1. júní 2004
Ein gömul:
Skipverjar um borð í Haferninum í góðu gamni á einni af hefðbundinni kvöldvöku um borð.
Guðmundur Arason og Guðmundur Björnsson keppa um hver er fljótari að innbyrða spottann sem "karamella" hangir í. Ægir Björnsson, Jón Rögnvaldsson og fl. horfa spenntir á leikinn.
1. júní 2004
Aðsent:
Þessa mynd tók Hannes Baldvinsson í gær og sendi mér.
Á myndinni eru:
Steingrímur Kristinsson - Kristinn Georgsson - og Halldóra Jónsdóttir.
1. júní 2004
Sunnan SI 67, - sem komin var með nafnið "bryggjublómið" vegna langrar legu í innri höfninni, flutti um set og lagðist við Öldubrjótinn, þar sem hún mun liggja í óákveðinn tíma.
Myndin er tekin klukkan 14:13 í dag er Sunnan var á leið til næsta hvíldarstaðar. ---
En-það kom "babb í bátinn" Sunnan risti það djúpt að hún komst ekki að Öldubrjótnum, það frétti ég er ég leit út um gluggann kl. 15:13, og sá að hún var farin- og hringdi í Hafnarskrifstofuna og þar sagt að Sunnan væri komin aftur í gamla bólið "sitt".
2. júní 2004
Ein gömul:
Á myndinni eru ma:
Eggert Theódórs, Reynir Árnason, Sigurbjörn Fanndal, Árni Kristinsson, Guðmundur Skarphéðinsson á bak við hann, og Steingrímur Magnússon.
2. júní 2004
Plastbáturinn Björn EA 220 2544 (frá Grímsey) var hífaður á land í morgun, en menn frá JE-Vélaverkstæði voru að athuga stýrisbúnað sem virkaði ekki sem skildi á bátnum.
2. júní 2004
Þessir kappar leggja hart að sér við lagningu gangstíga ofl. á Torginu. Þeir gáfu sér þó tíma til að stoppa augnablik á meðan ég smellti af þeim þessari mynd.
Þeir eru Tómas Óskarsson, Bogi Kristjánsson og Arnar Heimir Jónsson garðyrkjufræðingur sem sér um verkið.
Með hækkandi sól hafa hestamenn hugað meira að umhverfi sínu, um daginn var haldinn hreinsunardagur sem tókst með ágætum, 3 sturtuvagnar fullir af rusli fóru á haugana. Hugmyndir eru uppi um landmótun og fegrun svæðisins í kringum reiðvellina og hesthúsin þegar líður á sumarið.
Nú eru hestamenn að verða það bjartsýnir að þeir eru í óðaönn að setja hross sín í beitarhólf. Vorið hefur komið hægt en þó hafa hlýindi undanfarið knúið menn til að hleypa hrossum sínum meira á grænkandi grasið. Flest munu þau frelsinu fegin! Þó hafa komið upp ýmis vandamál og m.a. “graddi” gjaldkerans haldið uppi stöðugum árásum á viljugar hryssur, það hefur ekki tekist að koma honum í skilning um að eistun eru farin! Hann sótti helst á hryssur formannsins, þeirra sparisjóðsmanna og Helgustaðabræðra, hvað svo rammt að hann braut sér leið inn í gerðin og beit þar allt og sló! Gjaldkerinn hefur farið huldu höfði og vogar sér ekki að hleypa honum í fleiri Bjarmalandsfarir!
Ýmsir hafa fengið hesta senda að sunnan með vorinu, gjaldkerinn fékk fyrrnefndan Bjarma eftir meinta mánaðar tamningu en var ekki viss um að skeifur hefðu nokkurn tíma farið undir folann. Í sömu ferð fékk kona tamið barnahross sem reyndist síðan aldrei hafa undir manna hendur komið! Eftir nokkra eftirgrennslan kom þó rétt barnahross og reyndist þá fylfull! Húsvörður fékk til reynslu taminn efnilegan fola frá sama bæ, en eitthvað loftaði undir rassinn úr hnakknum svo óvíst er með kaupin.
Áhugi á ræktun hefur aukist samhliða almennum áhuga á hrossarækt. Aðstoðarsparisjóðsstjórinn fékk rauðstjörnótt hestfolald á dögunum sem dóttir hans á og skýrði Fiðrildi. Sú stutta hnikar ekki frá nafngiftinni þó að folaldið sé strákur enda nafnið í raun hvorugkyns! Enn að nafngift á hrossum, einn af meiri keppnismönnum félagsins á efnilegan fola sem ber nafnið Fífill. Gott og gilt nafn en svo hugkvæmdist honum að erfitt yrði að verjast hlátri þegar þulurinn á fyrsta stórmótinu kynnti “ þarna kemur hann ríðandi á Fífli”!! Þeir bræður í Rammanum hafa fengið tvö folöld í nýrri ræktun kennda við Fyrirbarð. Það ku víst vera mikil gæðingsefni undan bestu kynbótahrossum landsins. En að Fyrirbarði er fyrirhugað að ala gæðinga í stórum stíl.
