Sunnudagur 17. apríl 2005
Ein gömul:
Um borð í Haferninum 1968
Jónas Björnsson messi, Björg Friðriksdóttir (smyrjara) -Guðný Friðriksdóttir (timburmanns) Dómhildur S Glassford (stýrimanns) og Víóla Pálsdóttir (?)
Sunnudagur 17. apríl 2005 Margir hafa spurt mig hver þessi Eiríkur sé, sem er á vörum svo margra í umræðunni manna á milli. Ég var raunar einnig forvitinn, og tók að leita á netinu með "Google". Það er greinilegt að þessi maður hefur komið víða við, og virðist alls ekki líklegur til að vera eins orðljótur og raun ber vitni hvað Héðinsfjarðargöng varðar. Ég sótti stutta lýsingu á netið, eina af mörgum. Hann virðist alls ekki vera alvondur, þó svo að mörgum kunni að hafa grunað það, auk þess sýnist mér maðurinn vera bráðmyndarlegur og vinalegur.
Hér kemur tilvitnun af vefnum www.skerplu.is: "Veiðimaður og ritstjóri Eiríkur St Eiríksson, höfundur bókarinnar Stangveiði, er að góðu kunnur fyrir ritstörf sín um stangveiði. Hann er fyrrverandi ritstjóri Veiðimannsins, tímarits Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Hann hefur áður skrifað bækurnar Helnauð (1993), Áin mín (1998) og Á Íslandsmiðum árið um kring (2001). Hann er vitaskuld mikill áhugamaður um stangveiði. Eiríkur hefur verið blaðamaður frá árinu 1978, lengst af við Fiskifréttir eða í tæp 16 ár. Frá því í byrjun september 2000 hefur hann unnið brautryðjendastarf í fréttamiðlun um sjávarútveg á netinu, nú á Skipum.is sjávarútvegsvef Fiskifrétta." -
Og svo rúsínan í pylsuendanum við, ég og hann erum óbeinir vinnufélagar, þó hvorugur Þekkir hinn, (!) - það er við blaðið Fiskifréttir.
Sunnudagur 17. apríl 2005
Tynes húsið, Kratahöllin eða "Græna húsið" eins og sumir eru farnir að kalla það. Var selt á dögunum, kaupandinn var Bergþór Morthens listmálari og unnusta hans Elín Aðalsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Ég leit þar inn í gær, þar dundu við hamarshögg og fleiri hlóð sem tengjast niðurrifi. Það var ekki laust við að mér brigði er inn var komið, því húsið flott og fínt að utan, en allt í hassi innandyra. Þar var ekki ein fjöl eða veggur sem hægt er að nota, þau þurfa að innrétta húsið allt frá grunni, veggi gólf og loft.
Greinilegt er að þau eiga mikið verk fyrir höndum, en þau ætla að byrja á að gera upp efri hæðina, þar sem þau ætla að búa um sig og hefja síðan allsherjar byltingu í húsinu, með vinnustofu og fleira á neðri hæðinni. Gangi ykkur allt í haginn
(Bergþór er barnabarn Hauks Morthens og Ragnheiðar)
Sunnudagur 17. apríl 2005 -- Sædís SI 19 2419 er hér að losa í gær þokkalegan afla af vænum þorski og slatta af hrognum.
Sunnudagur 17. apríl 2005 -- All þokkalegur afli hefur fengist í hrognkelsanetin, bæði af hrognkelsi og vænum þorski, á bátana sem gerðir eru út frá Siglufirði.
Á þessi mynd sést Minna BA 322 2280 koma inn í gærdag, vel lestuð.
Sunnudagur 17. apríl 2005
Safnverðir.
Tíu Akurnesingar eru í heimsókn hér um helgina. Þetta er átta manna stjórn Byggðasafns Akraness í Görðum og tveir starfsmenn og eru þeir hér í nokkurs konar pílagrímsferð til að kynnast því hvernig við Siglfirðingar höfum byggt upp safnið okkar og hvernig við varðveitum skip og báta inni í húsi.
Eins og alkunna er þá eiga þeir Akurnesingar marga báta í safni sínu og er gamli kútterinn Sigurfari þeirra þekktastur, illa farinn af fúa þar sem hann stendur óvarinn fyrir veðri og vindum.
Jón Allansson safnstjóri er fararstjóri í þessum leiðangri en hann var hér gestur við vígslu Bátahússins sl sumar.
