Lífið 8.-14. Maí 2005
Fréttavefurinn Lífið á Sigló
8. til 14. maí 2005
Sunnudagur 8. maí 2005
Ein gömul:
Rauðkukrana að vori árið 1961
<<<< Ljósmynd: Hrönn Einarsdóttir og tengill hér fyrir neðan
Smellið HÉR og skoðið Myndasyrpu: Hrönn Einarsdóttir og SK
Sunnudagur 8. maí 2005 -- Skákþing Norðlendinga 2005 hófst á föstudaginn kl. 20.00 í opnum flokki fullorðinna --
Mótsstjóri var Skarphéðinn Guðmundsson og er mótið haldið í safnaðarheimili kirkjunnar á Siglufirði. -- Úrslitin eru neðst á þessari síðu
Sunnudagur 8. maí 2005 -- Aðsent: --
Kæru Siglfirðingar:
Við börn Bjarka Árnasonar og Margrétar Vernharðsdóttir erum að fara í gegnum vísusafnið pabba og þætti okkur vænt um að ef þið ættuð í fórum ykkar vísur eftir hann, að láta okkur vita eða senda okkur í meðfylgjandi heimilisföng eða tölvupóst. ---
Kristín Bjarkadóttir Miðtúni 18 400 Ísafjörður sími: 456-3675 stinabjarka@simnet.is
Sveinína Bjarkadóttir Hólagötu 47 900 Vestmannaeyjar. sími:481-2352 ninnabj@visir.is
Brynhildur Bjarkadóttir Grindur 566 Hofsós sími:453-7451 netfang: bibbabjarka@visir.is
Árni Bjarkason Kirk jugata 3. 565 Hofsós .sími:453-7944 netfang: arnibja@hvippinn.is
Bestu kveðjur til allra Siglfirðinga.
Sunnudagur 8. maí 2005 -- Og enn einu sinni er göngugarpurinn Ásdís á fullu: Kennsla í stafgöngu fer fram á Siglufirði föstudaginn 13. maí kl. 20 --
Þeir sem hafa áhuga á að læra þessa skemmtilegu íþrótt hafi samband við Ásdísi Sigurðardóttur í síma: 898-3310
Sunnudagur 8. maí 2005
100 ára afmæli: -
Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Baldvin Einarsson héldu upp á samanlagt 100 ára afmæli sitt með mikilli veislu þann 5. maí síðastliðinn.
Baldvin og Inga eru mörgum Siglfirðingum af góðu kunn, meðal annars af endurteknum góðum gjöfum til Björgunarsveitarinnar Strákar á Siglufirði, sem getið hefur verið hér á síðum mínum.
Þau keyptu fyrir um tveim árum húsið að Suðurgötu 30, sem þau hafa í frístundum sínum skroppið norður til að "dytta" að, auk þess að hafa verið með smiði héðan í vinnu. Þau hjónin eiga ljósmyndaþjónustuna BECO --
Ég og kona mín Guðný Ósk Friðriksdóttir urðum þeirrar ánægju aðnjótandi, að mæta í ofan nefnda veislu og læt ég fylgja hér nokkrar myndir sem ég tók í veislunni.
Sunnudagur 8. maí 2005 -- Ég verð að játa; ég er ekki viss um hvað þessi fugl heitir (til að vera viss), þar sem fuglar hafa ekki verið til þessa, á meðal áhugamála minna. En ég smellti á hann í morgun út um bílgluggann minn. Nafnið hefur verið staðfest: Þetta er Lóa - þessi sem kveður burt snjóinn.
Sunnudagur 8. maí 2005
Nægur snjór var að sjá -og "nýfallinn" var á skíðasvæðinu í Skarðdal í morgun.
Enga hreyfingu var þó að sjá á svæðinu í morgun, nema þá fuglinn fljúgandi.
Sunnudagur 8. maí 2005 --
Við Langeyrartjörn í morgun
Mánudagur 9. maí 2005 -- Ein gömul: Þrír rafvirkjar hjá SR árið 1965;
Viðar Magnússon - Jens Gíslason og Snorri Jónsson
Mánudagur 9. maí 2005
Æðarfugl -
Þetta eru; bliki og kolla sem spókuðu sig uppi á steini í fjörunni austast í Hvanneyrarkrók í gær.
Mánudagur 9. maí 2005 Aðsent: Um síðustu mánaðamót var ég í Færeyjum á fundi í Strandmenningarverkefninu NORCE sem er samstarfsverkefni landa við norðanvert Atlandshafið og fjallar um strandmenningu á norðurslóðum til eflingar ferðaþjónustu og menningartengsla. ---Eftir stíf fundarhöld fyrsta daginn komu nokkrir Færeyingar og dönsuðu fyrir okkur færeyska dansa og kenndu okkur sporin.
