6.október 2003
Hann setti svip á bæinn
Ásgrímur Kristjánsson, sjómaður (Kambi) fæddur 28.september 1918
Ljósmynd: Krsitfinnur
6.október - 2003
Sandgerðis bátarnir, Guðdís KE 9 og Guðfinnur KE 119 hafa verið að afla dável í sumar.
Þeir fiska á línu og gera út frá Siglufirði, þannig, að þeir fá senda með Flytjanda alla línuna fullfrágengna, nokkra tugi bala hver, frá Sandgerði, og senda fiskinn síðan á markað, samdægurs.
Það var hálfgerð slydda um 9 leytið á morgun er ég tók þessa myndir. Skipverjar voru að koma línu bölunum um borð í bátana.
6. október 2003 -- Húsasmiðjan lokar verslun sinni á Siglufirði. Búið er að segja upp mannskap og versluninni verður lokað um næstu mánaðarmót. Þessar myndir eru úr versluninni:
(Ath. Trésmiðirnir í bænum og fleiri fóru að versla við Byco á Akureyri, þar sem það var mun ódýrara, og salan hjá Húsasmiðjunni borgaði sig ekki lengur)6.október 2003 Frétt úr vefritinu Húnahornið
06.10.2003 - Skipað í stöðu framkvæmdastjóra HSB: Búið er að ráða Valbjörn Steingrímsson rekstrarfræðing í stöðu framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, en alls sóttu 9 um stöðuna. Sérstök matsnefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins fór yfir umsóknir og ákvað m.a. hverjir uppfylltu skilyrði fyrir ráðningu. Ráðherra skipaði svo Valbjörn í stöðuna nú í byrjun mánaðarins.
Valbjörn Steingrímsson er fjölskyldumaður og fimmtugur að aldri. Hann hefur starfað sem fjármálastjóri og framkvæmdastjóri hjá ýmsum fyrirtækjum, m.a. hjá Íslenskum sjávarsöltum ehf., Landfestum ehf., Lykilhótelum hf. og fleirum. Valbjörn tekur formlega við stöðunni um miðjan mánuðinn en Pétur Jónsson sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra sl. ár, starfar þangað til og í raun út mánuðinn, Valbirni til halds og trausts. rzg
6.október 2003 - (fréttatilkynning) Siglfirðingar láta ekki deigan síga í popptónlistinni þessa dagana.
Nýlega var hljómsveitin SPEKTRA þar sem hann Gotti (Gosi, hans Stjána Elíasar) er í broddi fylkingar sem aðalsöngvari og lagahöfundur, að senda frá sér nýtt lag.
Nýja lagið heitir "Eitt og allt" og má heyra lagi flutt á flestum útvarpstöðvum landsins.
Þess má geta að SPEKTRA sendi frá sér lag í vor sem heitir "Þú átt mig ein" og sló það vel í gegn á FM957, Létt 96,7 og Íslensku stöðinni. 91,9
Hin næstum al-siglfirska hljómsveit Daysleeper sendi einnig frá sér nýtt lag á dögunum og heitir það "Face down alive" og má heyra það á flestum útvarpsstöðum landans. Daysleeper er skipuð þeim Víði Venna, Jónsa Sveins, Helga Svavari og Sverri Bergmann (króksara).
6.október 2003 Síðustu dúfurnar á Íslandi?
Þessar dúfur eru jafn miklir Siglfirðingar eins og þú og ég - eða krummarnir og allir hinir fuglarnir sem hafa valið fjörðinn sem heimkynni sín. Margir gera sér grein fyrir þessu og nokkrir góðhjartaðir bæjarbúar færa þeim brauð daglega.
Ekki er vitað hvenær þær komu fyrst hingað en líklegt er að þær hafi verið fluttar á staðinn snemma á 20. öld til ræktunar eins og gerðist í flestum þorpum og bæjum. Nú eru þær villtar en þurfa húsaskjól og eru háðar matargjöfum.
Fyrir allmörgum árum var verið að setja upp eitthvert leikrit hjá Leikfélagi Akureyrar. Einn "leikaranna" var dúfa. Þegar til átti að taka fannst engin slíkur fugl á Akureyri.
