15. desember 2003
Hann setti svip á bæinn
Erlendur Pálsson, skrifstofumaður, fæddur 7. október 1920
Ljósmynd: Kristfinnur
15. desember 2003
Þeir vinna hörðum höndum, á vélum sínum í fjallinu, við gerð snjóflóðavarnargarðana, karlarnir frá Suðurverk.
Þrátt fyrir snjó sem komið hefur undanfarna daga í fjallið, láta þeir engan bilbug á sér finna.
Þarna eru þeir í gærkveldi, að borða kvöldverð á Kaffi Torg.
Þeir fengu sér að þessu sinni pizzur, til tilbreytingar.
15. desember 2003
Deild verslunarmanna, innan Verkalýðsfélagsins Vöku, hélt Aðalfund sinn, í einum af sölum Kaffi Torg (Bíó Café) í gærkveldi. -
Ný stjórn var kjörin eins og venja er á aðalfundum.
Þessi þrjú hlutu einróma kosningu; Hulda Ósk Ómarsdóttir, Guðmundur Gauti Sveinsson formaður og Agnes Björnsdóttir. Varamenn voru kjörnir Ólöf Ingimundardóttir, Rut Hilmarsdóttir og Guðrún Jakobína Ólafsdóttir.
15. desember 2003
Ég átti erindi til hennar Beggu meinatækni, vegna "blóðsýnatöku" klukkan 8 í morgun og notaði tækifærið og tók myndir af öllu því starfsfólki, sem til staðar vöru á Heilbrigðisstofnuninni.
Þessi mynd er af stöllum áður en opnað var, í morgunkaffi.
(rétt fyrir klukkan 8)Smelltu HÉR til að sjá hinar skvísurnar, og þá fáu karlmenn sem til staðar voru.
(þetta er kvennaveldi !)
María Jóhannsdóttir, Björg Friðriksdóttir og Karlotta Evertsdóttir
Þessi mynd tekin áður en opnað var, þarna í morgunkaffi. (rétt fyrir klukkan 8)15. desember 2003
SiglóMyndir.
Loksins-loksins, lét hann verða að því drengurinn.
Nú lét Þórleifur Haraldsson, eigandi SiglóMyndir ehf. verða af því að kaupa sér græjur svo hann geti sinnt viðskiptavinum sínum betur, og nú með því að geta tekið beint á móti kortum úr stafrænu myndavélunum og eða CD diskum og prentað allar stærðir með fullkomnum gæðum allt upp í A3 stærð. (21x42 cm.)
Og auðvitað getur hann einnig komið "filmunum þínum yfir á CD diska".
Það tekur strákinn smá tíma að læra á ósköpin, en þetta eru topp græjur, og það kemur.
16. desember 2003
Hann setti svip á bæinn
Jón Kristjánsson allrahanda smiður frá Lambanesi. Fæddur 24. apríl 1890
Ljósmynd: Kristfinnur
16. desember 2003
Rigningin undanfarið, hefur valdið því að jarðvegurinn sem Suðurverk hf. hefur flutt til úr fjallinu, sunnanverðu til svæðisins norðan, ofan Strandarvegar, sígur jafnt og þétt niður hlíðina og oft á tíðum yfir veginn.
Nú í morgun í rigningunni, var unnið að því að grafa skurð fyrir ofan veginn og flytja moldina út eftir og niður í Selgilið, þar sem hluti af leðjunni fer til sjávar.
16. desember 2003
Vorið 1970 ?
17. desember 2003 Aðsent frá Suðurlandinu: Sendi þér hér slóð á opinbera heimasíðu Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi 2006. Þegar skoðaðar eru upplýsingarnar um Ísland eru upptalning um "Major cities" (Helstu bæir) sést að Siglufjörður er þar talinn upp ásamt Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Keflavík, Akranesi, Ísafirði, Húsavík og Neskaupstað. Sem sagt allir helstu bæirnir. Með kærri kveðju norður.
http://fifaworldcup.yahoo.com/06/en/t/team/country.html?team=isl
www.local.is | 17/12/03 09:45 | Norðurland
Öll skip Þormóðs ramma - Sæbergs hafa lokið veiðum. -- Rækjuskip Þormóðs ramma - Sæbergs luku öll veiði á þessu ári í síðustu viku. Múlaberg veiddi alls 1.259 tonn, Stálvík 1.122 tonn og Sólberg 1.227 tonn. Alls veiddu þessi þrjú skip því 3.608 tonn, en afli þeirra á síðasta ári var 3.564 tonn. Að auki veiddi rækjufrystitogarinn Sunna 937 tonn en skipið var eingöngu á veiðum fyrri hluta ársins.
Þormóður rammi - Sæberg hf. gerir út 10 skip frá Siglufirði, Ólafsfirði og Þorlákshöfn. Fyrirtækið starfrækir rækjuverksmiðju og pökkunarstöð á Siglufirði og flatfisk- og humarvinnslu í Þorlákshöfn.
