22. september 2003
Þau settu svip á bæinn
Hjónin Katrín Pálsdóttir hjúkrunarkona, fædd 10. nóvember 1907 og
Hlöðver Sigurðsson skólastjóri, fæddur 29. apríl 1906
22. september 2003
Fyrsti "snjórinn" !
Smá föl féll í nótt, rétt nóg til að lita göturnar, en tæplega til að lita gróður og bíla í byggð, en lítilsháttar í fjöllum.
En þessi úrkoma skapaði hálku á vegum, sem bílstjórar gerðu sér grein fyrir og engum datt í hug að setja á snjódekkinn, því þeir bjartsýnustu ætla ekki að láta snjóa fyrr en í janúar-febrúar á næsta ári.
Ekkert óveður náði til að hrella Siglfirðinga eins og suma nágranna okkar. Nú sem oft áður voru það fjöllin okkar sem veittu okkur skjól.
22. september 2003
SR-Vélaverkstæði, ég leit inn til þeirra félaga í morgun, átti við þá einkaerindi,- og tók þessari mynd af þeim félögum í leiðinni:
Sverrir Elefsen, Óskar Berg Elefsen og Sveinn Filippusson
22. september 2003
Leikskólinn á Siglufirði; Leikskálar - Ég heimsótti Leikskólann eftir hádegið í dag, en ég fékk beiðni / tillögu, alla leið frá Siglfirðingum búsettum í Danmörku, um að gaman væri að sjá andlit ungu kynslóðarinnar einnig. Þetta þótti mér frábær tillaga og lét verða af því strax.
Í leikskólanum eru yfir 70 börn, sum börnin eru að vísu aðeins fyrir hádegið og önnur eftir hádegi og enn önnur allan daginn eins og gengur. Starfsmannafjöldi er um 22.
Af útliti krakkanna og glaðværð þeirra, leyndi sér ekki að þau voru í góðum höndum. Krakkarnir töluðu mikið um það að snjórinn sem var á lóðinni þeirra í morgun, hefði allur farið upp í fjöllin, en þau létu það ekki á sig fá, þau höfðu um nóg að hugsa, og nóg að gera.--
23. september 2003
Hann setti svip á bæinn
Eiríkur Guðmundsson bæjarverkstjóri, fæddur 28. júní 1908
23. september 2003
Í síðasta tölublaði Hellunnar var lofgrein um fyrirtækið Rafbær, og þar tíunduð réttilega, hina frábæru þjónustu sem verslunin, starfsfólkið og viðgerðarþjónustan sinnir.
Mig langar til að bæta aðeins við, þeirri frábæru þjónustu sem Rafbær veitir, en það varðar tölvuþjónustuna, þar er Júlíus Hraunberg aðal maðurinn.
Myndin er af Júlíusi í morgun, þar sem hann er að uppfæra flókinn hugbúnað fyrir tæknifræðing Rafbæjar,sem er Ingi Hauksson.
23. september 2003
Skrifstofa Þormóðs Ramma Sæberg hf. er nýlega flutt í glæsilegt húsnæði, þar sem fiskverkun "Rammans" var áður til húsa.
Ég skrapp þangað í morgun og smellti nokkrum myndum af starfsfólkinu við vinnu sína.
23. september 2003 Skólabíll. - Krökkunum í barnaskólanum, er keyrt á milli skólahússins og Sundhallarinnar í tengslum við sundkennsluna.
Ég kom á vettvang í morgun, - strax er krakkarnir sáu mig, komu þau hlaupandi á móti mér, eins og sjálfur jólasveinninn væri mættur og báðu um myndatöku, sem að sjálfsögðu var framkvæmd - Myndar þessu tengt, hér neðar.
23. september 2003 - Góðar fréttir: Alls hafa, það sem af er árinu flutt til Siglufjarðar 6 fjölskyldur og einstaklingar, samtals á milli 25-30 aðilar börn og fullorðnir.
Sumt af þessu fólki er að koma aftur heim, eftir að hafa prófað veruna "hinum megin við lækinn".
