Lífið 12.-18. febrúar 2006

Fréttavefurinn Lífið á Sigló

12. til 18. febrúar 2006

Sunnudagur 12. febrúar 2006 Ein gömul:

Það er talsvert meira líf í Siglufjarðarhöfn, þarna í nóvember 1992 heldur en í dag -

Því miður. --- Loðnuvertíðin stóð sem hæst, en brjálað veður var þá á miðunum, sem þá voru norður af Kolbeinsey ! En loðnubátarnir í vari í höfn - Einnig togararnir sem höfðu verið á veiðum norðan við land.

Sunnudagur 12. febrúar 2006

Flott skíðafæri og skíðaveður var á skíðasvæðinu í Skarðsdal í gær, ef marka má myndirnar sem Aðalsteinn Arnars sendi mér í gærkveldi. Myndirnar HÉR

Mánudagur 13. febrúar 2006 Ennþá var flott skíðafæri í Skarðsdal í gær og Alli er bæði duglegur á skíðum og að senda mér myndir. Þó nokkuð var um að vera í skarðinu í gær, æfingahópur frá Reykjarvik og hópur á vegum SÁÁ. ásamt fullt af Siglfirðingum. Mig langar að hrósa þeim sem sjá um skíðasvæðið þar er mikill metnaður og svæðið mjög vel unnið. --- Lagðar eru troðnar brautir út frá hefðbundnu svæði og einnig er hugsað um ört stækkandi hóp þ.e. brettafólk, eins og sjá má á myndunum: þrautapallar ( stökkpallar ). Alli A.

Það mættu fleiri senda mér myndir og stutta frásögn varðandi atburði sem tengjast Siglfirðingum hér heima sem annarsstaðar. Hérna er syrpan hans Alla (2) Myndir HÉR

Mánudagur 13. febrúar 2006

Ein gömul: Tekið 1992

Sigrún Ingólfsdóttir - Margrét Valsdóttir - Anna Lára Hertervig - Kristrún Halldórsdóttir - Rósa Hrafnsdóttir - Elín Gestsdóttir og Kristín Jónasdóttir

Mánudagur 13. febrúar 2006 -- Þessar hnátur voru með sjálfstæða skoðanakönnun um hagi fjölskyldunnar, en þær heimsóttu mig í gærkveldi. Þær lofuðu að láta mér í té niðurstöðurnar á næstunni.

Mánudagur 13. febrúar 2006

Góður slatti af skíðamyndum frá í gær verða birtar á morgun, en þetta eru myndir sem bæjarstjórinn okkar tók og mér var sent og eru HÉR


Þriðjudagur 14. febrúar 2006

Ein gömul: 1922

Jón Andrjes Hinriksson lét mig fá Þessa mynd hjá , ásamt frásögn af þessum viðburði árið 1922 - en verið var að heiðra minningu Hafliða Guðmundssonar, "... Enginn Íslenskur maður hefur verið heiðraður fyr né síðar hefði verið heiðraður á þennan veg og væri...." Eins og Páll Einarsson hæstaréttardómari komst áð orði í ræðu við þetta tækifæri -

Lestu grein um þetta HÉR ---- Ath. Um er að ræða ljósmynd af grein, stórt skjal.

Þriðjudagur 14. febrúar 2006 -- Þessi tæplega 80 ára unglingur heldur sér hressum og ávalt brosandi með ferðum sínum alls staðar um bæinn og nágrenni. Annað hvort á honum skjóna sínum eða tveimur jafnfljótum. - Ég mæti honum raunar daglega (ég á bíl mínum) og rabba stundum við hann- Það gerði einnig Sveinn Þorsteinsson í gær og tók þessa mynd af honum í leiðinni. Þetta er Ragnar Helgason sem verður 80 ára í september næstkomandi .

Það ættu fleiri að taka þennan HEIÐURSBORGARA til fyrirmyndar.


Þriðjudagur 14. febrúar 2006

Hrönn Einarsdóttir sendi mér þessa mynd, en hún fékk sér göngutúr upp í hlíðina fyrir og ofan bæinn okkar og tók þessa mynd í leiðinni.


Þriðjudagur 14. febrúar 2006

Í gær var verið að vinna við að koma fyrir öðrum af tveim löndunarkrönum á .

En vegna aukinnar útgerðar smærri báta frá Siglufirði, var löngu orðið tímabært að fjölga löndunarkrönum, en fyrir voru tveir áður.

