19. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Sveinn Ásmundsson byggingameistari, fæddur 16. júní 1909
Ljósmynd: Kristfinnur
19. október 2003
Málmey SK 1 1833 - Frystitogarinn frá Sauðárkrók, kom hingað í morgun.
Hann var búinn að vera úti á veiðum er uppgötvaðist að umbúðir höfðu ekki verið rétt afgreiddar um borð, en í morgun kom bíll frá Sauðárkrók með umbúðir.
"Togarinn" notaði og biðina til að taka hér olíu.
19. október
Hinir dæmigerðu haustlitir, hafa nú tekið við af hinum græna blæ sumarsins. Fjöllin, húsin, og lognið gerir þessa mynd táknræna fyrir Siglufjörð. Það er mikill raki í loftinu, eins og svo oft á haustin, þoka og snjólitur til fjalla, en hangir samt "þurr".
Álftirnar sem á þessari tjörn hafa verið frá í haustbyrjun, eru þarna enn, en tjörnin, sem ég verð að játa, að vita ekki hvað heitir, speglar sínu fegursta í rökkur byrjun ! kl. 16:00 í dag, nokkur nöfn hafa verið nefnd í mín eyru, en ekkert séð "skjalfest".
Tjörnin hefur verið kölluð ýmsum nöfnum. En hvað heitir hún? (skjalfest) - Gott nafn að mínu mati: Langeyrartjörn
19. október 2003
Íbúum á Siglufirði fjölgaði á tímabilinu júní - september. -
Íbúum á Siglufirði fjölgaði um 3 á tímabilinu júní til september, þ.e. að aðfluttir voru þremur fleiri heldur en brottfluttir. Er þetta í fyrsta skipti síðan tekið var á móti flóttamönnum að fjölgun verður á þriggja mánaða tímabili sem Hagstofa miðar við.
Á tímabilinu janúar til september voru brottfluttir hins vegar 6 fleiri heldur en aðfluttir þannig að fækkunin er 6 það sem af er árinu. Þessi frétt, (ekki myndin) er sótt á vefinn siglo.is -- en ef þú leitar eftir sömu upplýsingum á vef Hagstofunnar.! Hvar þarftu að leita? Jú þú þarft að leita í gögnum sem tilheyra Norðurlandi VESTRA - Ekki í Gögnum Eyjafjarðarsýslu eða Norðurlandi EYSTRA. ---
AF HVERJU? Vita menn ekki, að frá því að "Elstu menn muna," að Siglufjörður hefur alla tíð, tilheyrt Eyjafjarðarsýslu?
20. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Guðmundur Guðmundsson málari, fæddur 31. mars 1920
Ljósmynd: Kristfinnur
20. október 2003
Bátahúsið. Byrjað er að þekja Bátahúsið, það er gert með einingum sem hafa verið smíðaðar af Berg hf, sem sér um verkið.
20. október 2003 Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði. Þangað fór ég í morgun og tók myndir af starfsfólkinu.
Signý Jóhannsdóttir, formaður Vöku
Ásdís Jóna Magnúsdóttir, Vinnumiðlun-skráning
20. október - 2003
Þórarinn Vilbergsson byggingarmeistari. Allir Siglfirðingar þekkja Þórarinn, sem haslað hefur sér völl síðustu áratugina við allskonar byggingarvinnu. Nú er hann sestur í "helgan stein", eins og sagt er um þá sem komnir eru á efri ár, en Þórarinn er orðinn 84 ára gamall.
Hann hefur þrátt fyrir háan aldur og farinn af vinnumarkaðnum, ekki sest í leti og aðgerðaleysi, heldur þvert á móti, stundað sín áhugamál af meira kappi en áður, því nú hefur hann tíma.
Það sem Þórarinn hefur meðal annars fengist við er að renna úr allskonar trjávið, hina ýmsu gripi, bæði þarfagripi, og skrautmuni. Hann á sér mjög góða aðstöðu uppi á háaloftinu, í húsi sínu við Laugarveg. Gripina smíðar hann á lager, og hefur selt til ýmsa einstaklinga smíðagripina, sem eru mjög fagmannlega gerðir, úr vandlega völdu efni.
Þórarinn við bekkinn sinn
Hluti af gripuunum, á lager hjá Þórarni.
Það er kominn upp hjá honum talsverður lager allskonar muna.
