10. desember 2003 -- Verslunin SR-Byggingavörur var opnuð með "promp og prakt" klukka 16:00, - eins og getið var um í morgun. (fréttir)
Mikill fjöldi fólks úr öllum stéttum bæjarins mættu á staðinn, og á tímabili var nálægt örtröð. Allt fór þó vel fram, eins og vænta mátti. Ríkulegar veitingar var gestum boðið, - og talsverð verslun einnig , fólk kom bæði til að skoða, njóta veitinga og versla.
Terta frá Aðalbakarí
Sjóðvélin með tilheyrandi, kom í seinna lagi til verslunarinnar, en þar er um fullkomna "strikamerkingarvél" að ræða. En þarna eru þjónustuaðili "sjóðvélarinnar" að kenna Guðmundi verslunarstjóra og Ólafi framkvæmdastjóra á gripinn, rétt fyrir opnun í dag.
Þær sáu um veitingarnar, eiginkona Ólas Sigurðssonar framkvæmdastjóra; Sigurbjörg Björnsdóttir og eiginkona Óskars Berg Elsfsrn verstæðisformanns SR-Vélaverkstæðis; Helga Óladóttir
Mikið úrval af jólaskrauti, og konurnar fjölmentu þar
Guðmundur Ó Einarsson verslunarstjóri, hafði nóg að gera við afgreiðsluna. Þarna er ma. Hrönn Einarsdóttir að opan seðlaveskið sitt.
Þarna er Óli á táknrænan hátt að opna verslunina formlega, með því að hleypa gestunum að kræsingunum.
Þessir þrír, Úlfur Guðmundsson , Heimir Birgisson og Guðmundur Ó Einarsson, hafa haft nóg að gera að undanförnu við vörumerkingar og að koma vörunum fyrir.
Stefán Bjarnason, skipaverkfræðingur (starfsmaður SR)
Þórður G Andersen og Bigir Guðlaugsson
Óskar Berg Elefsen og Ólafur Kárason byggingameistari
Þorleifur Halldórsson og Stefán Bjarnason
Þessi hnáta heitir Arna Sverrisdóttir, hún er þarna í fangi móður sinnar.
Þeir sem stjórna: Óskar Berg Elefsen verkstæðisformaður, Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri og Guðmundur Einarsson verslunarstjóri.