Þessir nýju kranar eru frá fyrirtækinu Gróttu ehf.

Þriðjudagur 14. febrúar 2006 Er einhver á leiðinni norður ? HÆ Steingrímur. -- Ég var að velta því fyrir mér hvort þú gætir ekki hjálpað mér. Mig vantar svo far heim til Siglufjarðar. Og svo aftur suður. Veit ekki einhver um far? Síminn hjá mér er 868-7804 -- Maríanna Cowell Leósdóttir (dóttir Leós R Óla)

Þriðjudagur 14. febrúar 2006

Bón til Siglfirðinga að heiman. Marg ítrekaðar hugmyndir hafa komið til mín um að birta upplýsingar um Siglfirðinga sem flutt hafa frá Siglufirði sennilega í flestum tilfellum vegna atvinnumöguleika, svo og vegna menntunar og vinnu í samræmi við menntun sem þeir hafa hlotið. Margir Siglfirðingar sinna mikilsmetnum og þekktum hlutverkum, og má raunar segja að þar sem eitthvað er um að vera þá séu Siglfirðingar þar innandyra og eða þáttakendum, enda Siglfirðingar utan heimabæjar fleiri en þeir sem búa á Siglufirði. -- Hugmyndin er að fá samþykki sem flestra, helst alla Siglfirðinga sem starfa annarsstaðar en á Siglufirði að leyfa að áður nefndar upplýsingar verði hér á vefnum á sérstakri síðu, ekki ósvipaðar og til dæmis vísir af sem þegar er til hér á vefnum en allt of fáir hafa tekið þátt í. Sendið mér upplýsingar með mynd, upplýsingum og óskum um framsetningu,- og ég mun safna þeim saman og ef næg þátttaka fæst, birta á síðu minni. Ath. 2019 -- Mjög margir sendu umbeðnar upplýsingar, sem og var komið á síðuna, en í dag vegna persónuverndar, þá er þeim upplýsingum sleppt hér, nú við þessa uppfærslu

Miðvikudagur 15. febrúar 2006 Það er að vísu "útilokað" að þessi æðarfugl sitji hér á eggjum nú um miðjan febrúar, en þarna var hann hinn rólegasti þegar Sveinn Þorstinsson nálgaðist fuglinn um 14:30 í gærdag, þrátt fyrir að "hraglandann" rétt undir frostmarki safnaðist á hann. Ekki ósvipað því sem þessir fuglar þurfa stundum að gera, það er þegar vorhret koma yfir varptímann. Það var hrollur í mannfólkinu en fuglarnir virtust ekki taka veðurbrigðin nærri sér.

Miðvikudagur 15. febrúar 2006 -

Ein gömul: Á kvenfélagsfundi: Soffía Andersen - Guðlaug Guðmundsdóttir - Birna Gunnlaugsdóttir - Ásdís Magnúsdóttir og Þóranna Óskarsdóttir.

Miðvikudagur 15. febrúar 2006

Fréttatilkynning: Félag kvenna í atvinnurekstri á Norðurlandi F.K.A á Norðurlandi -- Hugur í konum, góð mæting á fyrsta fund.

Að undanförnu hefur verið unnið að því að virkja hóp kvenna innan F.K.A með það í huga að halda uppi reglulegri starfsemi innan félagsins á Norðurlandi......... Lestu meira: Neðst á þessari síðu

Ekki er þess getið að þarna hafi verið einhverjar Siglfirskar konur á vettvangi, en þetta er líklega kjörinn vettvangur fyrir þær konur sem eru í atvinnurekstri hér, og eða eru í hugleiðingum. SK

Lesa meira, neðst á þessari síðu.

Fimmtudagur 16. febrúar 2006 -- Ein gömul: 3. október 1995

Ásdís Kjartansdóttir - Hrafnhildur Stefánsdóttir - Gíslína Salmannsdóttir -Elín Gestsdóttir - Guðrún Auðunsdóttir - Halldóra Björgvinsdóttir








Fimmtudagur 16. febrúar 2006 Siglfirðingur á framboðslista Samfylkingarinnar á Akureyri.

Siglfirðingurinn Anna Júlíusdóttir (Gunnlaugssonar) skipar 13. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar á Akureyri við komandi bæjarstjórnarkosningar.

