Sunnudagur 13. mars 2005 Ein gömul:
Skíðalandsmótið á Siglufirði -
Umfjöllun Morgunblaðsins bls. 30
Óveður setti svip á mótið ásamt unga fólkinu. Frábær undirbúningur og framkvæmd Siglfirðinga. HIÐ unga skíðafólk sem mestan svip setti á landsmótið á Siglufirði um páskahelgina fékk sannarlega eldskírn veðurguðanna. Mestan hluta keppnis tímans var stórhríð og stormur og vægast sagt mjög erfiðar aðstæður.
Svona hófst frétt í Morgunblaðinu 29. mars árið 1967- Ef þú villt lesa frekar, þá smelltu hér og lestu um mótið á tveim síðum + barna- er uppfærð-
Morgunblaðið: Siglfirðingur vann fyrsta Íslandsmeisttitilinn í göngu En krakkarnir fóru í fyrstu „sn/ójbofufceppn/na" http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113430&pageId=1383464&lang=is&q=1967 bls. 30
Mánudagur 14. mars 2005 --
Félag eldri borgara á Siglufirði og í Fljótum, hélt kynningarfund fyrir 60 ára borgara og eldri, með rausnarlegum kaffiveitingum, tertum og góðgæti í boði Kvenfélagsins Von. -- Ýmislegt var til skemmtunar, einsöngur, danssýning og fleira, auk almennra fundarstarfa. Kona mín var þar mætt með myndavélina. Smelltu HÉR
Mánudagur 14. mars 2005 -- Ein gömul:
Jólaskrauti komið fyrir um borð í Haferninum, jólin 1967 - Einhversstaðar undan ströndum Frakklands.(?) Guðmundur Björnsson háseti og Snorri Jónsson rafvirki.
Mánudagur 14. mars 2005 "Í kartöflugörðunum heima" Var það ekki einhvern tíma þannig sem Árni Jonssen raulaði forðum daga ?.
Nágranni minn Eiður, sendi mér tölvupóst rétt fyrir klukkan 23:00 í gærkveldi og sagði mér að hafísjakar væru að banka á dyrnar hjá okkur. Við eigum heima í tveim nyrstu húsunum í bænum, rétt við sjóinn. Viti menn, það var kominn "óslitin" ræma alveg inn í Hvanneyrarkrók að Öldubrjót og út með allri fjöru svo langt sem maður sá fyrir snjókomunni (él). Þegar ég opnaði svaladyrnar heyrðist hávaðinn í jökunum, vegna hreyfingar sjávar, sem bendir til þess að ekki sé þessi hafís mjög þéttur þar sem talsvert brim er. Ég tók að vísu mynd (í myrkrinu) frá svölunum mínum, en áttaði mig á um leið og ég smellt, að slíkt var tilgangslaust þar sem leiftur ljósið lýsir upp hríðina og myndar "gardínu" sem ekkert sést í gegn um. Það koma myndir þegar birtir. - Klukkan er 23:30 13 .mars, þegar þetta er skrifað, en síðan fer/fór út fyrir miðnættið
Mánudagur 14. mars 2005 -- Ísrek inn á Siglufjörð,
Ísinn sem kominn var inn fjörðinn í gærkveldi virtist í myrkrinu séð frá svölum mínu, var fljótt á litið ekki mikill, en var meiri en það sem ég hafði ályktað. Það kom í ljós í birtingunni og megnið komið inn í Hvanneyrarkrók og meðfram ströndinni syðst. Þessi mynd var tekin frá svölum mínum klukkan 08:15 í morgun.
Þetta eru ekki mjög stórir jakar, samanburðinn má sjá á kollunni sem er þarna rétt fyrir framan.
Mánudagur 14. mars 2005
Kaupmannafélag Siglufjarðar tilnefnir Mann mánaðarins Þórarinn Vilbergsson og Fyrirtæki mánaðarins: DB Fisk ehf
Mánudagur 14. mars 2005 --
Aðsend mynd: Alvöru hafís jaki. Þessi mynd er víða til á netinu, og þetta er alvöru ljósmynd, tekin í einstaklega tærum sjó og góðri birtu. Hún sýnir glöggt hvernig borgarísjaki lítur út, ofansjávar og neðansjávar, þar sem 9/10 hlutar jakans er neðansjávar. (sendandi: Guðmundur Gauti Sveinsson)
Nýjar aðsendar upplýsingar um myndina:
Myndin er tekin af kafara sem starfar hjá borpalla fyrirtækinu Global Marine Drilling á borpalli sem staðsettur er í St.Johns, Nýfundnalandi.
