17. maí 2004
Ein gömul:
Feðgarnir Guðmundur Konráðsson og Pétur Guðmundsson
17. maí 2004
Slysavarnarfélagið. Í gær fór fram formleg afhending á upptöku af frásögn Sveins Ásmundssonar, af björgunarafrekinu sem sveit deildar Slysavarnarfélagsins á Siglufirði afrekaði er línubáturinn Þormóður Rammi fékk á sig brotsjó með þeim afleiðingunum að bátinn rak upp í fjöru vestur af Sauðarnesvita í nóvember árið 1950, en það má telja eitt af meiriháttar björgunarafrekum í sögu Slysavarna á landinu.
Það var Halldóra S Jónsdóttir sem afhenti deild Slysavarnafélagsins hér á Siglufirði þessa merku upptöku. Þá tilkynnti Halldóra einnig að gamlar fundargerðabækur og fleira sem verið hefur í hennar fórum frá því sem hún tók við formennsku kvennadeildarinnar Vörn, yrðu nú framvegis varðveitt væri Bókasafni Siglufjarðar. Halldóra bauð gestum uppá kaffi og meðlæti. Margir tóku til máls á eftir.
17. maí 2004
Aðsent: + Myndir HÉR
Sendi ég þér hér með, myndir sem ég tók af fyrsta leik K.S. sem var hér í Vestmannaeyjum í dag 16 maí. Þetta var nokkuð góður leikur hjá K.S. þrátt fyrir erfiðar aðstæður, þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem rigndi heil ósköp og völlurinn þungur.
Það var góð barátta hjá liðinu og náðu þeir oft upp góðu spili þá sérstaklega í seinni hálfleik. Þeir fengu færi í seinni hálfleik til að klára þetta en misnotuðu. Þegar að færin eru ekki nýtt þá er hættan að liðum verði refsað eins og gerðist næstum því þegar K.F.S átti skot rétt fram hjá stönginni nokkrum sekúndum áður en dómarinn flautaði til leiksloka.
Held ég að ef þeir leggi sig eins mikið fram í hvern leik eins og þeir gerðu í dag þá falla þær spár sem liðinu hefur verið spáð. Kveðja frá Eyjum.
Brynjar Guðmundsson.
18. maí 2004
Ein gömul:
Albert Einarsson og Jón Ágústsson
Nöfnin: Mark D, Haukur Ó, Alli A, Habbó, Þórarinn H, Bjössi Bó, Rögnvaldur Egils, Baldur Ben, Róbert H, Gunni (Möggu Gunnars), Gunni (t.sonur Habbó) Nonni (Dísu Birgis), Ingvar Erlings, Simmi H. Gunni Ragnars (Kambi) -
19. maí 2004
Aðsent: + Myndir Hér
Þriðjudagskvöld 18 maí spilaði Knattspyrnudeild Golfklúbbs Siglufjarðar G.K.S. sinn fyrsta leik.
Eins og sjá má á myndunum eru þetta flest allir gamlir KS-ingar. Sumir gamlir spilarar en aðrir frekar þekktir sem stuðningsmenn. En reglur KSÍ segja að K.S. má aðeins senda eitt lið í meistaraflokki karla á Íslandsmót og fengum við því að spila undir nafni G.K.S. Leikið var í bikarkeppni KSÍ við Neista á Hofsósi . Staðan var jöfn 0 - 0 eftir venjulegan leiktíma og varð því að framlengja.
Neisti skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í seinni hluta framlengingar og endaði leikurinn því 1 - 0 fyrir Neista. -
Geta má þess hér í lokin að 6 úr byrjunarliði G.K.S. eru fertugir eða eldri og einn af þeim var að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik.
- Alli A.
19. maí 2004
Ein gömul:
Guðmundur Jóhannesson, Hallur Garibaldason og Stefán Friðleifsson.
19. maí 2004
Bæjarstarfsmenn vinna nú af krafti við lagfæringar á Torg-svæðinu, við undirbúning hellulagnar ofl.
Slydda og hrein snjókoma var til skiptis í morgun, en nú rétt um hádegið fór snögglega að hlýna með sunnan golu, jafnframt því sást glitta í sólina og úrkoman hvarf
19. maí 2004
Ég frétti af því seinnipartinn í gær, að menn frá Vegagerðinni væru að mæla fyrir væntanlegri brú yfir Hólsána og fór á vettvang, en þeir voru farnir er ég kom á staðinn. það var leiðinda veður komið, haglél og slydda eða snjókoma til skiptis, (þrátt fyrir bjartar vonir í hádeginu) og varla vinnuveður með mælibúnað og skriffæri.