24. september 2003
Hann setti svip á bæinn
Matthías Jóhannsson sjómaður/kaupmaður fæddur 23. júlí 1923
24. september 2003 - Bókasafnið. Þangað á ég leið annað slagið vegna gagnaöflunar og þar var ég í gær. Ég smellti myndum auk starfsmanna, af þeim gestum sem inni voru að þessu sinni - Myndirnar hérfyrir neðan.
24. september 2003
Kiddi G. Allir þekkja Kristinn Georgsson, slökkviliðsstjórann okkar (með fleiru)
Hann hefur nýlega fengið sér nýjan reiðskjóta, -
þessa glæsilegu Hondu. F-55 -
Þetta er afmælisgjöfin til mín frá mér sjálfum, sagði hann.
Kiddi verður 70 ára um næstu áramót.
24. september 2003 - Slökkvistöð Siglufjarðar er mjög vel búin tækju, tækjum sem eru í 1. flokks ásigkomulagi, enda er slökkviliðsstjórinn ötull við að sinna sínum tækjum, og bæjarstjórn skilningsrík á því að þessir hlutir þurfi að ver í lagi og veitir miklum fjármunum til tækjakaupa.
Ég heimsótti nokkra vinnustaði í morgun að vanda, Slökkvistöðina þar sem Kiddi var að þvo einn af bílakostinum, því þó þeir séu lítið notaðir sem betur fer, nema við æfingar, þá þurfa tækin andlitssnyrtingu annað slagið sagði Kiddi. -
Þá heimsótti ég Mumma hjá Norðurfrakt og kom svo við hjá Jóni Andrjes hjá Vörumiðlun /Olís
25. september 2003
Hársnyrtistofa Möggu Dóru
Ég lét klipp af mér "lubbann" í gær og tók í leiðinni, þessari mynd:
Þetta er Margrét Dóra Árnadóttir hárgreiðslukona, að sinna einum af viðskiptavinum sínum: Guðný Ósk Friðriksdóttir
25. september 2003
Síldarminjasafnið, er stöðugt í þróun og uppbyggingu, þessir tveir kappar vinna við að lagfæra húsnæði "GRÁNU" þar sem verið er að undirbúa innréttingu á "rannsóknarstofu" og "rafmagnsverkstæði" eins og viðkomandi leit út hér á árum áður er síldin var í algleymingi.
Ég hitti þá í kaffitímanum í morgun og smellti á þá smiðina mynd:
Róbert Pálsson og Sveinn Þorsteinsson smiður
26. september 2003
Hann setti svip á bæinn
Leó Jónsson síldarmatsmaður, fæddur 17. nóvember 1904
26. september 2003
Þessa heiðursmenn hitti ég í morgun hjá Olís, en þetta eru Baldvin Jóhannsson trésmiður, 82 ára unglingur og Jón Sigurðsson afgreiðslumaður Olís.
Ég heimsótti einnig bæjarstarfsmenn Siglufjarðarkaupstaðar ("útimennina") í kaffitímanum í morgun. Myndir neðar
26. september 2003
Litlu mátti muna að slys yrði, þegar vegkantur lét undan einum af stóru bílum Suðurverks rétt fyrir hádegið, er hann var á Skálarvegi við vinnu vegna vegalagnar í tengslum við Snjóvarnargarðana.
Myndin sýnir þegar grafa er að aðstoða bílinn að komast aftur upp á vegin. Engin meiðsl eða skemmdir, aðeins smátöf á verki.
27. september 2003
Hann setti svip á bæinn
Jón Guðjónsson skipstjóri, fæddur 19.september 1912
27. september 2003
Bás ehf er nú þessa dagana að ljúka verki sínu vegna Gránugötu, þarna er framkvæmdastjórinn sjálfur, Sveinn Ástvaldsson að "sjóða" saman holræsislögn, sem sett verður út í sjó fram nokkra tugi metra.
Fleiri myndir hé neðar, voru teknar í morgun, í sólinn og.
27. september 2003
Síðasti malbikunar dagurinn?
Nú í morgun var byrjað á lokaáfanga malbikunar, vegna framkvæmda við Gránugötu, veður til þessara hluta er ákjósanlegt, sólskin og 10 °C hiti.