En þarna lengst til hægri, er safnvörðurinn Örlygur Kristfinnsson á meðal í hópnum.
Sunnudagur 17. apríl 2005 -- Félagar eldri borgara á Siglufirði og í Fljótum, um fjörutíu talsins, héldu áleiðis í morgun í 6 daga ferð til dvalar á Hótel Örk og til skoðunarferða þar í nágrenni.
Mánudagur 18. apríl 2005
Aðsent: Tekið í róðri á Júlíu SI 62 2319
RK
Mánudagur 18. apríl 2005
Nú er báturinn hjá mér búinn í þeim breytingum sem ég lét gera fyrir mig. Mig langar til að biðja þig að koma þessu á framfæri fyrir mig.
Ég er yfir mig ánægður með hvernig til tókst hjá JE-Vélaverkstæði, ekki bara hvað viðkemur breytingunni sjálfri, heldur hvernig staðið var að verki. Ég fékk 4 tilboð, og að vel athuguðu máli tók ég tilboði frá JE, og sé ekki eftir því.
Í tilboði Guðna Sigtryggssonar og félaga hjá JE, var út frá því gengið að verkið tæki 3 vikur, en hver varð raunin, Júlía SI var sjósett að nýju á 14.vinnudegi. Afgreiðslan hjá þessum mönnum sem vinna hjá JE er til fyrirmyndar og er leitun að öðru eins.
Allur frágangur til þvílíkar fyrirmyndar að ég hreinlega trúi ekki að hægt sé að toppa þetta. Svo ég taki nú bara eitt dæmi þá hef látið gera hitt og þetta fyrir mig síðan ég byrjaði í útgerð, en aldrei áður hef ég orðið vitni að því að menn koma með heitt vatn og sápu og þrífa eftir sig, aldrei, hvað þá að forstjórinn sjálfur skuli láta sjá sig vera að bograst með ryksugu til að þrífa eftir sjálfan sig í stýrishúsinu. Og svo annað, þegar báturinn hafði verið sjósettur, var farið í prufukeyrslu, þar á eftir skilaði ég mönnunum frá JE að bryggju.
<<<<< Um hálftíma seinna kom Sverrir Júll og spurði hvort ekki væri allt í lagi, ég sagði ekki svo vera, eitthvað virkaði ekki í tækjunum í stýrishúsinu sem skildi.
Hvað ?, var svarið, við finnum þetta og reddum þessu. Ég tek fram að venjulegum vinnutíma Sverris var lokið.
Á endanum komst allt í lag. Hvar annars staðar, mér er spurn, fengi maður svona þjónustu.
Enn og aftur þakka ég Guðna og hans mönnum fyrir frábæra afgreiðslu á þessu dæmi.
Megi þetta fyrirtæki lengi lifa. Gullhamrar???
Allt í lagi, en mér ber skylda til þess, sem viðskiptavinar þessa fyrirtækis. Þeir sem gera vel á að hampa, ekki flóknara en það. Kærar þakkir enn og aftur.
Reynir Karlsson.
Þriðjudagur 19. apríl 2005
Ein gömul: Grána, myndin er tekin einhvern tíma á árunum 1934 -1940
Ljósmynd: Ólafur Thorarensen, filman fengin hjá Ragnari Thorarensen (yngri)
Þriðjudagur 19. apríl 2005
Aðsent: --- Þórarinn Hannesson
Gísli Súrsson og Stolnar stundir
Síðasta vetrardag, miðvikudaginn 20. apríl nk kl. 20.00, ætla bræðurnir Þórarinn og Elfar Logi Hannessynir að vera með uppákomu í Möguleikhúsinu við Hlemm.
Þar mun Elfar Logi sýna einleik sinn um Gísla Súrsson, í leikstjórn.................. Lestu meira hér beint fyrir neðan
Þriðjudagur 19. apríl 2005
" VORBOÐAR " Í dag kom til að skoða Síldarminjasafnið; Philippe Patay Petursson, (lengst t.v.á meðfylgjandi mynd) en hann rekur ferðaskrifstofuna "Fjallabak" ásamt eiginkonu sinni Sigríði Arnardóttur. Sigríður er dóttir Arnars Herbertssonar listmálara og Kristjönu Aðalsteinsdóttur (systur Eysteins í Fiskbúðinni). Í för með Filip voru franskir starfsmenn hans og ferðamenn.- Ljódmynd Sveinn Þorsteinsson
Síðasta vetrardag, miðvikudaginn 20. apríl nk. kl. 20.00, ætla bræðurnir Þórarinn og Elfar Logi Hannessynir að vera með uppákomu í Möguleikhúsinu við Hlemm.