Eftir stíf fundarhöld fyrsta daginn komu nokkrir Færeyingar og dönsuðu fyrir okkur færeyska dansa og kenndu okkur sporin.
Þetta reyndist allt vera fólk frá Eiði, og þar sem þau vissu af Íslendingum í hópnum spurðu þau hvort einhverjir Siglfirðingar væru þar á ferð.
Jú, jú mikið rétt ég gaf mig fram og spjallaði við fólkið sem hafði góðar og skemmtilegar minningar frá ferðalögum sínum til Siglufjarðar og heimsóknum Siglfirðinga til þeirra.--- Þarna voru á ferð Karen (Johnsen) sem er bróðurdóttir Hans-Egil, pabbi hennar (held að hann heiti Jacob), Rasmus föðurbróðir hennar og svo elsta systir Hans-Egil ásamt fleirum. Þau ætluðu að koma kveðjunni frá Fríðu og Óla áfram til Hans-Egil.
Karen sagðist enn skrifast á við Særúnu Jóhannsdóttur sem býr nú í Noregi. Þau töluðu mikið um hvað þetta hefði verið skemmtilegt og að gaman væri að koma þessum heimsóknum aftur á. Þau báðu mig fyrir góðar kveðjur til Siglfirðinga "frá alla fólki á Eiði", sem ég kem hér með til skila. ---
Á meðfylgjandi mynd er: fjórða frá vinstri elsta systir Hans-Egil, þá Karen (fimmta frá vinstri), pabbi hennar (sjötti), og svo Rasmus (áttundi í röðinni frá vinstri). -- Fyrir tilviljun á leiðinni heim, hitti ég Gunnvöru og Bjarka frá Fuglafirði á flugvellinum í Færeyjum. Bjarki er Siglfirðingur, og hefur búið í Færeyjum í 38 ár.---
Bestu kveðjur frá Reykhólum. - Sigurbjörg Daníelsdóttir (Tótu og Danna) www.reykholar.is
Mánudagur 9. maí 2005 "Hér er að finna" (neðst í málsgrein) smá vísbendingu um hvað sumir geta verið innilokaðir í sínum eigin draumi, þekkja vart annað en þrönga klíku, Smáralind og Kringluna- En ég bið ykkur að forðast að blanda ykkur í umræðuna, það er alls ekki víst að eigandi blogg-síðunnar hafi þroska til að skilja það sem ykkur liggur á hjarta Þarna var skrifað af einstakri fávisku um Héðinsfjarðargöng. - (2016) = Viðkomandi síða sem skrifin voru á var bloggsíða sem er dauð eins og málstaður viðkomandi bloggara. http://www.blog.central.is/feron/?page=comments&id=339759
Mánudagur 9. maí 2005
Hestamennska á Siglufirði er sívaxandi áhugamál. Þessar mæðgur (?) spókuðu sig á hestum sínum í góða veðrinu klukkan 14:23 í gærdag, fram á firði.
Mánudagur 9. maí 2005 -- Aðsent:
Ási er sá til vinstri á myndinni hér neðar, þá Guðbjörg Friðriksdóttir (yngri), - Silla Gunnars og Guðbjörg Friðriksdóttir (amman).
Ásgrímur Friðriksson var að útskrifast úr Listaháskóla Íslands í Fatahönnun. - Ási er sonur Sillu Gunnars og Frigga, barnabarn Guggu Friðriks. --- Kolla
Stúlkur í fötum sem Ási hannaði
Mánudagur 9. maí 2005
Plastbáturinn Ásdís Ólöf SI 23 2094 sökk í morgun út af Siglufirði.
Mannbjörg varð, en um borð voru tveir menn. - Ekki hefi ég örugga vissu um hver orsökin var, en báturinn fylltist af sjó en marraði í kafi.
Fljótlega kom Björgunarbáturinn Sigurvin og náðust bátsverjum úr gúmmíbát og síðan tók Sigurvin plastbátinn og dró bátinn til hafnar, þar sem dælt var úr honum og á fjórða tonni af fiski landað úr bátnum sem síðan var hífaður upp á bryggju.
Smelltu HÉR til að skoða myndir
Þriðjudagur 10. maí 2005
Ein gömul:
Happafleyta Dagný SI 7 með fullfermi af síld.
Einhvern tíma á hinum gömlu góðu síldarárum.
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
AnnaLára og Konni
Þriðjudagur 10. maí 2005
Aðsent:
Firmakeppni Bridge félags Siglufjarðar fór fram þan 4. maí síðastliðinn.