Anna er gift Heiðari Elíassyni, en þau hafa verið búsett í höfuðstað Norðurlands í nokkur ár. Anna hefur í mörg ár verið trúnaðarmaður hjá ÚA, sem nú heitir Brim.

----------------------------------

Fimmtudagur 16. febrúar 2006 Siglfirðingar rafmagnslausir í um 10 mínútur, frá um klukkan 10:40 - 10:50.

Um það leiti sem Rarik menn hér á Siglufirði ætluðu að skipta yfir á rafmagn frá dísilrafstöðinni hér sem búið var að gangsetja, en í sama mund komst aftur samband á landslínuna.

En talið var að "Drangslína" hafi valdið útslætti á rofum landsveitunnar, og veðurfar væri orsökin.

Föstudagur 17. febrúar 2006 Stofnfundur Ferðafélags Siglufjarðar var haldinn í gærkveldi í Bátahúsinu. Tilgangur félagsins er eins og nafnið bendir til, ferðamál- og að kynna í því sambandi Tröllaskaga sem álitlega ferðamannaparadís ásamt skipulagningu ferðalaga félagsmanna og fleiri. Framsögu hafði Arnar Heimir Jónsson. Lög félagsins voru samþykkt, stjórn kosin, ljósmyndasýning ferðalanga um fjöllin umhverfis Siglufjörð og Héðinsfjörð. Nokkrir tóku til máls á fundinum sem var fjölmennari en gert hafði verið ráð fyrir, en allt gekk þetta upp. Í stjórn hins nýstofnaða félags voru kosin Margrét Guðmundsdóttir. - Erla Gunnlaugsdóttir - Mariska van der Meer - Arnar Heimir Jónsson og Hörður Júlíusson- Myndir HÉR

Föstudagur 17. febrúar 2006

Brugðið á leik í hópi Siglfirðinga og fleiri (gesta) á Hótel Örk árið 1992 (tískusýning)

Líney Bogadóttir - Anna Lára Hertervig og Halldóra Jónsdóttir



Föstudagur 17. febrúar 2006

Okkur vinkonunum langar til þess að óska Guggu Andrésar (dóttir Andrésar læknis) til hamingju með áfangann. En hún útskrifaðist sem læknir þann 27. janúar.

Hún býr í Kaupmannahöfn ásamt unnusta sínum, Brynjólf.

Kveðja, Lárey, Una Dögg, Valdís og Gugga Oddný

Föstudagur 17. febrúar 2006 Konudagurinn er á næstu grösum. Munum eftir Konudagsblómunum, kaupum blóm handa hinni heitt elskuðu - Það verður örugglega opið í Eyrarbúðinni bæði á laugardag klukkan 11:00-13:00 og á konudaginn sjálfan, sunnudag frá 11:00 - 15:00 Ég reyni að muna eftir minni konu SK -- Ljósmynd: Sveinn Þorsteinsson

Föstudagur 17. febrúar 2006 Í dag kemur góð sending til Siglufjarðar. Fyrir hádegið verður fundur hjá Vegagerðinni á Akureyri, þar sem áhugasömum verktökum verða kynntar fyrirhugaðar jarðgangaframkvæmdir milli Siglufjarðar og Ólafsfjaðrar. -- Fulltrúar margra verktakafyrirtækja, innlendra og erlendra, hafa boðað komu sína á þennan fund. Þar verður farið yfir umfang verksins, þannig að þeir sem ætla sér að bjóða í verkið geti áttað sig sem best á öllum þáttum framkvæmdanna. --- Eftir kynningarfundinn verður farið í vettvangskönnun til Siglufjarðar. - Það má því búast við að vegurinn til Siglufjarðar verði vel ruddur í dag, enda forsvarsmenn Vegagerðarinnar í heimsókn. -- Sem sagt, það lítur alls ekki út fyrir að fresta eigi framkvæmdum, fyrst verktökum er boðið í kynnisferð á framkvæmdasvæðið. Tilboð verða svo opnuð í mars.

