Sunnudagur 10. október 2004 Ein gömul:
Frá vígslu Frystihúss Þormóðs Ramma hf árið 1975 - Hinrik Aðalsteinsson, þáverandi stjórnarformaður Þormóðs Ramma og Ragnar Arnalds, þáverandi þingmaður
Sunnudagur 10. október 2004
Þessa tvo heiðursmenn hitti ég í gær fyrir utan Síldarminjasafnið, þetta er Ólafur Jónsson sparisjóðsstjóri og Þórhallur Jónasson efnafræðingur.
Sunnudagur 10. október 2004 -- Nýr bátur í bæinn. Nú um helgina kom í bæinn nýr bátur sem Reynir Karlsson og fjölskylda keypti frá Austfjörðum. Gamli báturinn Júlía, fer ekki langt, því Siglfirðingarnir Sigurður Ólafsson skipstjóri og Ragnar Hauksson fiskverkandi keyptu hann. Myndirnar hér fyrir neðan.
Gamli báturinn Júlía
Mánudagur 11. október 2004
Ein gömul: Jörgen Hólm og Gestur Guðjónsson að skammta steinsteypu í hjólbörur, er verið var að steypa þak á kyndiklefa, inni í Ákavíti 11. nóvember 1960 (Mjölhús S.R., nú S.V.N. - er enn kallað Ákavíti, nefnt í skætingi í höfuðið á Áka Jakobssyni alþingismanni. >1946)
Mánudagur 11. október 2004 Kveðja frá Guðjóni Björnssyni og frú. Þau biðja að heilsa öllum heima á Sigló, þau hafa það gott og vinna bæði í Álverinu hörðum höndum fyrir nýja húsinu sínu að Furuvöllum 11, sem þau hafa verið að byggja.
Þriðjudagur 12. október 2004 Ein gömul: Sunnuplanið og nágrenni 1948-1950 (?) Ljósmyndari ókunnur.-- Þarna sést Dagný SI 7 með þrjú möstur, við bryggju hjá Söltunarstöð Sunnu
Þriðjudagur 12. október 2004
Það var mikill hamagangur í álftunum á Langeyrartjörn seinnipartinn í gær er þessi mynd var tekin.
Álftirnar tvær ásamt (að ég held) fjórum ungum sem verið hafa þar að undanförnu í haust, fengu tvær álftir í heimsókn á tjörnina- og var greinilegt að þær voru ekki velkomnar í hópinn, því ungaforeldrarnir réðust ítrekað að þeim aðkomnu til að stugga þeim burt.
En þó þessar nýkomnu, sem hafa að undanförnu hafist við annarsstaðar í firðinum til þessa, létu sig ekki og komu alltaf til baka eftir að hafa verið hraktar á flótta.
Þetta gekk svona þann hálftíma tæpan, sem ég fylgdist með.
Þriðjudagur 12. október 2004 --- Verið er að helluleggja lóðina framan við aðalinngang Sambýlisins á Siglufirði. Það eru þeir Arnar Heimir Jónsson garðyrkjufræðingur og Guðmundur Ingólfsson, sem eru að vinna við þetta verk. -- Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar seinnipartinn í gær.
Miðvikudagur 13. október 2004
Ein gömul:
Hjalti SI 12 og Hringur SI 34 við bryggju (Ísafold) og lengst til vinstri sést aðeins í Baldvin Þorvaldsson -1. maí 1961
Miðvikudagur 13. október 2004 -- Líkbíllinn, sem Lionsklúbburinn á Siglufirði stóð fyrir söfnum á var í gærkveldi formlega afhentur Guðný Pálsdóttir formanni sóknarnefndar sem gjöf frá bæjarbúum, það gerði formaður klúbbsins Hörður Hjálmarsson. Þá færði Hörður Kvenfélaginu Von sérstakar þakkir fyrir 200 þúsund króna gjöf, sem nægði til að loka reikningnum vegna kaupanna. Anna Snorradóttir formaður kvenfélagsins Von tók við sérstöku þakkarskjali frá Lion vegna þess. (myndin til hægri)
Hörður og Guðný
Anna og Hörður
Fimmtudagur 14. október 2004
Ein gömul:
Kristinn Þorkelsson - Eiríkur Þóroddsson - Björn Ólsen og Bjarni Júlíus Ólafsson -- 28. júní 1961
Fimmtudagur 14. október 2004 Fyrir 83 árum síðan.