Þar fór Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar með sigur, alls 381 stig -
Annað sæti skipaði Litaríki; Bjarni Þorgeirsson með 380 stig og
þriðja H.M Pípulagnir með 373 stig.
Á myndunum eru, talið frá vinstri:
Anna Lára Hertervig og Konráð Baldvinsson -- Þorsteinn Jóhannesson og Bjarni Þorgeirsson -- Bogi Sigurbjörnsson og Helgi Magnússon. --
Ljósmyndir: Hreinn Magnússon
Þorsteinn og Bjarni
Bogi og Helgi
Þriðjudagur 10. maí 2005 Aðsent: Af 70 manna starfsliði Heilbrigðisstofnunarinnar taka 44 þátt í átakinu sem jafngildir 63% þátttöku. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að koma sér í og úr vinnu. -- Sumir hjóla, aðrir ganga, hlaupa eða fara á gönguskíðum. Myndir hér fyrir neðan. -- Rúna
P.s við erum í 2. sæti í okkar riðli. Es.. Karólína Sigurjónsdóttir er liðsstjóri í einu liðinu í keppninni og það var haft samband við hana frá Rás 2 í morgun og tekið við hana viðtal. -- Hún og hennar lið var dregið út og unnu þær til verðlauna frá Húsasmiðjunni. Húsasmiðjan gefur þau verðlaun sem dregin eru út dag hvern á Rás 2 varðandi “Ísland á iði” og Línu lið fékk nokkur stykki blikkljós á hjólin sín. Við vorum voða montin í morgun að hlusta á Línu.
Þriðjudagur 10. maí 2005 --
JE-Vélaverkstæði er nýbúið að fá þennan plastskrokk sem þeir munu innrétta og gera kláran á sjóinn, verkefni eins og þeir hafa svo oft unnið að.
Jafnhliða er í smíðum hjá þeim aðstaða til að steypa sjálfir slíka báta.
Miðvikudagur 11. maí 2005 Ein gömul:
Jarlstöðin - núverandi húsakynni Björgunarsveitarinnar Strákar og &
Takið eftir örinni sem máluð er á stafninn á húsinu, og annarri á hlið þess, sem vísa til loftvarnarbyrgis, sem staðsett var í "Síberíu" núverandi húsakynnum Primex.
Myndina tók Kristfinnur Guðjónsson, sennilega um 1942
Miðvikudagur 11. maí 2005
Aðsent:
Minkaveiði, það er ekki oft sem gerður er út leiðangur til að bana minkum hér innan fjarðar í Siglufirði, en það skeði 5. maí síðastliðinn er Gunnar Júlíusson, Rögnvaldur og síðan Jón Númason frá Þrasastöðum með tvo hunda sem voru nokkuð snöggir að finna dýrið sem Jón skaut síðan og hundarnir sóttu inn í holuna.
Myndirnar sem þú sérð ef þú smellir HÉR, sendi mér Hörður Júlíusson.
Miðvikudagur 11. maí 2005 -
Það er alveg á hreinu og fer ekki á milli mála að Héðinsfjörður er náttúruperla, ég hefi komið þar nokkrum sinnum og get því staðfest það. Eitt af þeim rökum sem andstæðingar marglofaðra Héðinsfjarðarganga nefna, að ekki megi spilla þessari fegurð.....
Munu Héðinsfjarðargöng spilla þeirri fegurð? Varla tel ég, því hönnun Vegagerðarinnar fellur einmitt mjög vel inn í umhverfið.
Og hverjir eru það svo sem vilja eiga einkarétt á að skoða landið okkar?
Eru það þeir sem möguleika eiga á því fjárhagslega og líkamlega, einir að geta stundað veiðiskap og útiveru.
Eða eigum við hinir "aumingjarnir" sem ekki hafa líkamlega burði til að ganga á fjöll og eða hafa ekki hafa efni á að eiga eða leigja sér bát, EKKI að eiga möguleika á að heimsækja þessa perlu?
Við getum heimsótt Gullfoss og aðra álíka staði sem "spillt" hefur verið með vegasambandi. Hvers vegna ekki Héðinsfjörð? Auk þess að opna hringleiðina um Tröllaskaga sem auðvitað er aðal tilgangurinn. --
Einu gleyma þeir sem taka þátt í skoðanakönnunum og mótmæla Héðinsfjarðargöngum, þar með talinn hinn „staðháttarkunni“ Gunnar Birgisson, þið ferðist væntanlega öll um þjóðvegi landsins og þið ættuð að vita að þjóðvegakerfið er gert fyrir okkur öll til þess að við komust sem víðast, bæði til og frá Reykjavíkursvæðinu, til og frá hinum fjölmenna byggðarkjarna, til allra staða á okkar fagra landi.