Þetta er einn af gripunum, skál rennd úr birkidrumb, og börkurinn látinn halda sér, sem gefur skálinni sérstakt og óvanalegt útlit.
Þarna heldur Þórarinn á forláta bikar úr harðviði.
Hluti af gripuunum, á lager hjá Þórarni.
21. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Jóhann Þorvaldsson skólastjóri, fæddur 16. maí 1909
Ljósmynd Kristfinnur
21. október 2003
Þingmaður NA-kjördæmis Íslandsmeistari í brids.
Hinn ungi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, Birkir Jón Jónsson, varð um s.l. helgi Íslandsmeistari í einmenningskeppni í Brids en spilamennska er aðal áhugamál þingmannsins.
Með Birki Jóni á myndinni er faðir hans, Jón Sigurbjörnsson, en hann er fráfarandi forseti Bridgesambands Íslands og veitti hann verðlaunin í mótslok. Frétt og mynd frá www.local.is Og auðvitað, þá eru þetta Siglfirðingar.
21. október 2003
Sund eða fjörulabb?
Fjaran var valin, þegar Þórarinn Hannesson, spurði krakkana sem áttu að fara í sundtíma voru spurðir. Þau fóru niður í fjöru, og voru á þeim stað er ég sjálfur hafði leikið mér á barns og unglingsaldri. Myndin hér sýnir svæðið sem krakkarnir voru á, ásamt kennara sínum.
21. október 2003
Síðasti farmurinn !
Askur ÁR 4 er hér að landa í dag rækjufarmi til Rækjuverksmiðjunnar Pólar á Siglufirði, að líkindum í síðasta sinn á Siglufirði.
Búið er að selja skipið til Húsavíkur.
Kvíði ríkir hjá þeim 20-30 starfsmönnum, sem hjá Pólar vinna, þar sem Askur hefur aflað um helmings þess rækju, sem unnin hefur verið hjá Pólar.
Um þessar mundi standa yfir viðræður við bæjaryfirvöld um það ástand sem skapast hefur, vegna þessa gjörnings.
22. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Sæmundur Dúason kennari, fæddur 10. nóvember 1889
Ljósmynd: Kristfinnur
22. október 2003
Eftirfarandi er hluti af frétt frá www.local.is "Jafnframt hefur FH-Rækja hf. samið við útgerðarfélagið Ljósavík í Þorlákshöfn um kaup á tveimur rækjuskipum félagsins, Aski ÁR og Gissuri ÁR, ásamt aflaheimildum sem nema um 6% af heildarúthafsrækjukvótanum. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki veðhafa."
-- Spurningin er: Hvort draga má þá ályktun af þessari frétt, að eigendur Ljósavíkur sé með þessum aðgerðum að búa sig undir að loka Rækjuverksmiðjunni Pólar á Siglufirði, eða jafnvel að gera hana gjaldþrota, þar sem með þessum aðgerðum sýnist mér þeir ekki hafa áhyggjur af hráefnisöflun fyrir Pólarverksmiðjuna, þar sem þeir flytja 6% heildar úthafsrækju kvótanum, og skipin með, til Húsavíkur. Þetta eru slæmar fréttir fyrir þessa 20-30 starfsmenn sem vinna hjá Pólar í dag, og raunar Siglufjörð í heild.
23. október 2003
Vantar þig veisluborð, talaðu þá við Kobba bakara.
Þær voru í skýjunum símastúlkurnar á myndinni hér fyrir neðan, og vildu að ég tæki einnig mynd af veisluborðinu þeirra, sem Jakob Kárason í Aðalbakarí, útbjó handa þeim.
23. október 2003
Símastúlkur á Siglufirði og í Fljótum. - Og hver var það sem hélt því fram að hinar landsfrægu Símastúlkur Landssímans, á Siglufirði og í Fljótum, væri útdauður þjóðflokkur. Það er sko fjarri lagi. Þessi fríði hópur er að vísu hættar að tengja númerin með handafli, eins og gert var hér áður fyrr, og að auki hættar störfum hjá Landssímanum, og sumar þeirra, (ekki allar) jafnvel farnar af vinnumarkaðinum. En þær eru eldhressar og kátar að venju, og líta mjög vel út eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd, sem ég tók í gærkveldi. En þær komu saman í Kiwanishúsinu, til að minnast gömlu góðu daganna og fagna því að vera til.