Þeir sjá um að breyta stefnu borgarísjaka, þannig að þeir rekist ekki á olíuborpallana á svæðinu, eða sprengja þá í tætlur stafi hætta af þeim.
Við þetta einstaka tækifæri var hafið lygnt og kristaltært og sólin skein beint ofan á ísjakann. Talið er að þessi borgarísjaki sé í kringum 300 milljón tonn að þyngd.
Þriðjudagur 15. mars 2005 -- Ein gömul: Svo eru menn að kvarta yfir smá éljum í dag og nokkra sentimetra snjólagi. Svona var venjulega umhorfs á veturna hér áður fyrr, en þessi mynd er tekin 15. mars árið 1967- Það er fyrir 38 árum, á Hvanneyrarbrautinni. Séð til norðurs
Þriðjudagur 15. mars 2005
Ef þér leiðist, og þig vantar eitthvað spennandi til að skoða, þá skaltu skella þér á þessa síðu. https://tellmewhereonearth.com/Web%20Pages/Zany/Zany_Page_1.htm
Þessi síða er erlend, og er með aragrúa tegunda mynda, þrauta, skrítnar myndir og helling af tenglum til svipaðra myndefna.
Byrjaðu á því að skoða meðfylgjandi mynd og vittu hvort þú getur ekki lesið eitthvað út úr henni, sem ekki sést í fljótu bragði
Þriðjudagur 15. mars 2005
Úthlutun úr menningarsjóði Sparisjóðs Siglufjarðar fer fram á Kaffi Torg í kvöld þriðjudaginn 15. mars kl. 20,30. Allir hjartanlega velkomnir, kaffiveitingar í boði Sparisjóðsins. Stjórn menningarsjóða Sparisjóðs Siglufjarðar
Þriðjudagur 15. mars 2005
Unglingameistaramótið á skíðum fer fram hér 18-20 mars. Unglingar sem keppa eru 13-16 ára.
Dagskráin er neðst á þessari síðu.
Þriðjudagur 15. mars 2005
Sviðaveisla hjá Síldarvinnslunni Siglufirði. Mér hlotnaðist sá heiður í dag að vera boðin í veglega sviðaveislu með fyrrverandi vinnufélögum mínum. Þar var hraustlega tekið á veitingunum enda af nógu að taka. Ég tók auðvitað myndavélina með og smellti á nokkrum myndum. Sem má sjá HÉRNA
Efsta myndin er af öllum starfsmönnum SR árið 2003
Næsta mynd er af öllum starfsmönnum árið 2005 S.V.S. (SR) sem er talsvert minni hópur heldur en árið 2003
Eitt ber að varast við skoðun myndarinnar sem var tekin í dag, (2005) það er að hausinn sem Friðrik heldur á, er EKKI einn af sviðahausunum sem á borðum var.
Vinurinn var fjarverandi, en til að sýna hve myndarlegur maðurinn er þá ákvað Friðrik að gera af honum afsteypu.
Tengill til fleiri mynda hér ofar)
Miðvikudagur 16. mars 2005
Ein gömul:
Til samanburðar við myndirnar fyrrnefndu, þá er hér mynd af starfsmönnum Síldarverksmiðja ríkisins árið 1930 -
"Sami" vinnustaður undir þrem nöfnum, Síldarverksmiðjur ríkisins, SR MJÖL HF og síðan Síldarvinnslan Siglufirði. (Eigandi: Síldarvinnslan Neskaupstað).
Ljósmyndari þeirrar ljósmyndar: Vigfús Sigurgeirsson.
Miðvikudagur 16. mars 2005
Menningarsjóður Sparisjóðs Siglufjarðar úthlutaði í gærkvöld á Kaffi Torg úr menningarsjóðinum samtals 1.850.000 krónum.
Upphafsorð Ólafs Jónssonar; útskýringar ásamt lista yfir styrkþegana er neðst á þessari síðu
Miðvikudagur 16. mars 2005 Aðsent:
Hrönn Einarsdóttir sendi mér þessa mynd seint í gærkveldi.
Hún hefur greinilega gott auga fyrir myndefninu. Hún notar þarna sólarbirtuna og skugga til að gera mynd sína áhrifameiri.