Þar mun Elfar Logi sýna einleik sinn um Gísla Súrsson, í leikstjórn Jóns St. Kristjánssonar, og Þórarinn mun kynna lög af nýjum geisladisk sem hann var að senda frá sér og ber nafnið Stolnar stundir.
Einleikurinn um Gísla Súrsson var frumsýndur 18. febrúar á Þingeyri og hefur síðan verið sýndur víða um Vestfirði, alls 19 sýningar. Leikurinn hefur fengið mjög góða dóma jafnt hjá gagnrýnendum sem hinum almenna áhorfenda.
Diskur Þórarins Stolnar stundir kom út í lok mars og er þetta annar diskur hans með frumsömdu efni en sá fyrri hét Má ég kitla þig? og kom út 2001. Hlaut sá diskur góða dóma og viðtökur.
Aðgangseyrir að þessari tvöföldu skemmtun er kr. 1.500 og er hægt að panta miða hjá miðasölu Möguleikhússins í síma 562-5060 eða á netfanginu komedia@komedia.is
Athugið að sætafjöldi er takmarkaður.
Þórarinn Hannesson mun einnig vera með diskinn til sölu að skemmtun lokinni og eins er hægt að panta hann á netfanginu hafnargata22@simnet.is
Þriðjudagur 19. apríl 2005 Kæru Leikfimistjörnur – þakkir fyrir föstudagskvöldið!! Því miður fellur niður tíminn í dag þriðjudag, sjáumst seinna! Kv Hanna Hrefna
Þriðjudagur 19. apríl 2005 -- Hellan er komin út, með margbreytilegu efni að vanda: Viðtal við Stúlla - Siglfirðingar mánaðarins - Opna frá nemendum -Ferðasaga úr Dölum - Fréttir úr bænum og fleira. svo eitthvað sé nefnt
Þriðjudagur 19. apríl 2005
Er vorið komið?
Það mætti halda það miðað við hitastigið, í hádeginu var 16 °C en klukkan rétt fyrir 14:00 var hitinn kominn upp í 18 °C bæði minn mælir og á Sparisjóðnum.
Myndirnar sýna unglinga slappa af framan við Bensínstöðina - Sparisjóðinn, og trillukarla í rökræðum. Tímabil 13:45 - 14:00 í dag
Miðvikudagur 20. apríl 2005 -- Ein gömul:
Þeir eru varla að ræða um pólitík þessir pólitísku andstæðinga en vinir, þeir Bjarni Jóhannsson forstjóri ÁTVR á Siglufirði (framsóknarmaður) og Hlöðver Sigurðsson skólastjóri (alþýðubandalagsmaður.) En myndin er tekin þar sem þeir voru staddir sem áheyrendur (í hléi) á lúðrasveitarmóti á "skólabalanum" framan við Barnaskólann árið 1968
Miðvikudagur 20. apríl 2005 -- " Er ´ann ekki hættur að snjóa ? "
Nú er tími til kominn. Þorsteinn Sveinsson að skipta um dekk, það er ekki nokkurt vit í að vera að slíta vetrardekkjunum lengur. Eða hvað ? Ljósmynd: Sveinn Þorsteinsson
Miðvikudagur 20. apríl 2005 -- Fróðleiksmoli: Hvernig dregið er gat á rör ……. þarna er verið að draga 154mm gat út úr 204mm röri. -- Í áratugi þá var SR-Vélaverkstæði á Siglufirði, eini staðurinn á Íslandi sem gat unnið svona verk, það er "drillað" eins og það er oftast kallað, mismunandi stór göt með sérstakri vél á flestar tegundir röra allt upp í 406 mm. Ef þú smellir HÉR þá sérðu búnaðinn að verki
Miðvikudagur 20. apríl 2005
Guðmundur Ó Einarsson staðfesti það á dögunum, að hann er ekki einn af þeim sem hugar að flótta úr bænum.
Hann er núna að undirbúa byggingu á bílskúr, sem verður á "súlum" sunnan við hús þeirra hjóna, við Hvanneyrarbraut 52 á Siglufirði.
Miðvikudagur 20. apríl 2005
Samstarfsverkefni Kvenfélagasambands Íslands og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef á Íslandi teygir anga sína einnig til Siglufjarðar þar sem Kvenfélagskonur úr Kvenfélaginu Von taka höndum saman um verkefnið.
