Lífið 24.-31. Október 2004

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

24. til 31. október 2004

Sunnudagur 24. október 2004  Fyrir 50 árum: Morgunblaðið í október 1954  

Sunnudagur 24. október 2004   Ein gömul:  Bryggjur á Siglufirði 1961. - Hrímnisbryggjan næst. 

Sunnudagur 24. október 2004  

Eins og komið hefur fram, á síðum fjölmiðlanna og í sjónvarpi, þá lentu Íslensku friðargæsluliðarnir í Kapúl í hremmingum á dögunum. -   

Í blöðum, eru þeir sem voru á vettvangi nafngreindir og meðal þeirra er nefndur Friðrik Már Jónsson flugumferðarstjóri. 

Að því gefnu tilefni hafa margir sent mér tölvupóst og bent mér á að þarna væri Siglfirðingurinn Friðrik Már á meðal. 

Ég sá ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta atvik á síðum mínum því nóg kom fram í öllum öðrum fjölmiðlum um þetta. 

En til að leiðrétta þann misskilning að Siglfirðingurinn Friðrik Már hafi verið á vettvangi árásarinnar, þá upplýsist hér með að Siglfirðingurinn Friðrik Már Ásgrímsson, sem er að vísu í þessum hópi, en var ekki á vettvangi heldur við störf á flugvellinum í Kapúl. 

Það var nafni hans Friðrik Már Jónsson flugumferðarstjóri sem var á vettvangi árásinnar, hann á sem sé nafna í Kapúl. -

 Myndin hér er af Siglfirðingum Friðrik Már  

Mánudagur 25. október 2004 Aðsent: Sæll. -- Einn af þeim sem lentu í Sprengjuárásinni í Kabúl er af Siglfirskum ættum, en það er Steinar Örn Magnússon sem er barnabarn Vigdísar Magnúsdóttur, sem er systir móður minnar Hólmfríðar Magnúsdóttur. Síðast er ég frétti (kl.15:00 í gær) var Steinar á sjúkrahúsi og verið var að týna sprengjubrot úr honum.  Kveðja Siggi Ben.   (Hvar eru Siglfirðingar EKKI ? sk.) 

Mánudagur 25. október 2004  

Ein gömul: 

Löndun við Rauðkubryggju. 2. september 1962; 

Næst er Hringur SI 34 - Höfrungur II AK 150 að koma til löndunar - Haraldur AK 10 undir krana að landa og Særún SI 50 fjærst. 

"Lífið á Sigló" fyrir 82 árum: dæmigert vikuyfirlit úr blaðinu Fram árið 1922 

Mánudagur 25. október 2004  -- Á hverjum morgni, kemur maður að nafni Hafsteinn Hólm Þorleifsson á morgungöngu sinni við hjá beitningaskúr þeirra bræðra Óla og Péturs, sem staðsettur er við sjóinn framan við Síldarminjasafnið, í þeim tilgangi að gefa 40-50 dúfum sem þar halda til. Ég ákvað í morgun að setja fyrir mínum gamla vini og vinnufélaga og smella á hann mynd. Engar dúfur sá ég á vettvangi er ég mætti. Þegar Hafsteinn mætti, gekk hann að dyrum að vestanverðu og bankað þrjú högg á dyrnar. Að augnabliki loknu byrjuðu dúfur að birtast á þakinu að austanverðu þeim megin sem þær halda til og síðan þegar þær sáu Hafstein flögruðu þær til hans til að njóta þess sem Hafsteinn hafði upp á að bjóða. Þær eru oft ekki vaknaðar greyin svo það verður að vekja þær til morgunverðar með því að banka sagði Hafsteinn. 

Mánudagur 25. október 2004

 Keldusvín á ferð. Við sorphreinsun eftir óveður um daginn fannst dautt keldusvín í sorptunnu og mátti ætla að viðkomandi húseigandi hafi fundið fuglinn dauðan eða illa á sig kominn og hann síðan drepist hjá honum. 

Keldusvín er sjaldgæfur fugl hérlendis en var áður fastur varpfugl víða um land en með framræslu mýra og komu minksins telja flestir að íslenski varpstofninn hafi orðið útdauða. Þessi fugl er ungur og líklega skriðið úr eggi í sumar og borist yfir hafið frá Noregi með austanvindum í haust eins og oft gerist með skandinavíska fugla. 

Skylda er að tilkynna fund Keldusvínsins til Náttúrufræðistofnunar. Þeir bæjarbúar sem sjá til torkennilegra fugla eru hvattir til að hafa strax samband við Sigurð Ægisson eða Örlyg Kristfinnsson. 

Mánudagur 25. október 2004 - 

Í morgun voru þeir Örlygur og Sveinn á Síldarminjasafninu að flytja skip milli húsa. Þetta er líkan af Sigurborgu SI 275 sem Þráinn Sigurðsson í Ísafold átti og gerði hér út á 7. áratugnum. 

