Lífið 1.–8. Október 2005

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

1. til 8. október 2005 

Laugardagur 1. október 2005--   Vefmyndavélin vinsæl.  Samkvæmt innri teljara síðunnar Lífið á Sigló, þá fer heimsóknum á "vefmyndavélina" sífellt fjölgandi. Flestir þeirra sem Lífið á Sigló heimsækja opna vefmyndavélina, eru þó mislengi þar inni og sumir koma oftar en einu sinni á dag. Þá fer erlendum skoðunum fjölgandi. Það sama má segja um veðurstöðina. ---  Meðfylgjandi mynd er frá vélinni klukkan 08:10, í morgun. ---  

Laugardagur 1. október 2005  

Ein gömul:  Frumleg fleyta -- 

Hattur ofan gömlu mjölsíló, hirtur úr brotajárnshaug.   Tekið árið 1964 

Laugardagur 1. október 2005  

Sorgleg staðreynd. 

Þessi mynd sýnir tómar hillur í Versló eftir útsöluna síðustu tvo daga mánaðarins, en verslunin er búin að loka og hætt rekstri. 

Sorgleg staðreynd sem sannar átakanlega að lítið fyrirtæki sem þarf að kaupa vörur af heildsölunum á allt að 30% hærra verði en verslunin hinumegin á horninu í skjóli stærðar sinnar á landsvísu og getur krafist sérstaks afsláttarverðs, og gerir litla kaupmanninum á horninu ókleift að keppa á jafnræðis grundvelli um hilli viðskiptavina. 

Ég leit inn í verslunina skömmu fyrir lokun í gær og kom að nær tómum hillum. "Útsalan" hafði gengið vonum framar sagði verslunarstjórinn dapur í bragði, en allt var selt með 50% afslætti. 

Laugardagur 1. október 2005  

Betra seint en aldrei. 

Loksins sér maður það á "svörtu og hvítu" í Símskránni, að Siglufjörður tilheyrir Norðurlandi eystra en ekki vestra. 

Hvenær ætli ritstjóri Símaskrárinnar og fleiri ráðamenn átti sig á þessari staðreynd? 

Þessi mynd er hluti af korti á bæklingi sem kom inn um bréfalúgu mína, útgefnum af 

Félagsmálaráðuneytinu og Sambandi Íslenskra sveitarfélaga í tengslum við sameiningar ferlið og kosninguna 8. október nk. 

Laugardagur 1. október 2005  

Kleinur á 500 kall pokinn - 2 poka takk sagði kona mín og rétti þessum unga manni út 10. bekk þúsund kall, en nemendur bekkjarins eru að safna í ferðasjóð eða eitthvað gott ! 

Ég gleymdi að spyrja.

Nemendurnir baka (steikja) þetta sjálfir með aðstoð foreldra ofl. 

Drengurinn heitir Hafþór Stefánsson og er þarna staddur í forstofunni hjá mér. 

Laugardagur 1. október 2005  Bátarnir búnir undir veturinn.    Farið er að hífa smábátana á land og gera þá klára fyrir veturinn. Þessi mynd sem tekin var í morgun þegar einn bátanna var hífaður á land. skýrir sig raunar sjálf og þarf því varla að orðlengja það frekar. 



Laugardagur 1. október 2005  

Þessi hópur var staddur í kaffistofu Olís á Siglufirði í morgun, flestir eiga það sameiginlegt að mæta þar á morgnanna til að þiggja þar kaffisopa og ræða helstu málefni byggðarlagsins og fleira.

 En í morgun var sérstakt hátíðlegt tilefni til mætingar. 

Sjálfur olíufurstinn Guðni Gestsson var kominn í heimsókn, en Guðni hefur búið erlendis undanfarna áratugi en eins og flestir eldri Siglfirðingar vita þá starfaði Guðni í áratugi hjá "Olís". 

Hann er enn með sama góða hjartalagið og góða skapið. 

