Sunnudagur 5. september 2004
Ein gömul: 1962 +/-
Gamlar vinkonur;
Jóhanna Kristinsdóttir og Brynja Stefánsdóttir
Sunnudagur 5. september 2004 Aðsent. ...........Svo langar mig að biðja þig að vekja athygli á að ég er búinn að setja inn fleiri myndir. Annars vegar viðbótar myndir frá komu forseta til Siglufjarðar og nokkrar eru teknar við Sauðanesvita. Einnig er sería frá ógleymanlegum og óborganlegum tónleikum Flís tríósins í Bátahúsinu á Þjóðlagahátíðinni í sumar. Kveðja Guðmundur Albertsson s 551-5186 + 660-5141 --------------- Ég vil hvetja fólk til að skoða þessar frábæru myndaseríur, sem eru að mestu andlit sem koma á óvart: S.K.
Tengillinn er: http://www.photodex.com/sharing/viewalbum.html?bm=46210
Ath: Því miður, þá er þessi vefsíða ekki aðgengileg nú "árið 2016" ! Meðfylgjandi mynd var frá síðunnu, SK
Sunnudagur 5. september 2004
Aðsent. ............ Í sumar hef ég haft tækifæri til þess að ganga um fjöllin í kring um Siglufjörð.
Fór á Hólshyrnuna í frábæru veðri, og einnig gekk ég ásamt frændum mínum Birgi og Tómasi Dalaleiðina frá Úlfsdölum.
Fórum reyndar aðeins lengra tókum fjallahringinn í kring um Hvanneyrarskálina líka.
Myndirnar eru hérna ef þú hefur áhuga á að birta þær á vefsíðunni þinni Lífið á Sigló. http://www.destination-iceland.com/about/north/siglufjordur_mountains.html Trausti Tómasson.
Ath: Því miður, þá er þessi vefsíða ekki aðgengileg nú "árið 2016" ! Meðfylgjandi mynd var frá síðunnu, SK
Sunnudagur 5. september 2004
Síðasta haftið var sprengt í gær í Fáskrúðsfjarðargöngum.
Ekki efa ég að flestir Siglfirðingar samgleðjast Austfirðingum vegna þessa áfanga,- í það minnsta óskar Lífið á Sigló þeim innilega til hamingju.
Svo er það annað mál hvenær eða jafnvel hvort Austfirðingar fá tækifæri til að gjalda okkur þess sama.
Það er undir hinum hverfulu stjórnarherrum komið hvort það verður eða ekki.
Ég amk. trúi ekki að Héðinsfjarðargöngin komi, fyrr en samið hefur verið við verktakann, tvær nauðsynlegar brýr í dag breyta engu þar um.
Sunnudagur 5. september 2004
Lokaumferð Íslandsmótsins fór fram í dag, KS lék gegn liði Víðis úr Garði. Strekkings vindur var og því aðstæður til knattspyrnuiðkunar ekki eins og best verður á kosið. Fyrri hálfleikur var jafn en KS þó alltaf sterkari aðilinn þó án þess að skapa hættuleg færi og staðan í hálfleik 0-0. Á 17 mín seinni hálfleiks skoruðu Víðismenn mark og þannig var staðan þangað til um 10 sek voru eftir, KS fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og upp úr henni skoraði Raggi laglegt skallamark og staðan orðin 1-1. Þetta þýðir það að KS eru Íslandsmeistara í 2.deild karla 2004 og munu leika í 1.deild að ári. nn
Mánudagur 6. september 2004 Ein gömul:
Karlinn í brúnni.
Kristján Rögnvaldsson - Jón Þorsteinsson og Pétur Matthíasson
Mánudagur 6. september 2004 Aðsent: KS-ingarnir eru komnir upp í fyrstu deild.
Steindór Birgisson sendi mér 16 myndir frá, frá kappleik og sigri KS á móti ??? ---
Það skiptir ekki máli ! Allir sannir áhugamenn hljóta að vita það, en smelltu HÉR
Þriðjudagur 7. september 2004 Ein gömul: Gott á bragðið ? Ekki vafi. Þetta eru "kokteil meistararnir" Sigurður Elefsen og Kristinn Georgsson, að meta blönduna fyrir litlu jólin hjá SR-Vélaverkstæði, 1978
Miðvikudagur 8. september 2004 Verið er að reisa 200 m2 / 743,4 m3 viðbyggingu við fiskverkunarhús Þeysir ehf.
Miðvikudagur 8. september 2004
Brúin yfir Hólsána.
Búið er að slá utan af og hleypa ánni að brúarstólpunum að austanverðu, jafnframt er hafinn undirbúningur að byggingu stólpans að vestanverðu.
Miðvikudagur 8. september 2004 Ein gömul: (1979)
Þessi mynd er að vísu ekki tengd Siglufirði, nema þá ljósmyndaranum sem er Siglfirðingur (SK). En þarna eru tvö Íslensk skip hlið við hlið, Tungufoss að taka fram úr Hvalvík, þaðan sem myndin er tekin,- á siglingu undan strönd Portúgal, bæði fullfermd af salti frá Spáni á leið til Íslands. Í bakgrunni má sjá syðsta odda Evrópu: Vitahúsið og klaustrið á Cape St Vincent í Portugal.