Og ekki heldur í öðrum bæjum á Norðurlandi - nema á Siglufirði! Þannig að í það skiptið fór einn Siglfirðingur með hlutverk á fjölum gamla samkomuhússins á Akureyri.
Eins og logi yfir akur -- Við athugun kom það í ljós að Árni nokkur Logi eigandi fyrirtækisins "Meindýravarnir Íslands ehf" hafði ekið um landið á jeppa hlöðnum byssum, gildrum og hverskyns eiturefnum og samið við sveitarstjóra um útrýmingu á öllum meindýrum, þ.m.t dúfum.
Bæjarprýði
Þótt sumir amist við þessum blessaða fiðurfénaði og hafi trúað áróðrinum um að þetta séu "rottur himinsins" þá er full ástæða til að dúfurnar njóti áfram verndar okkar.
Nokkrar málsbætur: Fáir fuglar éta eins "hreint" fæði, þ.e. brauð og kornmeti. Þær eru fallegar í augum margra og börnum þykir yfirleitt vænt um þær.
Dúfur eru eitt helsta torg tákn margar borga útí heimi - og við sem erum svo stolt af torginu okkar - eina bæjartorgi landsins! - viljum náttúrlega að þeim sé gefið á torginu og þá yrði Siglufjörður með enn alþjóðlegra yfirbragði en áður. ---- Ö.K.
6. október 2003
Skelfiskbáturinn Fossá var að toga eftir hádegið í dag, eftir kúfskel norðarlega á Siglufirði
Ekki hefi ég enn frétt af aflabrögðum.
6. október 2003
Þeir sem leið áttu um Strandarveg í dag laust eftir hádegið brá í brún, er þeim var litið upp í fjallið í átt að vinnuvélunum sem þar eru að verki, flestir sem þessa leið aka, gefa fjallshlíðinni auga.
En ástæða fyrir því að mönnum brá, mátti vart sjá annað en að ein ýtan væri við það að fara fram af þarna uppi, með annað beltið að hluta útaf, fremst á brúninni. -
En ýtan var stopp og menn gátu sér til að verið væri að bíða eftir annarri ýtu sem þarna var, til aðstoðar, en þegar betur var að gáð, í gegn um linsu myndavélar minnar, sást að ýtustjórarnir voru hinir rólegustu að tala saman og nokkrum mínútum síðar hófu þeir vinnu að ný, eins og ekkert hefði í skorist.
6. október 2003
Mér datt í hug, að bæta við enn einum þætti, við síðu mína Lífið á Sigló. Spurningin er hvaða fyrirsögn ég á að velja. En hugmynd mín er á þá leið að á síðu minni tökum við okkur til, við, segi ég því ég þarf ykkar aðstoð til þess.
Mig langar til að biðja fólk að skrifa örfáar línur um vinnufélaga, kunningja eða jafnvel ættingja.
Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að við kynnumst hvort öðru, kynnumst því sem viðkomandi hefur fyrir starfi í vinnunni, og ekki síst áhugamálunum og svolítið um persónuna sjálfa. --
Ég bað einn í morgun, Örlyg Kristfinnsson, að hjálpa mér og hann brást fljótt við og niðurstaðan er hér neðar. - Það sem Örlygur skrifar her gott sýnishorn, þess sem ég óska.
6. október 2003
Á dögunum var Chris á fjölmennri ráðstefnu í Króatíu og kynnti Síldarminjasafnið. Þar hugsaði fólk: Hann er hinn dæmigerði norræni maður, ljós yfirlitum, hár og sterklegur - en skrýtið hvað hann talar góða ensku af Íslendingi að vera. Hér heima telur fólk hann einnig af norrænum uppruna en undrast hvað hann talar góða íslensku.
Hann heitir Christofer Bogan, Kanadamaður af rússneskum og enskum rótum, fæddist árið 1972 og nam sagnfræði í háskóla í Vancouver með sérstakri áherslu á útgerðarsögu. Eftir nám vann hann við safn og menningarsetur í Vancouver sem er í gamalli verksmiðju sem áður hýsti síldarbræðslu og laxa niðursuðu.
