Sunnudagur 12. júní 2005 Ein gömul: -- Mynd af Hljómsveitinni Fjórir fjörugir, sem var starfandi sumarið 1961. Myndin var tekin á Hótel Höfn það sumar. Á myndinni eru frá vinstri: Hlöður Bjarnason píanó og saxófónn, Sverrir Sveinsson trommur, Þorvaldur Halldórsson söngvari, Steingrímur Lilliendahl gítar og Steingrímur Guðmundsson harmonikka og saxófónn. Giskað var á að ljósmyndarinn væri Jóhannes Þórðarson.
Sunnudagur 12. júní 2005
Jaðraki á veiðum Þessi mynd er tekin frammi á firði í gær og sýnir jaðrakin á veiðum í bókstaflegri merkingu, (það veiða fleiri fuglar en ránfuglar) en hann var að eltast við pöddur eða bjöllur.
Ef vel er gáð þá er ein paddan rétt við nef fuglsins, sekúndubroti áður en fuglinn hremmdi hana.
Stækkun er greypt hæra megin að neðan, inn í myndina.
Sunnudagur 12. júní 2005 Aðsent
Þakkir til Steingríms.
Með bréfi þessu vil ég senda Steingrími mínar bestu þakkir fyrir bæði Lífið á Sigló svo og þetta nýjasta framtak hans þ.e. veðurstöðin í Bakka. Lífið á Sigló er frábært framtak og skemmtilegasta heimasíða sem ég heimsæki. Síðuna heimsæki ég á hverjum degi og oft á dag, hvar sem ég er á landinu. Alltaf jafn skemmtilegt og spennandi. Nú er komin upp ný þjónusta þ.e. sjálfvirk veðurstöð eins og sjá má. Skemmtileg nýjung þó svo að veðurfréttirnar undanfarið með myndum og lýsingu Steingríms hafi verið mjög góðar.
Ég sá það á síðunni um daginn að Steingrímur er að safna fé til að fjármagna þessi kaup, því allt er þetta jú unnið í sjálfboðavinnu hans. - Með þessu litla bréfkorni mínu til lesenda síðunnar vil ég hvetja fólk til að leggja í púkkið hjá Steingrími við rekstur síðunnar og alveg sérstaklega til að fjármagna veðurstöðina. - Allar upphæðir gera gagn, jafn stórar sem smáar. Ég ætla því að leggja mitt af mörkum í veðurstöðina, og legg því inn 10 þúsund krónur í veðurstöðvasjóðinn.
Áfram Steingrímur, Áfram Sigló, já og áfram KS. - Kristján L Möller (þakka þér fyrir Kristján- sk)
Mánudagur 13. júní 2005
Ein gömul
Á stéttinni framan við skrifstofu Síldareinkasölu ríkisins á Siglufirði, einhvern tíma fyrir 1940
Engan þekki ég þarna, en ef einhver þekkir þá eru þær upplýsingar vel þegnar.
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Mánudagur 13. júní 2005 Útsýni frá þremur sjónarhornum. 1. Frá Hitaveitutanka, 2. Frá kirkjuturni eða 3. Frá Hvanneyrarbraut 80.
Með dýrari vél með aðdráttar möguleikum væri hægt að sjá nærmyndir af svæðum, á "Lífið á Sigló" - Spurningin er: Hvaða staðsetning er áhugaverðust?
Ég hefi nú þegar ákveðið að kaupa vefmyndavélina, en staðsetning og gæði hennar ekki enn ákveðin (þar ræður verðið og leyfi til staðsetningar). Kostur 2 er árennilegur, en kostar ADSL línu. Kostur 1. þarfnast dýrari búnaðar með miklum aðdrætti + ADSL línu. Kostur 2 - sýnir vel það sjónarhorn sem góð myndavél gæti dregið að sér í smáatriðum, eins og lífið á Torginu, höfninni, einstaka báta, osfv. Ódýrasti möguleikunn er kostur 3: Mynd 2 tók Ólafur Kárason 14. júní 2004.
