Lífið í júní 2003

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

24. og 25. júní 2003

Fyrsta loðnan á sumarvertíðinni kom, 24. júní, 6 dögum fyrr en á síðasta ári.

Það var loðnuskipið BEITIR NK 123, sem kom með tæp 1000 tonn til bræðslu. Loðnan veiddist á Halamiðum fyrir norðvestan land.

Vel gekk að landa og innan sólarhrings var hann búinn að fylla sig að nýju og landaði aftur á Siglufirði þann 26/6.

Alls hafa borist á land á Siglufirði, þann 30. júní. 7.036.683 kg.

2003-06-24-19 --- Beitir NK 123 kemur með fyrstu loðnuna til Siglufjarðar, á sumarvertíð 2003 

Strax sama dag, 24.6. um kvöldið,

hófst bræðsla hjá verksmiðjunni. Daginn eftir, tóku menn eftir heljarmiklum "mengunar" fláka á sjónum, stutt frá verksmiðjunni, og sumir fóru að undrast, hversvegna hinar hefðbundnu og sjálfskipuðu klögurófur, hefðu ekki kallað á heilbrigðisnefnd og fulltrúa til að hella sér yfir, Andersen verksmiðjustjóra og Jónasson efnafræðing og gæðastjóra", bræðslunnar, S.V.N. á Sigló.

En S.V.N. mönnum létti fljótlega, er þeir sáu að "mengunin" sem fuglinn buslaði í, yfir hinum kærkomna hátíðarmat, kom ekki frá bræðslunni, heldur frá Primex, rækjuverksmiðjunni.

Daginn eftir, tóku menn eftir heljarmiklum "mengunar" fláka á sjónum, stutt frá verksmiðjunni, og sumir fóru að undrast, hversvegna hinar hefðbundnu og sjálfskipuðu klögurófur, hefðu ekki kallað á heilbrigðisnefnd og fulltrúa til að hella sér yfir, Andersen verksmiðjustjóra og Jónasson efnafræðing og gæðastjóra", bræðslunnar, S.V.N á Sigló.

Daginn eftir, tóku menn eftir heljarmiklum "mengunar" (myndin hér ofar til hægri) fláka á sjónum, stutt frá verksmiðjunni, og sumir fóru að undrast, Hversvegna hinar hefðbundnu og sjálfskipuðu klögurófur, hefðu ekki kallað á heilbrigðisnefnd og fulltrúa til að hella sér yfir, Andersen verksmiðjustjóra og Jónasson efnafræðing og gæðastjóra", bræðslunnar, S.V.N á Sigló.

En S.V.N. mönnum létti fljótlega, er þeir sáu að "mengunin" sem fuglinn buslaði í, yfir hinum kærkomna hátíðarmat, kom ekki frá bræðslunni, heldur frá Primex, rækjuverksmiðjunni.

Vonandi er það ekki skýringin á því af hverju klögurófurnar voru ekki búnar að láta í sér heyra, en það hefur nokkuð oft borið á, all mikilli "mengun" sem komið hefur frá Pólar og Primex að undanförnu, stórir flákar hafa dreift sér um fjörðinn og meðfram vesturströndinni (ég hefi séð það út um gluggann minn heima)- og ekkert orðið vart umræðu, né opinberra klögumála, eins og nokkuð oft varð hér áður, þegar SR átti í hlut, oft yfir "meinlausari mengun".

Annars, talandi um þessa "mengun", (innan gæsalappa) þá er þetta ákaflega saklaus mengun sem brotnar niður í náttúrunni, eftir að fuglinn hefur hakkað í sig megninu af þessu floti, en fuglinum stafar engin hætta af þessu, frekar en 95% af því sem sloppið hefur í sjóinn frá SR á undanförnum árum, jafnvel áratugum.

Aftur á móti ef slys verða, við missi á lýsismenguðuðu efni, þá gæti það skaðað. En það hefur verið lögð afar ströng áhersla á, hjá SR, nú S.V.N., að að fyrirbyggja slys af því tagi, og að þess er vel gætt að slíkt hendi ekki, bæði vegna fjárhagslegs skaða sem það gæti valdið og ekki síður vegna mengunar sem af slíku hlýst.

Klögurófur síðustu ára, eru ef til vill búnar að átta sig á því að "peningarnir" sem við lifum á og fyrir, er ekki aflað í Kringlunni eða Smáralind, heldur í sjávarútvegsfyrirtækjunum allt í kringum landið - og þeir sem ekki þola að finna lyktina af þessum afurðum okkar ættu að huga að brottflutningi frá sjávarplássum og upp í sveit, því þeir eiga enga samleið með okkur hinum sem vita hvaðan peningarnir koma og sættum okkur við hið óumflýjanlega.

2003-06-24-24 --- Mikið var um að vera á bryggjunni, við komu Beitirs, þar voru ma. að störfum bæði fagmenn og áhugamenn um fréttamennsku, hér sjást tveir þeirra hafa viðtal við Þórð G Andersen verksmiðjustjóra, sem situr inni í bifreið sinni. 
2003-06-24-25 --- Hér er Gísli Sigurgeirsson með sína fagmennsku í hátoppi. (Sjónvarpið) 
2003-06-24-28 --- Skipverja á Beitir að gera klárt fyrir löndun 

Framkvæmdir við Gránugötu og Tjarnargötu

hófust fyrir nokkru, Verktaki í verkinu er BÁS ehf. á Siglufirði

Verkið hefur gengið mjög vel, er á áætlun, og á að vera lokið eigi síðar en 15. október næstkomandi samkvæmt útboðsgögnum.

Meðfylgjandi mynd er tekin, er verið var að steypa "miðlunarbrunn" 

Á myndinni hér fyrir neðan sést (fyrir miðju) Ólafur Kárason byggingarmeistari.

Fleiri myndir og vonandi, lausleg viðtöl við aðila verksins, verka kalla og meistara koma síðar á þessum síðum. ( í júlímánuði)


Um 24-25. júní, hóf Suðurverk hf.

vinnu við snjóflóðavarnargarða á Siglufirði, en fyrirtækið hlaut verkið eftir útboð. Viðkomandi mynd er tekin þann 25. júní, frá norðast í Túngötu, til norðurs, en grafan sem sést fyrir miðju, er þarna staðsett því sem næst, beint fyrir ofan norðasta íbúðarhús bæjarins, Hólaveg 83 

Þess má geta að Suðurverk hf keypti húsið Eyrargata 2 

(Veiðafæraverslun Sig. Fanndal) af Síldarvinnslunni hf, --- fyrir aðeins 800 þúsund krónur. 

Húsið hefur þegar verið tekið í notkun sem svefn og í veruaðstaða fyrir starfsmenn, Suðurverk hf.    Myndin af húsinu er hér til hægri

Framkvæmdir við Gránugötu og Tjarnargötu--  Óli Kára fyrir miðri mynd
Húsið við Eyrargötu 2