Miðvikudagur 16. mars 2005 Aðsent: Frétt úr Bæjarins Besta, Vestfjörðum: bb.is | 16.3.2005 08:55:00
Kosningum um sameiningu sveitarfélaga frestað til 8. október
Kosningar um tillögur sameiningarnefndar sveitarfélaga sem fram áttu að fara þann 23. apríl munu frestast til 8. október ef stjórnarfrumvarp sem félagsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi verður samþykkt. Sem kunnugt er lagði nefndin fram tillögu um viðamikla sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum sem hefur ekki hlotið mikinn stuðning meðal sveitarstjórnarmanna.
Í greinargerð með frumvarpinu segir að ástæða seinkunarinnar sé tvíþætt. Annars vegar hafi tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir að ná samkomulagi í tekjustofnanefnd um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga og því hafi dregist að sameiningarnefnd kynnti endanlegar tillögur sínar. „Er því nú ljóst að ekki er nægur tími til stefnu til að tillögurnar geti fengið nægilega kynningu og umfjöllun í viðkomandi sveitarfélögum fyrir kjördag. Hins vegar er ástæðan sú að undirbúningur atkvæðagreiðslu um tillögur sameiningarnefndar er kominn misjafnlega vel á veg á einstökum svæðum" eins og segir orðrétt í greinargerðinni. Þá segir að allmargar sveitarstjórnir hafi lýst yfir þeim áhyggjum sínum að frestur til að kynna kosti og galla sameiningartillaganna og undirbúa atkvæðagreiðslu sé ekki nægur ef kjósa þarf 23. apríl 2005.
Fimmtudagur 17. mars 2005 Ein gömul:
Texti með mynd: Leó R Ólafsson: Eld-gamla Apótekið. Húsið stóð á sömu lóð og Bakaríið stendur á í dag. Þetta var upphaflega Aðalgata 28 sem Aage Schiöth keypti og hóf lyfsölu í, en hann lét síðan flytja húsið á baklóð líklega 1929 og taldist það eftir það vera nr. 28b. Hann stækkaði það til norðurs að lóðarmörkum og byggði svo hús það sem nú stendur á lóð nr 28 sem upphaflega hýsti apótekið, þá rafmagnsverkstæði Ingólfs, svo Diddabúð og síðast bakaríið, en ég keypti húsið árið 1981. Einhverju síðar var svo skúrinn byggður milli húsanna og tengdi þau saman og í honum og gamla húsinu á myndinni var gosverkssmiðjan góða sem við Siglfirðingar munum sumir eftir. Áður en hann hóf að byggja nýja húsið hafði hann makaskipti á lóðum við Lárus Blöndal þannig að hann fékk ræmu af Aðalbúðarlóðinni við Aðalgötu og lét í staðinn mun stærri lóð við Grundargötu og þar er nú meðal annars bílastæði sem tilheyrir Aðalbúðinni. Þetta gerði honum kleift að byggja mun stærra og reisulegra hús sem setur mikinn svip á götumyndina enn þann dag í dag. Ég reif milliskúrinn 1982 og síðan gamla húsið 1983 en þá voru báðir þessir hlutar með öllu orðnir ónýtir og reyndar ekkert annað en stór slysagildra. Myndin frá því um 1929 eða fyrr. Heimildarmenn mínir voru aðallega Ingólfur í Höfn og Birgir Schiöth og hafi eitthvað skolast til í áranna rás og þú telur þig geta leiðrétt mig, þætti mér hið besta mál að það yrði gert. -
Mínar bestu kveðjur – Leó. -- Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson.
Fimmtudagur 17. mars 2005 -- Það gefur á bátinn.
Þessi mynd var tekin í gær, þegar báturinn Kristinn Friðrik SI 5 102 sigldi út fjörðinn um 12:30 Ekki veit ég hvert ferðinni var heiti, til fiskjar eða annað.
000000000000
Fimmtudagur 17. mars 2005
Skíðaunnendur það er nægur snjór á skíðasvæðinu við Skarðsdal á Siglufirði.
Skoðið Myndir Vísað er hér til vefsíðu Skíðafélags Siglufjarðar, en efnið nú 2016 ekki aðgengilegt ! Hér er önnur síða
ooooooooooooooooooo
Fimmtudagur 17. mars 2005
Samgönguráðherra boðar til opins fundar þann19. mars klukkan 14:00 um samgöngumál í Bátahúsinu - Með honum kemur Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og Hreinn Haraldsson framkvæmdastjóri Vegagerðarinnar. Þar verða til umræðu jarðgangamál og fleira.
