Lífið 22.-29. Febrúar 2004

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

2004



25. febrúar 2004 

þann 23. sl. sótti starfsmaður skíðasvæðisins í Skarðdal Hákon Antonsson bunka af svokölluðum CARVENG skíðum sem bærinn keypti fyrir svæðið, til útleigu þar. Úlfur Guðmundsson hjá SR-Byggingavörur afhenti skíðin með viðhöfn. 

Hákon til vinstri, Úlfur til hægri.

Ljósmynd: Sveinn Þorsteinsson





25. febrúar 2004 


Ein gömul, tekin á Ísafoldar plani (Þráins) - 

Síld landað til söltunar, frá Sigurbjörg ÓF 

25. febrúar 2004 -- Vegna nokkurra ábendinga og beiðnir undanfarna mánuði, þá kemur ein viðbót við fréttaefni síðunnar, fyrir eru tengdar fréttir, fæðingar og afmæli, en tilmæli hafa komið um (einkum frá Íslendingum erlendis) að einnig verði birtar fréttir af andláti einstaklinga.

Þetta verður gert þannig, að mynd mun birtast af viðkomandi látnum Siglfirðingi og ef einhver vill láta fylgja eftirmæli og eða senda inn síðar eftir að andlátsfrétt tilkynnist eða birtist, þá mun veitt pláss hér á síðunum fyrir viðkomandi. - Þá hafa einnig komið upp hugmyndir um birtingu á fregnum um trúlofanir og giftingar. Athugið: ekki er víst að ég eigi ljósmynd af viðkomandi og er því æskilegt að ljósmynd fylgi viðkomandi upplýsingum sem til mín berast. 

Athugasemd 2018: Sumar nefndra upplýsinga munu ekki birtast í fréttadálkunum samber það sem hér sést, en ég mun reyna að safna öllum upplýsingunum á sérsíðum samber þeim sem fréttamyndasyrpurnar birtast. 



25. febrúar 2004 


Júlíus Júlíusson kennari, lést að á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 23. febrúar sl. 

Júlíus var rétt rúmlega 77 ára

Meira um Júlla Júll


26. febrúar 2004 

Ein gömul, 1967 - 

Þessir gleðigosar voru skipverjar á síldar- og olíu flutningaskipinu Haförninn. 

Þarna eru þeir klæddir druslum sem fengnir eru úr "tusku bölum" sem er úrkast frá saumastofum - og selt til vinnustaða og skipa um allan heim. 

Þetta eru Snorri Jónsson rafvirki (nú fiskkaupandi, Vestmannaeyjum) og Valdimar Kristjánsson dælumaður (nú lögregluþjónn á Hólmavík) 



26. febrúar 2004 

Unnið er um þessar mundir að viðbyggingu við Íþróttahöllina / Sundhöll. 

Rauða örin á þessari mynd bendir á staðinn þar sem að byggingunni er unnið. Verktakinn er Ólafur Kárason.

Ég hitti á nokkra sem þar voru að vinna í kaffitímanum í morgun. 

Þá tók ég einnig myndir hjá Olís og Rafbæ - 

Smelltu HÉR til að skoða. 

27. febrúar 2004 

Ein gömul: Haförninn 1968. 

Um borði í Haferninum, áhöfnin saltar síld um borð fyrir eigin reikning með leyfi útgerðarinnar. 

Guðmundur Björnsson, Jón Rögnvaldsson og Sigurjón Kjartansson. 

27. febrúar 2004 Ein gömul: Haförninn 1968. Um borði í Haferninum, áhöfnin saltar síld um borð fyrir eigin reikning með leyfi útgerðarinnar. 

Guðmundur Björnsson, Jón Rögnvaldsson og Sigurjón Kjartansson. 

