Lífið 19.-25. júní 2005

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

19. til 25. júlí 2005


Sunnudagur 19. júní 2005 

Tryggvi Björnsson og kona hans Guðrún Helga Kristjárnsóttir heimsóttu Siglufjörð um helgina. 

Tryggvi er einn af þeim mörgu sem eru í "beinu" sambandi við síður mínar, aðallega í sambandi við að senda mér upplýsingar um gamlar myndir, sem ég þekkti ekki. 

Sunnudagur 19. júní 2005 --  "Flognir" úr hreiðrinu.  Kollan sem undanfarna 21-22 daga hefur legið á eggjum sínum í hreiðrinu við Langeyrarveg, hefur nú fylgt ungum sínum til sjávar.  Við það naut hún fylgdar annarra kollu, en alls fóru þær  með 6 unga á eftir sér um 100 metra leið frá hreiðrinu norður með grjótgarðinum við vegakant Langeyrarvegar þar til komið var í fjöruna á móts við Norðurtún. Þegar ég kom að klukkan 10:00 í gærmorgun, þá hafði stefnan verið tekin til suðurs en breyttu svo um stefnu til norðurs, hópurinn hafði greinilega ekki áhuga á Eyratjörninni og kaus sjóinn.


Sunnudagur 19. júní 2005 

Þeir eru til margs nytsamir þessir kafarar Skúli Jónsson og Guðmundur Ó Einarsson. Þarna eru þeir að búa sig undir að fara með langa "kröku" sem er þarna í höndunum á Sigurði Þór Haraldssyni. 

En frárennslisrör frá Rækjuverksmiðju Þ.R.S. var stíflað af völdum sands sem bæði hafði náð til að flæða inn í leiðsluna, auk þess að hylja útstreymisopið sem er í um 100 metra frá landi. 

Sunnudagur 19. júní 2005  

Árgangur 1961 kom hér saman um helgina til að hittast, eins og svo mjög hefur tíðkast á meðal brottfluttra Siglfirðinga, oftar en ekki margir árgangar á sumri. 

Þarna er hópurinn á kirkjutröppunum ásamt nokkrum mökum þeirra.

Þarna eru í hópnum sýnist mér, 7 sem eru búsettir á Sigló 

Sunnudagur 19. júní 2005  

Þann 17 júní 2005 á heimilu ömmu minni og afa á Hólavegi 71, þar var ég skírður af prestinum í Hofsós Sr Gunnari Jóhannessyni og fékk ég nafnið Vigfús Bjarki Ingvarsson.

 Mamma mín heitir Arna Rut Gunnlaugsdóttir og Pabbi minn heitir Ingvar Már Leósson. -- 

Hér færðu mynd af mér og skírnarvotti mínum, henni Dagný Björk Erlingsdóttir. 

Sunnudagur 19. júní 2005 --  Flutningaskipið Trinket og þessi franska skúta mættust út á firði í morgun klukkan 09:18 -- Skútan var á innleið með vindinn á skut.  Stuttu eftir að ég tók myndina til vinstri, tók Sveinn Þorsteinsson myndina til hægri, þar virtist skútan eiga í einhverjum erfiðleikum, en komst þó að bryggju eftir smá basl. 

Sunnudagur 19. júní 2005 

 Golfkennsla 25. júní.

Gunnlaugur Erlendsson, golfkennari verður með kennslu á Hóli, Siglufirði laugardaginn 25. júní n.k. ---- Kennsla fyrir börn og unglinga. -- Frá kl. 10-11 verður ókeypis kennsla fyrir börn fædd 1993-1997. --- Frá kl. 11-12 verður ókeypis kennsla fyrir unglinga fædda 1990-1992. --- Þeir sem ætla að mæta í kennsluna verða að tilkynna þátttöku í síma 862 8157 (Guðgeir). Kylfur og kúlur á staðnum. --- Almenn kennsla frá kl. 12:30.