Við úti á landsbyggðinni viljum heimsækja ykkur á sem einfaldastan hátt, einnig þykir okkur Siglfirðingum eðlilegt að tengjast loksins sýslunni sem við höfum tilheyrt í árhundruð - án þess að þurfa fyrst að fara til Skagafjarðar.
Við vonum að þið heimsækið okkur, því við erum jú öll ein þjóð.
Verið velkomin til Siglufjarðar. sk
Miðvikudagur 11. maí 2005
Fréttablað Siglfirðingafélagsins (vorblaðið) er komið út.
Miðvikudagur 11. maí 2005 --- Aðsent:
Í tilefni 10 ára samstarfsafmæli höldum við tónleika í Allanum laugardaginn 14.maí 2005 kl: 22-00--- Á efnisskrá verða lög sem við höfum ýmist samið saman eða með öðrum. Einnig flytjum við einhver lög sem hafa fylgt okkur í gegnum tíðina. --
Að sjálfsögðu bjóðum við á tónleikana og því kostar ekkert inn. ---
Það var um páskana 1995 sem leiðir okkar lágu fyrst saman og sömdum við mikið af lögum með þeim Sveini Hjartar og Jóni Svani Sveinssyni en við spiluðum saman í hljómsveit sem kallaði sig PLUNGE.
Síðan gengum við í sína hvora áttina ( en héldum þó samstarfinu áfram ) Víðir fór í hljómsveitina DAYSLEEPER og Gotti í hljómsveitina SPEKTRA. Þessar hljómsveitir hafa nú lagt upp laupana og höfum við sett allt fullt á okkar samstarf og verið að spila mikið í borginni. --
Bestu Kveðjur -- "EKKERT SÉRSTAKT"
- Gotti / Gosi ( Stjána Elíasar ) og Víðir ( Venna Hafliða )
Miðvikudagur 11. maí 2005
Álftapar er komið í Langeyrarhólmann.
Loksins. Von manna er sú, að fuglarnir taki sér þar bólfestu.
Örlygur Kristfinnsson og Sveinn Þorsteinsson hyggjast fara með hey þangað út sem fyrst, til að búa í haginn fyrir parið, sem álftir vilja gjarnan hafa mikinn hrauk utan um eggin sín. -
Þessar myndir voru teknar í gær. klukkan 16:20 Sigurður Ægisson
Miðvikudagur 11. maí 2005 Aðsent J.D.:
Ágæti lesandi! ---
Tilefni þess að ég sest niður og festi eftirfarandi á blað, eru niðurstöður úr skoðanakönnun Fréttablaðsins um Héðinsfjarðargöng og sú umræða sem átt hefur sér stað um gerð þeirra bæði á hinu háa Alþingi og í samfélaginu almennt. ---
Ég velti því fyrir mér út frá hvaða forsendum fólk mótar afstöðu sína þegar það lætur í ljós álit sitt og kveður upp dóm sinn með eða á móti...........
Öll greinin er neðst á þessari síðu - Ásamt fleiri greinum eftir aðra höfunda.
Miðvikudagur 11. maí 2005 -- Eins og Sigurður Ægis sagði í gær, þá ætluðu þeir Örlygur og Sveinn að koma fyrir heyi á Langeyrarhólmanum. Það gerðu þeir í morgun.
Fullhlaðin jullan undir dyggri skipstjórn Örlygs sem breyttist í hálfgerðan áburðadreifa þegar á hólmann var komið.
Fimmtudagur 12. maí 2005
Ein gömul:
Gamla Rauðka og löndunarbryggjur (hábryggjur)
Báturinn til vinstri er "nafn?" SI 66
Fimmtudagur 12. maí 2005 -- Undanfarið 1 ½ ár hefur Siglfirðingurinn Þóra Kristín Steinarsdóttir, dóttir Siggu Línu og Steinars Inga ásamt manninum sínum Daða Agnarsyni, rekið skóverslunina Skór.is í Smáralind. - Í Mars á þessu ári keyptu þau svo skóverslunina Skór.is í Kringlunni og eru þar af leiðandi með tvær skóverslanir undir nafninu “Skór.is”. Öll fréttin er neðst á þessari síðu - Ásamt fleiri greinum eftir aðra höfunda.