Þá er ætlunin að malbika ýmsa smærri fleti víðsvegar um bæinn, lagfæringar á eldri malbikun, bílastæðum ofl.
27. september 2003
Stórtónleikar. -- Í kvöld munu halda tónleika í kirkjunni, þau Gunnar Guðbjörnsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kristinn Sigmundsson, undirleik annast Jónas Ingimundarson.-
Dagskráin: Íslensk lög og óperettur. Meðfylgjandi ljósmynd, tekin er "fyrir sunnan," er frá mbl.is/Þorkell og er af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Kristni Sigmundssyni og Jónas Ingimundarsyni.
27. september 2003
GJAFAKOT, ný verslun var opnuð í dag með "promp og prakt" Þetta er verslun sem er með, ma. Húsgögn, lampa, allskonar gjafavörur, leikföng, búsáhöld ofl. Verslunarstjórinn og eigandi er Siglfirðingurinn Jónína Jónsdóttir, dóttir Jóns Kjartanssonar fyrrverandi bæjarstjóra Siglufjarðar.
Hún hefur verið búsett á Suðurlandinu, eftir að foreldrar hennar fluttu brott, en nú er hún komin heim, -- a.m.k. með annan fótinn.
28. september 2003
Hann setti svip á bæinn
Skarphéðinn Björnsson sjómaður, fæddur; 11. nóvember 1924
28. september 2003
Þessa tvo hitti ég á Bensínstöðinni í morgun;
Bjarni Þorgeirsson málarameistari og Þór Jóhannsson, hreinsitæknir.
28. september 2003
Malbikun, er enn á fullu, og öll Gránugatan malbikuð, en nú eru það bílastæðin, gangstéttir og ýmsar smá viðgerðir, sem eiga hug Akureyringanna sem vinna að malbikun.
28. september 2003
Mánafoss á leið út Siglufjörð um 11:30 í morgun.
29. september 2003
Hann setti svip á bæinn
Kristján Sigurðsson smiður, fæddur 4. nóvember 1902
9. september 2003
Skólplögn "Gránugötu" Það gátu ekki verið betri ytri aðstæður, en þær sem Bás ehf fékk, er þeir gengu frá skólplögn sem liggur í sjó fram, en einmitt seinnipartinn í gær.
Ládauður sjór, logn og stórstreymt.
Það var rigning klukkustundinni áður, en rörið var hífað í sjó fram, en það stytti upp um leið og byrjað var á sjálfri hífingunni.
Og í morgun var töluverð kvika, sem hefði gert verkið óvinnandi á þeim tíma.
29. september 2003
Þessi fallega skúta; ÓSK, eigendur hennar eru hjónin Sveinn Filippusson vélsmiður og Steinunn Erla Marinósdóttir.
Skútan er að messu úr stáli. Sveinn smíðaði hana sjálfur - og naut aðstoðar konu sinnar við það ofl.
Hann var að sigla inn fjörðinn undir vélarafli. um kl.16:30 í gær, í rigningu og logni.
29. september 2003 - Berg hf. sem tók að sér að reisa Bátahúsið við Síldarminjasafnið, vinnur nú að því hörðum höndum að smíða þakeiningarnar sem koma í húsið. Þeir eru með góða aðstöðu inni í "Aravíti" (gamla tunnuverksmiðjan / húseiningar)
29. september 2003 -- Hvanneyraráin stækkaði nokkuð rösklega í nótt, í fyrstu alvörurigningu ársins sem mældist um 23 mm. á Sauðarnesi og sögð mesta rigning á landinu. Ekki dugði það þó til að flæddi yfir veginn / stífluna, er Suðurverks-menn gerðu í ánni.
Þeir gátu þó ekki hafið vinnu í dag vegna vatnselgs á svæðinu, en fjallið varð að einum víðáttumiklum lækjarfarvegi vegna rigningarinnar.
<<<< Sjórinn bar greinilegan svip aurburðar úr fjallinu, en sjórinn sem var ládauður í gær, hefur nú aðeins bætt í kviku.
