Lífið 1.-11. janúar 2004

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

2004





1. janúar 2004 

Hann setti svip á bæinn

Þorleifur Sigurðsson smiður, fæddur 28. október 1897 




1. janúar 2004

Við óskum öllum gleðilegt nýtt ár. 

Hanni, Dísa og fjölskylda í Flekkefjord 

1. janúar 2004 

Lífið á Sigló vonar að allir eignist

Gleðilegt ár og við þökkum fyrir það liðna 

Ártalið 2004

Myndin er tekin 1 mínútu yfir 12 á miðnætti. Horft suður Hvanneyrarbrautina, frá bílastæði mínu, við Hvanneyrarbraut 80 

2. janúar 2004 - Sparisjóðurinn breiðir úr sér. Nú er hluti af starfsemi Sparisjóðsins að flytja aftur til fyrra húsnæðis, Aðalgötur 16, þar sem Sparisjóðurinn var til húsa fyrir all mögum árum. Síðustu árin hefur Þormóður Rammi verið þar til húsa eins og kunnugt er, en hann flutti sig um set fyrir nokkru..  Málarar og fleiri vinna við breytingar, myndir hér fyrir neðan

Þorgeir Bjarnason, Mark Duffield málarar og Axel Hermannsson 

Axel Hermannsson og Helgi Magnússon pípulagningarmenn 

3. janúar 2004 

Frétt af síðu HAFRÓ - 2. jan. 2004 

Loðnuleit í janúar 2004 

Loðnuvertíðin 2004 hefst með skipulagðri leit sem spannar svæðið vestan úr Víkurál norður- og austur um eins og sýnt er á meðfylgjandi korti. Um 10 mílur eru milli leggja. Gert er ráð fyrir 4 leggjum á skip og í skaplegu veðri ætti ekki að taka nema tvo sólarhringa að ljúka þessari yfirferð.

Fjögur skip fara frá Austfjörðum 3. janúar: Hólmaborg, Jón Kjartansson, Börkur og Beitir. Örninn fer svo þann 4.

Frá Akureyri fara tvö skip þann 3. janúar: Guðmundur Ólafur ÓF 91 og Júpíter.

Af Faxaflóasvæðinu koma Víkingur, Ingunn, Bjarni Ólafsson og Árni Friðriksson.

Steini á Hólmaborginni hefur góðfúslega tekið að sér að halda utan um Austfjarðaflotann og Jón Axelsson mun gegna sama hlutverki varðandi norðursvæðið.

Leiðangursstjóri sér um afganginn auk þess að vera í sambandi við alla bátana a.m.k. tvisvar á dag. 


Skipin frá Akureyri munu taka svæði 6 og 7 og þau tvö skip sem fyrst leggja af stað af Faxaflóasvæðinu munu halda norður um og taka svæði 8 og 9.

Hin skipin taka Vestfjarðasvæðið ef hægt er vegna veðurs. Það er einhver ís vestur í Sundi og þess vegna verður fljótlegt að afgreiða þetta svæði. Ef ekki verður hægt að afgreiða Vestfirðina strax, verður það gert síðar á Árna (utan þessarar áætlunar).

Leiðangursstjóri er Hjálmar Vilhjálmsson.

3. janúar 2004 

Aðsendar myndir: 

Áramótakveðja frá KLM

Smelltu Hér til að sjá myndirnar

3. janúar 2004 

Skíðasvæðið í Skarðdal var opið í dag, enda nægur snjór, hiti um frostmark og logn. Ég tók þar nokkrar myndir, en aðeins neðst í hlíðinni, enda ekki búinn til fjall eða skíðaferða- og fór því ekki langt frá hlýjum bílnum mínum. 

Smelltu Hér til að skoða

4. janúar 2004 

Guðmundur Ólafur ÓF 91 frá Ólafsfirði kom hingað í gærkveldi til að sækja veiðarfæri, á netastöðina hér. 

Skipið er að fara til loðnuleitar eins og segir í fréttatilkynningunni hér fyrir ofan.

Ég tók nokkrar myndir við það tækifæri. 

Smelltu Hér til að skoða


5. janúar 2004 -- 


Hjá JE-Vélaverkstæði gengur samkvæmt áætlun vinna við stóran plastbát sem Gunnar Oddsson á.  


Ég leit þar inn í morgun, 

Smellið HÉR til að skoða

5. janúar 2004 

Loðnuleit Hafró árangursrík.

Loðnuleit Hafrannsóknastofnunar hefur borið góðan árangur. Mikil loðna hefur fundist víða fyrir norðan land. Skipin eru að skoða svæðið betur með tilliti til þéttleika torfanna, en ekki mun veiði vera hafin að ráði, þó bárust fréttir af því að Guðmundur Ólafur ÓF 91 væri byrjaður að frysta eitthvað af loðnu. Þeir Þórhallur og Þórður Andersen hjá Síldarvinnslunni á Siglufirði eru bjartsýnir að vanda og vonast eftir loðnu aðra nótt. Við vonum að von þeirra rætist. 




5. janúar 2004 

Þetta sást, þegar litið var til norðurs frá Siglufirði í dag klukkan 13:30. 

Tunglið rösklega fyrir ofan sjóndeildahringinn. 