Fimmtudagur 17. mars 2005
Allinn-Sportbar:
Ég leit inn á æfingu í gærkvöld hjá hópnum "Frá Óperu til Idol" sem ætla að koma á framfæri
"Meiriháttar - Stórkostlegum - frábærum" söng og skemmtiatriðum í Allanum- Sportbar, næstkomandi laugardagskvöld 26. mars.
Miðað við góða skapið og stemminguna, sem ríkti þegar ég mætti til að hlusta á þau, þá lofar framhaldið góðu.
Myndin sýnir meirihluta skemmtikraftanna sem voru á æfingu.
Fimmtudagur 17. mars 2005
Hestamennska:
Katrín Dröfn Haraldsdóttir hefur verið valin ásamt Eyrúnu Ýr Pálsdóttur, frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til þátttöku á stórmóti framhaldsskólanema sem haldið verður í reiðhöllinni í Víðdal í Reykjavík 18.-20 mars.
Árangur Katrínar verður að teljast mjög góður þar sem aðeins tveir nemendur úr þessum fjölmenn skóla komust áfram úr forkeppninni. Katrín keppir í fjórgangi á hestinum Ofsa frá Engimýri. Katrín verður í 6. hópi inn á völlinn, þrír keppendur eru inní á vellinum í einu. Þessa frétt er að finna á: http://www.847.is/
Framhaldsskólamótið 2005
Hið árlega Framhaldsskólamót í hestum verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal 18. - 20 mars næstkomandi. Keppt verður í fjórgang, fimmgang, tölti og fljúgandi skeiði.
Vinningar í ár eru með þeim glæsilegustu sem gefin hafa verið á þessu móti og ýmis aukaverðlaun eru einnig í boði. -- Framhaldsskólamótið er eitt af stærri innanhúsmótum ársins og hvetjum við alla til að koma og sjá spennandi og skemmtilega keppni.
Fjölbreyttar veitingar verða seldar á staðnum og kynningarbásar t.d. frá Hólum verða starfræktir á meðan mótinu stendur. Meira um mótið, reglur, dómara og ráslista má finna á www.blog.central.is/frhskolanefndin
Föstudagur 18.. mars 2005
Vinsamlega, athugið, :
Áttunda barnabarn mitt Silja Sif Kristinsdóttir, verður fermd nú um helgina.
Hún á heima í Reykjavík, þar verð ég viðstaddur og á meðan verður síða mín ekki uppfærð, frá föstudegi 18. klukkan 07:00 til mánudags seinnipartinn ? þann 21.
Föstudagur 18.. mars 2005 -- Ein gömul:
Snjó mokað af mjölhúsþaki S.R.P. í aprílmánuði árið 1976 Á myndinni eru:
Jón Sigurðsson frá Skarðdal, Jón Kristjánsson og Njáll Jónasson
Dagskrá
Föstudagur 18.mars
20:00 Setningarathöfn Siglufjarðarkirkju
20:30 Fararstjórafundur í Ráðhúsi
Laugardagur 19. Mars
09:30 Brautarskoðun 15-16 ára svig Svig
11:30 Brautarskoðun 13-14 ára svig Svig
13:00 Ganga hefðbundin Sauðárkróki
Fararstjórafundur að lokinni keppni í Skíðaskála
20:30 Diskótek Allinn Sportbar
Sunnudagur 20 .mars
09:00 Brautarskoðun 16-15 ára Stórsvig
10:30 Brautarskoðun 13-14 ára Stórsvig
11:00 Ganga frjáls Sauðárkróki
16:00 Risasvig
20:00 Verðlaunaafhending og mótsslit Kaffi Torgi
Gisting:
Gistiheimilið Hvanneyri s. 467-1378
Íþróttamiðstöðin Hóli s. 467-1284/8641183
Gististjóri; Ásmundur Einarsson s. 840-0420, nfragt@simnet.is
Gististjóri Guðrún Ó Pálsdóttir s. 864-1183
Skráningar:
sigsoley@simnet.is fyrir kl 21:00 miðvikudagskvöldið 16/3
Mótsstjóri:
Haukur Ómarsson s. 861-9236, haukur@primex.is
Leikstjóri Alpagreina:
Egill Rögnvaldsson s. 892-6077, egillr@simi.is
Leikstjórar í göngu:
Birgir Gunnarsson s. 897-3464
Þórhallur Ásmundsson s. 897-5729
Veitingastaðir:
Kaffi Torg s. 467-2000
Allinn Sportbar s. 467-1196
Pizza 67 s. 467-2323
Bensínstöð s. 467-1415
Aðrar upplýsingar:
Sundhöll s. 467-1352
Skíðasvæði s. 878-3399
Upplýsingar um mótið s. 878-2120
SSS
Upphafsorð Ólafs Jónssonar Sparisjóðsstjóra, sem jafnframt var formaður Úthlutunarnefndar Menningarsjóðs Sparisjóðs Siglufjarðar:
Ágætu gestir
Í annað sinn er verið að veita styrki úr Menningarsjóði Sparisjóðs Siglufjarðar.