Hann hefur ekkert breyst eins og sjá má á minni myndinni, en sú stærri sýnir hópinn sem mættur var í morgun: 

Steingrímur Kristinsson -Arngrímur Jónsson - Jón Andrjes Hinriksson - Einar Hermannsson - Kjartan Einarsson - Guðni Gestsson og Gestur Þorsteinsson. Gestur er sonur Sjafnar systir Guðna og kom með hann norður 

Sunnudagur 2. október 2005 Nú eru þær orðanar fimm álftirnar á Langeyrartjörn, þessar þrjár nýkomnu sem ég tók mynd af í gær, halda sig norðan til á tjörninni en þær "gömlu" sunnan til.  --  Ég frétti af því að þær sem fyrir voru hefðu aldeilis ekki verið hrifnar af þessari heimsókn og hefðu mikil læti verið á tímabili í morgun á tjörninni, sem greinilega báru þess merki að þær væru ekki velkomnar á svæðið. -- 

Sunnudagur 2. október 2005  

 Ein gömul:   

Svona var við norðurenda Fossvegar árið 1975 - 

Verið er að grafa / moka fyrir grunni hússins númer 35 við Fossveg. 

Sunnudagur 2. október 2005  Slökkviliðsmenn frá Akureyri, heimsóttu kollega sína á Siglufirði seinni partinn í gær. Þessi mynd var tekin við það tækifæri. 


Sunnudagur 2. október 2005 

Grái fiðringurinn - Hann Sigurvin, Fíllinn lét gamminn geisa á Allanum í gærkveldi við góðar undirtektir. 

Brandararnir runnu upp úr honum  eins og á færibandi,  og hlátursköstin gullu við frá áheyrendum. 

það var greinilegt að hann á sér marga aðdáendur -- 

Skoðið bloggsíðuna hans http://blog.central.is/fillinn 

Myndin hér fyrir neða er frá kvöldinu

Mánudagur 3. október 2005  --  Þrír Siglfirðingar fæddir á Suðurlandinu, æa árinu: Birgir Snær f.10.mai -foreldrar: Jóhanna og Björgvin.   --  Thelma Dís f.22.ágúst, foreldrar: Herdís og Sigurður. --- Ágúst Freyr f.6.sept. foreldrar: Linda og Bragi. 

Hulda G Kristinsdóttir er amma þeirra 

Mánudagur 3. október 2005 

Starfsmenn Siglufjarðarkaupstaðar 17. júní 1975  --  Eftir sigur í fótbolta.  

Mánudagur 3. október 2005  -- Við innkeyrsluna í bæinn, norðanverðan. Þessu verkinu sem við sjáum á myndinni hér fyrir ofan er að vísu ekki lokið, en þetta er Bakkatjörn, og endi snjóflóðavarnargarðsins sem sést í bakgrunn, en þar og við tjörnina verður komið fyrir bekkjum og borðum, þar sem gangandi og akandi geta staldrað við og tyllt sér og notið útsýnis þegar fólki dettur í hug að slappa af. ---  Myndin var tekin í gær fyrir hádegið. 

Mánudagur 3. október 2005  

Flóð og fjara.  Þarna eru starfsmenn bæjarins að vinna við að koma fyrir aðgengi sjávar um ræsi til og frá tjörninni framan við Síldarminjasafnið. En fyrra ræsi skilaði ekki nægum árangri, þannig að vatnið / sjórinn endurnýjaðist nægilega ört. ---  

En nú er verið að bæta úr því. 

Þriðjudagur 4. október 2005 --  Ein gömul:  Horft á naglaboðhlaup 17. júní 1975 

Þriðjudagur 4. október 2005 --  Ein til að gleðja augað. Henni Lúsy minni þykir sósa góð 


Þriðjudagur 4. október 2005 

Ég keyrði konu minni Guðný Ósk á kvenfélagsfund í gærkveldi - tók auðvitað myndavélina mína með eins og alltaf - 

Fannst þetta sérstakt sjónarhorn í rigningunni - gerði prufu, án þess að nota þrífót sem hefði verið æskilegur, en það tókst bærilega. 

Þriðjudagur 4. október 2005  

Kvenfélagið Von hélt fund á Safnaðarheimilinu í gærkveldi. Þær hafa verið að vinna við í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. -- Meðal annars hafa þær saumað dúkkur sem seldar verða fyrir næstu jól og fer allur ágóði af sölunni til að mennta ungar stúlkur í Gíenu Bissá  Verkefnið hefur fengið yfirskriftina "Ef þú menntar stúlkur, þá menntarðu heilt samfélag

Nokkrar myndir eru hér     Ljósmyndir: Guðný Ásk Frieðriksdóttir

Á myndinni hér eru: Anna Jóhanna Jóhannesdóttir - Arnfríður Björnsdóttir  - Anna Vignisdóttir - Erla Eymundsóttir - Anna Snorradóttir 

Þriðjudagur 4. október 2005  

Flutningaskipið Sirius lestaði hér 133 tonn af loðnumjöli í morgun frá Síldarvinnslunni á Siglufirði 

Miðvikurdagur 5. október 2005 --   Ein gömul:  Hvað ætli þessi ungi maður heiti sem á tunnunni situr - og yfir hvaða nýbyggingu sveimar hann?  