Tímapantanir eru í síma 862 8157 (Guðgeir). Verð á hverjum 30 mínútna tíma er kr. 2.500. Tveir saman í tíma greiða kr. 1.500 hvor. -- 

Golfkennsludagar í sumar: 25. júní, 9. júlí, 23. júlí og 13. ágúst. --- Golfklúbbur Siglufjarðar. 

Mánudagur 20. júní 2005 Ein gömul: --- KS og ?   Ókunnur ljósmyndari 

Mánudagur 20. júní 2005  --  Á Eyrartjörn Þetta er duggandarsteggur. Duggönd er tiltölulega nýr varpfugl hér í firðinum en það var um 1990 sem þessi fuglategund nam fyrst land við Langeyrartjörn. Um 10-12 pör hafa verið talin síðustu vikurnar og hafa aldrei verið jafnmörg hér að vorlagi. Misjafnlega hefur þó varpið þeirra gengið og tvö síðustu ár hafa flestir eða allir duggandar ungarnir orðið heldur skammlífir og kenna menn það hettumáfum sem er talinn ræna annarra fugla ungum og fljúga með í gogginn á sínum eigin. Og er það aðalástæða þess að menn gengu mjög ákveðnir fram í því að fækka hreiðrum þeirra hundruða hettumáfa sem verptu hér víða um fjörð í vor.  ÖK        (ljósmynd SK) 

Þriðjudagur 21. júní 2005  

Ein gömul:  Söltunarstöð á Siglufirði  

Ljósmynd: Kristfinnur 







Þriðjudagur 21. júní 2005           

 Dagskrá Þjóðlagahátíðar 

Dagskráin HÉR

Sveini Björnsson - Sigurlaug Þóra Guðbrandsdóttir - Sólveig Halla Kjartansdóttir - Svanfríður Pétursdóttir - Auður Kapítóla Einarsdóttir og Ómar Geirsson.  - Sveinn og Ómar eru frá Björgunarsveitinni Strákar, en þeir afhentu verðlaunin. 


Þriðjudagur 21. júní 2005  

Síðbúin verðlaunaafhending fór fram klukkan 13:20 í dag fyrir góðan árangur í kappróðrarkeppni á Sjómannadaginn, en þar sköruðu rækilega framúr, bæði karla og kvennasveit Sparisjóðs Siglufjarðar hver í sínum flokki; á meðal landkrabba. -  

Það mun vera óopinbert leyndarmál að  karlasveit Sparisjóðsins náði besta tíma yfir heildina, einnig betri tíma en karlasveit sjómanna sem í voru trillukarlar og togarasjómenn. 

Verðlaun fyrir sigur í sveit sjómanna fer fram síðar 

Sveinn Björnsson - Sigurður Gunnarsson - Ólafur Jónsson - Gunnlaugur StefánGuðleifsson -  Magnús Jónasson Vilmundur Ægir Eðvarðsson - Ómar Geirsson. 

Hinar fræknu róðrarsveitir Sparisjóðs Siglufjarðar 

Miðvikudagur 22. júní 2005 - Tjaldur á Leirunum. Tjaldar eru útbreyddir varpfuglar á Íslandi og víðar í Norðvestur-Evrópu. Stofnstærðin er um 10.000 varppör. Flestir eru þeir farfuglar, sem fara til V-Evrópu á vetrum, en 2.000 – 3.000 fuglar halda til veturlangt við suður- og vesturströndina. Tjaldar eru áberandi fuglar og nokkuð háværir. Þeir halda sig mest í sand- og malarfjörum, eða á svæðum nálægt ströndum, en sækja þó einnig nokkuð í tún. Tjaldar verpa um miðjan maí við og í fjörum. Hreiðrið er einfalt, aðeins grunn dæld, þar verpa þeir 3–4 eggjum. Þeir eru ekki mannfælnir því að stundum má finna hreiður þeirra í vegköntum nálægt ströndinni. Fæða þeirra er aðallega skelfiskur í fjörum, en ýmiss konar skordýr og önnur smádýr fjær ströndinni. Tjaldar eru alfriðaðir. --  Heimild: Íslandsvefurinn

Miðvikudagur 22. júní 2005

 Ein gömul:  

Siglufjörður, fyrir / um1928 -- ókunnur ljósmyndari. 