Ævintýralegar tekjur, af um 400 tunnum af demands saltsíld, og fullkomnri verkun --                            Um það má lesa hér

27. febrúar 2004 --  Karlakór Siglufjarðar ásamt undirleikurum fara nú um helgina á kóramót sem haldið verður á Hvammstanga.  Kórinn hefur æft af kappi að undanförnu undir stjórn Elíasar Þorvaldssonar. Myndir frá æfingunni HÉR

Fremri röð: Sveinn Þorsteinsson, Sveinn Björnsson, Þórhallur Daníelsson, Óskar Berg Elefsen, Bjarni Þorgeirsson, Sigurður Friðriksson, Daníel Pétur Baldursson, Hannes Baldvinsson, Friðfinnur Hauksson, Hjálmar Jóhannesson, Elmar Árnason ---- Aftari röð: Ægir Eðvarðsson, Björn Ingimarsson, Valþór Stefánsson , Þorgeir Bjarnason, Helgi Magnússon, Elvar Elefsen, Ægir Bergsson, Jónas Halldórsson, Gísli Níls Einarsson, og við trommuna er Stefán Friðriksson, og Elías Þorvaldsson, stjórnandinn við hljóðfærið - Vinsamlega látið mig vita ef nöfnin eru röng 


27. febrúar 2004 

Síðastliðið sumar var unnið við að endurnýja Gránugötuna, með skólplögnum, raflögnum osfv. Framkvæmdin sjálf gekk eins og í sögu, enda vanir menn sem voru verktakar og verkið því vel unnið, - samkvæmt teikningum - 

Myndin sýnir dælubíl vera að dæla úr brunninum eða dælu "brunninum" sem var fullur af vatni, sem tengt er holræsakerfinu í morgun, til að kanna hvað veldur því að afköst dælubúnaðar nú, eru komin niður í „svipað rennsli og helt væri úr kaffibolla“, eins og einn af þeim sem þarna standa sagði.

( 27. janúar 2004)

Hönnun holræsakerfisins undir og við Gránugötu á Siglufirði 

Síðastliðið sumar var unnið við að endurnýja Gránugötuna, með skólplögnum, raflögnum osfv. Framkvæmdin sjálf gekk eins og í sögu, enda vanir menn sem voru verktakar, og verkið því vel unnið, - samkvæmt teikningum -

Þeir sem fara um þessa götu eru mjög ánægðir, bæði gangandi og akandi, - gagnvart því sem þeir sjá. En margar spurningar hafa vaknað, raunar heilu reyfararnir hafa verið sagðir, um það sem er undir yfirborði götunnar, það er hið "nýstárlega" (?) skólplagnakerfi sem átti að útiloka árvisst rennsli í öfugar áttir til nokkurra kjallara húsa á Eyrinni, það er þegar mjög stórstreymt var og eða mikil úrkoma.

Nú segja margir íbúar á Eyrinni mér, að nú þurfti ekki stórstreymi til, til að flæði upp um kjallaraniðurföllin, það nægi röskleg rigning eða hláka. Sjálfvirkar dælur sem sumir kjallaraeigendur hafa haft í áraraðir til taks þegar stærsti straumur er af náttúrunnar hendi. Nú hafa sumar þessar dælur ekki undan. 

Einn íbúinn sagði mér að hann hefði haft 1,1/4" sjálfvirka dælu til að grípa til við sérstakar aðstæður, en nú hefði sú dæla ekki dugað og hann hefði keypt 1" dælu til viðbótar og- báðar rétt haft undan. Annar fullyrðir við mig að það magn sem hann hefði einn daginn þurft að dæla úr kjallara sínum, samsvaraði yfir 20 tonnum á sólarhring.

Dælubúnaður sá, (mótorinn) sem tengdur er holræsakerfinu og átti að fara í gang þegar rennsli um kerfið ykist, var í upphafi talinn of lítill að mati rafvirkjanna sem tengdu hann - og einn rafvirkinn taldi raunar að þar hefði greinilega orðið "kommu villa" komman hefði færst aftar í viðkomandi stærðartölu í útreikningunum.