Aftari röð frá vinstri: Kristrún Halldórsdóttir, Kristín Þorgeirsdóttir, Guðlaug Márusdóttir, Sigurbjörg Bjarnadóttir, Kristín Baldursdóttir, Björg Friðriksdóttir, Brynja Stefánsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Sigurlína Káradóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Erla Ingimarsdóttir.
Fremri röð frá vinstri: Sigurlína Gísladóttir, Svanhildur Eggertsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Magðalena Hallsdóttir, Anna Snorradóttir, Gréta Jóhannsdóttir,
Morgunblaðið: 24. október 2003 - bls.20
Ég sendi mogganum, þessa frétt hér til hliðar, um símastúlkurnar.
En hverjum skildi hafa dottið í hug að birta myndina hér fyrir ofan, á þann hátt sem þeir gerðu ?
Fréttin í blaðinu er hér í "raunstærð" (um 1½ dálkur blaðsins)
Ekki hægt að greina/þekkja neitt andlit, þrátt fyrir að nöfn þeirra hafi verið birt.
23. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Sigurður Kristjánsson sparisjóðsstjóri, fæddur 24. október 1888
Ljósmynd: Kristfinnur
23. október 2003
Varðskipið Ægir kom hingað í nótt, og fór héðan í morgun.
24. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Stefán Friðbjarnarson, fv, bæjarstjóri, fæddur 16. júlí 1928
Ljósmynd: Kristfinnur
24. október 2003 Allir Siglfirðingar muna eftir þessu skipsflaki, sem verið hefur á sama stað í marga áratugi, hve lengi veit ég ekki nákvæmlega, ég var að fletta bókum, sem kynnu að segja sögu þessa skips. Ég fann ekkert í fljótu bragði. Þeir sem vita af heimildum um þetta skip sem mun hafa heitið Skogen,(?) vinsamlega sendið mér.
Skipið er sagt, að hafi brunnið og síðan rekið á þann stað sem það er nú. Það hefur nokkuð rýrnað með tímanum, og nú í briminu sem kom þann 21. september sl. rýrnaði það nokkuð til viðbótar. - Myndin hér til hliðar var tekin í gær á fjöru 23/10 -2003
Eftir að þetta var í upphafi skrifað, þá eru komnar góðar upplýsingar um þetta skip- Smelltu HÉR -- Grein eftir Jónas Ragnarsson
25. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Jóhann Stefánsson bólstrari, fæddur 22. jánúar 1909 (Jóhann Helgi Stefánsson)
Ljósmynd: Kristfinnur
25. október 2003
Aðgreining á "sorpi" til endurvinnslu.
Auglýsing frá bænum: >>>>>>>>>>>>>>
Það er staðreynd, að síða mín, Lífið á Sigló fær yfir 330 heimsóknir að meðaltali á dag það sem er af þessum mánuði, og fer fjölgandi með degi hverjum. Hver "tölva" er þó aðeins talin einu sinni á sólahring.
Því er þetta orðinn hinn ágætasti auglýsingamiðill, í litlu bæjarfélagi, fyrir utan að í leiðinni styrkir viðkomandi, Ljósmyndasafnið og einnig: Lífið á Sigló.
Samsvarandi auglýsing frá bænum, eins og hér er til hliðar er vísað til "kostar" þig minna, til styrktar safni mínu en þú heldur, og þú getur komið fyrir myndum og texta að eigin vali.
Og rúsínan í pylsuendanum: Auglýsingin verður áfram á vefnum, þó svo að hún "færist til", henni verður ekki hent í ruslið, eins og blöðunum.
Hafðu samband.
25. október 2003
Golfvöllur Siglfirðinga. Það hefur ekki skeð áður, eftir að Golfvöllurinn var tekinn í notkun, að hægt væri að leika golf seinnipartinn í októbermánuði.
En nokkrir áhugamenn í golfi brugðu á leik í dag eftir hádegið. Völlurinn nær yfir allmikið flæmi, allt í kring um Íþróttamiðstöðina að Hóli, í botni fjarðarins.
Mér er sagt að þetta sé 9 holu völlur. Í dag er hann eins og á góðum vordegi.
Sigurður Þorkelsson
Þór Jóhannsson
Þór Jóhannsson og Sigurður Þorkellsson
Mikael Þór Björnsson