Samkaup styrkir

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

2003

Samkaup hf. styrkir félasamtök 

á Siglufirði

11. desember 2003 -- SAMKAUP HF - Sem samanstendur af verslunarkeðjunni, Samkaup - Nettó - Úrval - Sparkaup - Strax og Kasko, efndu í dag seinnipartinn til kynningar upp á "Bíó Café" á einum þætti starfsemi sinnar, sem alls er óháð verslun.  - Fulltrúar fyrirtækisins eru nú á ferðinni um landsbyggðina, til að deila úr 2,4 miljónum króna sjóði til menningarmála ofl. Hér var kominn Skúli Skúlason frá Samkaup og verslunarstjórinn hér hjá Úrval, til að veita úr þessum sjóði, 3 x kr. 200 þúsund til þriggja aðila á Siglufirði; Kvenfélagsins Von, Kvenfélags Sjúkrahússins og Herhússins á Siglufirði. Ekki þarf að kynna frekar starfsemi þessara aðila, kvenfélaganna og Herhússins, menningarseturs listamanna, og ekki er að efa, að þessum peningum verður vel varið.

Kaffi og tertur voru á borðum, í boði SAMKAUP 

Brynja Baldursdóttir listakona

Skúli Skúlason, kynnir starfsemi félagsins Samkaup, upphaf, svo og núverandi starsemi hvað varða styrkveitingar, vítt um landið. 

Þarna afhendir Skúli, formanni Kvenfélagsins Von, gjafabréf ásamt 200 þúsund króna ávísun. 

Og þarna Magðalena Hallsdóttir formaður Kvenfélags Sjúkrahússins, einnig 200 þúsund króna ávísun 

Og loks formanni Herhússfélagsins einnig 200 þúsund króna ávísun. 

Magðalena, þakkar þarna fyrir hönd síns félags, og sagði í leiðinni frá athygliverðri sögu um Herhúsið, sem hún minntist vegna atburða frá barnæsku. 

Brynja lýsir sinni ánægju og þakklæti. 

Og Anna Snorradóttir gerði slíkt hitt sama, en í stað þess að halda langa ræðu, lét hún Skúla hafa yfirlit yfir sögu félags síns Kvenfélagsins Von, til lestrar síðar. (konan til vinstri, var aðstoðarkona Skúla ?)

Á myndinni eru; Skúli Skúlason frá Samkaup, formenn stjórna; Brynja Baldursdóttir Herhúsinu, Magðalena Hallsdóttir Kvenfélag Sjúkrahússins, Ann Snorradóttir Kvenfélaginu Von og Leonardo Passaro verslunarstjóri Úrval á Siglufirði. 

Þetta er „allur“ hópurinn sem mættur var: Aftast og ; Leonardo Passaro, Pála Pálsdóttir, Guðlaug Guðmundsdóttir, Björg Friðriksdóttir, Svala Bjarnadóttir, Björk Hallgrímsson,  Auður Björnsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Skúli Skúlason, Brynja Baldursdóttir, Anna Snorradóttir og Magðalena Hallsdóttir