1. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Ármann Jakobsson bankamaður, fæddur 5. ágúst 1914
Ljósm: Kristfinnur Guðjónsson1. október 2003
Í gærkveldi kl. 20:00 var haldið hóf í húsakynnum leikskólans LEIKSKÁLAR á Siglufirði, í tilefni af 10 ára afmæli skólans.
Við það tækifæri voru haldnar ræður að venju og skólanum færðar gjafir.
Þá var einnig opnuð heimasíða skólans sem ber heitið í dag 2018 Leikskálar Siglufirði með tengilinn: http://www.leikskalar.leikskolinn.is
Særún Þorláksdóttir leikskólastjóri, að bjóða gesti, sem voru fjölmargir, velkomna. >>
1. október 2003
Skyndi hjálp Rauða krossins Rauði krossinn gaf út fyrir nokkru, 52ja stykkja spilastokk. Þessi spil eru eins og venjuleg spil, að öðru leiti en því, að á hverju spili er spurning og heilræði, sem allir hafa gott af að lesa.
Á síðu minni Lífið á Sigló , mun birtast í hverri viku, (mánudaga) eitt spil á eina síðuna hér, þar til þau eru orðin 52.
Spilin verða sýnileg á sömu síðu, jafnóðum og þau birtast, en ekki verður birting þeirr endurtekin áfram í þessari uppfærslu síðunnar Lífið á Sigló - nú árið 2018
1. október 2003
Skólaíþróttir
Mikið stóð til og mikið fjör var á íþróttavellinum við Túngötu í morgun.
Unglingadeildir Grunnskólans kepptu í hinum ýmsu greinum, sem helst minnti á kraftakarla keppni, við mikinn fögnuð áhorfenda,.
Tekinn var tími á keppendum og stig gefin.
Mikið kapp og mikil gleði.
1. október 16:00 - 2003
Sigurvin, bátur björgunarsveitarinnar, fór með mannskap, út á Siglunes fjörur og sótti þangað rekavið, sem Örlygur ætlar að nota inni í Bátahúsi Síldarminjasafnsins í "bryggjur."
Ég kom að er þeir voru að hífa rekaviðinn í land, upp á bíl.
En Sveinn Þorsteinsson var með í för rekaviðsmanna og tók slatta af myndum sem þú getur séð með því að smella HÉR
2. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Jón Stefánsson, forstjóri fæddur 23. október 1907
2. október 2003 - SR-VÉLAVERKSTÆÐI Á SIGLUFIRÐI.
Ég leit inn á vélaverkstæðið í morgun og heilsaði upp á mannskapinn og tók myndir af nokkrum þeirra. -- Á Vélaverkstæðið er góður og vel hæfur mannskapur ásamt úrvals vélakosti, og sem gerir þeim kleift að vinna margbrotin störf, allt frá flóknum véla og tækjaviðgerðum til allskonar nýsmíði, sem raunar er aðal þjónustusvið þeirra.
2. október 2003
Sigló-myndir, Þórleifur Haraldsson eigandi framköllunarstofunnar, Erla Erlendsdóttir ýtustjóri, er hér að velja filmur til að láta hann vinna eftir.
Framköllunar þjónusta á Siglufirði hefur verið og er árstíðabundin, segir Þórleifur, svo hafa stafrænu myndavélarnar gert strik í reikninginn, hvað framköllun varðar, en nú er aftur á móti, að aukast salan hjá honum myndarammar, sem hann á talsvert úrval af.
Þá selur hann auðvitað einnig bæði stafrænar myndavélar sem aðrar tegundir og fleiri vöruflokka.
Erla Erlendsdóttir ýtustjóri og Þórleifur Haraldsson >>>>
2. október 2003
Bæjarskrifstofan.
Ég heimsótti Bæjarskrifstofuna eftir hádegið og smellti af nokkrum myndum, af starfsfólkinu, þeirra sem var á staðnum.
Bæjarstjórinn; Guðmundur Guðlaugsson. >>>>>
3. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Jósef Flóvents fæddur 11. janúar 1914
3. október 2003 - Þessir höfðingjar á myndunum hér neðar, voru að vinna við að endurnýja, skólplögn frá húsi sínu, Hvanneyrarbraut 5 á Siglufirði, hús sem í raun er þeirra sumarhús, þar sem þeir eru báðir búsettir á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Í ljós kom þó eftir að hafa rabbað við þá félaga, að þeir voru vinnufélagar- og það sem meira var annar þeirra Þórir Kr Þórisson (til hægri, á myndinni til vinstri) er Siglfirðingur, fæddur og uppalinn sonur Gunnars Þórðarsonar heitins, símvirkja. Og félagi hans er Þórir Kr Þórisson. Þeir félagar eru hér á Sigló í þeim erindum að dytta að húsi sínu að innan, en notuðu tækifærið til að tengja nýja skólplögn frá húsinu, að ný-endurbættu skólpkerfi bæjarins á svæðinu.
3. október 2003
Verslunin Úrval. Þessa blómarósir,
Ólöf Gréta Hansdóttir og Auður Gunnarsdóttir, vinna í versluninni Úrval.
Það var lítið að gera í versluninni er ég heimsótti hana í morgun og voru stúlkurnar að raða upp í hillur er ég kom
3. október 2003 - Hann á afmæli í dag, hann Árni Heiðar Bjarnason er tvítugur í dag og brosti blítt framan í mig er ég smellti mynd af honum, er ég heimsótti Olís eftir hádegið, þar sem hann var staddur. Þar voru þar fleiri að vanda, og myndir af þeim eru hér neðar
4. október 2003
Hann setti svip á bæinn
Aðalsteinn Friðfinnsson veitingamaður, fæddur 25. mars 1930
4. október 2003
Fyrsta alvöru frostið í haust, var síðastliðna nótt, en tjörnin í suðurbænum, náði að frjósa og mynda þunna skel á tjörnina.
Eina svæðið sem slapp, var undan læknum, (lengst til hægri) en þar héldu álftirnar 5 sig ásamt fleiri fuglum.
Mest mældist frostið í nótt -6°C
En um hádegið var kominn um 4 °C hiti, á svæðinu, en í norðurbænum rúmlega 6 °C hiti.
4. október - Verslunarfélag Siglufjarðar. Ég leit þangað inn í morgun. Þar var mikið að gera er ég kom inn. En starfsfólkið sem var á vakt gaf sér þó tíma til að lofa mér að smella á það myndum, sem eru hér fyrir neðan
5. október 2003 -- Mánafoss / Eimskip losar hér á Siglufirði í viku hverri 25-30 gáma, á Hafnarbryggju og Óskarsbryggju til skiptis, eða hvorutveggja í sömu ferð. Þetta eru í meirihluta, aðalega vörugámar til og frá Rækjuverksmiðjunum, Pólar og Þormóðs Ramma Sæberg, svo og Primex. hf.
5. október 2003
Haustið er komið, þarna er Njörður Jóhannsson að ganga frá trilluhorni sínu Ósk, fyrir veturinn.
þetta eru hin hefðbundnu störf trillukarla og áhugamanna, að búa um báta sína sem best fyrir komandi vetur. --
Sunnubrakkinn í baksýn og Ninni reddar málunum með krananum á bifreið sinni F-200 (Sigurjón Steinsson, Ninni)