Sunnudagur 11. júlí 2004
Ein gömul:
Frímann Guðbrandsson og Þorkell Jónsson-1964(+/-)
Sunnudagur 11. júlí 2004 Þjóðlagahátíð. Henni lýkur í dag eftir mjög vel heppnaða dagskrá og einstaka veðurblíðu 18-20 °C hiti alla dagana.
Það er ekki að efa að margir hafa tekið margar ljósmyndir þessa daga. -
Og ef þú sem þetta lest næstu 2-3 dagana ert einn af þeim- og þú átt í fórum þínum skemmtilegar myndir af einhverju augnabliki sem þú hefur fest í tölvutækt form og sendir mér, þá mun ég safna þeim í myndaseríu og birta á vefnum mínum. Þetta þurfa að vera myndir af börnum eða fullorðnum, stöddum einhversstaðar á Þjóðlagahátíð.
Sunnudagur 11. júlí 2004 Grænlenska rækjuveiðiskipið Steffen C kom hingað með stóran rækjufarm til Þormóð Ramma Sæberg. Þetta er systur skip Regina C sem var hér í síðustu viku með samskonar farm.
Sunnudagur 11. júlí 2004 Gestir þeir sem hér hafa verið síðustu daga, bæði í tengslum við Þjóðlagahátíð- og annað, eru nú óðum að taka saman föggur sínar og undirbúa brottför til síns heima.
Mánudagur 12. júlí 2004 Ein gömul: Ottó Jóakimsson og Ægir Jóakimsson
Mánudagur 12. júlí 2004 Loðna. - Súlan losaði í morgun loðnufarm, Björg Jónsdóttir var enn að landa í hádeginu- og Siku beið með fullfermi eftir löndun. Þá er Steffen C hér ennþá og að auki var olíuskip að losa olíu til Steffen C og til lands hjá Olís.
Mánudagur 12. júlí 2004
Skemmtiferðaskip sigldi fyrir fjörðinn í vesturátt klukkan 16:20 í gær. Það var þoku eða rigningarsuddi á þessum slóðum, svo myndin hér er ekki eins góð og hefði verið sólskin.
En hvað því líður: Hvað ætli þurfi til, til að svona skip komi inn á fjörðinn okkar? - Ég tala nú ekki um ef maður hefði efni á því að taka far með slíku skipi.
Myndin er tekin frá gangnamunna að austan.
Skipið heitir AIDA BLU og er 245 metra langt og 32ja metra breitt 14 dekk (hæðir) rúmar 1596 farþega í herbergjum og svítum og er skipið er mælt 70.285 brúttó tonn. Svo varla má búast við að svona stórt skip hætti sér inn á Siglufjörð.
Mánudagur 12. júlí 2004 Hólsbrúin. Eins og Siglfirðingar vafalaust vita, þá voru tilboð í smíði nýju brúarinnar opnuð 15.06.2004. - Samkvæmt upplýsingur frá vegagerðinni hafa orðið tafir á að framkvæmdir hæfust, - Ekki er búið að ganga frá samningum við lægstbjóðenda, Mikael ehf, en það verður líklega gert á næstu dögum.
Þriðjudagur 13. júlí 2004 Ein gömul:
Sigríður Jóhanna Konráðsdóttir (Sigga Konn) og Guðrún Anna Ólafsdóttir frá Gautastöðum í Fljótum, kona Jóhannesar Bogasonar.
Þriðjudagur 13. júlí 2004 Þjóðlagahátíð. Nokkrar myndir frá Sigló-Myndir (Þórleifur Haraldsson 467-1114) SmelltuHÉR.
Dagskráin: http://siglo.is/festival/2004/ Vonandi geyma þeir þessar upplýsingar á vefnum, til seinni tíma. - Svona eins og allar mínar verða varðveittar, vonandi.
Þriðjudagur 13. júlí 2004 Höfnin annarsvegar og krían hinsvegar hjá Þormóði Ramma. Sveinn Þorsteins sendi mér þessar myndir. Önnur myndin hér fyrir neðan sýnir olíuskip þröngva sér á milli loðnuskipsins Bjargar Jónsdóttur ÞH og Grænlenska rækjutogarans Steffens C til að geta dælt olíu á land. Það gekk allt af óskum.
