Sunnudagur 13. febrúar 2005 --
Ein gömul. Á myndinni eru: Jóhannes Jónsson, Halldór Bjarnason og Páll Hlöðversson, SR-Vélaverkstæði að vinna við burðarkar undir væntanlega Löndunarbryggju SR. Þarna við norðurendann
Sunnudagur 13. febrúar 2005 -- Bikarmót á skíðum fór fram nú um helgina 12.-13. febrúar uppi í Skarðsdal. (samkvæmt auglýsingu) Ég var fjarri góðu gamni, staddur á Akureyri, en ég lét mér nægja, stuttu eftir að hafa komið heim í dag og smellti þessari mynd af svæðinu um kl. 14:45 - Þarna virðist vera meir en nægur snjór og engar tilfæringar á snjó hefur þurft á svæðinu, eins og Akureyringar þurftu að gera á sínu svæði - Og þarna var líf og fjör að sjá í gegn um sjónauka minn.
Sunnudagur 13. febrúar 2005 -- Frá Tónlistarskóla Siglufjarðar: Tónleikar söngnemenda á 6. stigi (sem vera áttu 4. febrúar síðastliðinn, sem var frestað vegna veikinda, verða í Siglufjarðarkirkju miðvikudaginn 16. febrúar kl. 20.00. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Skólastjóri.
Mánudagur 14. febrúar 2005 -- Tvær gamlar: Einco - við Tjarnargötu.
Myndin til vinstri; nokkru áður en kveikt var í húsinu vegna æfingar og brennt til grunna af "brennuliðinu", deild innan Slökkviliðs Siglufjarðar. Hin myndin sýnir Slökkviliðsstjórann Kristinn Georgsson ganga í rólegheitunum afslappaður að vanda, þrátt fyrir hið gífurlega eldhaf í bakgrunni. Blanka logn var þennan dag og Slökkviliðsdeildin hafði gott vald á eldinum og engin hætta þrátt fyrir nálægð Bensínafgreiðslunnar
Mánudagur 14. febrúar 2005 Aðsent.- ----- Svava og Gréta
Eins og flestir Siglfirðingar vita, þá hefur Heilbrigðisstofnunin á Siglufirði ákveðið að leggja niður þvottahús stofnunarinnar sem rekið hefur verið frá upphafi starfsemi sjúkrahúss á Siglufirði, og kaupa þjónustuna frá verktaka hér innanbæjar. Við þessa breytingu hættu tvær af starfsstúlkunum á vinnumarkaðinum nokkru fyrr en þær ætluðu. Þær voru við það tækifæri kvaddar af vinnufélögum sínum með blómum og fleiru síðastliðinn föstudag. Þetta eru þær Svava Aðalsteinsdóttir og Gréta Jóhannsdóttir.
Ljósmyndir: Hrönn Einarsdóttir.
Mánudagur 14. febrúar 2005 Aðsent
"Bikarmót á skíðum" sem sagt var frá lauslega (hér ofar) að hafi farið fram (samkvæmt auglýsingu) var ekki haldið um helgina eins og ég hélt, Því var frestað og fór Rafbæjarmót í stórsvigi fram í staðinn. -- Myndirnar sem í ljós koma ef þú smellir HÉR, eru frá Rafbæjrmótinu.- Ljósmyndari ókunnur
Mánudagur 14. febrúar 2005 --
Loðna - Bjarni Ólafsson AK kom um klukkan 14:30 með loðnu til löndunar hjá Síldarvinnslunni á Siglufirði - og Örn KE er á leiðinni með loðnu- og er væntanlegur með morgninum, næsta dag.
Þriðjudagur 15. febrúar 2005 -- Ein gömul:
Á þróarvæng S.R.P. árið 1962 - Jón Sigurðsson - Ólafur Gíslason og Njáll Jónasson.
Þriðjudagur 15. febrúar 2005
Aðsent: ÍSLANDSBANKI. bauð krökkum sem æfa blak hjá glóa undir stjórn Svetlonu íþróttakennara. Þetta er í 3 sinn frá því í september sem Íslandsbanki hefur boðið í pizzuveislu og hafa krakkarnir verið rosalega ánægð með þetta og eru alltaf til í pizzuveislu. Einnig styrkti Íslandsbanki Krakkablaks-hópinn okkar til að geta keypt keppnisbúninga fyrir hópinn. Myndir> Svetlana og Anna Hermína
Þriðjudagur 15. febrúar 2005 -- Örninn KE var að landa í morgun, áætlað um 1100 tonnum, Bjarni Ólafsson losaði í gærkveldi 1320 tonnum. Væntanlegur er í kvöld Bjarni Sveinsson með um 1100 tonn af loðnu til losunar hér hjá Síldarvinnslunni, þannig að því komnu, muna hafa borist á land á Siglufirði um 15 þúsund tonn af loðnu á þessari vertíð.
