6. desember 2003 -- Bás karlar og starfsmenn Óla Kára voru í morgun, að bíða eftir að steinsteypan sem verið er að hræra verði klár, steypu sem notuð var til að steypa brunn uppi í fjalli.
Þröstur Ingólfsson kranamaður og bílstjóri mfl. og bræðurnir Sveinn Zophaniasson og Hilmar Zophaniasson sem allt geta og gera, varðandi vélar og bifreiðar
Starfsmenn Óla Kára byggingameistara: Birgir Ingimarsson og Baldvin Kárason
Þarna eru þeir komnir upp í fjall, en Birgir er þarna að skola gröfuskófluna, en steypan er sett í hana og flutt að brunninum, sem er nokkru neðar.
Steypan rennur í skófluna
Hilmar bíður rólegur
Síðan er lagt niður hallann, sem er vandfarinn - vegna aurbleytu.
Steypan losuð
Og Baldi dreifir steypunni.