Sunnudagur 25. júlí 2004
Heimsókn forseta Íslands:
Ólafur Ragnar Grímsson og kona hans Dorit Moussaieff -
Vígsla kirkjutröppunar: Páll Samúelsson. - Heimsókn í Síldarminjasafnið. -
Norskt fólk í heimsókn, ráðherrar og fleiri.- Íslenskir ráðherrar - Veisla ofl.
241 ljósmynd frá viðburðaríkum degi. Þær sérðu með því að smella HÉR
Sunnudagur 25. júlí 2004
Norsku skipin eru enn að koma með drjúga slatta til bræðslu hjá Síldarvinnslunni á Siglufirði. Þessi komu í gær til löndunar.
Sunnudagur 25. júlí 2004 Rosabaugur. Ég beindi myndavélinni minni að sólinni klukkan 11:30 í dag. Heljarmikill rosabaugar var umhverfis sólu, það stór að 38 mm brennivídd linsu minnar náði ekki heildinni, en þetta er árangurinn, eins og auga sem með okkur fylgist utan úr geimnum.. (sjálfvirk stilling)
Sunnudagur 25. júlí 2004
Vitavinafélagið lauk dagskránni vegna 100 ára afmælisins í minningu Síldarævintýrsins, með því að efna til fundar við Sauðarnesvita.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra flutti ávarp, formaður Félags Vitavina á íslandi einnig.
Þá var þar staddur meðal fleiri Norðmanna, formaður Vitavinafélags í Noregi og fleiri. Ómar Hlynsson trúbador söng- og gestum var boðið upp á kaffi og meðlæti og krökkum svalandi drykki. Auk þess gafst gestum kostur á að skoða vitann.
Mánudagur 26. júlí 2004 Brúðkaup.
Síðastliðinn föstudag 23. júlí voru gefin saman, Siglfirðingarnir Anna Rós Ívarsdóttir og Steindór Örvar Guðmundsson.
Mánudagur 26. júlí 2004 Ein gömul:
Jóna Sigríður Jónsdóttir (móðir Elíasar Ísfjörð) og Guðbrandur Sigurbjörnsson (Akra-Brandur) Þau voru bæði á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 1963 (+/-)
Mánudagur 26. júlí 2004
Enn koma Norðmenn færandi hendi, það má segja að stöðugur straumur Norskra skipa hafi verið hingað með loðnu til Síldarvinnslunnar. Í morgun voru þessi tvö skip hér; Rødholmen og Solvar Viking að landa.
Alls eru nú komin á land til bræðslu hjá Síldarvinnslunni á Siglufirði á sumarvertíð, rúmlega 27 þúsund tonn. Samtals á árinu rúmlega 32 þúsund tonn
Þriðjudagur 27. júlí 2004 Ein gömul: Slegið á létta strengi - Stefán Árnason, Hafþór Rósmundsson og Salmann Kristjánsson - um borð í Haferninum í Liverpool-höfn 1967
Þriðjudagur 27. júlí 2004
Aðsent: -- Afkomendur frumkvöðulsins.
Sá sem var fyrstur Norðmanna til að byggja söltunarstöð og salta fyrstu síldina hér á Siglufirði 8. júlí 1903 hét Hans Söbstad frá Kristiansundi. Hann er sem sagt maðurinn sem stóð á bak við atburðinn sem leikritið Silfur hafsins er byggt á.Margir afkomendur Söbstads komu hingað frá Noregi og voru á hátíðinni okkar um síðustu helgi. Á myndinni eru Harald Söbstad (sonarsonur Hans Söbstads), Hedvig kona hans, Unne dóttir þeirra og Björn sonur Unne.Þrír aðrir Söbstaðar voru hér auk Haralds og gistu þau öll á Bjarnargili í góðu yfirlæti hjá Sibbu og Trausta og var þar sannkölluð ættarmót stemning hjá þeim Söbstödum sem hittast annars sjaldan. Og ekki var síðri ánægja þeirra með allt sem þeir sáu og reyndu á hátíðinni sjálfri. Nafn Hans Söbstads, þessa frumkvöðuls í atvinnusögu Siglufjarðar og raunar alls Íslands, ber okkur að muna. Saga hans er mjög merkileg og raunar dramatísk á margan hátt.Þeir helstu sem komu á eftir Söbstad í síldarútveginum á Sigló voru þeir Thormod Bakkevig, Hendrik Hendriksen, Edvin Jakobsen, Olav og Elías Roald, Olav og Gustav Evangersbræður og Ole Tynes. - ök
Þriðjudagur 27. júlí 2004
Ungur og efnilegur bóndi- væntanlegur.
Óðinn Freyr Rögnvaldsson, sonur Rögnvalds Þórðarsonar póstmeistara, hefur fest kaup á bóndabænum og jörðinni Lambanesreykir.