Svarið er hér  Ágúst Stefánsson en hann er þarna að sveima hangandi í kranabómu, yfir húsi Haralds Árnasonar, sem var í byggingu árið 1975 

Miðvikurdagur 5. október 2005 

Siglfirðingurinn Salmann Héðinn Árnason keppir í herra Norðurland, næstkomandi laugardagskvöld.   Netkosning er hafin. 

Sjáið strákana á vefnum:

    http://www.sjallinn.is/hn_05/index.htm 

Fimmtudagur 6. október 2005  Ein gömul:  Horfin hús stór og smá, alls 9 talsins og flest við Gránugötu eru horfin í dag. Einco og Sigfús Bald við Tjarnargötu, lagerhús, íbúðarhús, slökkvistöðin, íbúðarhús Gránugata 14 og híbýli Jóns Víglundar þar á bak við og síðan Bæjarskrifstofan/lögregluvarðstofa, lengst til vinstri á myndinni sem tekin er árið 1975

Fimmtudagur 6. október 2005 

Verkstæðið - Úra og gullsmíðastofa 

Merkilegt safn sem ekki á sér neinn líka hér á landi. Safnið hefur að geyma gömlu úra og gullsmíðaverkstæðin ásamt upprunalegum verkfærum, verkstæðin og verslunin nánast eins og síðustu starfsmenn skildu við fyrir áratugum. Þarna eru smíðisgripir úr gulli og silfri, mikið safn úra og klukka. Þarna eru úr, klukkur og fleiri munir sem voru til sölu þegar verslunin lokaði fyrir langa löngu. Fleira mætti telja. Safnið er í forsjá safnarans Hafdísar Ólafsson  

Nokkrar myndir frá safninu eru hér  

Fimmtudagur 6. október 2005 

Aðsent: Sæll Steingrímur, -Var að skoða umræðuna inn á þínum ágæta vef og sá m.a. þó nokkuð rætt um verslunarmál á Siglufirði í tilefni að því að Verslunarfélagið var að loka um síðustu mánaðarmót.-- Guðmundur Gauti Sveinsson skrifar 12.sept. m.a. "... og verða Siglfirðingar að sætta sig við að versla við dýrustu Samkaup úrval verslunina á landinu..."  Þetta verð ég að biðja þig að leiðrétta á vef þínum. 

Sannleikurinn er sá að það er sama verð í öllum Samkaup úrval verslununum á landinu. Við erum með verslanir í Njarðvík, Hafnarfirði, Borgarnesi, Ísafirði á Eyjafjarðarsvæðinu og á Húsavík o.fl. stöðum og verðið það sama allsstaðar, hvort það er í Njarðvík eða á Siglufirði.  ----  Við höfum verið að bera okkur saman í verðum við verslanir Hagkaupa og Nóatúns og höfum verið undir þeim eða í versta falli jafnir þeim í öllum síðustu verðkönnunum.   ----  Það er því ódýrara fyrir Siglfirðinga að versla í Samkaup úrval á Siglufirði heldur en að fara í Hagkaup Skeifunni eða einhverja Nóatúns verslunina á Reykjavíkursvæðinu.  Með fyrirfram þökk fyrir að koma þessu á framfæri fyrir mig.  --  Bestu kveðjur til allra Siglfirðinga.  Gísli Gíslason  rekstrarstjóri 891-8353 

Fimmtudagur 6. október 2005    

Aðsent: - Gísli Súrsson á Bíó Café  -

 Í kvöld, fimmtudaginn 7. október, kl. 20.30 verður einleikurinn Gísli Súrsson sýndur á  Bíó Café. Sýning þessi hefur farið víða um land og hlotið frábæra dóma og viðtökur.  Í henni er saga Gísla rakin á auðskiljanlegan, skýran og umfram allt bráðfyndinn hátt.  Leikari og aðalhöfundur er leikarinn Elfar Logi Hannesson (yngri bróðir Tóta íþróttakennara) og bregður hann sér í hin ýmsu hlutverk í sýningunni þó Gísli sé þar að sjálfsögðu fyrirferðamstur.  Eins og fyrr sagði hefst sýningin kl. 20.30 en húsið opnar kl. 20.00.  Aðgangseyrir er kr. 1.500. ---  Siglfirðingar látið ekki þessa frábæru sýningu fram hjá ykkur fara.  Komið, hlæið og ræktið þjóðararfinn.  