Kostur 1 - Séð frá hitaveitutanka
Kostur 2 - Séð frá kirkjuturni
Kostur 3 - Séð frá Hvbr. 80
Mánudagur 13. júní 2005
Eitt dæmi um hvað sækja mætti með vefmyndavél staðsettri á hitaveitutank, kroppað er út úr mynd X 1. hér fyrir neðan. Dýrari vél kæmist enn "nær" Til dæmis mætti sjá greinilega hvað fram færi á sviðinu við Torgið ef eitthvað væri að ske þar.
Þriðjudagur 14. júní 2005 Ein gömul Ókunnir menn frá síldarárunum, einn þeirra situr á síldartunnu með svigagjörðum.
Ókunnur ljósmyndari
Þriðjudagur 14. júní 2005 Smá sýnishorn af þeim möguleikum sem væntanleg vefmyndavél mun bjóða upp á, miðað við það að verða staðsett á mastur "ofan á" hitaveitutönkum Rarik, sunnan til fyrir ofan Siglufjörð.
Þriðjudagur 14. júní 2005 --
Pæjumót -
Óska eftir íbúð til leigu. Eins og nokkur undanfarin pæjumót þá ætlar fjölskyldan að fylgja dótturinni á Pæjumótið á Sigló en hún spilar með Fylki.----
Erum því að leita okkur að íbúð til leigu á þeim tíma þ.e. frá fimmtudeginum 4 ágúst fram á sunnudag 7 ágúst. ---
Þeir sem hafa íbúð til leigu á þessum tíma og eru tilbúin að leigja mér eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við :
Rúnar Marinó Ragnarsson símar : 567-7004 og 663-0544
Þriðjudagur 14. júní 2005
Hornsílaveiðar við Síldarminjasafnið í gær.
Þar sögðust krakkarnir einnig hafa séð silung.
Þessar þrjár myndir hér fyrir neðan af krökkunum, voru teknar við tjörnina hjá Roaldsbragga Síldarminjasafnsins
Þriðjudagur 14. júní 2005 Stöðugt og gott fiskirí hefur verið síðustu vikur og ekki ólagengt að bátarnir komi með fullfermi eftir daginn. Gárungarnir segja að sumir séu búnir að útbúa fuglahræðu framan á báta sína, til að forðast að máfarnir setjist á stefnið, því það gæti verið hættuleg viðbót við "aflann"
Þessi bátur heitir Gísli KÓ 10 1909 en hann kom inn fjörðinn klukkan 18:00 í gær á hægri ferð, vel hlaðinn eins og greinilega sést á myndinni.
Þriðjudagur 14. júní 2005
Lof mér, lof mér, gætu þessir toppandarsteggir verið að meina með háværu kvaki sínu í gær, þar sem þeir syntu rösklega á eftir öndinni sem sennilega þótti nóg um "greddu" steggjanna, og reyndi að forða sér undan áreitninni.
Þriðjudagur 14. júní 2005 -- Fyrirtæki mánaðarins og maður mánaðarins voru kjörin í gær af Kaupmannafélagi Siglufjarðar. Kjörin hlutu Þór Jóhannsson vegna safns síns sem hefur að geyma allt frá gömlum bíómiðum, nótum og reikningum, nafnspjöldum, lyklakippum, merktum golfkúlum og fleira, en hér er raunar varla pláss til að nefna það allt saman, svo fjölbreytt er það. Þá varð fyrir valinu fyrirtækið JE-Vélaverkstæði sem sérhæft hefur sig í þjónustu og smíði plastbáta, svo og alhliða vélsmíði og þjónustu.