Hin myndin sýnir kríuna krækja sér í fæðu handa ungum sínum, - frá brettum með frosinni rækju sem verið var að taka úr frystigeymslu Þ.R.S. og setja á vörubíl til flutnings og vinnslu í rækjuverksmiðjunni
Þriðjudagur 13. júlí 2004
Aðsent:
Málið er, að þegar Grikkir unnu Frakka á EM þá skoraði Toni á Jóhannes bróður sinn að ef Grikkir yrðu Evrópumeistarar, þá þyrfti Jóhannes að klæðast laki eins og Grikkir gerðu forðum daga.
<<<<< Svo átti hann að hlaupa hring á torginu.
Þetta gerði hann svo á laugardagskvöldið síðasta. Ég tók nokkrar myndir af þessu. Þarna voru nokkrir
komnir til að sjá þetta hjá honum. En hann klæddist laki, með illgresi í hárinu og í inniskóm og sveiflaði Gríska fánanum.
Kveðja Eygló
E.S. Faðir bræðranna er Grikkinn Jóhannes Arelakis, eða Jannis (fb.Janus) eins allir kalla hann hér, en hann hefur búið á Sigló í um 24 ár.
Þriðjudagur 13. júlí 2004
Bílvelta.
Í nótt eða snemma í morgun mun þessi bifreið hafa ekið útaf nýja veginum á leið upp í Hvanneyrarskál og hafnað niðri á gamla hluta vegarins. Nokkur ferð virðist hafa verið á bílnum, þar sem hann endastakast og lenti á hvolfi. Fallið sjálft er þó ekki nema 3-4 metrar.
Vegurinn sjálfur er nokkuð góður af malarvegi að vera, breiður en nokkur lausamöl á honum. Lögreglan kom á staðinn um klukkan 8 í morgun, en bíllinn blasir við vegfarendum neðar í byggðinni, sem létu lögreglu vita. Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanni kl. 10:30, er ekki enn vitað um aðdraganda slyssins, né frétt af viðkomandi,- en verið er að kanna tengils skráðs eiganda við atburðinn, en ekki hefur náðist samband við hann sjálfan. Málið er því í enn rannsókn.
Þriðjudagur 13. júlí 2004
Aðsent: Húsið Lindargata 6b verður auglýst í Tunnunni á morgun til endurnýjunar eða flutnings, (gefins)
Ef enginn vill eiga húsið verður það rifið. Þar sem allir gamlir Siglfirðingar og vinir okkar lesa Lífið á Sigló værum við þakklátir ef þú birtir mynd og smá texta með á síðunni þinni:.
Kv. Óli B (bæjarstjóri) --- Á dögunum var svipað hús (10. júlí) flutt á Ásinn, það ætti að takast að koma þessu húsi fyrir á svipuðum slóðum ef vilji væri til.
Upplagður sumardvalarstaður fyrir brottflutta og vandamenn. SK
Miðvikudagur 14. júlí 2004
Fjölmiðlalögin: Nú er mér ljóst betur en nokkru sinni áður, að færni í ræðumennsku og skynsemi þingmanna okkar í nútíð og fortíð fer ekki saman. Þeir eru og hafa ekki verið færir um að setja saman lagafrumvörp og samþykkja lög án þess að misjafnlega skinsömum lögfræðingum takist að túlka þau á annan hátt en þeir sem settu þau hugsuðu, en komu ekki fyrir í lögunum sjálfum- þó svo að þeir hafi notið aðstoðar "skynsamra" lögfræðinga. --
Eftirá reyna lögfræðingarnir ávalt að túlka lögin í takt við óskir skjólstæðinga sinna- og svo virðist sem þeirra eigin skoðanir og túlkanir áður og annarsstaðar, bæði í ræðu og riti komi viðkomandi máli ekkert við.
Þeirra hlutverk er að verja skoðanir og málstað skjólstæðings síns og ekkert annað má skyggja á það.
Þetta þykist ég geta lesið úr viðtölum við þingmenn, ráðherra og lögfræðinga í fjölmiðlum, sem og í mörgum tilfellum tala ekki og framkvæma samkvæmt sinni eigin sannfæringu, þó svo í tilfelli þingmanna, þeir eigi að gera það samkvæmt stjórnarskránni, stjórnarskrána sem virðist vera hægt að túlka á ótal vegu, allt eftir málstað viðkomandi.