Föstudagur 17. febrúar 2006 Ályktun frá bæjarstjórnum Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og bæjarráði Dalvíkurbyggðar. “Bæjarstjórnir Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og bæjarráð Dalvíkurbyggðar fagna framkomnum tillögum um aukna atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi í formi stóriðju og lýsa yfir fullum stuðningi við þau áform að stóriðja rísi í Eyjafirði. Gríðarlega mikilvægt er fyrir svæðið í heild að horft verði til heppilegrar staðsetningar ef af slíkri uppbyggingu verður og styðja bæjarstjórnir ofangreindra sveitarfélaga hugmynd að staðsetningu í Eyjafirði. Bæjarstjórnir Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og bæjarráð Dalvíkurbyggðar hvetja til þess að áfram verði unnið að rannsóknum og tekin verði ákvörðun um staðsetningu stóriðju á Norðurlandi eins fljótt og auðið er"

Föstudagur 17. febrúar 2006 Nýtt á vefnum: Bón til Siglfirðinga að heiman. Það er leitað er til Siglfirðinga og annarra sem tengdir eru Siglufirði um að þeir láti vita af hvað þeir starfa og hvar þeir eru, þetta á raunar einnig við þá sem eiga fasteignir hér, þó svo að þeir dvelji hér aðeins tímabundið (sumarhús) -- Nú haf nokkrir sent mér og eða bent mér á upplýsingar, sem settar hafa verið inn á sérstaka síðu með tengilinn tengil sem einnig er efst á hverri fréttasíðu og "Tenglasíða-2" Smellið á og skoðið -- og bætum við listann með því að senda mér póst. Mjög margir sendu umbeðnar upplýsingar, sem og var komið á síðuna, en í dag vegna persónuverndar, þá er þeim upplýsingum sleppt hér, nú við þessa uppfærslu

Föstudagur 17. febrúar 2006 -- Eins og getið var um fyrr í dag ætluðu Vegagerðarmenn að leggja land undir fót og skreppa til Siglufjarðar með fríðu föruneyti, það er hóp verktaka sem boðið hafa í gerð Héðinsfjarðarganga, til að skoða vettvang væntanlegs vinnusvæðis Siglufjarðarmegin. Þeir borðuðu síðbúinn "hádegisverð" á Bíó Café um klukkan 14:30.

Þarna voru í hópnum erlendir fulltrúar verktaka, sem og Íslenskir -en engir Kínverjar að þessu sinni Myndir HÉR

Laugardagur 18. febrúar 2006

Ein gömul: 26. mars 1965 var talsvert frost, sem og dagana þar á undan, en vatnslagnir inn í "Hvíta húsið" aðsetur bæjarskrifstofunnar og lögreglunnar á Siglufirði, höfðu frosið. Bæjarstarfsmenn rufu blikkið af húsinu þar sem inntak vatnslagnarinnar var og hugðust laga vandann með gashitunar tækjum, en svo slysalega vildi til að eldurinn frá tækjunum náði í eldsmat þar á milli þils og veggja og "skrattinn" varð laus --- Nánar frásögn af þessum atburði lesa HÉR

Fulltrúar Grunnskólans: Sigmundur Sigmundsson- Róbert Haraldsson og Bergþór Mortens


Laugardagur 18. febrúar 2006

Gettu betur, upphitunarkeppni fór fram á Bíó Café í gærkvöld -

Þar tókust á fulltrúar Grunnskólans og bæjarstjórnar Siglufjarðar

(meirihlutinn sagði Egill) -

Upphaflega ætluðu fulltrúar bæjarstjórnir Siglufjarðar- og bæjarstjórnar Ólafsfjarðar að keppa, en þeim síðarnefndu leist ekki á aurbleytuna á Lágheiðinni og afboðuðu þátttöku að sinni.

Þessar þrjá myndir hér tilheyra fréttinni

Spyrill kvöldsins: Steinunn Sveinsdóttir og Dómari: Ægir Bergsson

Fulltrúar bæjarstjórnar: Ólafur Kárason Þórarinn Hannesson Egill Rögnvaldsson

Laugardagur 18. febrúar 2006

Stórt snjóflóð féll einhvern tíma í gærkveldi á og yfir svæði hitaveitunnar í Skútudal. Öll mannvirkin á svæðinu hurfu undir flóðið, að undanskildu einu sem rétt sást í.

Búið var að grafa ofan af einu húsanna, það er dyrabúnaði þess er ég kom á vettvang um klukkan 11:00 í morgun og verið var að leita af hinum húsunum með því að grafa með stórvirku tæki á svæðinu.

Engin hætta er þó talin á skemmdum á mannvirkjum né dælubúnaði, þar sem húsin eru hönnuð til að þola þessi átök við náttúruna og hafa marg sannað styrk sinn í mörgum fyrri snjóflóðum á svæðinu.