Verkefnið sem ber yfirskriftina "Ef þú menntar stúlkur, menntar þú einnig samfélag"
Þeim kvenfélagskonum finnst verkefnið bæði spennandi og gefandi, en það felst í því að sauma dúkkur, ekki færri en 10 talsins, sem síðar verður safnað saman og væntanlega um næstu jól seldar til ágóða fyrir menntun ungra stúlkna í Gíneu Bissá.
Þegar ég heimsótti konurnar í dag á Vinnustofu Abbýar við Aðalgötu, voru þar saman komnar; talið frá vinstri á myndinni Anna Snorradóttir, Anna Jóhanna Jóhannsdóttir, Arnfinna Björnsdóttir og Erla Eymundsdóttir, ásamt dúkkuhópnum.
Fimmtudagur 21. apríl 2005 -- Ein gömul:
Eggert Theódórsson og Sigurjón Sigtryggsson.
Fimmtudagur 21. apríl 2005
Þessa mynd sendi Hrönn Einarsdóttir mér, en hún tók myndina í gærkveldi er sólin var horfin ern geislar hennar léku um ský á himni.
Fimmtudagur 21. apríl 2005
Vorblíðan sem verið hefur síðustu daga hér á Siglufirði hefur óspart verið notuð til vorverka, tiltekt á lóðum og jarðvegurinn undirbúinn fyrir sumarið og fleira. Svipuð sjón og á myndinni sést blasti við mér nokkrum sinnum á ferð minni um bæinn í gær, þar sem konurnar voru að dytta að rósabeðum sínum.
Fimmtudagur 21. apríl 2005 -- Lífið á Sigló óskar öllum lesendum sínum gleðilegs sumars. --- Við hér norður á nafla alheimsins, Siglufirði; ætlum að hafa hlýtt og gott veður í allt sumar. Ljósmynd: Sveinn Þorsteinsson
Fimmtudagur 21. apríl 2005 --
Suðurverk, verktakar við snjóflóðavarnargarðana eru komnir á staðinn til að undirbúa framkvæmdir að nýju, sem legið hafa niðri í vetur.
Myndin sýnir 2 af bílum þeirra á vinnusvæðinu, tilbúna til átaka.
Fimmtudagur 21. apríl 2005 -- Einn af vorboðunum: Þetta er ein af fjölmörgum flugum sem verið hafa að angra mig, raunar hræða mig því ég er lítt hrifinn af flugum í þessum stærðarflokki en þessar eru MJÖG stórar (á þriðja sm) og minna mig á flugur og kvikindi sem ég hefi kynnst í hitabeltislöndum, Afríku og víðar.
Þessi er að vísu steindauð af völdum flugnaeiturs, sem og margar fleiri ásamt þessum venjulegu húsflugum. Hvort þetta er býfluga eða eitthvað annað verra veit ég ekki, en þetta er mjög óvenjuleg heimsókn á mitt heimasvæði.
Fimmtudagur 21. apríl 2005 Aðsent: Með rörtangirnar á lofti. Norðurlandakeppnin í pípulögnum verður haldin núna um helgina 21 -24 apríl 2005 í Perlunni. Fyrir Íslands hönd keppir Tómas I. Helgason. Kærasta Tómasar er Ragnheiður Birna Guðnadóttir, dóttir Guðna Sveins og Helgu í Versló. Þannig að það má segja að Siglfirðingar eigi sinn mann í keppninni. Nánari umfjöllun um keppnina er í fréttablaðinu í dag, á bls 20. og á síðunni www.pip.is en þar má einnig sjá beina útsendingu af keppninni. Þeir sem eru staddir á höfuðborgarsvæðinu og hafa gaman af pípum og rörtöngum, skora ég eindregið á að kíkja í Perluna og styðja okkar mann og þjóð.
Guðmundur Gauti Sveinsson www.blog.central.is/gauti
Föstudagur 22. apríl 2005 -- Góð auglýsing fyrir Ljósmyndasafn Steingríms og Lífið á Sigló, er á síðu bátsins Júlía SI 62 sem þarna sést koma úr róðri í gær.
Föstudagur 22. apríl 2005
Baseball Þennan boltaleik hefi ég ekki áður séð leikinn á Siglufirði. En það var mikil spenna og hávaði í krökkunum á "tjaldsvæðinu" sunnan við Torgið seinnipartinn í gær er ég átti þar leið um.