Fari þetta fjölmiðlaskrípi að lokum fyrir þjóðina, eins og forsetinn ætlaðist til.- Hvern andskotann á maður svo að gera? Sitja heima, eða kjósa það sem annar hvor armurinn vill ! (?) S.K.
Miðvikudagur 14. júlí 2004 - Ein gömul:
Hvað skal gera, var kóngurinn farinn? Þetta eru þeir Eggert Theódórsson og Halldór Guðmundsson í Frón, á "spilakvöldi"
Miðvikudagur 14. júlí 2004
Bíllinn sem fannst á hvolfi í gærmorgun fyrir neðan veginn upp í Hvanneyrarskál hefur nú verið fjarlægður.
Að sögn sýslumanns Guðgeirs Eyjólfssonar er málið enn óupplýst. En að sögn eigandans var bifreiðin skilin eftir fyrir utan bifreiðaverkstæði með lyklum í, sem ekki er óalgegnt á Siglufirði, þó ekki næturlangt eins og sagt er frá í þessu tilfelli.
Og "götubylgjan" segir að skipverji (ar?) á Grænlenska togaranum sem var hérna í gær séu viðriðnir málið, sem mér þykir þó ólíklegt miðað við það að togarinn er farinn úr höfn- og málið að sögn sýslumanns óupplýst.
Miðvikudagur 14. júlí 2004 Alls eru nú komin á land hér á Siglufirði tæp 13 þúsund tonn af loðnu/kolmunna til bræðslu. Í morgun landaði hér Súlan EA 300 rúmum 700 tonnum og Siku kom þar á eftir með 11-1200 tonn sem verið er að landa nú klukkan 10:45.
Myndin hér fyrir neðan sýnir Siku leggjast að bryggju rúmlega 8 í morgun. - Hin sýnir aflatölur
Fimmtudagur 15. júlí 2004
Veraldarvinir-Worldwide friends, erlendu unglingarnir sem hér hafa verið undanfarnar vikur- og sagt var frá Laugardaginn 10. júlí. héldu einskonar kveðjuhóf fyrir þá sem þeir hafa kynnst á meðan þeir dvöldu hér. Þetta eru 11 krakkar frá 8 löndum.
Hvert og eitt þeirra kynntu sig með smá ræðustúf á enska tungu- og buðu síðan viðstöddum að bragða á 8 þjóðarréttum þeirra, sem kalla mætti forrétti.
Þetta voru allskonar réttir sem þau höfðu hjálpast að við að matreiða- og vildu þakka fyrir það hlýlega viðmót sem þau sögðust allstaðar hafa fundið fyrir á Siglufirði. Hófið var haldið í Lionshúsinu.
Upphaflega var ráðgert að halda þetta utandyra á tjaldstæði bæjarins,- en það fór að rigna lítilsháttar svo þetta var flutt inn. Ég var þarna mættur- og þakka ég fyrir veitingarnar og öll brosmildu andlitin.
Fimmtudagur 15. júlí 2004 Ein gömul:
Jóhann Guðnason (afgr.Eimskip) og Þórarinn Dúason hafnarvörður.
Fimmtudagur 15. júlí 2004 Norska loðnuskipið Teigens losaði rúm 500 tonn í gærkveldi - Havfisk var að landa um 500 tonnum af loðnu í morgun. Þriðja norska skipið kemur eftir hádegið með um 600 tonn og Björg Jónsdóttir er væntanleg í nótt með loðnu.
Þá er 15.000 tonna markinu náð. Vonandi verður það tvöfalt þetta magn a.m.k. sem hingað kemur á sumarvertíð.
Föstudagur 16. júlí 2004
Ein gömul:
Ég þekki flest andlitin, en man ekki öll nöfnin.
Myndin er tekin á myndavél Guðnýjar Ósk Friðriksdóttur, á kvenfélags ferðalagi.
https://www.flickr.com/photos/136670970@N04/sets/72157662179495506
Föstudagur 16. júlí 2004 Sumarkvöld í kirkjunni. Í gærkveldi voru Þorvaldur Halldórsson og kona hans Margrét Scheving með kvöldstund á þægilegum nótum í Siglufjarðarkirkju, við talað orð og söng. Þetta fór vel fram eins og búast mátti við. Hljómuðu raddir þeirra í söngnum vel í mínum eyrum- og ekki hefur Þorvaldur misst röddina, því hann söng með sama krafti og hingað til. Vel var tekið undir með söng þeirra, þegar þau hjónin hvöttu til- og fóru allir ánægðir heim að þessu loknu.