En þarna á vesturströnd Kanada var á 20. öld fjöldi slíkra verksmiðja. Áhugi hans á síldinni var slíkur að hann var í gamni kallaður "the herring boy" af samstarfsfólki sínu.
Því lá beinast við að flytja sig um set - eða yfir hálfan hnöttinn. Eftir að hann kynntist Síldarminjasafninu á internetinu og í ljós kom að Örlyg vantaði duglegan og vanan mann til að hjálpa sér við hreinsun og uppsetningu gömlu verksmiðju gripanna - og búa til síldarverksmiðjusafn.
Chris kom hingað til vinnu sumarið 2000 og starfaði í rúmt ár í Áhaldahúsinu þar sem hann lærði að tala sína ágætu íslensku (og sennilega fljótar og betur en í Háskólanum!).
Í tvö ár hefur hann svo unnið á safninu eins og áður er lýst. Nú er Chris farinn heim til kærustunnar sinnar og verður þar eitthvað fram á næsta ár en ætlunin er að hann komi aftur til starfa með vorinu.
7. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Hans Sigurðsson bifreiðastjóri, fæddur 22.október 1914
7. október 2003
SKÁLARHLÍÐ, dvalarheimilið á Siglufirði.
Ég heimsótti vistmenn og gesti þar í gær eftir hádegið, en þar stóð yfir spilavist, og ýmislegt föndur, sem margt eldra fólkið stundar.
Ég smellti á nokkrum myndum að vanda. sem finna má á undirtengli
7. október 2003 --- Sameining rótgróinna netagerða Frétt frá local.is (Óvirkur tenglar til fréttarinna -2018)
Ákveðið hefur verið að sameina Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. og Neta- og veiðarfæragerðina hf. undir nafni Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar. Framkvæmdastjóri hins sameinaða félags verður Jón Einar Marteinsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar.
Netastöðin á Siglufirði 2003
Mynd af netamönnum frá Local.is >>>>>
7. október 2003 -- J.E. Vélaverkstæði. Þangað leit ég inn, seinnipartinn í dag og smellti á þá, sem þar voru staddir, nokkrum myndum. Þetta er Sverrir Júlíusson, að vinna við hlut úr 10 tonna plastbát sem verkstæðið er að ganga frá en skrokkurinn var smíðaður annarsstaðar. Strax og þessi bátur verður fullbúinn, þá munu þeir fá skrokk af öðrum plastbát sem er stærri, til meðhöndlunar og frágangs. Svo þröngt var þarna inni, að ekki gagnaðist að taka mynd af bátnum sjálfum..
8. október 2003
Hún setti svip á bæinn
Aðalheiður Halldórsdóttir, fædd 26. júlí 1915
Ljósmynd: Krsitfinnur
8. október - 2003
Pósthúsið á Sigló. Ég fór með bréf í póstinn í morgun, og tók um leið myndir af þeim sem þar voru staddir.
Rögnvaldur Þórðarson póstmeistari, var ekki viðstaddur, svo að hann slapp í þetta sinn. --
Helga Sverrisdóttir við afgreiðsluna >>>>>>>
9. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Jónas Jónsson verkstjóri fæddur 3. mars 1892
Ljósmynd: Krsitfinnur
9. október 2003 - Síldarvinnslan Siglufirði - Ég fékk mér kakóbolla með nokkrum starfsmönnum SR-Mjöl sálugu, um níu leitið í morgun og smellti af þeim sem komu í kaffi að þessu sinni, myndum af fyrrverandi vinnufélögum.