Fimmtudagur 6. október 2005 

SPARKVÖLLURINN Á BARNASKÓLA LÓÐINNI VERÐUR FORMLEGA OPNAÐUR Á MORGUN OG AF ÞVÍ TILEFNI VERÐUR HALDIN OPNUNARHÁTÍÐ.   ----  nánar HÉR 

Sparkvöllurinn

Föstudagur 7. október 2005  Regnbogar - Þessa mynd tók ég heiman frá svölum á húsi mínu, klukkan 18:09 í gærkvöldi. ---  Það er Siglunesið sem ber við sjóndeildarhringinn og tveir regnbogar rísa nánast beint upp í loftið, frá svölum mínum séð. Sólin skein úr vestri eins og "lög" gera ráð fyrir á þessum árstíma, þannig að líkingum hafa þeir Siglfirðingar sem börðu þetta fyrirbrigði augum, séð í annan "enda" regnboganna.- 

Föstudagur 7. október 2005 

Ein gömul:    Kaffipása

 Haraldur Árnason - Björn Jónsson - Ágúst Stefánsson - Hjálmar Jóhannesson - Birgir Ólason og Þorsteinn Jóhannsson -- 1975

Föstudagur 7. október 2005  

Aðsent:  

 Í tilefni af formlegri opnun sparkvallarins í dag þá langar mig til að senda þér nokkrar myndir sem voru teknar þegar battarnir voru settir í kringum völlinn þann 13 ágúst s.l. 

Það var meistaraflokkur KS sem tók það verkefni að sér, undir öruggri handleiðslu Bigga Ingimars. --  

Kveðja,  Jónas Birgisson 

Föstudagur 7. október 2005 

Eldur kviknaði í morgun í húsi númer 30 við Hvanneyrarbraut. Húsráðandi sem var vakandi er hann varð eldsins var hringdi þá strax 112 - en þá mun  klukkan hafa verið 05:20. Lögregla og slökkvilið var mætt nokkrum mínútum síðar. Í mig var hringt um 10 mínútum síðar og þegar ég mætti klukkan 05:40 og tók fyrstu myndina sást lítill reykur, en slökkviliðinu tókst fljótt að ráða niðurlögum eldsins sem hófst í kjallara hússins, en þar var meðal annarra rafmagnstækja þvottavél. Aðeins einu sinni sá ég móta fyrir eld inni í húsinu, en það var undir lofti á efri hæðinni, að líkindum farið upp á milli þils og veggja, en eldurinn var kæfður í "fæðingu".  Þetta hús er aðeins í um 50 metra fjarlægð frá Mjóstræti 1 sem brann í síðasta mánuði, 2. september. En húsið á fjórðu myndinni er hornið á húsinu við Mjóstræti 1 sem sést til vinstri, en til Hvanneyrabrautar 30, fyrir miðju. Pálshús til hægri. Tvennt bjó í húsinu, og má segja að litlu hefði munað að ver færi hvað fólkið varðar. 

Föstudagur 7. október 2005

 AÐVÖRUN -  til Siglfirðinga -  Við margir hverjir höfum ekki gert okkur grein  fyrir því að við erum ekki alveg laus við þá hættu sem stafar af óheiðarlegu og oft á tíðum sjúku fólki, sem ánetjast hefur allskonar ólyfjan. En nú verðum við að fara að loka húsum okkar bæði daga og nætur. Sem dæmi, þá voru þrjú innbrot amk. framin í nótt við Hvanneyrarbrautina -  

Lögreglan hafði strax í morgun upp á þjófnum frá í nótt, þar sem húsmóðirin í einu húsanna (fötluð kona) stóð hann að verki og hrakti á brott, hún gat lýst honum nákvæmlega, en eftir athugun þá hafði hann náð að tæma búrið öllum kökudropum frúarinnar. 