Miðvikudagur 22. júní 2005 --  Tjörnin og svæðið (Bakkatorg / Bakkatjörn) við innkeyrsluna í bæinn á eftir að vekja eftirtekt þeirra sem í bæinn koma, ekki síður en heimamanna. Þegar þetta verður komið í sína áætluðu mynd, verða þarna hellulagðir fletir, gangstígar, grænir fletir, og malbikað svæði fyrir bifreiðar auk bekkja og borða, fossandi lækur mun renna í tjörnina sem þarna er kominn vísir af. Hún er enn gruggug vegna þess að enn er verið að vinna jarðveginn í námd hennar, komnir eru steinstólpar í miðja tjörnina sem vissulega setja svip á umhverfið. En hugmyndir eru komnar upp um að bæta þarna við ásýndina, það er draga athyglina frá yfirfallinu sem er í tjörninni miðri og setja eitthvað táknrænt ofan á það. Á þessum myndum er ein hugmyndin, af því sem þarna gæti komið. Skjaldarmerkið okkar sem blasa mundi við. Það mætti útfæra það á ýmsa vegu, til dæmis smíða það úr ryðfríu stáli.   Látið  skoðun ykkar í ljós á  

Miðvikudagur 22. júní 2005 --  Af Sjálfsbjargarvef - fréttir af róðrarkappanum Kjartan: Miðvikudagur 22. júní -- Kjartan lagði af stað frá Höfðaströnd kl. 08:10 í morgun. Veður er gott en mikil súld og blautt. Hann er væntanlegur á Siglufjörð um kl. 16:00.  -- Þriðjudagur 21. júní Í dag er enn mikill vindur og erfitt að komast af stað. Kjartan beið því bjartsýnn um að geta lagt af stað snemma í fyrramálið. Spáin er góð næstu daga.-- Mánudagur 20. júní -- Kjartan komst ekki af stað frá Höfðaströnd í dag vegna of mikils vinds og sjógangs. Veðurspá lofar enn góðu, vindur örlítið að ganga niður og er hann bjartsýnn á að ná til Siglufjarðar á morgun. 

Miðvikudagur 22. júní 2005 

Merkilegur gripur í mínum huga að minnsta kosti. Ég heimsótti Stefán Þór Haraldsson og konu hans Fríðu Sigurðardóttur, tilefnið var að skoða sérkennilegt barómet sem þau eiga og ég hafði ekki áður þekkt, það er hönnun þess og uppruna. 

Þessi gerð mun vera sömu gerðar og elsta barómet sem vitað er um að hafi verið gert og var upphaflega gert í Kína - Fyrst var vitað um tilvist svona barómets í Evrópu á Spáni um árið 711 -

 Kerið -glasið notar ferskt vatn til að mæla loftþrýstinginn sem hækkar og lækkar vatnssúluna eftir ástandi loftþrýstings í andrúmsloftinu. -

 Ekki er ólíklegt að hugvitsmaðurinn Kínverski hafi á teketil úr gleri og veitt þessu fyrirbæri þannig athygli.(?) --  Þessi gripur er handsmíðaður í Svíþjóð 

Miðvikudagur 22. júní 2005  

Kjartan sem rær nú í kringum landið lagði að flotbryggjunni í Bátahöfninni í Siglufirði klukkan 15:53 -- 

Hann hafði tafist um 15 mínútur við það að árakefi brotnaði rétt eftir að inn í fjarðarminnið kom, annars var hann hress og ánægður. Bæjarstjórinn Runólfur Birgisson og formaður Sjálfsbjargar á Siglufirði tóku á móti honum.  Nokkrar myndir sem ég tók við þetta tækifæri koma á morgun. Þessi mynd sem hér fylgir, var tekin þegar bátur Kjartans var í fjarðarminninu, rétt áður en kefinn bakborðsmegin brotnaði.