Á síðasta ári var veitt úr sjóðnum kr 1.500.000 en nú verða veitt kr 1.850.000.
Framlag Sparisjóðsins var hækkað milli ára úr 1.000.000 í 1.250.000, auk þessa eru tekjur sjóðsins vaxtatekjur.
Eins og á síðasta ári voru styrkbeiðnir mun meiri en efni stóðu til, en stjórnin hefur reynt að meta hvert og eitt verkefni.
Það er von okkar að styrkirnir nýtist sem best til menningarlegra málefna.
Neðanritaðir fengu styrki
Gallerí Sigló
Hönnun á merkjum KS og SSS Styrkur kr 30.000
Arnfinna Björnsdóttir Myndlistarsýning Styrkur kr 30.000
Sigurður Ægisson Ljósmyndasýning af kirkjum af landsbyggðinni Styrkur kr 30.000
Vinnustofa Fríðu og Þórunnar Styrkur kr 30.000
Kammerkór Norðurlands Höfundarlaun fyrir nýtt íslenskt kórverk Styrkur kr 30.000
Kvennakór Styrkur kr 50.000
Dyfrur Styrkur kr 50.000
Íris Gunnarsdóttir Útgáfa geisladisks Styrkur kr 50.000
Áhugamannafélag um skráningu örnefna Styrkur kr 50.000
Miðaldamenn Útgáfa geisladisks með lögum Bjarka Árnasonar til að heiðra minningu hans.
Styrkur kr 50.000
ÓB kvartett Styrkur kr 50.000
Kirkjukór Söngferð til Ungverjalands Styrkur kr 50.000
Karlakór Styrkur kr 50.000 vegna reksturs
Styrkur kr 100.000 vegna flygilkaupa, sem nýtist öllum öðrum kórum
Félag eldri borgara Útgáfa geisladisks Styrkur kr 50.000
Siglfirðingafélagið Hefur verið mikilvægur hlekkur milli Siglufjarðar og brott fluttra Siglfirðinga, en félagið var stofnað árið 1961. --- Félagið stendur fyrir hinum ýmsu uppákomum í Reykjavík auk þess að koma að ýmsum menningarviðburðum tengdum Siglufirði.
Félagið gefur út fréttablað tvisvar á ári. Styrkur kr 75.000
Foreldraráð G.S. Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands Styrkur kr 75.000
Lions Lionsmenn eru að vinna að mjög áhugaverðu verkefni sem er uppgröftur gamla kirkjugarðsins á Hvanneyri.
Ljóst er að fornminjar eru ekki á sviði menningarmála, en þar sem ýmsar uppákomur munu koma til í garðinum s.s. hluti dagskrár 17. júní, þá telur stjórnin að um menningartengt viðfangsefni sé að ræða og rétt sé að styrkja að þessu sinni. Styrkur kr 100.000
Herhúsfélagið Var stofnað með það að markmiði að koma á gestavinnustofu fyrir listamenn.
Nú er verkinu nánast lokið og vantar einungis húsbúnað til að fullkoma verkið
Styrkur kr 150.000
Hlöðver Sigurðsson Hlöðver er að ljúka námi nú í vor, við taka mikil ferðalög og kostnaður við að kynna sig í leit að atvinnutækifærum. Styrkur kr 200.000
Steingrímur Kristinsson/Síldarminjasafn Steingrímur og Síldarminjasafnið eru að fara í samvinnuverkefni við að skanna gamlar ljósmyndafilmur úr Ljósmyndasafni Steingríms yfir á stafrænt form jafnhliða skráningu. Tilgangurinn er að gera myndasyrpur aðgengilegar gestum Síldarminjasafnsins til skoðunar á tölvuskjá. Styrkur kr 250.000
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði Verður haldin í sjötta sinn í júlí nk, ljóst er að framtakið er glæsileg í alla staði og fjöldi innlendra og erlendra listamanna koma við sögu. Kostnaður við hátíðin er gríðarlegur, enda er í boði mjög vönduð dagskrá, sem einkennist af metnaðarfullum áhuga þeirra er stýra henni. Styrkur kr 300.000
===============================