Dansklúbbur 2003
Fréttavefurinn Lífið á Sigló
2003
Danskúbbur Siglufjarðar 2003
Myndasyrpa
22. desember 2003 -- Vísir að varð til fyrir 2 árum þegar Anna og Valþór læknishjón fóru af stað með dansæfingar fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar svo það gæti tjúttað almennilega á þorrablóti. -- Síðan kom inn starfsfólk Kaupþings ásamt fleirum. Í dag er í klúbbnum rúmlega 20 manns og alltaf bætist við einn og einn. Dansað er á Kaffi Torgi (Nýja Bíó) á sunnudagskvöldum frá klukkan 19.30 til 21. Allir eru velkomnir. Mér var boðið formlega að mæta, - með myndavélina (ekki til að dansa, það er ekki mín deild) og smellti ég nokkrum myndum eins og venjulega.
Efri röð f.v.: Pálína Kristinsdóttir, Helena Dýrfjörð, Jósefína Benediktsdóttir, Hrönn Einarsdóttir, Jóhanna Þorleifsdóttir, Magna Sigbjörnsdóttir, Sigrún Skúladóttir, Guðrún Sonja Kristinsdóttir, Anna Gilsdóttir, Neðri röð f.v.: Birgir Ingimarsson, Björn Jónsson, Þorsteinn Jóhannsson, Gísli Níls Einarsson, Hallgrímur Vilhelmsson, Ómar Möller, Valþór Stefánsson og Gestur Hansson