Fimmtudagur 12. maí 2005 --
Er RÚV orðið eitthvert áróðursapparat fyrir óvildarmenn Siglufjarðar. Þeir sem voru að hlusta á dægurmálaútvarp rásar 2 um hálf sex leitið í gær þ. 10.05 hafa væntanlega heyrt pistilinn um Héðinsfjarðargöngin.
Þar var talað í niðrandi tón um fámennu þorpin sem göngin tengja saman eins og þau væru ekki gerð fyrir annað fólk en það sem býr við það ólán að hafa ekki það bein í nefinu sem þarf til að koma sér suður á malbikið. Og þá ekki þann manndóm sem þarf til að gerast alvöru Íslendingar og í leiðinni verða hluti af stóra hópnum þ.e. meirihluta þjóðarinnar. Lesa má HÉR smáskot frá Leó um RÚV
Föstudagur 13. maí 2005 --
Á hvítasunnudag 15. maí næstkomandi verður fermt í Siglufjarðarkirkju.
Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar verður með fermingar skeytasölu eins og venjulega. --
Þeir sem vilja senda fermingarbörnum skeyti og um leið styrkja starfsemi þeirra og eru fjarverandi, hafið samband, í síma: 467-1792, 467-1792 eða 467-1615, 467-1615 -- .
Nafnalistinn er neðst á þessari síðu
Föstudagur 13. maí 2005
Mér hefur verið bent á, bæði í tölvupósti og í símtölum á stutta en gagnorða grein í Morgunblaðinu í dag.
Ég hafði samband við höfundinn og bað um leyfi hans til að birta greinina, sem var fúslega veitt. Upphafsorðin:
Af hverju Héðinsfjarðargöng? - Ómarsson Hauksson fjallar um Héðinsfjarðargöng:
"Ég hvet landsmenn til að kynna sér málið nánar og taka upplýsta afstöðu til þessa máls sem og annarra."
Nefnd grein Ómars Haukssonar er neðst á þessari síðu - Ásamt greinum eftir aðra höfunda
Föstudagur 13. maí 2005
Ófriðarástand ? -
Nei svo var ekki, en bifreið frá Vörumiðlun átt í vandræðum með að komast til Siglufjarðar frá Sauðárkrók vegna gangtruflana.
Nokkuð hvasst var þegar þessi mynd var tekin neðst á Gránugötunni, þannig að reykurinn fauk jöfnum höndum norður í buskann.
En hefði logn verið hefði ástandið í næsta umhverfi ekki verið fýsilegt.
Sennilega hefur farið hjá honum heddpakkning (?)
Föstudagur 13. maí 2005
Samkvæmt ábendingu, þá fór ég á þennan vettvang og tók meðfylgjandi mynd. Þetta er alls ekkert augnayndi þar sem þetta blasir við öllum sem leið eiga fram á fjörð á golfvöll, íþróttasvæðið á Hóli, flugvöll og víðar þarna suðurfrá.
En þarna er járnarusl, ónýt hitaveiturör og önnur rör, gamlir ljósastaurar, heybaggar og plastrusl víð og dreif sem breiðir úr sér, að auki þrjár hestakerrur, sem vekur spurningu um réttan geymslustað innan um ruslið, nema búið sé að afleggja þeim (?).
En eins og áður segir, þá er þetta varla neitt augnayndi.
Laugardagur 14. maí 2005 --- Ein gömul:
OTTÓ EA 105 frá Hjalteyri, við löndunarbryggju SR-30, einhvern tíma fyrir árið 1940
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Laugardagur 14. maí 2005 -- Borgarísjaki.
Þessi tignarlegi borgarísjaki hefur síðustu daga verið að færa sig austar og austar - og seinni partinn í gær var hann framundan Sauðarnesvita í um kílómetra fjarlægð. Vegfarendur giskuðu á að jakinn væri í að minnsta 150 metra breiður og um 50 metra hár, það sem upp úr sjónum stendur.
Hvað um það, þessi jaki er sjónarspil og hefur hann hægt og hægt verið að breyta um lögun, (séð frá landi).
Laugardagur 14. maí 2005
Þetta er ekki hljómsveitin Hjálmar! – þetta eru hjólatöffararnir okkar sem voru á ferð og flugi um allan bæ í vorblíðunni í gær. Og þeir fara eftir lögum og reglum íslenska lýðveldisins eins og lang flestir hér á Sigló. Sjáið þið bara, þeir eru allir með hjálma!
Þeir heita (talið frá vinstri): Bjarni Mark, Arnar Freyr, Magnús, Heimir, Hermann Ingi, Hrafn, Almar Freyr og Patrekur. -- ÖK
Laugardagur 14. maí 2005
Eitt fríið í viðbót -
Ég verð á Akureyri nú um helgina, fer í dag og kem seinnipart mánudags.
