

31. desember 2003 

Hin hefðbundna flugeldasýning, sem Skíðafélagið sér um, hefst klukkan 9 í kvöld, - ef skyggni verður betra en nú í hádeginu, annars verður skotunum frestað til betri tíma. 

Það eru margir aðilar sem koma að þessari flugeldasýningu, Björgunarsveitin, bæjaryfirvöld og hin ýmsu félagasamtök. 

Munið, að það verður ekki skotið upp, kl. 9 - nema skyggni verði betra en í hádeginu.