29. september 2003 --- Vinnubrögð bæjarstjórna hafa ekki breyst mikið hvað búpening varðar.
Og svo var ég að kvarta ! ---- Ég gat ekki stillt mig um, að lofa ykkur að lesa eftirfarandi pistil úr Siglfirðing þann 17. júlí 1947
Búpeningur á götum bæjarins
Nú er svo komið, að kýrnar "spásséra" um götur bæjarins, rétt eins og ekkert sé eðlilegra.
Langt er frá því, að það sé viðeigandi eða sýni neinn menningarvott, að láta skepnur, ganga á götum bæjarins innan um íbúa og aðkomumenn.
Í lögreglusamþykkt bæjarins, er svo fyrir mælt: Að bærinn eigi að sjá kúm þeim, sem einstaklingar eiga, fyrir bithaga, enda ekkert eðlilegra. Það hlýtur að vera verk bæjarstjóra eða bæjarstjórnar, að sjá um, framkvæmd á þessari fyrirskipun lögreglu samþykktarinnar. En ekkert er aðhafst í þessu frekar en öðru, sem bæjarins er að sjá um.
Girða þarf ákveðið svæði, þar sem bæjarbúum gefst tækifæri til að hafa kýr sínar á beit, eða jafnvel taka upp aðferðina, sem notuð var í gamla daga, að til þess ráðnum "kúarektor," sem fór með kýrnar í haga á morgni hverjum, og skilaði þeim heim að kveldi.
Vill nú ekki bæjarstjórnin taka til vinsamlegrar athugunar, hvort ekki sé hægt að hefjast handa í þeim málum, sem mest aðkallandi eru, þó kosningar standi ekki fyrir dyrum. Núverandi bæjarstjórnarmeirihluti má vita, að þó hann hafi hingað til sofið á málunum, þá er betra seint en aldrei að hefja framkvæmdir, og vissulega munu bæjarbúar muna gang málanna, næst, þegar þeir velja menn i bæjarstjórn.
29. september 2003 -- Þessar álftir, sennilega hjón með 3 unga (?) spókuðu sig í ætisleit, á Langeyrartjörn í suðurbænum í kvöld klukkan 18:30 - Eftir tilburðum þeirra að dæma, virtust þær hafa nóg að éta. Þær munu hafa komið á þetta svæði í gærkveldi. Þetta er frekar óvenjuleg sjón, en þó ekki einsdæmi.
30. september 2003
Hann setti svip á bæinn
Gísli Sigurðsson bókavörður, fæddur 20. maí 1905
30. september
Þessar stúlkur; Ragnheiður Ragnarsdóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir, eru að skella sér inn í veitinga bransann.
Þær hafa tekið húsakynnin Nýja Bíós á leigu .
Þær hafa verið önnum kafnar í smá lagfæringum og breytingum, en þarna eru þær í kaffipásu.
Iðnaðarmenn er einnig að störfum, málarar og smiður + afbragðsgóður handlangari.
30. september
Starfsmannafélag SR. -Nokkrir starfsmenn Síldarvinnslunnar, félagar í Starfsmannafélagi Síldarverksmiðja Ríkisins, eins og það heitir enn, þrátt fyrir nafnabreytingar fyrirtækisins, sem þeir vina hjá, fara ásamt mökum, - 22ja manna hópur til Búdapest nk. fimmtudag.
Ég leit inn á skrifstofu Síldarvinnslunnar á Sigló og smellti myndum af nokkrum ferðalöngunum.
Þórður Georg Andersen verksmiðjustjóri.
30. september 2003
Rigningin er hætt í bili, að minnsta kosti- og Suðurverksmenn gátu snúið aftur til vinnu, án þess að eiga á hættu að fara á kaf í vatns og aurflóði, sem í fjallinu var í gær.
Þarna eru þeir uppi í gilinu norðast á svæðinu.
Þeir eru þarna að undirbúa efnisflutning, færa jarðveg neðar í hlíðina, þaðan sem það verður flutt í burt, eftir því hvort um mold, grjót eða stórgrýti er að ræða.