17. desember 2003
Ljósleiðarinn, sem liggur upp í tækjahús Landssímans uppi á Hvanneyrarskálarbrún, slitnaði í gærmorgun, og sjónvarp og útvarp til Siglfirðinga rofnaði af þeim orsökum.
Það er að segja við náðum Ríkisútvarpinu en ekki Skjá 1, Bylgjunni og Stöð 2. Ástæðan fyrir biluninni var sú að verið var að moka snjó af veginum sem liggur upp í Hvanneyrarskál, en þar sem búið var að undirbúa veginn, vegna lagfæringa sem gera á á veginum í vor, þá var grynnra niður á ljósleiðara strenginn og tönn snjómokstur tækisins, náði að krækja í hann inn með vegakantinum.
Síminn brást fljótt við og sendi lið til viðgerða, en ljóst er að viðgerðin kostar nokkur hundruð þúsund krónur.
Sjónvarpið komst á um kl 20:00 í gærkveldi, en í morgun var verið að ganga tryggilega frá ljósleiðaranum. (Myndin er tekin sl. sumar)
17. desember 2003
Hann setti svip á bæinn
Sveinn Þorsteinsson hafnarvörður, fæddur 15. desember 1892
Ljósmynd: Kristfinnur
www.local.is | Mið. 17. des. 10:40 | Norðurland
Þormóður rammi - Sæberg stofnar Karlsberg
Þormóður rammi - Sæberg hf. hefur stofnað einkahlutafélagið, Karlsberg ehf., sem er að öllu leiti í eigu Þormóðs ramma - Sæbergs.
Tilgangur félagsins er meðal annars eignarhald og viðskipti með verðbréf. Með kaupsamningi dagsettum í dag flytjast öll hlutabréf í eigu Þormóðs ramma - Sæbergs hf. yfir í hið nýja félag, nema hlutabréf í Ráeyri ehf.
Verðmæti hlutabréfanna er um 417 milljónir króna.
17. desember 2003
Kaffihlé í Mjölhúsi SR46 árið 1963:
Símon Gestsson Barði, Friðrik Stefánsson í Bakka, Sigfús Ólafsson, Ólafur Eiríksson, og Ragnar Kristjánsson.
18. desember 2003 Hann setti svip á bæinn
Jón Þorsteinsson bifreiðastjóri, fæddur 27 apríl 1921
Ljósmynd: Kristfinnur
18. desember 2003
Aðsent: Heill og sæll Steingrímur
Ég vil byrja á að þakka þér kærlega fyrir vefinn sem ég skoða daglega og er kærkomin viðbót við Helluna til að fá fréttir frá Siglufirði.
Ég er með jólakveðju frá saumaklúbbnum mínum sem er einn af fjölmörgum Siglufjarðarsaumaklúbbum.
Við höfum hist í mörg ár og gert allt annað en að sauma og árlega hittumst við og höldum jólasaumó. Sá klúbbur var haldinn hjá mér í Mosfellsbænum í gær og buðum við með okkur gestum (frá Siglufirði, nema hvað) því þrír meðlimir klúbbsins, þær Rikka, Hulda Alfreðs og Steina Matt eru fluttar aftur norður á Siglufjörð. -
Við sendum okkar bestu kveðjur til allra Siglfirðinga og sérstaklega til okkar elskulegu saumaklúbbs vinkvenna. Sjöstjörnur; (Herdís Sigurjónsdóttir) -----
Kærar þakkir, S.K.
18. desember 2003 Aðsent: - Hann er ekki af baki dottinn, hann Trausti, uppáhalds vinur okkar Siglfirðinga, hvað varðar Héðinsfjarðargöng.
Í norðlenskum fréttum á www.ruv.is kemur fram að Trausti Sveinsson hafi beðið sveitarfélagið Skagafjörð um styrk upp á 4. miljónir til að kynna Fljótaleiðina, umfram Héðinsfjarðargöng. -- Sem betur fer fékk hann ekki styrkinn.
18. desember 2003
Hátíðarfundur, var til að minnast 120 ára skólastarfs á Siglufirði og í dag 18. desember eru nákvæmlega 90 ár síðan barnaskólahúsið (1.hluti) var vígt.
Einnig var fundurinn í dag 150. fundur skóla- og menningarnefndar.
19. desember 2003
Hann setti svip á bæinn
Páll Gestsson skipstjóri, fæddur 13. júní 1926
Ljósmynd: Kristfinnur
19. desember 2003
Einu sinni var, ekki þó alls fyrir löngu, 15 sentimetra lagís á firðinum okkar.
Það var árið 1968, og þetta er Haförninn, nýkominn að bryggju, eftir að hafa átt í langri baráttu við hafís fyrir öllu Norðurlandi.