Þau eru á ferðalagi hringinn í kring um landið og halda samkomu í sem flestum kirkjum á vegum þjóðkirkjunnar.
Föstudagur 16. júlí 2004 Næstu daga kemur út ný hljómplata (geisladiskur) með lögum frá Siglufirði. Það er Siglfirðingurinn Leó Ólason sem stendur fyrir útgáfu hennar. Platan ber nafnið Svona var á Sigló, Skip og bátar bryggjur og plön. Margir góðir söngvarar koma við sögu. m.a. Hlöðver Sigurðsson, Þorvaldur Halldórsson, Baldvin Júlíusson, Rafn Erlendsson, Stefán Friðriksson, Þorsteinn Sveinsson, Ómar Hlynsson, Hófí dóttir Rabba, Kristbjörn Bjarnason, Eva Karlotta og fleiri góðir. Lög eins og Lindin Tær, Kveiktu Ljós, Eftir ballið, hljóma á þessari plötu. Meðfylgjandi mynd er af gömlu félögunum, hljómsveit og söngvarar: Í hljómsveitinni Miðaldamenn frá árinu 1980 - Erla Guðfinnsdóttir, Kristín , Leó Ólason, Birgir Ingimarsson og Sturlaugur Kristjánsson (Stúlli)
Föstudagur 16. júlí 2004
Gömul veghleðsla.
Verið er að hreinsa mold og gróður af veghleðslunni við Suðurgötu.
Á myndinni sést hvernig hleðslan lítur út, þarna mótar einnig fyrir löngu horfnum vegi sem lá niður að Snorragötu- og notaður var í gamla daga til að komast niður að Skaftaplani og fleiri stöðum sem voru við Snorragötuna.
Föstudagur 16. júlí 2004 Loðna og kolmunni. Afli kominn á land hjá Síldarvinnslunni á Siglufirði nú í sumar er kominn upp í rúm 16 þúsund tonn + 5.222.520 tonn frá lélegri vetrarvertíð á árinu. Skoðaðu aflaskýrsluna neðst á þessari síðu. Fjögur Norsk skip eru væntanleg með slatta.
Laugardagur 16. júlí 2004 Ein gömul: - Guðmundur Baldvinsson -- Jón Ágústsson og Hansína Jónatansdóttir. Frystihús SR 1963 (+/-)
Laugardagur 16. júlí 2004 Þessar fallegu stúlkur eru starfsmenn Síldarminjasafnsins, þær eru þarna að "slappa af" áður en fyrstu gestir safnsins koma í dag. Myndin var tekin rétt eftir opnun safnsins klukkan 10 í morgun- og þær heita Aníta Elefsen og Steinunn Sveinsdóttir Og þær starfa þar enn árið 2019 + Nú sem yfirmenn safnsins,; Safnstjóri og Sviðsstjóri.
Laugardagur 16. júlí 2004
Þormóður Rammi Sæberg hf. hafa í sumar safnað að sér óvenjulega mikið af frosinni úthafsrækju, bæði frá stórum erlendum rækjuveiði skipum, innlendum og sínum eigin skipum- sem og nokkrum förmum erlendra flutningaskipa.
Allar geymslur þeirra eru nær fullar, auk þess sem mikið magn er geymt í tugum frystigáma. Þetta eru framsýnir menn, sem safna hráefni á meðan framboð er mikið og verðið lágt- og hafa svo nægt hráefni til vinnslu á komandi mánuðum, fyrirtækinu og starfsfólki til góða. -
Myndin sýnir eitt flutningaskipið losa frosna rækju til Þ.R.S. í morgun.
Laugardagur 16. júlí 2004
Seglskútur.
Yfir tugur seglskúta, stórar og smáar frá mörgum þjóðum, sem og innlendar hafa heimsótt Siglufjörð það sem af er sumri, allt frá Bandaríkjunum - Norður Ameríku svo og ýmsum Evrópulöndum og komið hefur fyrir að allt að 3-4 skútur hafi legið í höfninni í einu. Þessar tvær lágu í Bátahöfninni í morgun.