Síða mín verður í hvíld á meðan.
En dóttursonur minn, Konni verður fermdur á Sunnudaginn.
Jón Dýrfjörð
Miðvikudagur 11. maí 2005
Héðinsfjarðargöng 2005
Ágæti lesandi!
Tilefni þess að ég sest niður og festi eftirfarandi á blað, eru niðurstöður úr skoðanakönnun Fréttablaðsins um Héðinsfjarðargöng og sú umræða sem átt hefur sér stað um gerð þeirra bæði á hinu háa Alþingi og í samfélaginu almennt.
Ég velti því fyrir mér út frá hvaða forsendum fólk mótar afstöðu sína þegar það lætur í ljós álit sitt og kveður upp dóm sinn með eða á móti.
Er það einhliða umræða vilhallra stjórnmálamanna í atkvæðaleit sem ræður ákvörðuninni eða hefur viðkomandi kynnt sér alla málavexti á hlutlausan hátt og látið þá niðurstöðu ráða gerðum sínum?
Hafa þeir höfuðborgarbúar og aðrir sem tala gegn þessari framkvæmd t.d. kynnt sér hvernig fjármagni er útdeild í öðrum málaflokkum enn samgöngumálum? Hafa þeir kynnt sér hve stór hluti af fjármagni hins opinbera er ráðstafað á höfuðborgarsvæðinu? Vita þeir ekki að yfirstjórn nánast allra málaflokka er í REYKJAVÍK? (Þú flytur ekki út fisktitt frá Raufarhöfn, Siglufirði eða Seyðisfirði. Flytur ekki inn korn, hveiti, timbur, stál eða aðrar vörur til Akureyrar öðruvísi en það veiti einhverjum vinnu í Reykjavík.) Já þú sest ekki á salerni á nýjum veitingastað á landsbyggðinni fyrr en einhver Í REYKJAVÍK hefur haft vinnu af því og lagt blessun sína yfir þann stað.
Ég gæti talið upp hundruð atriða sem tengjast opinberri stjórnsýslu þar sem tekjur af, renna til höfuðborgarsvæðisins en það skilar þó hlutfallslega minnstu til baka í formi skatta.
Hver er framtíðarsýn þess fólks sem lætur sig þessi mál varða fyrir land og þjóð?
Ég eins og allir aðrir, hef ekki hugmynd um hvað morgundagurinn ber í skauti sér, en ég á mér þá framtíðarsýn að okkur Íslendingum fjölgi og við eigum og munum nýta okkur landið allt kosti þess og gæði.
Ég sé það ekki fyrir mér að sú fjölgun eigi sér öll stað á suðvesturhorni landsins, það væri að kasta öðrum mjög góðum kostum á glæ.
Í dag ræða menn um svæðið allt frá Eyrarbakka og upp í Borgarnes að meðtöldu höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem eitt atvinnusvæði forsenda þess að slíkt gerist eru greiðar og góðar samgönguæðar, sem jafnframt skapa íbúum þessa svæðis alls, betra aðgengi að menntun og menningar og síðast. en ekki síst, heilbrigðisþjónustu eins og hún getur best gerst, slíkt gerir svæðið allt ásættanlegra til búsetu.
Hafnargerð í Hvalfirði fyrir hluta þessa svæðis byggir einnig á greiðum og góðum samgönguæðum.
Byggðirnar við utanverðan Eyjafjörð heyja varnarbaráttu fyrir tilverurétti sínum þær hafa malað gull inn í þjóðarbúið í áratugi en ætíð farið með skarðan hlut frá borði við skiptingu þjóðarkökunnar.
Við ætlum okkur að lifa af, við sjáum möguleikana í sameinuðu Eyjafjarðarsvæði það verður eitt atvinnu, menningar, menntunar, heilbrigðis og þjónustusvæði, EN forsendan hér eins og á suðvesturhorni landsins eru greiðar og góðar samgönguæðar.
Ég undirritaður er borinn og barnfæddur Siglfirðingur og hef verið með atvinnurekstur á Siglufirði í 43 ár allan þann tíma hefur landið allt verið mitt markaðsvæði. Minnugur þess hvað erfiðar samgöngur voru hamlandi í öllum rekstri og rýrðu möguleikana til útrásar, hef ég fagnað hverjum þeim vegarspotta sem hefur greitt götu manna til bættra lífshátta.
Ég harma það að til setu á Alþingi skuli veljast menn sem skortir víðsýni og getu til að horfa á kökuna alla þegar á að skipta henni milli þegnanna og tala um sitt fólk eins og þeir séu fulltrúar einhvers ákveðins hóps. Ég veit ekki hverrar þjóðar þeir eru, alla vega eru þeir ekki sannir Íslendingar! Þeir eru ekki svara verðir.