Þriðjudagur 15. febrúar 2005 --
Aðsent:
Nokkrir af starfsmönnum Sparisjóðs Siglufjarðar fóru upp á leikskóla á föstudaginn til þess að afhenda börnunum sundpoka sem Sparisjóðurinn Myndir HÉR
Þriðjudagur 15. febrúar 2005
Kaupmannafélag Siglufjarðar, Aðalfundur félagsins var haldinn í desember síðastliðinn og kosin var ný stjórn eins og venja er á aðalfundum.
Í stjórn voru kosin; formaður; Freyr Sigurðsson, ritari; Guðrún Hauksdóttir, gjaldkeri; Helga Freysdóttir; - Elín Þór Björnsdóttir; og Guðmundur Gauti Sveinsson. --
Nú í janúar síðastliðinn var samþykkt tillaga þess efnis að næstu mánuði á árinu verði tilnefndur einstaklingur mánaðarins, og einnig fyrirtæki mánaðarins. Með þessu vilja kaupmenn sýna að margt býr í Siglfirskri bæjarsál,- sem er meira en margur heldur. Ég frétti að nú í dag mundu fyrstu tilnefningarnar fara fram vegna febrúarmánaðar.
Ég ætlaði auðvitað að mæta, en komst að því óvænt, að "Lífið á Sigló" verður ekki velkomið á þessa athöfn, en utanaðkomandi hagsmunaaðili á þar hlut að máli. Þannig að því miður, þá mun ég ekki birta neitt, eða sækjast eftir því í framtíðinni að nálgast viðkomandi efni, -til að spilla ekki sölumöguleikum viðkomandi.
Þriðjudagur 15. febrúar 2005
Skíðafélag Siglufjarðar hefur opnað nýja og glæsilega heimasíðu, þar munu verða birtar fréttir í máli og myndum af starfsemi félagsins, upplýsingar um æfingar og mót, skíðamarkaður sem og upplýsingar um veður, hita, færi og opnunartíma fyrir hvern dag.
Tengill til síðunnar er hér:> https://sss.fjallabyggd.is/ (2019)
Miðvikudagur 16. febrúar 2005 --
Ein gömul:
Sigló Síld, árið 1966
Ekki þekki ég með vissu hverjar þær eru stúlkurnar, en þær eru þarna að líma miða á dósir með niðurlagðri síld í.
Miðvikudagur 16. febrúar 2005 -- Aðsent:
Sunnudagaskólinn er hafinn. Og er hann alla sunnudaga kl. 11:15 í Safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju. Umsjónarmenn eru Þórunn Alda, Steini og Elísa. Boðið er upp á ávexti og djús.
Mynd af netinu
Miðvikudagur 16. febrúar 2005
Nýtt félag hefur verið stofnað hér á Siglufirði sem kallast "The Untouchables" og er snjóbrettafélag, enn sem komið er þá erum við 4 í félaginu, og við erum Gunnar F, Logi, Sigurjón og Stúlli.. Efst hjá okkur er snjóbrettamynd sem við erum að vinna í því að taka upp þessa dagana og komum svo til með að klippa og "gefa út". -- Einnig er fyrirhugað hjá okkur að vera með snjóbrettanámskeið fyrir börn sem og fullorðna í skarðinu um páskana.
Við erum með vefsíðu sem er reyndar á frumstigi eins og er en slóðin er http://theuntouchable.tk og allar fyrirspurnum til félagsins skulu vera sendar á gunnarf@simnet.is Kveðja Gunnar F.
Miðvikudagur 16. febrúar 2005
Ánægjuleg tíðindi. - Nú fyrir nokkrum dögum var handsalaður samningur á milli fyrirtækjanna Seigla ehf í Reykjavík og JE-Vélaverkstæðis á Siglufirði um stofnun fyrirtækis hér á Siglufirði sem heitir Siglufjarðar Seigur ehf - sem hafa mun að aðalverkefni að smíða plastbáta að gerðinni Seigur 1100, sem er ekki ósvipaður þeim sem er á myndinni hér til hliðar. Undirskriftir um samninginn munu væntanlega fara fram nú um helgina.