Auglýsing í Fram 7. maí 1921
Fimmtudagur 14. október 2004 -- Skíðasvæðið í Skarðdal: Nú er unnið við að fjarlægja stórgrýti af skíðasvæðinu- og taka burt misfellur ofl. Verkið vinnur Stefán Einarsson. Jafnframt eru starfsmenn Siglufjarðarkaupstaðar að vinna við stækkun & endurnýjun á palli meðfram aðalhúsinu á svæðinu.
Fimmtudagur 14. október 2004 Langeyrartjörn og hólminn. -
Arnar Heimir Jónsson og séra Sigurður Ægisson fóru í dag út í hólmann við Langeyrartjörn til að gróðursetja tré og runna. Ljósmyndir SK og SÆ -Smelltu HÉR
Mest var sett niður af Loðvíði, einnig var sett niður Birki Gulvíðir, Elri og Bersarunni. Hólminn hefur tekið vel við sér í sumar eftir uppgræðsluna og er enn mjög grænn og fallegur.
Einnig var notað tækifærið til að fjarlægja allan njóla úr hólminum. --- Í vor var sáð grasfræi í hólmann og hey sett yfir og örfáar þökur. Það heppnaðist mjög vel, svo að hólminn er nú grasi vaxinn.
Æðarkolla virðist hafa gert sér hreiður í miðjum hólmanum, því dúnn var nokkur í einni dældinni þar. Það er þá fyrsta hreiðrið sem vitað er um. --
Ákveðið var að bíða með gróðursetningu plantna til haustsins, þegar þær væru komnar í dvala. En mikilvægt er fyrir sumar andategundir að hafa skjól af trjágróðri á varptíma, svo að þetta ætti að örva þær tegundir til varps að vori. --
Það sem var sett niður núna voru eftirtaldar tegundir: Bersarunni, elri, gulvíðir, birki og loðvíðir. Auk þess er alaskavíðir kominn í hólmann, nokkrar hríslur, einhverra hluta vegna. -- Að sögn fuglafræðinga er það versta sem hægt er að fá í varphólma, er lúpína, njóli og hvönn.
Ein njólaplanta var komin í hólmann og hún fjarlægð. -- Einnig var með í för Gauti, sonur Arnars.
Föstudagur 15. október 2004 Ein gömul: Bjarnarey NS 7 -- Þorlákur ÍS 15 -- Guðmundur Þórðarson RE 70 og Þorbjörn GK 540
Föstudagur 15. október 2004
Blak Þessar stúlkur voru rétt að byrja á upphitun í gærkveldi, en þær eru að læra blak hjá Svetlana Moroshkina.
Þær ítrekuðu að þær væru algjörir byrjendur.
Eitthvað vantaði í hópinn hjá þeim, og þær vildu koma því á framfæri að allar konur á öllum aldri væru velkomnar í hópinn.
Þær koma saman tvisvar í viku, sunnudags og fimmtudagskvöld.
Föstudagur 15. október 2004
Þriðji flokkur kvenna - KS Stelpurnar voru í strangri þjálfun hjá Mark Duffield í Íþróttahúsinu í gærkveldi er ég leit þar inn. Þar voru þræluppgefnar, en létu sig þó hafa það og tóku smá pásu og stilltu sér upp fyrir ljósmyndarann
Laugardagur 16. október 2004 Ein gömul:
Þorsteinn Sveinsson frá Lónkoti og Þorleifur Hólm múrari.
Laugardagur 16. október 2004
Gæsapartý - Þær voru staddar í Vínbúðinni þessar kátu "skvísur" í gærkveldi um klukkan 18:35. En tilefnið var að "afgæsa" vinkonu sína, sem fer að gifta sig 30. október næstkomandi. Sú lukkulega er Hrefna Katrín Svavarsdóttir og væntanlegur maki er Baldvin Steinar Ingimarsson. Hrefna er þessi með bleika og flottu svuntuna. Verslunarstjórinn Ómar bað þess getið, að það væri alltaf svona mikið fjör (sem það sannarlega var í gærkveldi) á hverjum föstudegi.-
Laugardagur 16. október 2004
Lokaáfangi við brúarsmíðinnar yfir Fjarðará, hófst í morgun klukkan 09:44 er fyrsta steypan rann í sjálft brúargólfið.
Það er fyrirtækið Mikael ehf sem hefur unnið við verkið, sem hófst um miðjan ágúst síðast liðinn.
Laugardagur 16. október 2004
Námskeið í ullar þæfingur - verður haldið á Sigló í byrjun nóvember næstkomandi, ef næg þátttaka fæst.
Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem lengra eru komnir. -
Ódýrara og einfaldara en þú heldur.
Upplýsingar gefur Margrét Steingrímsdóttir í síma 896-5351