Staðreyndin er sú að þetta holræsakerfi er stórgallað og gerir ekki það sem ráðamenn bæjarins ætluðust til af þeirri verkfræðistofu sem teiknaði kerfið. Fengu hönnuðirnir rangar forsendur sem þeir unnu eftir, eða eru þeir ekki starfi sínu vaxnir?

Svör við þessu öllu hvað veldur, eru vel þegin til birtingar á vef mínum, ef það gætið "huggað" þá sem orðið hafa fyrir tjóni og óþægindum, þar með talinn bæjarsjóð sem orðið hefur að kosta til allmiklu vegna þessara eftirmála. SK





28. febrúar 2004 - 

Ein gömul: Þekktir heiðursmenn   1962  +/-

Guðmundur Guðmundsson, Jón Ágústsson (Jón bratti) og Guðmundur Baldvinsson. 



28. febrúar 2004 -

Í gærkveldi 27. febrúar klukkan 19:03:25 snart þessi fallegi bátur, sjóinn í fyrsta sinn. Báturinn heitir JONNI SI 86  2599. - 

Eigandinn er Guðlaugur Oddsson. Báturinn er "plastbátur" skrokkurinn er smíðaður hjá Seigla ehf. JE-Vélaverkstæði sá um alla aðra vinnu við bátinn 

Fleiri myndir HÉR




28. febrúar 2004 - 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsstjóra, Ámunda Gunnarssyni, var mjög rólegt hjá Slökkviliði Siglufjarðar á síðastliðnu ári, 2003. 

Aðeins eitt brunaútkall, vegna sinubruna. 

Eitt útkall vegna bifreiðaslyss og eitt útkall vegna leka úr 20 tonna sýrutanka. 

Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri >>>

29. febrúar 2004 

Aðsent: Blessaður Steingrímur, Gísli Níls heiti ég og er hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar og bý á Hvanneyrarbraut 58. 

Ég sendi þér nokkra myndir sem ég tók af grönnum mínum úr verkamannabústöðunum nr.58 þ.e. af þeim Laugu úr Fljótunum og Önnu Hertervig ásamt vinkonum þeirra þegar þær voru að búa til sviðasultu á föstudaginn 27.febrúar handa hátíð eldri borgara í Skálarhlíð núna í dag.

Eins og þú sérð þá var mikil stemming í kringum þetta hjá þessu ekta Siglfirsku dömum og vinkonum þeirra. Því fannst mér að alveg tilvalið að senda þér þær á Siglfirsku ljósmyndasíðu þína.

Hinar dömurnar sem eru á myndunum eru Pálína (konan hans Hreinsa) og Guðný Friðfinnsdóttir og Jóhanna Vernharðsdóttir     

Smelltu Hér




29. febrúar 2004 

Ein Gömul:   Árið 1963 eða 1964

Þetta eru þeir:

Helgi Halsson, Einar Björnsson og Björn Þór Haraldsson, myndin er tekin á Seyðisfirði 

29. febrúar 2004 -- Gæsapartí var haldið á Kaffi Torg (Nýja Bíó) í gærkveldi. Þar voru komnar saman vinkonur væntanlegrar brúður sem heitir María Númadóttir. Það lá vel á stúlkunum sem allar eru úr Fljótum. Einn karlmaður var þarna í hópnum, en það var bílstjóri þeirra, sem átti að sjá um að allar kæmust þær heim af fjörinu loknu. Væntanlegur brúðgumi er Halldór Hálfdánsson og hann var auðvitað víðsfjarri. 




29. febrúar 2004 

Ekki er mikill snjór á Siglufirði, miðað við síðasta dag febrúarmánaðar í ár. 

Hlíðin fyrir ofan bæinn nær snjólaus og auðar götur. 

Myndin er tekin í hádeginu í dag.