Óðinn mun taka við jörðinni á haustdögum og hefja búskapinn með 10 kindum til að byrja með, en landbúnaðarreglur og kóði takmarkar þann fjölda, sem þó mun aukast þegar frá líður.
En Óðinn hefur fleira til brunns að bera en bóndaeðlið, hann er lærður trésmiður og hefur í sumar haft nóg að gera við smíðar í Fljótunum og nágrenni og kvíðir engu með framtíðina, svo er hann víst búinn að krækja sér í kærustu strákurinn svo honum ætti ekki að leiðast í skammdeginu. Til hamingju Óðinn.
Þriðjudagur 27. júlí 2004 Síðasta loðnan á sumarvertíðinni? Það er nokkuð síðan menn héldu loðnuvertíðinni lokið - og Íslensku skipin ákváðu að hætta vegna tregrar veiði. Það fór á annan veg, því Norsku skipin héldu áfram að koma með afla. En í dag telja menn fullvíst að síðasti Norska skipið sem landaði hér í morgun hafi verið það síðasta að sinni. En eins og áður hefur komið fram þá er sá afli sem Norsku skipin hafa komið með meira en drjúgur, hann er mikill eða 36% aflans og Grænlenska skipið Siku eitt með 21% aflans sem hingað hefur komið af loðnu/kolmunna, sem í sumar nemur samtals 27.758.772 kg.
Miðvikudagur 28. júlí 2004 -- Ó.B. kvartettinn heldur tónleika á Kaffi Torg annað kvöld klukkan 21:00 - Á dagskrá verða ýmis lög úr ýmsum áttum s.s. klassísk kvartettlög, bellmann söngvar, lög og textar eftir Bjarka Árnason, Írsk lög við texta Jóns Árnasonar o.m.fl. -
Kvartettinn skipa: 1, tenór; Birgir Ingimarsson, 2.tenór; Óskar Berg Elefsen, 2. bassi; Steinn Elmar Árnason, bassi og undirleikur; Sturlaugur Kristjánsson.- Ball á eftir. ásamt Dansbandi Dúa Ben
Miðvikudagur 28. júlí 2004
Ein gömul:
Spilað í kaffitíma í kaffistofu bryggjumanna S.R. (Síberíu)
> Sigurður Gíslason, - Jón Gunnar Pálsson, - Jóhann Örn Matthíasson og Eðvald Eiríksson.
Miðvikudagur 28. júlí 2004 - Undanfarnar vikur hefur borið nokkuð á því að smásteinar upp í hnullungar, hafa hrunið á vegin undan skriðunum við Siglufjarðarveg, raunar hafa vegagerðarmenn vitað af þessu og orðið þeim nokkuð dýrkeypt, þar sem einn vegagerðar bíllinn losnaði úr handbremsu og rann útaf og niður í fjöru á meðan vegagerðarmaður var að hreinsa grjót af veginum.
Minnugur þess atviks, þá stöðvaði ég vélina í bíl mínum (ég var á leið til Varmahlíðar) og gerði viðeigandi ráðstafanir er ég fór úr bíl mínum síðastliðið sunnudagskvöld til að henda um 20 kg. grjóti sem var á nær miðjum veginum ásamt smágrjóti þar í kring.
Ég ætlaði að minnast á þetta grjóthrun sl. mánudag en hreinlega gleymdi því þar til í gærkveldi að ég heyrði sagt frá því að Bás ehf. hefði verið beðinn í dag að hreinsa rásirnar ofan við veginn sem eru/voru orðnar fullar af grjóti. Rásirnar sem upphaflega voru gerðar til að taka við grjóthruni og hindra að það færi á sjálfan veginn.
Ég frétti jafnframt að það hefði verið Kristján Möller sem hefði haft samband við Vegagerðina og bent þeim á þetta ástand. - Og Vegagerðin brást skjótt við og samdi við Bás um að hreinsa rásirnar.
Fimmtudagur 29. júlí 2004
Ein gömul: Steypuvinna við þakið á Sigló, húsinu sem í upphafi bar nafnið Sigló Síld og fleiri nöfn en er nú eign Þormóðs ramma Sæberg. (2015>)
Á myndinni eru Guðbrandur Sigurbjörnsson, Albert Sigurðsson og Ólafur Bjarnason.
Fimmtudagur 29. júlí 2004
Arnar Heimir Jónsson fór með mig í garðaskoðun í gær og tók ég við það tækifæri nokkrar myndir af fallegum trjám í bæjarlandinu.
Ég er að vísu enginn garða áhugamaður sjálfur, en til að lesendur síðu minnar sem áhuga hafa á garðrækt og gróðri njóti þekkingar hans, þá tók ég boði Arnars fegins hendi . S.K.
Ég gef honum hér með orðið: Nokkrar tegundirnar eru sjaldgæfar norðanlands, en aðrar hafðar með til fróðleiks og er þessi listi ekki tæmandi yfir falleg tré í bænum.