Við afhendingu viðurkenningarinnar Maður mánaðarins í júní 2005:
Elín Þór Björnsdóttir - Þór Jóhannsson og Helga Freysdóttir
Við afhendingu viðurkenningarinnar; fyrirtæki mánaðarins í júní 2005: Helga Freysdóttir og Elín Þór Björnsdóttir nýbúnar að afhenda Guðna og Pálu viðurkenninguna
Guðni Sigtryggsson verkstæðisformaður - Jón Ingi Björnsson - Pálína Pálsdóttir skrifstofustjóri - Ámundi Gunnarsson - Stefán Jóhannsson - Sigurður Steingrímsson - Guðbrandur Gústafsson og "man ekki"
Guðbrandur bað alveg sérstaklega um að þessi mynd væri tekin, félögum sínum til ánægju.
Þriðjudagur 14. júní 2005 Síldarævintýrið 2005 - Nú er vinna hafin vegna Síldarævintýris 2005 og auglýsum við hér með eftir þátttöku, hugmyndum og ábendingum íbúa / fyrirtækja Siglufjarðar sem og annarra sem hafa eitthvað til málsins að leggja.-- Senda má tölvupóst á netfangið: elli@siglo.is eða hafa samband í síma 846-2949 -- Siglfirðingar, hjálpumst að við að gera hátíðina í ár ógleymanlega fyrir gesti okkar! -- ...virkir bæjarbúar – öflugri hátíð! -- Undirbúningsnefnd
Miðvikudagur 15. júní 2005 -- Ein gömul:
Henriksen plan og Sigfúsar Baldvinssonar - Tunnu yfirbreiðslur.
Ljósmynd: Guðlaugur Henriksen
Miðvikudagur 15. júní 2005
Tveir heiðursmenn á förnum vegi:
Ragnar Helgason og Sveinn Sveinsson
Miðvikudagur 15. júní 2005 -- Nú eru hafnar framkvæmdir við byggingu KSÍ sparkvallar á skólabalanum við neðri skólann. Völlurinn er sömu gerða og verið er að byggja víða um land að frumkvæði Knattspyrnusambands Íslands.
Hér er um að ræða samvinnuverkefni KSÍ og Siglufjarðarkaupstaðar.
KSÍ leggur til gervigrasið og niðurlagningu þess en Siglufjarðarkaupstaður sér um annað svo sem jarðvinnu, snjóbræðslulögn, girðingu og lýsingu. --
Árið 2004 var sparkvallaátaki KSÍ ýtt úr vör.
Um er að ræða eitthvert umfangsmesta útbreiðsluverkefni sem KSÍ hefur ráðist í frá upphafi. Kveikjan að því var ákvörðun UEFA um að veita aðildarsamböndum sínum styrk til að byggja sparkvelli.
KSÍ sótti um styrk til fjárlaganefndar Alþingis og leitaði eftir stuðningi Eimskipa, Olís, VÍS og KB-banka.
KSÍ setti strax stefnuna á að nýta þetta fjármagn til að byggja sem flesta sparkvelli.
Hugmynd KSÍ var frá upphafi sú að fá til liðs við sig sveitarfélög í landinu, þannig að KSÍ legði til fyrsta flokks gervigras á velli sem byggðir væri eftir leiðbeiningum frá KSÍ víðs vegar um landið, a.m.k. 40 vellir, helst við grunnskóla.
Fimmtudagur 16. júní 2005 -- Ein gömul: Siglufirði 1968 (?)
Fimmtudagur 16. júní 2005
JE-Vélaverkstæði Þarna eru tveir af starfsmönnum verkstæðisins að vinna að viðgerð á skrúfbúnaði eins af línubátunum sem héðan róa.
Fimmtudagur 16. júní 2005
Verkalýðsfélafið Vaka á Siglufirði, ákvað á fundi sínum þann 15. júní síðastliðinn að veita eftirfarandi styrk til æskulýðs og menningarmála:
Steingrímur Kristinsson vegna Lífið á Sigló annarsvegar og Grunnskóla Siglufjarðar, til að efla félags og tómstundastarf við skólann.
Fimmtudagur 16. júní 2005
Málverk --
Er einhver sem þekkir til málarans sem þetta málaði, sennilega fyrir meir en 50 árum síðan ?