En undirbúningur er hafinn vegna útboðs á innréttingum og aðstöðu bátasmíðanna í húsnæðinu „Siglfirðings-skemman“, sem er við hliðina á húsnæði JE-Vélaverkstæði. Þessir plastbátar sem hér verða smíðaðir eru eins og áður segir af gerðinni; Seigur 1100 sem er 12 tonn brúttólestir að stærð, 11 metrar að lengd og 3,3 metrar á breidd.
Eins og fram hefur komið hér áður á síðum mínum, þá hafa þeir félagar á JE-Vélaverkstæði, sérhæft sig á breytingum, viðgerðum og uppbyggingu nýsmíðaðra plastskrokka, einmitt frá Seiglu og raunar fleiri fyrirtækjum.
Fimmtudagur 17. febrúar 2005
Ein gömul:
Frændurnir og nafnarnir; Þorleifur Bessason og Þorleifur Hólm, þarna staddir í forstofu í gamla Sjúkrahúsinu, þar sem sá eldri dvaldi árið 1964 - en sá yngri var í heimsókn. --
Það er Leifi Bessa og Leifi Hólm, eins og þeir voru ávalt nefndir.
Fimmtudagur 17. febrúar 2005
Fréttatilkynning: "Síðastliðinn þriðjudag 15. febrúar fór fram afhending Kaupmannafélags Siglufjarðar, vegna tilnefningar á manni og fyrirtæki febrúarmánaðar 2005.
Tilnefningu manns febrúarmánaðar hlaut Ásdís Baldvinsdóttir safnari, sjóstangaveiðimaður og hagyrðingur.
Og tilnefningu fyrirtækis mánaðarins hlaut fyrirtækið Guðrún María fiskverkun, og tók Ragnar Hauksson við viðurkenningunni fyrir fyrirtækisins hönd.
Freyr Sigurðsson formaður Kaupmannafélag Siglufjarðar.
Myndirnar, (sk) sýna Ásdísi og Ragnar með viðurkenningarinnar."-
Fimmtudagur 17. febrúar 2005 -- Loðnumagnið hingað komið á land um 18500 tonn Myndin sýnir "Færeyska" skipið HÖGABERG, "skráð á Akureyri"(?) við löndun í morgun. Aflalisti neðst á síðunni
Föstudagur 18. febrúar 2005 --
Ein gömul: Tekin árið 1966 -- Guðmundur Skarphéðinsson Hafnartúni 18
Föstudagur 18. febrúar 2005 Hestamannafélagið Glæsir er vel lifandi og vinsæll félagsskapur, enda er hestamennska sívaxandi afþreying. Þeir hjá Glæsi hafa reglulega verið með námskeið og þjálfara á sínum snærum og ætíð valið þjálfara úr fremstu röð. Ég leit suður í "Hestahverfið" seinnipartinn í gær þar sem Skapti Steinbjarnarson frá Hafsteinsstað í Skagafirði var að þjálfa nokkra félaga úr Glæsi, í stjórnun á hestum sínum.
Ég er enginn hestamaður eða hefi vit á hestamennsku, ég hefi ekki komið á hestbak síðan ég var 10 ára gamall og fór þá á hesti í sveit yfir Skarðið (áður en akvegurinn kom til Stórureykja í Fljótum og síðar til baka. -- En ég tel mig sjá að nemendunum tækist bara vel að ná tökunum undir leiðsögn þjálfarans
Föstudagur 18. febrúar 2005
Karlmenn, munið konudaginn þann 20. febrúar
Að því tilefni sérstaklega, verður opið í Aðalbúðinni
Sunnudaginn 20. febrúar, frá kl 11:00-15:00
EKKI láta konuna/kærustuna þína bíða eftir blómvendinum sem aldrei kemur.
Laugardagur 19. febrúar 2005 --
Ein gömul: 1963-1964 (?) Á hvað ætli maðurinn sé að horfa?
Þessi mynd er frá þeim tíma er „bíó“ var á Siglufirði. Maðurinn er að horfa á „bíóútstillinguna“ hjá Nýja Bíó á Siglufirði, en mikið hafði snjóað dögunum fyrir myndatökuna !
Siglfirðinginn Orri Vigfússon
Laugardagur 19. febrúar 2005
Baráttan fyrir því að laxveiðum verði hætt á hafi úti og með netum almennt, er nú að nálgast lokatakmarkið -
En þar er athafnamaðurinn og Siglfirðinginn Orri Vigfússon í fararbroddi.