Miðvikudagur 22. júní 2005 Það nýjasta um róðrarkappann: Hann er væntanlegur á milli 15:00 og 16:00 og mun koma að flotbryggjunni í Bátahöfninni



Fimmtudagur 23. júní 2005  

Kjartans Jakobs Haukssonar kom til Siglufjarðar, en hann rær á árabáti hringinn í kringum Ísland, til styrktar Hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar. 

<<<<<<< Kjartan Jakob Hauksson

Fimmtudagur 23. júní 2005  Sveinn Þorsteins og kona hans Berta Jóhannsdóttir héldu veglega veislu í gærkveldi Bátahúsinu í tilefni af 60 ára afmæli Sveins. --  Fjöldi manns kom til að gleðjast með þeim, en við það tækifæri var þessi mynd tekin af þeim hjónakornunum. 

Fimmtudagur 23. júní 2005  

Verið er að undirbúa malbikunarframkvæmdir á nokkrum stöðum í bænum, þessi mynd er tekin sunnan kirkjugarðs af háveginum, tekin í morgun 


Föstudagur 24.. júní 2005  

Ein gömul: 

Vigdís Sverrisdóttir Edda Sveinsdóttir og Þóra Guðmundsdóttir.


Ljósmynd: Hulda Kristinsdóttir 

Föstudagur 24.. júní 2005 -- Þessir krakkar voru í heyskap, að taka saman afrakstur dagsins í gær í bókstaflegri merkingu. Þegar mig bar að spruttu tveir heyálfar upp úr heyhrúgunni, en félagar þeirra höfðu "mokað" yfir þá. Eftir að ég hafði tekið myndina til vinstri voru félagarnir fljótir að hylja þá að nýju.   En þetta eru "heyálfarnir" Sigurður Davíð og Gabríel Reynis. -- Una Sighvatsdóttir - Ólöf Sighvatsdóttir og Snævar Már Gestsson. Öll eru þau í unglingavinnu hjá bænum, og una sér vel. 



Föstudagur 24.. júní 2005 

Fræ og áburðardreifing er nú að hefjast á svæði Snjóflóðavarnargarðanna, meðal annars aðra umferð þar sem dreift var á síðastliðnu ári. 

Laugardagur 25. júní 2005 --  Í gær  var afhjúpað myndarlegt málverk eftir Bergþór Mortens listmálara. En málverk þetta málaði hann að beiðni stjórnanda og eiganda SR-Byggingavörur á einn vegginn sem blasir við þeim sem inn koma í verslunina. Mótífið er kunnuglegt, en valið af listamanninum. Önnur myndin er af listamanninum er hann hafði afhjúpað verkið, en á hinni Óskar Berg Elefsen  verkstjóri SR-Vélaverkstæði,   Halldór Þ Halldórsson afgreiðslumaður og Bergþór Mortens listmálari.  

Laugardagur 25. júní 2005  

Heiðursmaðurinn Páll Samúelsson, var sæmdur Íslensku Fálkaorðunni nú 17. júní síðastliðinn.

 Þetta hafði farið fram hjá mér, en mér var bent á þetta í gærkveldi. Það þarf ekki að kynna Pál Samúelsson frekar fyrir Siglfirðingum, en við minnumst hans sérstaklega frá síðastliðnu sumri, er hann færði okkur heilar kirkjutröppur að gjöf. 

Meðfylgjandi mynd er frá þeim atburði er tröppurnar voru afhjúpaðar á formlegan hátt 24. júlí 2004 með því að dóttir Páls, Anna Pálsdóttir og forsetafrúin Dorrit Moussaieff  klipptu á borða. Páll stendur þarna fyrir aftan og fylgist með ásamt Sif Friðleifsdóttir, forsetanum Ólafi Ragnar Grímssyni og fleirum. 




Laugardagur 25. júní 2005

 Buslugangur   >>>>>>>>>>>>>>>