7. janúar 2004 

Þrettándabrenna, ásamt tilheyrandi álfaskrúðgöngu var haldin í gærkveldi upp úr klukkan 18:00.

Ég lét mig ekki vanta þar og tók nokkrar myndir í leiðinni. 

Smelltu HÉR til að skoða



7. janúar 2004 

Karlakór Siglufjarðar ásamt undir leikurum eru um þessar mundir að æfa fyrir tónleika sem haldnir verða að Kaffi torg, næstkomandi laugardag kl. 20:30 

Stjórnandi kórs og hljómsveitar er Elías Þorvaldsson tónlistarkennari. Á eftir tónleikunum, verður haldinn dansleikur á sama stað. 

Ég leit inn á æfingu í gærkveldi og tók þar nokkrar myndir. 




7. janúar 2004 

Aðsendar myndir: 

Sendi þér nokkrar myndir frá grímuballi í Allanum.

Gilla & Biggi Björns 


7. janúar 2004 

Sparisjóður Siglufjarðar hefur fært út kvíarnar, eins og greint var frá hér nú eftir áramótin. 

Starfsemin er til húsa í Aðalgötu 16 og þar eru skráðar allar upplýsingar varðandi "Lífsval" allra Sparisjóðanna í landinu. 

Þarna starfa til að byrja með 3 starfsmenn. En Lífsval er viðbótarsparnaður viðskiptavina Sparisjóðanna. 

Daníel Pétur Daníelsson >>>>

Myndir HÉR

8. janúar 2004  -  Vinna er hafin við stækkun á Íþróttahúsinu á Siglufirði, verið er að grafa úr grunnsvæðinu og fjarlægja stoðveggi. Við eru að vonum ánægðir yfir hverju nýju verkefni, ekki síður smiðir og aðrir sem að verkinu koma.  Í stækkun hússins felst aðallega bætt aðstaða fyrir starfsfólk og gesti. Myndirnar hér fyrir neðan

Þarna eru starfsmenn Síldarvinnslunnar; Viggó Jónsson og Kristinn Bogi Antonsson að saga frá einn af stoðveggjunum sem er á grunni norðurgafls íþróttahússins. og starfsmaður Óla Kára, Baldvin Kárason styður við stoðvegginn. 

Vélamennirnir; Þröstur Ingólfsson og Kári Hreinsson 





8. janúar 2004 

Verktakinn Suðurverk ehf. hefur hafist handa að nýju við gerð snjóflóðavarnargarða eftir jólafríið. 

En þeir hófust handa aftur sl. mánudag 5. janúar 



9. janúar 2004 

Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. -

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar að undanförnu, verkinu er fyrirhugað 4 áfangar.

Þeim fyrsta er lokið og annar áfangi er í burðarliðnum og mun kosta um 40-50 miljónir. 

Þetta eru breytingar til hagræðis og til að fullnægja nýjum kröfum og reglugerðum. Þriðji og fjórði áfangi mun aftur á móti verða all nokkru dýrari, það er um 350-400 miljónir og verktími hans áætlaður 3-4 ár og er framkvæmdin ætluð að mæta væntanlegum verklokum “væntanlegra” jarðgangagerðar, Héðinsfjarðargöng. 

Mun fyrirhugað að Heilsugæslusviðið og þjónustusvæðið verði stækkað frá núverandi í  "Fljót og Siglufjörður" í Fljót til Ólafsfjarðar. 

Nú í dag er fundur í ráðuneytinu varðandi mál þetta sem er að fullu frágengið af hálfu framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar, verkfræðinga, arkitekta og ekki hvað síst forstjórans Konráðs Baldvinssonar.

Og nú mun beðið eftir ákvörðun fundarins í dag um frekar framgang, hvort ráðherrann kveikir á græna ljósinu eða því rauða ! eins og annar ráðherra gerði á sínum tíma vegna Héðinsfjarðarganga.

Konráð Baldvinsson sést hér á myndinni fyrir ofan, við skrifborð sitt, en hin myndin er af grunnteikningu af fyrirhugaðri stækkun. 

Ljósari hluti teikningarinnar er af væntanlegri viðbyggingu á tveim hæðum með möguleikum á þriðju hæðinni síðar. 

Þá eru einnig fleiri möguleikar fyrir hendi sem gert var ráð fyrir í upphafi, byggingar ferilsins frá árinu 1965-1966 en eru þó ekki á dagskrá nú. 


<<<<<< Þessi teikning hangir uppi á vegg í einum af göngum á neðri hæðar hússins í dag

10. janúar 2004 --- Lítið fréttnæmt, var um að vera í bænum í morgun - Ég hitti þó á afgreiðslu Norðurfrakt nokkra káta karla. 

Fyrst er þar að nefna, sem var þar í heimsókn, Guðmundur Eggertsson sem hefur verið á suðurlandinu undanfarin ár. 

Hann notar enn skó númer 48 en hefur þurft að fata sig upp að nýju þar sem hann hefur losnað við rúma tvo tugi kílóa og er orðinn nær eins grannur og faðir hans. 

Þarna er hann og Sigurður Jón Arnbjörnsson í anddyri afgreiðslunnar. 

Aukasíða frá sama ári ---