Fleiri myndir HÉR

Laugardagur 18. febrúar 2006 Vefmyndavélin er komin í lag -- Orsökin var sambandsleysi í 220 volta rafmagnstengli - sem straumrof á dögunum hefur valdið - Ég þurfti aðeins að skipta um tengil, loksins að ég komst á vettvang- gangandi, en ófært er upp í fjallið vegna snjóa.

Laugardagur 18. febrúar 2006 Nánar af snjóflóðinu. Mikil snjóflóð féllu í gærkveldi og nótt í austanverðum Skútudal. Klukkan 23.59 (17. febr.) fengu starfsmenn Rarik boð frá senditæki á hitaveitusvæðinu um að eitthvað óvenjulegt væri á seyði.

Þeir brugðu skjótt við og fóru á vélsleða fram eftir og blasti þá við þeim mikið snjóflóð sem fallið hafði yfir öll mannvirki hitaveitunnar nema spennistöðvarhúsið sem stendur nyrst.

Héldu þeir heim við svo búið og ákváðu að bíða birtingar með frekari aðgerðir. Í morgun komu svo í ljós mjög víðáttumikil snjóflóð sem fallið höfðu nánast af öllum fjallabrúnum frá Skollaskál og suður að Móskógarhnjúk, fremst í Skútudal. Um er að ræða flekahlaup og ætla má að brotalínur þeirra séu um 5-6 km. langar. Þarna hefur nýsnævi, um 50-100 sm þykkt, runnið á harðfenni í miklum bratta og stöðvast víðast hvar á skálarbrúnum en náð niður í dalinn á svæði hitaveitunnar og þar suður af.

Krafturinn svo mikill að tvær tungur hafa skotist nokkuð upp í hlíð Hólshyrnu vestan Skútuár. Úr Hólshyrnu féllu einnig snjóflóð úr tveimur stærstu giljunum til austurs ofan í dalinn. Í allan dag hafa starfsmenn Rarik verið þarna að störfum með aðstoð snjótroðara skíðasvæðisins í Skarðdal.

Af þeirri ástæðu og hugsanlegri snjóflóðahættu hefur verið lokað í Skarðsdal í dag. Myndir teknar á svæðinu um hádegisbilið eru hérna á tenglinum

Fréttatilkynning: Miðvikudagur 15. febrúar 2006

Félag kvenna í atvinnurekstri á Norðurlandi (FKA)

FKA á Norðurlandi

Hugur í konum, góð mæting á fyrsta fund

Að undanförnu hefur verið unnið að því að virkja hóp kvenna innan FKA með það í huga að halda uppi reglulegri starfsemi innan félagsins á Norðurlandi. Fyrsti fundur FKA norðan heiða var haldinn á Friðriki V á Akureyri föstudaginn 10. febrúar undir yfirskriftinni HEIMURINN ER AÐ MINNKA. Fundurinn þótti heppnast vel og mættu vel á þriðja tug kvenna víða að af Norðurlandi.

Aðalheiður Karlsdóttir hjá Provida og Eignaumboðinu lagði leið sína norður yfir heiðar og sagði frá reynslu sinni af viðskiptum víða um heim. Soffía Gísladóttir, framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar (Símey), sagði einnig frá reynslu sinni í atvinnulífinu. Bryndís Óskarsdóttir frá Concept greindi félagskonum frá reynslu sinni af því að flytja fyrirtæki frá höfuðborginni út á landsbyggðina og þeim kostum sem því fylgja.

Á fundinum var ákveðið að halda áfram uppi starfsemi á vegum FKA norðan heiða og var ákveðið að halda næsta fund á sama stað þann 10. mars.

Þrjár konur gáfu sig fram í að starfa í nefnd til að kortleggja næstu viðburði félagsins á Norðurlandi og er það trú okkar að við eigum eftir að eiga saman öflugt og gefandi starf sem styrkir okkur allar, viðskipti okkar og viðskiptahugmyndir.

Félagið vill hvetja allar konur í atvinnurekstri á Norðurlandi til að mæta á næsta fund okkar og taka þátt í skemmtilegu starfi. -- FKA

Nánari upplýsingar: Bryndís Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Concept, sími 552 5200 eða disa@concept.is. FKA