Krakkarnir virtust njóta þess vel í logninu og blíðunni að leika sér úti. Minnti mann óneitanlega á það sem við kölluðum "slá bolta", en þar ríktu að vísu öðruvísi reglur en við höfðum gaman af. Smelltu HÉR
Föstudagur 22. apríl 2005
Þessir krakkar undu sér vel á grasfletinum fyrir neðan "Verkamannabústaðina" við Hvanneyrarbraut í gær.
Mynd hér, og hér fyrir neðan
Föstudagur 22. apríl 2005
Aðsent: Myndir teknar á Sumardaginn fyrsta í vélsleðaför.
Með í för voru Mummi Einars, Jón Helgi og hann Siggi hennar Píu en allir vinna þeir hjá Norðurfrakt.
Við fórum um fjöllin hér inn af Siglufirði á þessu blíðskapardegi.
Kv Gestur Hansson
Föstudagur 22. apríl 2005
Kiwanisfréttir í apríl 2005
Fréttabréf Kiwanisklúbbsins Skjaldar, Siglufirði
Fundir framundan:
6. maí: Aðalfundur. 20, maí - Fjölskyldufundur ?.:
Félagar eru hvattir til að mæta vel á fundinn og taka með sér gesti á þetta fróðlega erindi hjá saksóknara.
Almennur fundur: 22.apríl 2005. ( ATH Í kvöld.)
Um fundarefni kvöldsins sér Jón H Snorrason, saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.
Matur: Stórsteik að hætti Allans sportbar. -- Tilkynning frá hússtjórn og stjórn.
Bestu þakkir fyrir vel heppnað síldarkvöld. Ef við höldum rétt að málum með síldarkvöldið, verður þetta kvöld að okkar stærri fjáröflunum.
Föstudagur 22. apríl 2005 -- Aðsent: Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk Keppnin var haldin á þrjátíu og þremur stöðum víðsvegar um landið. Að keppninni standa Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara um land allt. -- Markmið keppninnar er að efla íslenskt mál og færni nemenda í notkun þess sér til ánægju og heilla, vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.
Heilmikið undirbúningsstarf fer fram fyrir keppnina og er þetta mikil hvatning fyrir nemendur og styrkir sjálfstraust þeirra og áhuga á móðurmálinu.
Fannar Örn Hafþórsson fór sem fulltrúi Grunnskóla Siglufjarðar í héraðskeppnina sem haldin var á Sauðárkróki þriðjudagskvöldið 19. apríl.
Þá sá Tónlistarskóli Siglufjarðar um tónlistaratriði og Guðný Þóra Guðnadóttir, ein af þremur sigurvegurum frá því í fyrra, sá um að stýra keppninni en sú hefð hefur skapast að sigurvegarar frá fyrra ári stjórni keppninni. Nemendur úr 7. bekk eru hvattir til þess að senda einhver myndverk frá sér í tengslum við keppnina hverju sinni og var þemað í ár ”bókamerki”
Skólarnir sem senda nemendur í keppnina eru auk okkar Grunnskólinn á Hofsósi, Akraskóli, Árskóli á Sauðárkróki, Sólgarðaskóli, Varmahlíðarskóli og Hólaskóli
Óhætt er að segja að okkar fólk hafi staðið sig með glæsibrag og samdóma álit allra að tónlistaratriðin hafi verið frábær.
Meðfylgjandi myndir sem teknar voru í keppninni:
Föstudagur 22. apríl 2005 Aðsent:
Kynning á fjarnámi í iðnfræði á Skagaströnd, Hvammstanga og Siglufirði --- Haldinn verður kynningarfundur á iðnfræðinámi frá Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 23. apríl kl. 14:00. Kynningin fer fram í fjarfundi í Námsstofunni á Hvammstanga, Höfðabraut 6, Námsstofunni Skagaströnd, Mánabraut 3, Námstofunni Gránugötu 24, Siglufirði og SÍMEY, Þórsstíg 4 á Akureyri og eru allir áhugasamir velkomnir. Markmiðið HR er að styrkja stöðu nemenda á vinnumarkaði og gera þá hæfari til að takast á við fleiri og fjölbreyttari störf. --Iðnfræðin er í boði hjá tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og er hagnýtt 45 eininga nám á háskólastigi. Iðnfræði er eingöngu kennd í fjarnámi og er gert ráð fyrir að námið taki þrjú ár samhliða vinnu. Með fullu námi má ljúka iðnfræði á einu og hálfu ári. Víða á landsbyggðinni fá nemendur aðstöðu til hópvinnu í starfsstöðvum, en á höfuðborgarsvæðinu býðst nemendum vinnuaðstaða í skólanum. Skilyrði fyrir inngöngu er iðnmenntun að viðbættri einni önn á frumgreinasviði HR eða sambærilegur undirbúningur.