9. október 2003
Sparisjóður Siglufjarðar, þangað skrapp ég í dag eftir hádegið, og tók auðvitað myndavélina mína með. Það sem ég sá þarna inni, hafði ég ekki gert grein fyrir að væri jafn tilkomumikið og raun bar vitni. Þarna starfar fjöldi manns, aðllaga ungt fólk,
Þarna voru fleiri að störfum en ég hafði gert mér grein fyrir þangað til ég mætti á staðinn. Auk hinnar hefðbundnu bankastarfsemi, sem fram fer á neðri hæðinni, svæðið sem við flest þekkjum, fer fram uppi á efri hæðinni fjarvinnsla, það er verkefnin geta í raun verið hvar sem er á landinu, en fólkið á efri hæðinni, sinnir þeim. Hvað er ekki hægt með tölvutækninni og internetinu? Skoðið undir tengil: Sparisjóðurinn
10. október 2003 --
Ég var beðinn, að vekja athygli á því að nokkrir Siglfirðingar hafa endurvakið körfuboltaliðið Glóa, og eru búnir að skrá sig til keppni í 2. deildinni á nýjan leik... eftir fjögurra ára fjarveru frá deildarkeppninni. Jón Gunnar Sigurgeirsson heldur síðu, www.fjarkinn.tk utanum liðið, en þeir leika alla sína heimaleiki í Reykjavík, enda flestir þeirra, búsettir þar! -- Þeim þætti nokkuð gaman, ef það eru einhverjir heima sem enn muna eftir liðinu og langar að fylgjast með! En fyrsti leikurinn er á sunnudaginn kemur og þeir mundu eflaust gleðjast, að sjá sem flesta Siglfirðinga á leiknum!
10. október 2003 Bifreiðaverkstæðin á Siglufirði eru tvö.Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar, sem er eldra og rótgróið og verkstæðið H.D-Vélar sem er nokkru yngra.
Ég heimsótti bæði verkstæðin í dag.
Myndir hér fyrir neðan
HD-Vélar - Hilmar Zophaniasson
10. október 2003
Aðsendar ljósmyndir:
Sigurður R Stefánsson sendi mér þessa sérstöku mynd og tvær til biðbótar, og fleiri aðsendar sem þú getur skoðað á undir tengli: Aðsendar myndir
10. október 2003
Leikfélag Siglufjarðar hefur látið semja fyrir sig veglegt leikverk sem ber heitið ,Silfur hafsins" og fyrirhugað er að setja upp á næsta ári í tilefni 100 ára afmælis síldarævintýris Íslendinga.
Fjallar verkið eins og nafnið gefur til kynna um sögu síldveiðanna og vinnslunnar en fyrst og fremst um mikilvægan kafla í sögu byggðarinnar okkar hér í Siglufirði.
Um létt og skemmtilegt leikrit er að ræða sem samið er af engum öðrum en Ragnari Arnalds.
Tónlistina í verkinu semur Elías Þorvaldsson.
11. október. 2003
Hann setti svip á bæinn
Halldór Guðmundsson, síldarsaltandi m.f.l. - fæddur 23. maí 1989
Ljósmynd: Krsitfinnur
11. október 2003.
Sýslumannsskrifstofan á Sigló. Þangað átti ég erindi, seinnipartinn í gær, og tók þar nokkrar myndir. Ég ætlaði að heimsækja lögregluna í leiðinni, en þeir voru einhversstaðar úti, í eftirlitsferð, svo það bíður betri tíma. Smellið á myndina.
Hús lögreglu og Sýslumanns á Siglufirði tekið 10. október 2003 Myndirnar hér fyrir neðan
11. október 2003
Jarðýtan föst.
Í morgun um 10 leytið þurfti stærsta ýtan í fjallinu að aðstoða aðra minni ýtu, sem hafði sokkið ofan í "pitt" og var bjargarlaus.
Þessi 70 tonna jarðýta, átti ekki erfitt með að bjarga félaga sínum, ein "lítil skafa, og spotti" á milli, og ýtan var laus og báðir héldu áfram vinnu sinni við undirbúning snjó varnargarðanna.
11. október 2003
"Kleinubisnes"
Þessir ungu drengir heimsóttu mig ásamt mörgum öðrum í hádeginu og voru að selja kleinur, til söfnunar í ferðasjóð krakkanna í Grunnskólanum.
Ég smellti af þeim þessari mynd á meðan konan mín sótti peninga fyrir kleinum.
Á kleinu-myndinni eru: í rauðu Arnar Þór Björnsson (Badda og Mæju) og með húfu er Jóhann Már Sigurbjörnsson (Sibba Jóhanns og Ásu).