Hér er fréttaskot á ensku. Því miður er ég ekki í stakk búinn til að þýða þennan texta svo öruggt sé að efnið komist óbrenglað til skila, þó svo ég geti stafað mig fram úr honum, en set hann hér handa þeim sem geta lesið ensku og kunna að hafa áhuga á til fróðleiks. Neðst á þessari síður
Laugardagur 19. febrúar 2005
Í gærkveldi hófst aftur á nýju ári, spurningakeppnin Gettu betur.is, að Kaffi Torg.
Þar kom fram starfsfólk nokkurra fyrirtækja
Ég leit þar inn stuttu eftir að keppnin hófst og voru þá lið Tunnunnar: Þórhallur Ásmundsson, Þórarinn Hannesson og Albert Gunnlaugsson annarsvegar og starfsmenn Íslandspósts: Anna Hermína, Þorsteinn Sveinsson og Halldóra María hins vegar að keppa.
Stjórnandi var Ægir Bergsson og dómari Guðmundur Gauti Sveinsson.
Margir fylgdust með af spenningi.
Laugardagur 19. febrúar 2005
Baráttan fyrir því að laxveiðum verði hætt á hafi úti og með netum - með athafnamanninn og Siglfirðinginn Orra Vigfússon í fararbroddi. Ég er ekki í stakk búinn að þýða þennan texta, þó svo ég geti stafað mig fram úr honum, en set hann hér öðrum sem geta lesið , sér til fróðleiks. En takmark Orra er næstum náð.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Netting buyout launches NASF salmon conservation plan for Norway
80% of Netsmen sign up
Exclusive London Salmon Dinner on March 2
International spotlight shifts to Ireland. Now the only country still promoting a drift netting policy for wild salmon.
A five-year, 3 million-dollar netting buyout in Norway gives the North Atlantic Salmon Fund (NASF) yet another success in its long battle to rescue the Atlantic’s wild salmon stocks from over-fishing.
The agreement covers the Trondheim fjord and salmon destined for such great rivers as the Gaula, Orkla. Stjordal and Verdal, all of them legendary amongst anglers for their huge salmon. In company with the other rivers that flow into the Trondheim fjord they were losing too many of their fish to commercial netting. Now netsmen who have been catching over 80% of the registered catch – the percentage needed to trigger the buyout – have signed up to the NASF-inspired agreement. This will provide a unique environmental opportunity, strengthen the spawning stocks, restore the salmon image and create community value of the salmon in the sportfishery.
NASF-style agreements in which commercial salmon fishermen are compensated if they stop fishing have left Norway and Ireland isolated as the only countries on either side of the Atlantic where large-scale netting continues. They were also the only places last year not to enjoy a substantial upturn in salmon numbers.
NASF now hopes that conservation-minded angling interests throughout Norway will copy the Trondheim buyout and that the country’s salmon stocks will rapidly improve as a result. This will delight the many people who have feared that Norway’s reputation as a premier angling destination could not survive if unabated netting continues.
NASF’s chairman Orri Vigfusson said: “I am very grateful to Arne Joerrestol, chairman of the Norwegian Salmon Netsmen Organisation for giving us this wonderful opportunity. He has placed conservation ahead of his economic interests and made it very much a first priority. You cannot compromise on salmon conservation and Arne´s leadership is a shining example of what can be done.
"The leaders of the Trondheim project, Jon Kjelden and Vegard Heggem, have given their region’s rivers a major boost and thrown a lifeline to the salmon rivers in the rest of Norway. This is the way ahead and Norwegians are signing up to help their dwindling stocks recover.
A great many thanks are also due to NASF's conservation partners who have made this deal possible."
NASF maintains agreements that protect the salmon’s feeding grounds off Greenland, Iceland and the Faroes. By compensating commercial fishermen further south NASF has also eliminated much of the netting that used to obstruct the routes the fish take as they return to their native rivers.
On March 2nd, together with Ian Stoppani, NASF is hosting an exclusive London Salmon Dinner for key supporters at the " Le Bouchon Bordelais restaurant, 5-9 Battersea Rise, SW11 (www.lebouchon.co.uk). Orri Vigfusson said: “There will be an update on NASF’s global activities but certainly we shall also have fun and the best of meals.”
The North Atlantic Salmon Fund (NASF) is an international coalition of voluntary conservation groups that have come together to restore stocks of wild Atlantic salmon to their historic sustainable abundance. For more information contact Orri Vigfússon ( tel +354 568 6277+354 568 6277) or by e-mail: nasf@vortex.is