Laugardagur 23. apríl 2005
Ein gömul: Frá árinu 1968 --
(Frétt sem tekin er úr MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1968 ) +Þessa myndir tók fréttaritari Morgunblaðsins, (S.K.) á Siglufirði, er söltun var hafin úr togaranum Víkingi sl, fimmtudag.
ALLS voru kryddsaltaðar 873 tunnur ísvarðar síldar úr vs. Víkingi í gær á söltunarstöð Haraldar Böðvarssonar & Co., hér á Siglufirði. Síld þessi var krydduð fyrir Sigló-verksmiðjuna og verður þar unnin í dósir eftir hæfilegan geymslutíma.
Ennfremur fékk Egill Stefánsson nokkra kassa ísvarðar síldar, en fyrirtæki hans, Egilssíld, reykir síldina og selur í smekklegum umbúðum á markað innanlands og til Norðurlanda. --
Fréttaritari Morgunblaðsins spurði Egil Stefánsson í dag um gæði þess hráefnis, sem flutt er ísvarið langleiðir í löndunarhöfn og sagði hann, að hér væri um úrvalsvöru að ræða og hefði hann ekki í annan tíma fengið betra hráefni til framleiðslu sinnar.
Hér eru menn á einu máli um að hið virta fyrirtæki Haraldur Böðvarssonar & Co hafi nú varðað þann veg, sem til velfarnaðar liggur í þessari atvinnugrein, bæði fyrir þjóðarbúið í heild og sjávarplássin, sem flest sitt eiga undir síld og síldarvinnslu komið.
Stefán.
Sérfræðingar og áhugamenn söfnuðust strax á bryggjunni og var þar síldin úr Víkingi vandlega athuguð og m.a. þefað af henni. --
Á myndinni má meðal annarra sjá; Unglinginn Anton Pálsson - Harald Gunnlaugsson síldarmatsmann -Kristján Sturlaugsson kennara mfl. og Þorgeir Bjarnason beykir. Söltunini fór fram á Hafnarbryggjunni
sk
Laugardagur 23. apríl 2005
Góður afli hefur fengist á línu síðustu dagana, vænn og stinnur fiskur, bæði þorskur og ýsa.
Laugardagur 23. apríl 2005 --- Vorhreingerning hjá slökkviliðsstjóranum, Ámunda Gunnarssyni Ljósmyndir: Sveinn Þorstinsson - svennith@simnet.is
Slökkvistöðin og planið
Ámundi Gunnarsson
Laugardagur 23. apríl 2005
Félagar Eldri borgara á Siglufirði og í Fljótum kom í gærkveldi til baka úr 6 daga ferð og gistingu að Hótel Örk í Hveragerði.
Þetta var dásamleg ferð sagði kona mín Guðný Ósk Friðriksdóttir - og brosti út að eyrum !
Myndir sem Guðný tók: Smeltuá HÉRNA
Einnig myndir sem Hreinn Magnússon tók
Laugardagur 23. apríl 2005 Íslandsmót Garpa í sundi fer nú fram um helgina í Sundhöll Siglufjarðar. En Garpar eru sundkappar, margir þeirra landsþekktir hér áður fyrr, en komnir af yngsta skeiðinu en eru sperrtir ennþá og njóta þess að synda og vera með, þar sem 1. sætið er ekki aðalatriðið. Þetta er fólk úr öllum landshornum, bæði konur og karlar. -
Ég staldraði þarna við í morgun um hálftíma og tók nokkrar myndir
Laugardagur 23. apríl 2005 -- Hafnarfjall - Sá sem er á brún suðurhluta Hafnarfjalls, og á annarri myndinni í gilinu og hinn á efstu brún, heitir Óskar Berg Elefsen. Það liggur við að þekkja megi hann á innfelldu myndinni, þar sem hann virðist svífa í lausu lofti á töfrateppi. -- Hann þekkti bílinn minn þar sem hann var á Suðurgötunni, hringdi í mig og úr varð þessi myndataka þar sem hann veifar til mín.