12. október 2003
20. júní 1945 Ljósmyndasýning Sögufélagsins
Fyrir tveimur árum síðan var stofnað hér Sögufélag Siglufjarðar. Tilgangurinn með stofnun þessa félags mun aðallega hafa verið sá, að annast ritun sögu Siglufjarðar. ---- Ég gat ekki stillt mig um að koma þessu á framfæri, þótt gamalt sé. Smelltu á myndina til að lesa meira.
Grein úr Mjölnir 20. júní 1945
Ljósmyndasýning Sögufélagsins
Fyrir tveimur árum síðan var stofnað hér Sögufélag Siglufjarðar. Tilgangurinn með stofnun þessa félags mun aðallega hafa verið sá, að annast ritun sögu Siglufjarðar.
Þótt þessi bær sé ungur að árum, á hann sér þó merkilega sögu. Hér hafa að vísu ekki gerst neinir stórviðburðir á fyrri öldum, sem, geri örnefni hér þjóðkunn, en saga Siglufjarðar er svo merk um það, að atvinnusaga Íslands verður ekki sögð nema Siglufjörður komi þar verulega við sögu. Svo var um langt árabil t.d., að verslunaraðstaða landsins valt á framleiðslu Siglufjarðar.
Til þess að hægt sé að rita þessa sögu, þarf víða að leita eftir upplýsingum og heimildum um einstaka atburði og þætti sögunnar. Sumt aðeins til í minni manna, sumt er til í gömlum bréfum og skýrslum og svo framvegis.
Öll þessi brot þarf að fella saman svo að úr verði heild. Það er oft lítilfjörlegt, að því er virðist sem getur haft stór mikla þýðingu. Aðeins ein setning, jafnvel eitt orð, getur varpað ljósi á atriði, sem áður voru óskiljanleg. Það ríður því mikið á að halda öllu vel til haga og það er mikið verkefni, sem Sögufélagið hefur sett sér að leysa.
Ljósmyndasýning sú, sem félagið hefur í hyggju að koma upp á þessu sumri, getur haft mikla þýðingu til að vekja upp gamlar endurminningar um það sem liðið er, og glæða skilning yngri kynslóðarinnar á þróuninni undanfarna áratugi. En það er svo með þá sýningu, að til þess hún geti orðið myndarleg og gefið hugmynd um menn og málefni á undanförnum áratugum, þá er nauðsynlegt að allir þeir, sem eiga i fórum sínum myndir frá þessum tíma, bregðist vel við og láni myndirnar á sýninguna. Þetta á jafnt við um þá, sem skrifað hefur verið, og aðra sem kynnu að eiga myndir. Félagið hefur falið Guðbrandi Magnússyni að sjá um þessa sýningu og ber öllum að snúa sér til hans.
Hér fer á eftir bréf, er Sögufélagið hefur sent ýmsum aðilum í sambandi við fyrirhugaða ljósmyndasýningu:
Sögufélag Siglufjarðar hefur ákveðið að stofna til ljósmyndasýningar nú í sumar, eigi síðar en 10. júlí.
Sýningu þessari er ætlað að bregða upp mynd af menningar og framfaramálum Siglufjarðar svo langt aftur úr tíma sem unnt er og allt til vorra daga.
Sögufélagið var stofnað í þeim tilgangi að vinna að útgáfu á Sögu Siglufjarðar. Þessum tilgangi sínum hyggst félagið að ná m.a. með því að koma upp sýningu, ef verða mætti til þess að draga fram í dagsljósið ýmis mikilvæg söguefni.
Í þessu sambandi hefur verið ákveðið að leita til allra hér í Siglufirði, sem líkindi væru til að gætu lánað myndir eða annað slíkt á sýninguna. Vill Sögufélag Siglufjarðar eindegið mælast til þess við yður, að þér Lánið slíkar myndir í þessu skyni.
Myndirnar mega vera stórar og smáar og skal afhenda þær Guðbrandi Magnússyni kennara, Grundargötu 10, sem annast merkingu þeirra og skrásetningu.