Þann 17. júní er fyrirhugað að hafa tölt mót kennt við Stefán frá Móskógum fyrsta formann Glæsis. Afkomendur Stefáns gáfu glæsilegan bikar til minningar og er mótið nefnt Stefánsmót. Er bikarinn svo stór og glæsilegur að einungis er hraustustu mönnum ætlandi að vinna hann og þægustu hrossum að ríða með hann sigurhringinn!
3. júní 2004
Ein gömul:
Kristján Ásgrímsson og Skafti Stefánsson
3. júní 2004
Aðsent:
Nemendur 7. til 10. bekkja eyddu lokadögum skólans í útivist og heimsóknir. Á þriðjudag lögðu nemendur leið sína á Síldarminjasafnið, þar sem þeir fengu leiðsögn um húsin þrjú.
Eftir það var rölt yfir í rústir Evangers verksmiðjunnar. Á miðvikudag fóru nemendur 7. og 8. bekkja að heimsækja Smástráka. Nemendur 9. bekkjar, sem eru flestir félagar í Smástrákum tóku á móti þeim ásamt umsjónarmanni deildarinnar.
Þar var farið í ratleik og síðan spreyttu nemendur sig á klifurveggnum. Almennt voru nemendur glaðir og kátir á lokadögunum. --- Erla ---
3. júní 2004
Síminn hf. er að láta færa ljósleiðara sem nú er staðsettur um það bil á því svæði sem nýja Hólsbrúin á að koma.
Skurðgrafa og mannskapur frá Símanum var mættur á staðinn í morgun vegna framkvæmda.
En brúin mun koma aðeins norðan við þann stað sem grafan er á myndinni. Það sést örlítið í gömlu brúna lengst til vinstri á myndinni.
Þá verður aðkeyrslu að brúnni, það er núverandi vegur færður til vinstri á svæðinu, svo og beint að væntanlegum brúarenda, þannig að engin kröpp beygja verður þarna eins og nú er. ---
4. júní 2004
Ein gömul
Ólafur Gíslason og Jakob Björnsson
4. júní 2004
Hvanneyraráin. Verktaka Snjóvarnagarða eru komnir á hreyfingu aftur eftir langt "helgarfrí" erlendis.
Þarna er verið að vinna við bráðabirgða "ræsi" í Hvanneyrará.
4. júní 2004 Nú er símaskráin komin út - og enn einu sinni hafa þessir "jólasveinar" sem sjá um ritstjórnina, ekki áttað sig á því að Siglufjörður er í Eyjafjarðarsýslu, Norðurlandi eystra - en EKKI Skagafirði Norðurlandi vestra- og eiga því heima á Norður landi EYSTRA en EKKI vestra.
Ritstjórar símaskrár, farið nú í landafræði tíma hjá einhverjum grunnskólanum og rifjið upp landafræðina.
5. júní 2004
Ein gömul:
Kristinn Jóakimsson og Stefán Friðleifsson
5. júní 2004
Fyrsta steypuvinnan við kirkjutröppurnar fór fram seinnipartinn í gær.
---------------------------------------
Þá mun einnig hafa verið skrifað undir samninga í gær við Bás ehf, varðandi sáningu í sár þau í fjallið sem komið hafa og munu koma varðandi snjóflóðavarnargarðana.
5. júní 2004
3 Flokkur KS hefur leikið tvo leiki það sem af er sumri, unnið einn og tapað einum. Spilað var við KA í Boganum á Akureyri miðvikudaginn fyrir rúmri viku og enduðu leikar þannig að KS tapaði 1 - 2. í mjög jöfnum leik .
Þeir spiluðu síðan við Tindastól á Sauðárkróki núna á miðvikudaginn var og unnu þar stór sigur 6 - 0. -----
Alli A. -- Myndir HÉR
5. júní 2004
Dagskrá Sjómannadagsins hófst á skráningu í dorgveiði í Þormóðsbúð í dag klukkan 12:30 - Dorgveiðin hófst síðan klukkan 13:00 og stóð til klukkan 14:00. Þá átti að hefjast kappróður, sem varð að "fresta" þar sem skortur var á keppendum, aðeins ein áhöfn gaf sig fram til keppni.
Lélegur afli var hjá togurunum, aðeins tveir fiskar. Ástæðan var á hreinu hjá einum keppendanna sem sagði þetta allt hafnarvörðunum að kenna sem hefði bannað þeim að veiða á hefðbundnu veiðisvæði, það er frá gömlu ríkisbryggjunni, þar væri nægur fiskur og ekkert kaldari sjór til að detta í ef einhver félli í sjóinn. (Það skal tekið fram; að aðgengi að ríkisbryggjunni er ekki talið öruggt og því vildu hafnarverðir (sennilega) ekki taka neina ábyrgð á fjöldaumferð.
5. júní 2004
BOMB, buldi við og jörðin titraði nákvæmlega klukkan 15:34:09 En Suðurverksmenn sprengdu klöpp við enda nyrsta snjóflóðavarnargarðsins, sennilega fyrsta klöppina sem hinar stórvirku vinnuvélar réðu ekki við án aðstoðar sprengjusérfræðings.