Ég ber virðingu fyrir þeim ráðherrum og þingmönnum sem hafa til að bera víðsýni og getu til að sjá sviðið allt, kjark og styrk til að fylgja því eftir sem þeim birtist.
Jón Dýrfjörð -160331-2249 -
Haukur Ómarsson fjallar um Héðinsfjarðargöng:
"Ég hvet landsmenn til að kynna sér málið nánar og taka upplýsta afstöðu til þessa máls sem og annarra."
oooooooooOooooooooo
Grein í Morgunblaðinu 13. maí 2005 -- Birt hér með leyfi höfundar
Af hverju Héðinsfjarðargöng?
Í FRÉTTABLAÐINU þriðjudaginn 10. maí síðastliðinn eru birtar niðurstöður úr skoðanakönnun um fylgi við Héðinsfjarðargöng. Samkvæmt könnun blaðsins eru tæplega 70 prósent þeirra er afstöðu tóku á móti framkvæmdinni en rétt rúm 30 prósent fylgjandi.
Þessi niðurstaða veldur vonbrigðum en þarf ekki að koma á óvart í ljósi umræðna síðustu vikna. Þeir sem eru á móti Héðinsfjarðargöngum hafa verið háværir og haldið mjög á lofti gagnrýni sinni á framkvæmdina. Því miður er þessi gagnrýni oft á tíðum ósanngjörn og villandi.
Gagnrýnin hefur m.a. beinst að skiptingu vegafjár milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar út frá höfðatölu. Þetta er mjög vafasamt og í raun fráleit aðferðafræði. Eins og samgönguráðherra hefur bent á þá eru þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu samtals 144 kílómetrar en vel á annan tug þúsunda á landsbyggðinni.
Standist rök um höfðatöluútreikninga vegafjár þá er rétt að taka upp sömu aðferð við skiptingu opinbers fjár til annarra málaflokka s.s. menntunar, stjórnsýslu og heilbrigðismála. Slík breyting yrði mikil lyftistöng fyrir landsbyggðina með tilheyrandi flutningi á störfum og fjármagni.
Í ljósi þess sem að ofan greinir er nauðsynlegt að koma enn og aftur á framfæri helstu staðreyndum um göngin.
Samkvæmt skýrslu Vegagerðar ríkisins eru göngin arðsöm framkvæmd.
Héðinsfjarðargöng skila mun meiri arðsemi og eru talin hagkvæmari kostur en Fljótaleið vegna þess að:
Héðinsfjarðargöng hafa mun jákvæðari félagsleg áhrif.
Samkvæmt umferðarspá er umferð um Héðinsfjarðargöng þrisvar sinnum meiri.
Héðinsfjarðargöng gera sameiningu allra sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu mögulega.
Verktakakostnaður er áætlaður um 6 milljarðar og heildarkostnaður um 7 milljarðar fyrir tvíbreið göng.
Miðað við umferðarspá Vegagerðarinnar þá er engin þörf á að breikka Múlagöng.
Héðinsfjarðargöng eru fyrir alla landsmenn og munu hafa verulega þýðingu fyrir eflingu Eyjafjarðarsvæðisins.
Ég hvet landsmenn til að kynna sér málið nánar og taka upplýsta afstöðu til þessa máls sem og annarra.
Ómar Hauksson, höfundur er bæjarfulltrúi á Siglufirði.
oooooooooooooooOooooooooooooooo
Fimmtudagur 11. maí 2005 Aðsent:
Undanfarið 1 ½ ár hefur Siglfirðingurinn Þóra Kristín Steinarsdóttir, dóttir Siggu Línu og Steinars Inga ásamt manninum sínum Daða Agnarsyni, rekið skóverslunina Skór.is í Smáralind.
Í Mars á þessu ári keyptu þau svo skóverslunina Skór.is í Kringlunni og eru þar af leiðandi með tvær skóverslanir undir nafninu “Skór.is”. Að sögn Þóru Kristínar að þá hefur reksturinn gengið vonum framar og gott gengi í Smáralind hafi ýtt undir það að kaupa Skór.is í Kringlunni. “Skóverslanirnar hafa verið í eigu fjölskyldu mannsins míns undanfarin ár og gengið afar vel.
Ég hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir um 9 árum síðan og hef starfað þar allar götur síðan. Samvinnan innan fjölskyldunnar hefur verið eins og best verður á kosið og má segja að allir séu í skónum en tengdaforeldrarnir eiga skóverslunina Valmiki í Kringlunni”.