Fimmtudagur 9. september 2004
Græni báturinn, Júlía SI. 62-2094 hefur aflað mjög vel þann tíma sem hann hefur verið gerður út héðan frá Siglufirði, eða frá því fyrir rúmu ári er eigandinn Reynir Karlsson flutti hingað frá Sandgerði ásamt fjölskyldu.
Raunar segir Reynir sig aldrei hafa gengið jafnvel í útgerð og þessa síðustu 12 mánuði.
Og nú hefur hann endurnýjað aðstöðu sína sem er til húsa í "Sunnu" og gert fullkomnara og þægilegra.
Auk þess hefur hann átt drjúgan þátt í því að annar bátur; Skarfaklettur BA 322-2280 sé gerður héðan út og viðkomandi fjölskylda keypt sér húseign og flutt hingað í bæinn. Reynir selur afla sinn til Fiskverkunar hér heima, nema ýsuna sem hann flytur á markað þegar búast má við góðu verði
Reynir Karlsson
Skarfaklettur BA 322-2280
Fimmtudagur 9. september 2004
Ein gömul:
"Komdu nú sæll og blessaður" gæti Bragi Magnússon fv. lögregluþjónn verið að segja við Pál Jónsson matsvein og hótelstjóra, en þarna hittust þeir á árshátíð starfsmanna SR árið 1980
Fimmtudagur 9. september 2004
Grasfræ-dreifing hófst í gærkveldi á hlíðar norðasta snjóflóðavarnargarðsins. Notaður var öflugur úðari, samskonar og notaður er til dreifingar á húsdýraáburði (mykjusuga). Grindverk snjóflóðavarnargirðinganna bera við himinn í bakgrunni.
Föstudagur 10. september 2004
Ein gömul:
Spegill í bak- og óvart tvítekið á filmuna að auki, en þokkaleg mynd;
Georg Páll Kristinsson og Guðni Sveinsson (1980)
Föstudagur 10. september 2004
Tunnan - Hellan.
Nú í vikunni var skrifað undir samninga varðandi sölu/kaup á Prentþjónustunni Tunnan. En fyrirtækið hefur nú all lengi verið til sölu. Kaupandinn er Albert Gunnlaugsson frá Dalvík. Hann hefur rekið þar fyrirtækið Dalnet, sem er tölvu og netþjónustufyrirtæki. Albert hefur einnig tekið hér á leigu íbúð og hyggur á áframhaldandi rekstur fyrirtækisins- og gefur út áfram að óbreyttu Tunnuna og Helluna. Að auki mun hann sinna sölu á tölvubúnaði og sinna almennri þjónustu, viðgerða og lagfæringa á tölvum. Kynnist starfseminni sem hann hefur rekið á Dalvík og mun einnig sinna hér á Siglufirði.
Kona hans er í fullu starfi á Akureyri sem stendur amk., en of langt að keyra á milli, þetta minnir glöggt, á þörfina á því að alþingi standi við fyrirheitin um jarðgöngin. --
Myndin er af Albert. sk
Laugardagur 11. september 2004
Ein gömul:
Frá ljósmyndasýningu Alþýðuhúsinu í júlímánuði 1980.
Þar voru til sýnir tæplega 1000 ljósmyndir frá lífi og starfi hjá Síldarverksmiðjum Ríkisins, allt frá árinu 1930.
Sýningin var í tilefni af 50 ára afmæli verksmiðjanna.
Á myndinni sést Sigurður Árnason skrifstofustjóri verksmiðjanna, benda "ókunnugum" á eitthvað athyglivert.
Alls sóttu um 2000 manns þess sýningu, sem var opin í tæpa viku,. (myndirnar átti S.K. Ljósmyndasafn Steingríms, síðar Siglufjarðar og í dag Síldarminjasafnsins 2018)
Laugardagur 11. september 2004 Hellan.
Í tilefni af því að Tunnan og Hellan hafa skipt um húsbændur, eins og sagt er frá hér fyrir ofan, þá birti ég mynd af fyrstu ritstjórn og blaðamönnum Hellunnar. -
Birgir Sigmundsson blm - Sigurður Hlöðversson blm - Örlygur Kristfinnsson blm - Páll Helgason ábm. Óli J Blöndal ábm. - Brynja Svavarsdóttir ritstjóri. Ljósmyndari ókunnur.
Laugardagur 11. september 2004
Haldið var áfram í gær við að dreifa grasfræi á snjóflóðavarnargarðana, nú með því að jarðýta fór nokkrar ferðir með tanka sem blandað hafði verið í grasfræi, sem síðan var dælt og úðað handvirkt um garðinn, sem ég vildi gjarnan að nefndur verði Norðurboli.
Nafnbót til móts við nöfnin Stóra bola og Litla bola syðst í bænum.
Laugardagur 11. september 2004
Björgunarbáturinn Sigurvin sótti seinnipartinn í gær, bátinn Skarfaklett, sem var með bilaða vél á miðunum. Myndin er tekin rétt fyrir klukkan 15:00 er þeir sigldu fram hjá Selvíkurnesvitanum.
Laugardagur 11. september 2004 Ég skrepp vestur á Blönduós upp úr kl. 9 í dag, kem til baka seinnipartinn.