Haförninn kom með olíu til Siglufjarðar, sem og á fleiri hafnir fyrir vestan og norðan.
20. desember 2003
Hann setti svip á bæinn
Haraldur Pálsson skíðakóngur, fæddur 27. júlí 1924
Ljósmynd: Kristfinnur
20. desember 2003
þessi eru komin í jólaskap, starfsfólk hjá Sparisjóðnum, Iðgjaldaskráningu. Ég tók þessa mynd í gær seinnipartinn.
Öll eru þau titluð sem bankaritarar að Magnúsi undanskildum.
Aftari röð frá vinstri:
Vilmundur Ægir Eðvarðsson, Sigurlaug Þóra Guðbrandsdóttir, Ingibjörg Jósefína Benediktsdóttir, Margrét Ósk Harðardóttir, Stefán Gauti Stefánsson, Perla Fanndal, Magnús Stefán Jónasson deildarstjóri, Pálína Kristinsdóttir, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Telma Björk Birkisdóttir, Helen Svala Meyers, Sigríður Fanný Másdóttir, Sigurlaug Ragna Guðnadóttir, Daníel Pétur Daníelsson
20. desember 2003
Hin hefðbundna, jólatré og grenisala Lionsfélaga er nú á fullu.
Þegar ég kom þar við í kvöld., var Jón Dýrfjörð að kaupa grenigreinar og jólatré.
En kempurnar Jón Hólm, Jón Sigurðsson og Hörður Hjálmarsson voru á vaktinni vegna sölunnar að þessu sinni.
21. desember 2003
Hann setti svip á bæinn
Einar Albertsson póstfulltrúi / skósmiður, fæddur 12. júlí 1923
Ljósmynd: Kristfinnur
21. desember 2003
Svolítið meiri snjór í desember 1976(?) heldur en núna.
21. desember 2003
Kveðja frá Laurie og Crish Bogan, til Siglfirðinga. Crish Bogan er þeim, sem hafa fylgst með uppbyggingu Síldarminjasafnsins, vel kunnur. --
Á dögunum var Chris á fjölmennri ráðstefnu í Króatíu og kynnti Síldarminjasafnið. Þar hugsaði fólk: Hann er hinn dæmigerði norræni maður, ljós yfirlitum, hár og sterklegur - en skrítið hvað hann talar góða ensku af "Íslendingi" að vera.
Hér heima telur fólk hann einnig af norrænum uppruna en undrast hvað hann talar góða íslensku.
Hver er Chris? Hann heitir Christofer Bogan, Kanadamaður af rússneskum og enskum rótum, fæddist árið 1972 og nam sagnfræði í háskóla Í Vancouver með sérstakri áherslu á útgerðarsögu. Eftir nám vann hann við safn og menningarsetur í Vancouver sem er í gamalli verksmiðju sem áður hýsti síldarbræðslu og laxaniðursuðu.
En þarna á vesturströnd Kanada var á 20. öld fjöldi slíkra verksmiðja. Áhugi hans á síldinni var slíkur að hann var í gamni kallaður "the herring boy" af samstarfsfólki sínu.
Því lá beinast við að flytja sig um set - eða yfir hálfan hnöttinn - eftir að hann kynntist Síldarminjasafninu á internetinu og í ljós kom að Örlyg vantaði duglegan og vanan mann til að hjálpa sér við hreinsun og uppsetningu gömlu verksmiðjugripanna - og búa til síldarverksmiðjusafn.
Chris kom hingað til vinnu sumarið 2000 og starfaði í rúmt ár í Áhaldahúsinu þar sem hann lærði að tala sína ágætu íslensku (og sennilega fljótar og betur en í Háskólanum!).
Í tvö ár hefur hann svo unnið á safninu eins og áður er lýst. Nú er Chris farinn heim til kærustunnar sinnar og verður þar eitthvað fram á næsta ár en ætlunin er að hann komi aftur til starfa með vorinu. - Á fyrri myndinni hér fyrir neðan, er hann að vinna við símalínu uppi í mastri, en á hinni er hann að grafa skurð í bakgarðinum.
21. desember 2003
Skíðasvæðið í Skarðsdal var opnað í dag.
Ég frétti að vísu af því fyrir tilviljun um 14:30 í dag, er farið var að rökkva og flest skíðafólkið farið heim , af þeim 15-20 sem þar mætti.
Ég tók þó mynd af starfsmönnunum tveim, og tveim ungum snótum, sem voru himinlifandi yfir aðstæðunum. -
Ekki þurfti að moka veginn á leiðinni upp að skíðasvæðinu og öllum bílum fært, þá var nægur snjór á svæðinu fyrir ofan skíðakofana.
Sterfsmennirnir, Eggert Ólafsson og Hákon Antonsson
Álfhildur og Bára. -- Þær voru einar eftir í fjallinu, þegar ég mætti, auk starfsmanna.