Svör þessa viðvíkjandi þurfum við að fá fyrir 1. júlí n.k. Myndunum verður skilað að lokinni sýningu.
Stjórn Sögufélagsins telur, að ef félög og stofnanir og einstaklingar ljá máli þessu lið. gæti orðið hér um merkilega sýningu að ræða, er gæfi góða hugmynd um þróun atvinnu og menningarlífs i bænum.
Virðingarfyllst - f.h. stjórnar Sögufélags Siglufjarðar
Óskar J. Þorláksson - Guðbrandur Magnússon
Þessi umrædda sýning fór svo fram í íþróttasal barnaskólans. Myndirnar hér eru úr safni mínu, sem Kristfinnur tók við það tækifæri.
Ljósmynd: Kristfinnur
séra Óskar J Þorláksson og Guðbrand Magnússon kennari.
Ljósmynd: Kristfinnur
12. október 2003
Fréttir af fundi leikfélagsins. Áður auglýstur fundur vegna kynningar á leikritinu "Silfur hafsins" sem Leikfélag Siglufjarðar fékk Ragnar Arnalds til að semja, var haldinn í félagsheimili Leikfélagsins, sem er á neðstu hæð Suðurgötu 10. Tónlistina við leikritið samdi Elías Þorvaldsson tónlista kennari.
Ragnar lýsti lauslega efni og persónum leikritsins, en það mun fjalla um atburði þá er fyrsta síldin kom á land á Siglufirði fyrir 100 árum til söltunar og fólkið sem kom við sögu þess tíma, fólkið (nöfnin) sem í raun eru þekkt frá á þessum tímum, séra Bjarni, ofl.
Ekki er að efast um að margur mun bíða spenntur eftir að sjá þetta verk á fjölunum, ekki síst miðað við höfundinn Ragnar, sem alls ekki er neinn nýgræðingur á þessu sviði, auk þess sem hann þekkir af eigin raun flest sem síldinni var viðkomandi, þar sem hann tók þátt í ævintýrinu, á námsárum sínum. -- Myndir á undir tengli
12. október 2003
Ungmeyjar á göngutúr. Þessum blómarósum mæti ég nánast á hverjum morgni, á minni yfirferð um bæinn og úthverfi.
Dagurinn í dag var engin undantekning.
Þær voru á Langeyrarvegi (leiðin fram að Hóli)
Þetta eru þær Sigfúsína Stefánsdóttir (Sína) 82ja ára og Erla Hallgrímsdóttir tæplega 72ja.
Þær eru eldhressar og ánægðar með tilveruna.
12. október 2003
Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðaborg.
Félagar skíðafélagsins komu úr Héðinsfirði um kl. 4 í dag með björgunarsveitarbátnum Sigurvon, með nokkrar "eftirlegu rollur" sem þeir höfðu tekið að sér að smala.
Myndir frá komu þeirra, hé fyrir neðan
13. október 2003
Ég skrapp upp í fjall í sólinni í dag, og smellti ma. af, þessari mynd af vinnuvélum að vinnu efst uppi í norður hlíðinni.
14. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Jónas Jónasson verkstjóri, fæddur 3. mars 1892
Ljósmynd: Krsitfinnur
14. október 2003
Hvað heitir fiskurinn? Þessi fiskur, tæplega 5 punda, 55 sentimetra langur, var veiddur af Stefáni Benediktssyni, í Hólsánni við Siglufjörð í gær. Ekki vissi hann eða aðrir sem voru spurðir, um heiti þessarar fisktegundar.
Hólsáin er um þessar mundir vart meira en lækjarspræna, miðað við hinar þekktu veiðiár, en unglingar hafa stundum sett út þarna spón og fengið sæmilegar bleikjur.
Ábending um nafn frá Steinari Svavars.: (sama dag)
Ég sé ekki betur en þetta sé svokallaður bleiklax, áður fyrr kallaður hnúðlax og ef það er rétt mun þetta vera hængur af hnúðnum að dæma.
Í bók Gunnars Jónssonar "Íslenskir fiskar" kemur fram að bleiklax hafi fyrst veiðst í ám á Íslandi 1960 og síðan veiðst af og til í ám á Vestur,Norður og Austurlandi, mest yfir 100 stk. 1973.