Föstudagur 7. október 2005  ---  Canon EOS 20D myndavél til sölu. Vélin er vel með farin, tæplega ársgömul. Með vélinni fylgir standard búnaður; zoom linsa 18-55 (27-80) hleðslutæki, hugbúnaður og fleira. Mjög nákvæmar upplýsingar um þessa vélina er hægt að skoða HÉR þar sem og erlend verð á nýrri vél liggja einnig fyrir. Ný kostaði vélin hér heima 169 þúsund - verðhugmynd á nefndri vél er 100 þúsund. 

Nánari upplýsingar í síma 892-1569  --- Allar myndavélar nýkomnar á markað eru á toppverði fyrstu mánuði, síðan, fer verð þeirra lækkandi á meðan byrgðir endast, hér er eitt Íslenskt dæmi um verð: Hans Petersen   Tengill ekki lengur virkur

Laugardagur 8. október 2005  Opnunarhátíð í tilefni af formlegri opnun Sparkvallarins sunnan við Barnaskólans fór fram í gær eftir hádegið. Mikið var um dýrðir og uppákomur. Kynning á vegum HM Þýskalandi 2006 -- Grillaðar pylsur í boð KS og ..... Völlurinn var opnaður með því að klippa á borða og síðan hófst fótboltaleikur yngstu KS-inganna  Myndasyrpa frá athöfninni eru HÉR 

Laugardagur 8. október 2005  

Ein gömul:  

Mynd af Siglufirði -1975

Laugardagur 8. október 2005 -- Stúlli og Kaupmannafélagið sáu um að gera líf þeirra léttara sem versluðu í heimabyggð í gær með ljúfum tónum á Torginu. 

Laugardagur 8. október 2005  -- Enn fiska smábátarnir sem gerðir eru út héðan frá Siglufirði vel - Þessi mynd var tekin í gær er verið var að landa úr einum þeirra 

Laugardagur 8. október 2005 Í dag verður kosið um sameiningu sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu -- Ég mun síðar í dag væntanlega taka einhverjar myndir tengdar kosningunum á Siglufirði. Svo er það spurningin: Hvað á ég að kjósa - og  hvað ætlar ÞÚ að kjósa?  ---  Það kemur í ljós í kjörklefanum. -- 

En hver sem úrslitin verða,  já eða nei - þá verð ég sami Siglfirðingurinn sem hingað til og tilheyri hvað sem öðru líður, einnig búsettur í Eyjafjarðarsýslu og á Norðurlandi eystra 

Laugardagur 8. október 2005 --  Kjörstaður fyrir Siglfirðinga var opnaður á mínútunni 10:00 í morgun og á þeim tímapunti biðu tveir eftir því að komast inn. -- 

Gagnfræðaskóli Siglufjarðar

Þessir tilbúnir til að kjósa



Laugardagur 8. október 2005   

Aðsent

Stjórnarskipti fóru fram í Kiwanisklúbbnum Skildi í gærkvöldi 7. október. Í stjórn eru Guðmundur Skarphéðinsson forseti, aðrir stjórnarmenn eru Salmann Kristjánsson, Steinar Baldursson, Sigurður Hafliðason, Sigurður Ólafsson og Baldur J. Daníelsson Águst Stefánsson og Ragnar Guðmundsson -- BB 

Laugardagur 8. október 2005 --  Ég fór  til að kjósa rétt fyrir hádegið með kellu minni. -- Og eins og siður er meðal þjóðhöfðingja, að láta taka af sér myndir við slík tækifæri, þá fannst mér kona mín Guðný Ósk Friðriksdóttir engu minni persóna en "þjóðhöfðingjarnir" svo ég notaði tækifærið og smellti af henni mynd. Við borðið sitja Sigurður Fanndal - Ámundi Gunnarsson og Júlíus Hraunberg.  Ég hafði ætlað mér í morgun að fá fólk til að svara spurningu um hvað það hefði kosið og taka mynd af því eftir að það hefði kosið, (einskonar útgönguspá) en þar sem fólk var mjög trekt til að verða við þeirri ósk minni, þá sleppti ég því -- En ég veit hvað ég og kona mín kusu, og til gamans: Þannig að eftir þeirri útgönguspá, "verður sameiningin samþykkt" á Siglufirði. Ég hafði tekið ákvörðun fyrir nokkru,- en Birkir Jónsson sannfærði  konu mína, sem hafði lesið grein eftir hann.