Lífið 26.-31. Janúar 2004

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

2004

26. janúar 2004 

Leikfélag Siglufjarðar hefur hafið undirbúning og samlestur vegna væntanlegs flutnings á leikriti eftir Ragnar Arnalds, Silfur hafsins. Leikritið verður flutt í tilefni af 100 ára afmælis síldarævintýris Íslendinga. 

Fjallar verkið eins og nafnið bendir til, um sögu síldveiðanna og nafnið bendir til, vinnslunnar en fyrst og fremst um mikilvægan kafla í sögu byggðarinnar okkar hér á Siglufirði. 

Um létt og skemmtilegt leikrit er að ræða. Ekki er endanlega búið að velja alla leikendur, en áhugasamir hafa mætt á samlestraræfingar og til að athuga málið með framhald í huga. 

Smelltu HÉR og skoðaðu fleiri myndir, sem teknar voru í gær. 

27. janúar 2004 -- Þessi mynd hér fyrir neðan, er tekin af hópi vélsmíðanema árið 1982 í heimsókn í vélarsal "Ljósastöðvarinnar" á Siglufirði-- Þessi mynd er tekin á vél mína; sk. 

Á myndinni eru:  Gunnlaugur  Júlíusson - Gunnar Björn Rögnvaldsson - Tómas Kárason - Hinrik Karl Hinriksson - Viðar Jóhannsson - ? - Steingrímur Kristinsson - Erling Jónsson, Kári Hreinsson og Jónas Halldórsson - Það vantar eitt nafn, ef hin eru ekki rétt tilgreind, vinsamlega látið mig vita 

Fleiri myndir HÉR

28. janúar 2004 

Sjálfstæðisflokkurinn hélt almennan kynningar og stjórnmálafund á Kaffi Torg í gærkveldi. Frummælandi var Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Margar fyrirspurnir til ráðherra voru bornar fram, eftir að hann lauk sinni framsögu, auk þess sem forseti Alþingis Halldór Blöndal sem einnig var þarna, tók til máls og svaraði spurningum. 

Hann margítrekaði í sinni framsögu og svörum, um að ríkisstjórnin mundi eindregið standa við sín loforð sem síðast voru gefin sveitafélögunum og kjósendum, jarðgöngin verða boðin út á kjörtímabilinu. 

(Því hefur jú áður verið lofað minnir mig, ! Nema þeir ætluðu að klára þau ef þeir kæmust til valda eftir kosningar)

Annars varðandi umræðurnar, þá fóru þær vel fram og spurningarnar voru málefnalegar og rökfastar og sjávarútvegsráðherra svaraði þeim vel, nema kannski sumum þeirra í aðeins of löngu máli. 

Á fundinn mættu um 60-70 manns.      Smelltu HÉR til sjá myndirnar


28. janúar 2004 

Sólarkaffi - og pönnukökur frá Sjálfsbjörg.

Það var mikið um að vera hjá kvennadeild Sjálfsbjargar í morgun, en þær voru í óðaönn við bakstur og frágang á hinum hefðbundnu sólarpönnukökum sem þær baka árlega til fjáröflunar.

Hópur krakka hafði heimsótt þær í morgun en ég missti af því, hef sennilega verið að sötra kaffi hjá Jóni Andrés hjá Olís eins og ég geri flesta morgna og nú eins og á flestum vinnustöðum á þessum degi 28. janúar, er boðið upp á pönnukökur þar frá Sjálfsbjörg.--

Myndir HÉR



28. janúar 2004 

Nemendur í 1.-3. bekk í grunnskólanum sungu af fullum krafti fyrir gesti og gangandi uppi á snjóruðningi fyrir framan kirkjuna, rétt fyrir hádegið í dag og biðu eftir að sólin léti sjá sig. 

Þau voru að vísu aðeins of snemma á ferðinni, því vart má ætla að sólin hafi breytt hegðun sinni, en hún kemur væntanlega ekki upp fyrir fjallahringinn þennan dag fyrr en vel eftir "hádegið" ca 13:30 

Myndir HÉR



29. janúar 2004 


Buldi við brestur, brotnaði þekjan,reið niður rjáfur og rammir ásar. 

Segir í skemmtilegri og langri drápu um atburðinn, þegar Ákavíti hrundi þann 24. mars 1947 undan snjó sem safnaðist hafði á "milli þaka" eftir sólarhrings snjókomu og "örlítilli utanaðkomandi hjálp." 


Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson

Heimild: Síldarævintýrið á Siglufirði, eftir Björn Dúason. - 

29. janúar 2004 

Skipaafgreiðslan ehf

Þangað fór ég í morgun og hitti á máli Friðfinn Hauksson sem er í forsvari fyrir félagið. Skipaafgreiðslan sér um alla upp og útskipun á fiskafurðum á Siglufirði og ýmislegt fleira sem þeir hafa á könnunni.

Hjá honum voru staddir Ægir Bergsson og Sturlaugur Kristjánsson. Aðspurður, sagði Friðfinnur að þeir væru með hugmyndir á prjónunum til að auka umfangið, en það væri enn á umræðu og athugunar stigi svo ekki væri tímabært að ræða það að sinni en ég fengi að fylgjast með ef eitthvað yrði úr því máli. 

Á myndinni eru: Friðfinnur Hauksson, Ægir Bergsson og Sturlaugur Kristjánsson. 

29. janúar 2004 

Fréttatilkynning:  Bæjarstjóri Siglufjarðarkaupstaðar. 

Guðmundur Guðlaugsson hefur óskað eftir því að verða leystur frá störfum af persónulegum ástæðum. 

Samkomulag hefur verið gert um starfslok hans og mun Guðmundur láta af störfum þann 1. febrúar n.k. 





Skrifstofustjóri Siglufjarðarkaupstaðar,

Þórir Hákonarson mun gegna starfi bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn.





30. janúar 2004 

Þetta eru þeir Jón Andrjes Hinriksson, umboðsmaður Olís, Ragnar Ragnarsson útgerðarmaður, og Sigurjón Erlendsson rafvirkjameistari hjá Rarik.

En ég tók þessa mynd í morgun, er ég heimsótti Olís. 



30. janúar 2004 

Hafaldan EA 87 -2327

Þennan bát var verið að hífa út frá JE-Vélaverkstæði í morgun, eftir að hafa verið þar í viðgerð og lagfæringum. 

Stuttu síðar var báturinn kominn á flot.

Báturinn er frá Grímsey 





30. janúar 2004 

Eva Karlotta (Regínu og Einars) er að spila á skemmtistaðnum Celtic Cross við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina 30-31. janúar. 

Allir Siglfirðingar sem eru á svæðinu, eru því hvattir til að mæta þangað - 

Myndin og frétt aðsent

30. janúar 2004 ---  Með kveðju frá Nonna, (Jón Björgvinsson) sem sumir eru búnir að gleyma og aðrir ekki. Hann bað mig að kynna nýlega heimasíðu sem hann hefur verið að dunda við:  Fullt af nýjum myndum. frá Sigló. Farðu að skoða núna. Ef það er ekki mynd af þér, þá er það ekki af því að mér þyki ekki vænt um þig, bara að "filman var búinn". Smella bara á slóðina hér: http://groups.msn.com/VinirNonnaBjorgvins/pictures  Því miður nú árið 2018 þegar þetta efni hér var endurritað, þá var þessi tengill ekki virkur.




31. janúar 2004 

Allir fullorðnir Siglfirðingar þekktu þessar heiðurskonur, en fyrir þá sem ekki vita, þá voru þær allar við vinnu á Sjúkrahúsi Siglufjarðar (bæði því gamla og "nýja") og heita þær: 

Elenóra Þorkelsdóttir hjúkrunarkona, Jónína Sveinsdóttir ljósmóðir og Þorfinna Sigfúsdóttir matráðskona. 

31. janúar 2004 

Ég hafði ákveðið að fara á þorrablót í Allanum, í gærkveldi, en oft fer öðruvísi en ætlað er. Fyrst fékk konan mín einherja pest, svo að við hættum við. 

Svo hafði ég ætlað mér að mæta á Þorra mót hjá Snerpu í morgun þar sem Bæjarstjórnin keppti við Snerpu í Boccia, en ég þurfti endilega, að fá sömu pestina og konan og hreinlega gleymdi mótinu. En "Óli Kára" ætlar að láta senda mér á morgun myndir sem teknar voru á mótinu svo og blótinu sem verður í kvöld. Mér bauðst tækifæri til að fara þangað í kvöld, en matarlistin er ekki í lagi sem stendur. En ég vona að myndirnar komi í fyrra lagi á morgun svo ég geti sett þær á netið. SK