4. desember 2003 --Raggi Gísla SI 73. Glæsilegur bátur var sjósettur, og snerti báturinn sjávarflöt í fyrsta sinn, seinnipartinn í dag kl.16:43. Nokkur töf varð á sjósetningunni, en allt gekk fyrir sig slysalaust. Þetta er glæsilegur bátur eins og fyrr segir, og báturinn heitir Raggi Gísla SI 73 2594, - og ber það nafn, sem sómir honum vel: Raggi Gísla. Eigandi bátsins er Ragnar Ragnarsson, en báturinn ber "gælunafn" föður hans sem hét Ragnar Gíslason
Ragnar Gíslason skipstjóri
Báturinn á leið út frá JE-Vélaverkstæði, þar sem báturinn var smíðaður: "Siglufjarðar Seigur"