28. október 2003
Iðja Dagvist -Fönduraðstaða, fatlaðra og þroskaheftra sem fram fer á annarri hæð í húsi "Kaupfélagsins" leynir á sér. Ég verð að játa, þó svo að ég hafi haft óljósan grun um tilvist þessa hóps sem stundar þarna föndur og tómstundir. Þá gerði ég mér ekki grein fyrir umfanginu, og ég hefi grun um að svo sé um fleiri. --
Forstöðumaður þessarar hópvinnu Lilja Kristín Guðmundsdóttir, bauð mér á dögunum, að kynnast þeirri starfsemi, sem þarna fer fram,- og myndirnar sem þú sérð hér fyrir neðan, sýna og segja sögu þessarar starfsemi, sem átt hefur sér stað í meir en 10 ár.
Því miður var Lilja veðurteppt út í Grímsey, er ég mætti í morgun, svo hún er ekki með að þessu sinni, en sýning á gripnum sem þarna eru unnir, verður í næsta mánuði.
Kristrún Jónsdóttir
Sigríður Ágústsdóttir
Guðjón Sverrisson, þroskaþjálfi
Anna Kristinsdóttir
Hugljúf Sigtryggsdóttir, en hún sá um matseldina að þessu sinni, en á vinnustaðnum er framreiddur léttir réttir í hádeginu, og skiptist hópurinn á því að sjá um matinn.
Erla Jóhannsdóttir
Jóhanna Þorsteinsdóttir
Þórey Guðjónsdóttir, starfsmaður
Hús "Kaupfélagsins" þar sem starfsemi föndurvinnu, fatlaðra og þroskaheftra fer fram. En sú starfsemi hefur verið, í amk. 10 ár. Þessi mynd er tekin í morgun klukkan 10:30- 28. október 2003