Þóra segir að Skór.is sérhæfi sig í að bjóða upp á vandaðan tískuskófatnað og fylgihluti fyrir flesta aldurshópa. Vörumerki eins og Blend footwear, Vagabond, Reebok, Skechers, Phildon, Sixty Seven, Mustang, Bog & W, Pony, Wrangler og Belluggi séu þau allra vinsælustu um þessar mundir. “Verslun snýst um að sinna viðskiptavininum og að uppfylla hans þarfir”.
Það er nákvæmlega það sem við og okkar starfsmenn leggja metnað sinn í. Hjá Skór.is er starfrækt heimasíða þar sem viðskiptavinir geta farið inn á og skoðað það nýjasta í skótískunni.
Svo er líka ekkert mál að hringja í verslanirnar og panta eftir myndunum að sögn Þóru. Þóra og hennar fjölskylda bjóða alla Siglfirðinga hjartanlega velkomna í verslanir Skór.is.
Skór.is, Kringlan, s: 568-9345 Smáralind, s: 544-5515 Netfang: skor@skor.is Heimasíða: www.skor.is
oooooooooooooOooooooooooooo
Skákþing Norðlendina 2005
Skákþing Norðlendina 2005 hófst á föstudaginn 6. maí 2005 kl. 20.00 í opnum flokki ( fullornir)
Mótstjóri var Skarphéðinn Guðmundsson og er mótið haldið í Safnaðarheimili kirkjunnar á Siglufirði.
Tefldar eru 7 umferðir eftir Monrad-kerf á föstudag voru tefldar 4 umferðir með 25 mín umhugsunartíma á mann sem eru svonefndar atskákir og síðan 3 umferðir með 1 ½ kl á 36 leiki og ½ tíma til að ljúka skákinni tvær umferðir voru á laugardag og síðasta umferðin á sunnudag og urðu úrslit eftirfarandi, keppendur eru 14 .
1. Davíð Kristjánsson Rvík 6. vinningar.
2. Dagur Arngrímsson Rvík 5,5 vinningar.
3. Þór Valtýsson Akureyri 4,5 vinningar, Norðurlandsmeistari
4. Ólafur Kristjánsson Akureyri 4. vinningar
5. Tómas Veigar Sigurðsson Akureyri 4. vinningar
6. Smári Ólafsson Akureyri 4. vinningar
7. Stefán Bergsson Akureyri 3,5. vinningar
8. Sigurður Ægisson Siglufirði 3,5 vinningar
9. Halldór Pálmar Bjarkason Akureyri 3. vinningar
10. Gylfi Þórhallsson Akureyri 3. vinningar
11. Sigurður Eiríksson Akureyri 2,5 vinningar
12. Bogi Sigurbjörnsson Siglufirði 2,5 vinningar
13. Sveinbjörn Sigurðsson Akureyri 1,5 vinningur
14. Bjarni Árnason Siglufirði 1,5 vinningur
Í hraðskákmótinu voru úrslit eftirfarandi
1. Davíð Kristjánsson Rvík 11. vinningar
2-3 Dagur Arngrímsson Rvík 10. vinningar
2-3 Ólafur Kristjánsson Akureyri 10. vinningar, Norðurlandsmeistari
4-5 Gylfi Þórhallsson Akureyri 9,5 vinningar
4-5 Smári Ólafsson Akureyri 9,5 vinningar
6. Þór Valtýsson Akureyri 8,5 vinningar
7. Stefán Bergsson Akureyri 7,5 vinningar
8. Tómas Veigar Sigurðsson Akureyri 6. vinningar
9. Sigurður Eiríksson Akureyri 5. vinningar
10. Bogi Sigurbjörnsson Siglufirði 4. vinningar
11-12 Sigurður Ægisson Siglufirði 3. vinningar
11-12 Halldór Pálmar Bjarkason Akureyri 3. vinningar
13. Ólafur Ólafsson Akureyri 2,5 vinningar
14. Bjarni Árnason Siglufirði 1,5 vinningar
Í hraðskákmóti unglinga voru úrslitin eftirfarandi
1. Mikael Jóhann Karlsson 11. vinningar
2. Ólafur Ólafsson 8. vinningar
3-4 Gestur Vagn 7. vinningar
3-4. Ulker Gasanova 7. vinningar
5. Jón Kort Ólafsson 3. vinningar
6-7 Ástþór Árnason 2. vinningar
6-7 Fannar Hafþórsson 2. vinningar
Skarphéðinn Guðmundsson, mótsstjóri.
oooooooooooooOoooooooooooooo