Jóhannes Frímannsson, frístundamálari ?
Hver er maðurinn?)
Mjög líklegt er að málarinn hafi átt heima á suðurlandinu, en málverkið er þaðan komið hingað norður.
Undirskrift málarans er á minni myndinni.
Föstudagur 17. júní 2005 ---- Brynhildur Þöll Kristjánsdóttir er 30. ára í dag (hún er hægra megin) ---- Með henni á myndinni er Þórhalla Sigurðardóttir (Dalabæ) en hún fagnar í dag útskrift sinni sem Hjúkrunarfræðingur Frá Háskólanum á Akureyri.
En Útskriftin fór fram þann 11. júní síðastliðin.
Föstudagur 17. júní 2005
Ein gömul:
Þetta er Gunnlaugur Júlíusson
Tekið á veginum neðan við Steinaflati 1974
Föstudagur 17. júní 2005
K.S. - Breiðablik. kepptu á Siglufjarðarvelli í gærkveldi.
Ég lét mig hafa það og mætti á völlinn, - ekka af áhuga heldur vegna fjölda þeirra sem báðu mig með tölvupósti að mæta til að taka nokkrar myndir. -
-- Í fyrri hluta leiksins skoruðu Blikarnir tvö mörk, og til að vera viss um að mér yrði ekki kennt um hvernig fór, sem óheilakráku , þá forðaði ég mér af vettvangi áður en seinni hlutinn byrjaði. --
En svo við sleppum öllu gríni, þá var ástæðan sú að farið var að bregða birtu, sem ekki hentar vel til að taka myndir af fótboltaköppum á mikilli hreyfingu.
En það var hringt í mig eftir leikin og úrslitin úr munni KS-aðdáanda voru: Tvö hræðileg slysamörk og eitt víti. 3:0 fyrir Breiðablik.
Myndir á undirsíði
Föstudagur 17. júní 2005 -- Blómsveigur lagður að minnismerki Séra Bjarna Þorsteinssonar klukkan 11:00 í morgun -- Hálf napurt var, aðeins um 6 °C hiti og norðan átt með sudda rigningu annað slagið
Föstudagur 17. júní 2005 Víðavangshlaup barna fór fram fyrir hádegið á Gránugötunni
Föstudagur 17. júní 2005 ---
Á morgun, laugardag koma margar myndir frá deginum í dag á vefinn, skrúðgangan og það sem fram fór á Torginu, kaffiveitingar íþróttafélaganna, og fótbolti krakkanna og fleira.
Laugardagur 18. júní 2005 -- Frá öðru sjónarhorni heldur en myndirnar sem ég tók af sama atburði í gær, en myndina sendi mér Sveinn Þorsteinsson.
Tveir nýstútentar eru að leggja blómsveig að minnismerki séra Bjarna Þorsteinssonar
Laugardagur 18. júní 2005
Skrúðganga frá kirkjusvæðinu, hring um bæinn og á Torgið, þar sem hófs hátíðardagskrá sem hófs með lúðrablæstri úr kirkjuturni.
Ávarp formanns Siglfirðingafélagsins, Ólafs Baldvinsson, fjallkonan svo og ýmis skemmtiatriði.
Laugardagur 18. júní 2005 Kaffisala á vegum KS og SSS fór fram á Kaffi Torg- í gær- og mætti þar mikið fjölmenni. Miklar og girnilegar veitingar voru í boði, eins og hver gat ofan í sig látið
Laugardagur 18. júní 2005 Krakkabolti 17. júní
Myndir á undirsíðu
Laugardagur 18. júní 2005 -- Hljómsveitir -
Músik eftir klukkan 21:00 þann 17. júní.
Laugardagur 18. júní 2005 -- Verið var í morgun, að afferma flutningabíl með hellusteina frá BM Vallá, til að nota umhverfi Tjörnina við innkeyrsluna í bæinn. Þar voru að verki starfsmenn frá Bás ehf.