Lífið 1.-6. Nóvember 2004

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

1. til 6. nóvember 2004

Mánudagur 1. nóvember 2004  -- Fiskað í soðið: Örlygur Kristfinnsson, safnvörður og kona hans Guðný Róbertsdóttir að leggja í´ann til fiskjar í soðið, í blíðunni í dag. 

Sveinn Þorsteinsson

Mánudagur 1. nóvember 2004 -- Flutningaskipið Sunna var lestað frá Síldarvinnslunni, loðnumjölsfarmi í morgun.    

Sveinn Þorsteinsson

Þriðjudagur 2. nóvember 2004  Veðrið klukkan 15:00:  Hiti 9,2 °C  Sunnan gola Úrkomulaust.  

Í nóvember 2004 fór „Lífið á Sigló“ að birta daglega myndir sem teknar voru á hverjum degi, ásamt helstu upplýsingum um veðrið. Ég held því ekki áfram nú á þessari endur uppfærslu til að spara plássið hér hjá Google  --  

Ljósm: Sveinn Þorsteinsson

Miðvikudagur 3. nóvember 2004  -- Ein gömul:    Kabarett Tónskólans og Lúðrasveitar Siglufjarðar.   Myndin er tekin í Nýja Bíó á Siglufirði 16. mars 1963 

 Miðvikudagur 3. nóvember 2004  - Morgunblaðið fyrir 50 árum. Frétt frá Siglufirði og mynd sem ég átti í fórum mínum, tengdum þessum atburði fyrir 50 árum, árið 1954. 

Á myndinni eru Matthías Jóhannsson, Gísli Sigurðsson og Júlíus Jóhannsson, skipverjar á Elliða- og fálkinn umræddi.  

Miðvikudagur 3. nóvember 2004  -  

Starfsmenn Bás ehf voru í morgun að ganga frá eftir sig eftir skurðgröftinn og röralagnir fyrir framan verslunina Samkaup og voru að leggja að nýju gangstéttina þar fyrir framan. 

Fimmtudagur 4. nóvember 2004  - Ein gömul:  Frá kabarett Tónskólans og Lúðrasveitar Siglufjarðar. - 

Kristján Sigtryggsson - Hafliði Guðmundsson - Hallur Óskarsson - Sigursveinn D Kristinsson  og Geirharður Valtýsson (Gerhard Schmidt)

Myndin er tekin í Nýja Bíó á Siglufirði 16. mars 1963 

Fimmtudagur 4. nóvember 2004  - Það var enginn snjór í byggð í gærdag- og lítið í fjöllunum. En í nótt og lítilsháttar fram að hádegi var smá úrkoma og él, sem nægði til að klæða bæinn í mildan haustbúning.  Myndin var tekin klukkan 13:15 í dag. 

Föstudagur 5. nóvember 2004  -   Ein gömul:   Skarðsmótið 1963

Bjarni Þorgeirsson - Gunnar Þórðarson og Ólafsfirðingurinn Svanberg Þórðarson skíðakappi. 

Föstudagur 5. nóvember 2004  - Aðsent:  Betur sjá augu en auga

Ég (SK) fékk mér smá reisu að venju, en ég fór akandi.  Vinur minn Júlíus Hraunberg, fór aftur á móti gangandi og hann sendi mér nokkrar myndir sem hann tók á sinni reisu. Myndirnar HÉR 

 Föstudagur 5. nóvember 2004  - Aðsent:   Ég skrapp niður að Hafnarfjarðarhöfn rétt fyrir hádegi í gær- og þar voru kallarnir á Múlanum að landa 40-50 tonnum af karfa og svo náði ég að snapa mér hádegisverð hjá þeim um borð og tók  nokkrar myndir í leiðinni um borð og við löndunina. Strákarnir biðja að heilsa heim.

Kveðja, Hjalti Gunnars. 

Laugardagur 6. nóvember 2004  -- Tvær gamlar:  Húsið sem þarna er verið að- og búið að rífa, var bæði íbúðar og verslunarhús. Einu sinni var þar áfengisverslun, en brauðbúð og mjólkursala var þar síðast, þar til það var rifið. Norðan við stendur svo Kaupfélagið; skó og vefnaðarvörur svo og matvara.   Það hús var einnig rifið ekki löngu síðar, en nú er á þessu svæði verslunarhúsið Samkaup.  Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar 11. og 12. júní 1963  

Laugardagur 6. nóvember 2004  Hitabylgja. Talsverð umskipti urðu á hita í nótt og í morgun miðað við hitastigið í gær sem var um og undir frostmarki. 

Myndin til vinstri var tekin fyrir hádegið í gær en hin einnig fyrir hádegið daginn eftir . Ljósmyndir: Júlíus Hraunberg og SK