Módelið var gefið safninu fyrir tveimur árum og er smíðað af Hafsteini Vilhjálmssyni á Akureyri. Hafsteinn bjó hér í bernsku og er sonur Villa á Hraunum. - 

Hér fylgir einnig mynd af öðrum og mun stærri flutningi skips, en það er sjálfur Týr SK sem siglir þarna sína síðustu siglingu á leið inn í grunn Bátahússins í september 2002. 

Þessi flutningur var mikil framkvæmd og vakti athygli og hafa sennilega ýmsir hugsað sitt um tilganginn með þessum "fúakláfi" - en nú er Týr öndvegis gripur á Síldarminjasafninu. 

 Þriðjudagur 26. október 2004 

Tvær gamlar: Í september 1962 í lok góðrar síldarvertíðar var mjölhús SR á Siglufirði orðið fullt, allir tómir pokar búnir og mjölinu safnað í 7-8 metra háa hauga á gólfið. Pokunum var staflað liggjandi í 28-30 poka hæð, (um það bil 7-8 metra).  -- Bræðslu lauk ekki fyrr en í lok september þetta árið.  Myndirnar eru teknar  14. september 1962

Þriðjudagur 26. október 2004 


Flutningaskipið GREEN FROST hóf losun hér í morgun á 468 tonnum af frosinni rækju til vinnslu hjá Rækjuverksmiðju Þormóðs ramma Sæberg. Skipið hefur nokkrum sinnum áður komið með samskonar farma hingað til Þ.R.S.  

Myndin er tekin um klukkan 9 í morgun. 

 Miðvikudagur 27. október 2004 

 Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleiknifór fram þann 18. september við hús Sjóvá-Almennra í Reykjavík. Þar gerði "garðinn frægan" og ekki í fyrsta skipti Birgitta Pálsdóttir frá Siglufirði. 

Það virðist vera orðinn gamall vani hjá henni að sigra í þessari keppni- þó lítið hafi borið á henni, en ég frétti af þessu í gærkveldi og stal þessari mynd af síðunni Brautin: http://www.brautin.is/birtafrett.php?frettid=59 

Sjón er sögu ríkari; "smelltu" þér á Brautina og náðu í frekari upplýsingar um keppnina, auk fleiri mynda- og ýmsu fleiru tengt almennum akstri.  

Myndin er frá síðunni 

Fimmtudagur 28. október 2004


Ein gömul:


 Í marsmánuði 1962: 

Sigurður Magnússon múrarameistari og Þorleifur Hólm múrari að vinna saman við hleðslu í eldhólfi í einum af þremur  þurrkaraofnum SR46 

Fimmtudagur 28. október 2004  

Morgunblaðið fyrir 50 árum.   Togarinn Hafliði SI 2 strandar 

Fimmtudagur 28. október 2004  

Almyrkvi á tungli var í nótt. 

Ekki ætlaði ég að vaka eftir honum til að taka mynd, en ég vaknaði  þó óvænt rétt fyrir klukkan 2 og leit út. 

Það var skýmistur á milli tungls og jarðar, en sást þó þokkalega til tunglmyrkvans í sjónauka. 

Ég sótti myndavélina og tók þessa mynd (án þrífóts) svona rétt til að staðfesta það sem ég sá. 

Þetta er ekki fagmannlegt skot, en það er þarna, tekið klukkan 1:58:30 og ég aftur sofnaður stuttu síðar 

Föstudagur 29. október 2004 


Ein gömul: 


Kjartan Einarsson, þá dyravörður á Hótel Höfn og Kristfinnur Guðjónsson ljósmyndari. 

Myndin er tekin á árshátíð SR-inga, 5. janúar 1963. 

Föstudagur 29. október 2004 -- Þeir vinna af miklum ákafa Bás-karlarnir við lagningu frárennslislagnarinnar, þarna staddir í sneiðingnum upp að Kirkjustíg. Þessir tveir karlar; Þröstur Ingólfsson og Ægir Bergsson, vildu endilega láta það koma fram að þeir væru sko aðalkarlarnir og vildu fá mynd af sér á Lífið á Sigló. 

Laugardagur 30. október 2004


  Ein gömul:

 

Einar Ingimundarson - Eyþór Hallsson og Þóroddur Guðmundsson, 1963 

Sunnudagur 31 október 2004 

Ein gömul:

Þessi mynd er tekin í Æskulýðsheimilinu við Vetrarbraut á Siglufirði, þegar heimilið var opnað til notkunar og sýnis þann 24. febrúar 1963  

Ekki þekki ég krakkana, en eflaust hafa margir gaman af að spreyta sig á því að þekkja þá. 




Sunnudagur 31 október 2004   



Morgunblaðið fyrir 50 árum: 

Sjópróf vegna strandsins á togaranum Hafliða SI 2  

 Sunnudagur 31 október 2004 

Athugið: Ég átti brýnt erindi suður til Reykjavíkur, nú í morgun Sunnudag. 

Ég kem ekki til baka fyrr en á þriðjudagskvöld eða jafnvel miðvikudag 3. nóvember, geri ég ráð fyrir. Þannig að síða mín verður ekki uppfærð á meðan. 

Ég vona að mér verði fyrirgefið.