Ráðgert er að fara aðra ferð við tækifæri og eru allar ábendinga vel þegnar. A.H.J. --
Smelltu HÉR og skoðaðu fleiri myndir og textann sem þeim fylgir.
Föstudagur 30. júlí 2004
<<<<<<<< Ein gömul:
Ekki er ég viss um hvað hann heitir þessi skíðastökkvari, þó mér finnist svipur hans vera kunnur.
Hann er þarna að taka sig á loft af miklum krafti í hlíðinni norðan Hvanneyrarár á heimagerðum "stökkpalli" 1963-1964 ?.
Þeir sem þekkja, láta mig vita.
Föstudagur 30. júlí 2004
Klukkan 18:00 í gærkveldi voru tjaldsvæðin, eða öllu heldur tjaldvagna og húsbílasvæðin, því lítið ber á hinum gömlu góðu tjöldum við Torgið sem eru nær fullsetin. Það eru þó nægt pláss annarsstaðar eftir og verður seint hægt að fylla þau pláss sem bærinn býður uppá. Veðurblíðan í allan gærdaginn var eins og svo oft áður á Sigló, að vísu sólarlaust frá hádegi en hiti um 22-23 °C og logn eins og hvergi getur orðið "nema á Sigló". Þegar myndin var tekin (18:00) var hitinn 21 °C og logn.
Föstudagur 30. júlí 2004
Þessi mynd er tekin klukkan 08:30 í morgun. 18 °C hiti, logn og sólskin.
Hér er Smábátadokkin fyrir miðri mynd og tjaldsvæðin við Torgið fullsetin Nægt pláss er þó enn á hinum svæðunum.
Ræst var í morgun klukkan 06:00 til sjóstangaveiði keppni, og eru bátarnir væntanlegir um kl. 15:00
Föstudagur 30. júlí 2004
Vel aflaðist þó aflinn væri bæði misjafn hvað magn og stærð fiskjarins var.
En greinilegt var á andlitum stangveiðimanna að þeir voru ánægðir með ævintýrið sem og aflann sem þeir komu með að landi, á hinu árlega Stangveiðimóti um Verslunarmannahelgina.
Laugardagur 31. júlí 2004
Síldarævintýrið, Torgið og.
Töluglöggir menn giskuðu á 4000 manns komna í bæinn um kl: 16:00 í gær föstudag- og stöðugur straumur bíla var á leið inn í bæinn.
Samkvæmt upplýsingum vegakorts Vegagerðarinnar höfðu tæplega 700 bílar farið um Siglufjarðarveginn vestan Strákagana frá miðnætti fimmtudags/föstudags um kl.17:00.
Fólkið sem komið var ásamt heimamönnum spókuðu sig léttklædd um svæðin í veðurblíðunni og eða slappaði af.
Veður var hið besta hressandi gola 5-6 m/s - 18-24 °c hiti, eftir því hvort sólin náði til að verma umhverfið, en ekki var stöðugt sólskin.
Eftir klukkan 21:00 í gærkvöld. ---- 1060 bílar höfðu farið um Siglufjarðarveg vestan Strákaganga, síðasta sólarhring. -
Margar myndir frá Torginu og nágrenni koma í ljós ef smellt er HÉR
Laugardagur 31. júlí 2004 Klukkan 21:30. Vinsamlega ! Vegna alvarlegrar bilunar í tölvu minni (vélbúnaður bilaður eða ónýtur ?) hefi ég ekki komist til að vinna á vél minni í dag frá klukkan 7 í morgun og því hefur ekkert bæst við af nýju efni í dag- og verður ekki - og óvíst í augnablikinu hvert framhaldið verður. En ég skrifa þetta úr annarri tölvu
----------------------------------------------------
Sunnudagur 1. ágúst - Svona rétt til að láta vita af því; þá eru taugar mínar rétt í þessu að komast í lag eftir annasaman daga í gær og í dag til kl. 17:00 - við annað en ég ætlaði mér en tölvan mín hrundi á laugardag eins og sagt er frá hér fyrir neðan. Ég er búinn að vera með tölvu og kerfisfræðing í vinnu, lungað úr deginum í gær og svo aftur í dag (8-9 tíma) Á milli skrapp ég til að taka myndir, þó ekki eins margar og ég ætlaði. Ég stefni að því að birta þær á morgun. En nú er ég að reyna að ná áttum og raða möppum og gögnum til réttra staða á vélinni minni sem er orðinn hálfgerður garmur og segir mér að ég verð að fara að reyna að skoða möguleika á kaupum á nýrri vél, hvenær sem það verður. En hér með fylgir ein mynd frá hátíðarstund uppi í Hvanneyrarskál upp úr klukkan 10 í morgun. Aðrar myndir koma væntanlega á morgun- ef vélin mín bilar ekki aftur.