Árshátíð H.S.S. 2003

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

2003

Árshátíð starfsmanna Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar 

2003

7. desember 2003 -- Ég var svo heppinn, að konu minni sem fyrrverandi starfsmanni Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar, var boðið á árshátíð starfsfólksins, sem haldin var á "bíóhúsinu" KAFFI TORG í gærkveldi - og ég fékk að fljóta með. --  Þarna var á borðum sannkallaður veislumatur, svo ríflega útilátinn af úrvali og gæðum, að sumum hætti til að borða nær yfir sig (þmt. ég, ég treysti mér ekki í eftirréttinn)  - Og þjónustuvilji starfsfólksins, gat ekki verið ánægjulegri og betri. 

Og ekki má gleyma skemmtiatriðunum, sem að sjálfsögðu voru "heimatilbúinn" sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar skilaði með sóma. Ég þakka fyrir ánægjulega kvöldstund. 

Nægar birgðir voru á barnum

Nægar birgðir voru á barnum

Guðný Ósk Friðriksdóttir og ?

Konráð Baldvinsson forstjóri HSS

Brynja Stefánsdóttir

Erla Ingimarsdóttir og Konráð Baldvinsson

Þorsteinn Bjarnason

Gréta Jóhannsdóttir, ? Fanndal, Rannveig Pálsdóttir og Guðbjörg Friðriksdóttir

Stúli og Guðný Friðfinnsdóttir

Reynir Árnason og Jakobína Þorgeirsdóttir

Ólafur Jóhannsson og Kjartan Einarsson

Sturlaugur Kristjánsson

Dyraverðir