Hinsvegar voru véla menn og tæki frá Suðurverk á fullu í því að róta til og moka úr Skútuánni á stóra bíla, til nota (væntanlega) ofan á vegin upp í Hvanneyrarskál.
20. maí 2004
Ein gömul:
? og Magnea Þorláksdóttir.
20. maí 2004
Siglufjarðarkaupstaður á afmæli í dag, 20. maí 2004
20. maí 2004
Stjórn tónleikanna og undirleik annaðist Renáta Ivfra
Þá sungu Sönghópurinn Dyfran nokkur lög.
Ljósmynd: Guðný Óska Friðriksdóttir
20. maí 2004
Þessi árabátur var smíðaður í Slippnum á Siglufirði fyrir um 70 árum.
Soffía Jónsdóttir (Soffía á Nesi) átti bátinn lengst af og notaði hann í fyrstu við Staðarhólsbúið til margskonar flutninga td er hún færði bæjarbúum nýmjólk úr fjósinu á Staðarhóli.
Eftir að hún giftist Jóni Þórðarsyni og settist að á Siglunesi var báturinn áfram notaður til kaupstaðarferða og veiða. Löngu síðar eignaðist Helgi Antons bátinn og gaf hann loks Soffíu aftur sem hefur svo afhent hann til varðveislu í Bátahúsi Síldarminjasafnsins.
Báturinn ekki bara sögulegur fyrir það hve mikill "Siglfirðingur" hann er heldur er það líklega, að hann sem kemur við sögu í frásögn sem Þ Ragnar Jónasson skráði og birtist í bókinni Siglfirskar sögur og sagnir. Þar segir frá ferð Soffíu frá Staðarhóli þar sem hún réri ein yfirum en var þó ekki ein! - Texti: Örlygur, en myndina tók ég í gær er verið var að koma bátnum fyrir í Bátahúsi Síldarminjasafnsins.
21. maí 2004 Ein Gömul 1963 +/-
Hulda Guðbjörg Kristinsdóttir og Lilja Pálsdóttir að salta hjá HF Hafliða. -
Drengurinn í bak er mér ókunnur !
21. maí 2004
Starfsmannafélag Síldarverksmiðja ríkisins hélt heljar mikla grillveislu klukkan 16:00 í gær. Starfsmenn SR-Vélaverkstæðis og starfsmenn Síldarvinnslunnar mættu ásamt fjölskyldum, svo og gömlum félögum eins og mér og minni frú.
En þrátt fyrir nafnabreytingar fyrirtækisins Síldarverksmiðjur ríkisins, sölu o.s.f.v. og allt hið neikvæða varðandi vöntun á loðnu undanfarið, þá hefur upphaflegt nafn Starfsmannafélagsins ekki breyst og hópurinn sem að félaginu hefur staðið, haldið ró sinni og góða skapinu og fagnar tilverunni nokkrum sinnum á ári.
21. maí 2004
Dagskrá Síldarminjasafnsins -
Róaldsbrakki Klukkan 15:30- 20. Maí:
Hólm Dýrfjörð býður vinum og kunningjum til fagnaðar í tilefni af 90 ára afmæli sínu sem var 21.febrúar síðastliðinn.
21. maí 2004
Dagskrá Síldarminjasafnsins - 20. maí, hélt áfram í Bátahúsinu kl. 14:30 í tilefni af afhendingu Bátahússins, Karlakór Siglufjarðar söng.
Birgir Guðlaugsson afhendir Bátahúsið,
Ólafur H Kárason: Evrópuverðlaunin, Örlygur Kristfinnsson: Evrópukeppnin og síðan harmonikkuspil.
21. maí 2004
Dagskrá Síldarminjasafnsins fór fram 20. maí í gær í Gallerí Gránu klukkan 14:00 Opnuð var sýning leikskólabarna: Síldin og safnið og Leikskálakórinn söng nokkur síldarlög.
21. maí 2004
Suðurverk hefur hóf vinnu við snjóflóðavarnargarðana að nýju í gær, eftir "hvíld" í vetur.