Þetta munu vera flækingar úr ræktun Rússa úr ám vestan Lenu og allt vestur í Hvítahaf, en upprunaleg heimkynni bleiklaxins voru í N-Kyrrahafi og innhöfum þess.
13. október 2003
"Þau settu svip á bæinn"
Helga Gísladóttir fædd 31. maí 1910 og eiginmaður hennar
Kjartan Bjarnason sparisjóðsstjóri, fæddur 13. október 1911.
Kjartan hefði orðið 92ja ára í dag, væri hann á lífi.
Ljósmynd: Krsitfinnur
13. október 2003 -- Myndir sem ég tók í yfirferð minni í morgun. eru hér fyrir neðan. -- Það er að koma vor aftur, sagði einn af þeim mörgu er ég hitti í morgun, í "vorblíðunni" glampandi sólskyn og 10-12 stiga hita.
14. október 2003 -- Tilraun til að lífga upp á þessa síðu mína. Það er nokkuð síðan ég fór fram á að einhverjir sendu mér smá pistil sem kynnti t.d. vinnufélaga sinn, vin eða einhvern sem hann þekkir vel. Aðeins ein frásögn hefur komið (6-12 okt). Nú langar mig til að bæta um betur og fara fram á einfaldari aðferð; að vinir, vinnufélagar eða ættingjar, sendi mér mynd og upplýsingar um viðkomandi, í tilefni af afmælisdegi, 5 ára, 10 ára, 15, 20 ára osfv. eða einfaldlega afmælinu í "dag".
Fram þarf að koma: fæðingardagur og ár, atvinna, hvar hann starfar og við hvað. Ekki sakar að nefna maka ef það á við, foreldra, og jafnvel systkini. Allir Siglfirðingar og afkomendur þeirra heima og heiman eru gjaldgengir. Hristið nú upp í vilja styrknum, og sendið mér, deginum áður, sama dag eða jafnvel daginn eftir afmælið !
14. október 2003
Malbikunar strákarnir frá Akureyri, hafa verið á fullu, síðan í morgun og eru enn, að malbika bílastæði, ýmsa fleti og holufylla göturnar í bænum.
Hlýtt og þurrt veður hefur verið í allan dag og meir að segja sólin lét sjá sig strax er hún náði að skína yfir fjöllin, en hún faldi sig á bak við skýin rétt fyrir hádegið.
15. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Guðmundur Sigmundsson sjómaður. fæddur 29. júní 1917
Ljósmynd Kristfinnur
15. október 2003
Bátahúsið.
"Bergararnir" eru byrjaðir að klæða að utan, Bátahúsið við Síldarminjasafnið.
Ég tók þar nokkra myndir sem þú sérð hér neðar
15. október 2003
Sambýlið Lindargötu 2 Siglufirði. - Þangað fór ég seinnipartinn í gær og tók þar myndir.
Þetta er starfsliðið, sem var á staðnum er ég staldraði þar við; Margrét Eyjólfsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Sigurleif Þorsteinsdóttir forstöðu þroskaþjálfari og Valgerður Halldórsdóttir.
Myndir af þeim vistfólki heimilisins sem þarna voru staddir, ásamt myndum sem ég tók af sumum þeirra aftur og fleirum að spila bozzia í Íþróttasal Siglufjarðar,
Myndir á undir tengli
15. október 2003
Trillurnar hafa enn verið að afla þokkalega.
Þessi var að koma inn til löndunar um 13:15 í dag.
5. október 13:30 2003
Enn fleiri eftirlegukindur, núna frá Siglunesi, er félagar Bridge félags Siglufjarðar tóku að sér að smala og koma til byggða.
Þeir nutu aðstoðar fljótabænda ásamt hundi þeirra við smölunina, auk þess sem tveir "nesbændur" Hjalti og Stefán komu að málum, en Hjalti á bátakostinn.
Þessi litla "trilla," Kátur var með 13 rollur innanborðs auk áðurnefndra félaga.
Myndir á undir tengli
5. október 2003
Eldsvoði?
Nei þetta er með vilja gert, Þarna eru bæjarkarlarnir að keppast við að þurrka upp holurnar á götum bæjarins, því mikill raki er í loftinu, þó ekki rigni.
þarna á Suðurgötunni, en þeir hella olíu í holurnar, kveikja í og þurrka síðan endanlega með "Olísgas"eldi, Þetta virkar vel og þeir hafa við malbikunar strákunum, sem fylla síðan umræddar holur.
16. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Þorkell Jónsson, bifreiðastjóri, bóndi, frá Miðsetu, fæddur 13. janúar 1893
Ljósmynd Kristfinnur
16. október 2003 Bás ehf, - Landssíminn, - Rarik - Leggja þarf nýjar lagnir, í stað þeirra sem þarna eru fyrir á þessu svæði, uppi í miðri Hvanneyrarskálarhlíð, vatnslagnir, rafmagn ofl. -- En vegna framkvæmda við snjóvarnar garðana, þá þurfti að velja þessum lögnum annan farveg. Þarna eru vinnuvélar á vegum Bás ehf að verki, en Bás tók að sér að vinna þetta verk. eru myndir af starfsmönnum Símans og Rarik.
Egill Rögnvaldsson símaverkstjóri, inni á Skrifstofu Símans, við Túngötu á Siglufirði
Jón Salmannsson símvirki, við vinnu sína á verkstæði Símans, við Túngötu á Siglufirði
Vinnuvélar á vegum Bás ehf. að verki,
Árni tók skóflu til að rýma fyrir lokanum, eftir að hafa lokið við suðuna. En.............
Óli Agnars tók af honum skófluna, með þeim orðum að hann þyrfti að fá að gera eitthvað, og kláraði verkið.
17. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Sigurður Magnússon múrarameistari, fæddur . janúar 1913
Ljósmynd Kristfinnur
17. október 2003
Gufuspírall
Þennan "gufu spíral" var verið að hífa út frá Primex í morgun, en fara þurfti með hann á verkstæði til viðgerðar.
17. október 2003
Íslandsbanki, útibúið á Siglufirði.
Ég leit þar inn í morgun og tók myndir af starfsfólkinu.
Hörður Júlíusson útibússtjóri
Rögnvaldur Gottskálksson
Kristín G Baldursdóttir
Fríða Björk Gylfadóttir
Sigurlína Káradóttir
Erla Ingimarsdóttir
18. október 2003
Hann setti svip á bæinn"
Jóhann Jóhannsson rafvirkjameistari, fæddur 6. október 1902
Ljósmynd: Kristfinnur
18. október 2003
28. september 1944 - Látin fara í sjóinn aftur.
Mikið magn af síldar úrgangi, sem ekki hefur tekist að pressa, er látið renna með skolvatni til sjáfar. Þá safnast fyrir stórar hrannir af úldnum síldaróþverra undir allar bryggjur síldarverksmiðjanna og í fjöruna þar fyrir framan.
Þegar brim kemur skolast svo þetta góðgæti til og frá um allar fjörur og leggur upp af þessu hina megnustu fýlu sem eitrar allt andrúmsloftið í bænum. Auk þess fer þessi síldar úrgangur í höfnina og fyllir smá saman upp við bryggjurnar. Þetta er hluti af langri grein er
Gunnar Jóhannsson (heitinn) skrifaði í Mjölnir árið 1944. -----------------------------------
Þessi grein er mjög athyglisverð í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur til hins betra, frá þeirri upptalningu er hann fjallar um í grein sinni. Aðbúnað verkafólks, sóðaskapar og lélegrar nýtingar á hráefni ofl. viðvíkjandi Síldarverksmiðjum ríkisins. - ALLIR sem í DAG þekkja , til aðbúnaðs á vinnustöðum, og sérstaklega þeir sem vinna og hafa unnið í verksmiðju, ættu að lesa þetta sér til fróðleiks.
S.K. --------------
18. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Jóhann Guðjónsson múrarameistari, fæddur 19. nóvember 1917
Ljósmynd: Kristfinnur