9. febrúar 2004
Íþróttamaður ársins á Siglufirði var kjörinn í gærkveldi, ásamt stórum hópi íþróttamanna úr hinum ýmsu greinum íþrótta.
Titilinn Íþróttamaður ársins á Siglufirði í ár hlaut Salóme Rut Kjartansdóttir.
Smelltu HÉR og skoðaðu 32 myndir -
Ég bíð enn eftir textanum og hinum niðurstöðunum, sem mér var lofað.
9. febrúar 2004 -- Gestur Hansson er einn af þeim sem reglulega fara á fjöllin hér í nágrenni, bæði á vélsleða sínum sem og tveimur jafnfljótum.
Hann var á einum slíkum göngutúr í gærdag í sólinni norðan og ofan við "Stóra bola" , er hann skyndilega féll niður úr snjónum, sem þarna var tæpur metir að þykkt, svona fyrirbrigði er ekki óalgegnt, þar sem td. lækir eru, en þarna voru engir lækir, og það sem vakti furðu Gests á þessu atviki, var að á móti honum kom talsvert hitauppstreymi sem greinilega varð vart þar sem á svæðinu þarna uppi var amk. -12°C frost.
Og þegar að var gáð var þarna einnig grænan gróður að finna.
Spurningin er: Hafa einhverjir skýringu á svona fyrirbrigði; stóru holrúmi undir snjóskelinni og hitauppstreymi sem að vísu var ekki numið eftir nokkra stund?
Er þarna einhver varmi í jörð á þessu svæði, sem dæmi eru til um hér innanfjarðar, þó ekki sé svo hátt uppi. Eða spyrja menn í "gamansömum" tóm er að koma eldgos !!!! Nei varla, en spurning hefur vaknað: Hver er orsökin, hver getur svarað?
9. febrúar 2004
Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson fór héðan í morgun áleiðis til hafrannsókna á svæðinu fyrir Norðurlandi.
Í bakgrunni þessarar myndar má sjá að lítið snjóflóð hefur fallið úr hlíðinni, (ber við brú skipsins) svokallað flekaflóð, þunnt og meinlaust þar sem engin byggð er.
10 .febrúar 2004
Sennilega tekin um 1964 +/-
Ein gömul, mörg andlit
10 .febrúar 2004
Þessa brosmildu drengi hitti ég í kaffitímanum í morgun á Síldarminjasafninu.
Þar vinna þeir að undirbúningi á sýningu nýrra þátta á safninu sem væntanlega verða opnaðir í sumar komandi.
Þetta eru Sveinn Þorsteinsson og Hafþór Rósmundsson
10 .febrúar 2004
Þessa hitti ég á förnum vegi þar sem þeir voru að ræða um sín "uppáhalds mál" það er; kindur.
En báðir hafa þeir í gegnum árin átt kindur, en nú er annar þeirra, Hafsteinn Hólm (til hægri) eini rollubóndinn innanfjarðar á Siglufirði samkvæmt sérstakri undanþágu, en félagi hans Björn Ólafsson verður að láta sér nægja að hugsa til þeirra úr fjarlægð.
Hafsteinn lofaði að hóa í mig þegar burðurinn hæfist í vor - og ég mun þá mæta með myndavélina.
10 .febrúar 2004
Þetta eru hinir einu og sönnu "Rafbæingar".
Guðmundur Lárusson, Freyr Sigurðsson og Jóhannes Friðriksson.
En þeir stofnuðu fyrirtækið Rafbær sf. árið 1972
local.is | 10/02/04 09:16 | Norðausturkjördæmi.
Kristján vill stórauka fjármagn til loðnurannsókna
Í máli Kristjáns L. Möller, þingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi á Alþingi í gær kom fram að hann vill stórauka fjármagn til loðnurannsókna. „Það er dýrt spaug fyrir íslenskt efnahagslíf ef gengið er á stofninn en það er líka dýrt að veiða of lítið,“ sagði Kristján meðal annars.
Ræðuna mátti finna árið 2004 á vefnum lokal.is en er ekki finnanleg þar í dag 2018
11. febrúar 2004 -- Varðandi fréttina, er Gestur Hansson fann dularfulla holu / hvelfingu, norðan og ofan Stóra bola, (sagt frá hér ofar á síðunni) , þá fengu jarðfræðingar áhuga á málinu og ég beðinn að afla frekari upplýsinga.
Niðurstaðan: "Ég er búinn að skoða myndina. Það er útilokað að þetta sé jarðhiti svona hátt.
Ég tel víst að þetta sé trekkur og gróf urð undir, sama eðlis og frost gufur". Kveðja, Kristján Sæm.
11. febrúar 2004
Berg hf. Þangað kom ég í kaffitímanum í morgun og smellti þar af nokkrum myndum. Ég hitti vel á, því þar átti einn starfsmaðurinn afmæli og því vel útilátið með kaffinu.
En almennt er á vinnustöðum, þá njóta starfsmenn ekki þeirra sjálfsögðu fríðinda eins og hjá hinu opinbera sem fær frítt meðlæti á kostnað okkar hinna.-
Sú hefð hefur skapast hjá mörgum vinnustöðum á Siglufirði, að sá sem á afmæli komi með tertur, og eða annað góðgæti með kaffinu á afmælisdegi sínum.
11. febrúar 2004 (13:10)
Máltækið segir, engin undantekning er til án undantekningar.
Mér barst áðan smá athugasemd sem kemur hér: Vil ég hér með koma því á framfæri að við starfsmenn á Bæjarskrifstofunum borgum kr. 2000 á mánuði hver í kaffisjóð sem er til kaupa á meðlæti en Siglufjarðarkaupstaður borgar kaffið sem við drekkum, því erum við EKKI að borða meðlæti á kostnað ykkar hinna. Og einnig hefur sú hefð skapast á okkar vinnustað að sá sem á afmæli kemur með tertur og/eða annað góðgæti með kaffinu. H.M. --- Gott að til séu undantekningar- sk
12. febrúar 2004 Fyrrverandi slökkviliðsstjóri var kvaddur í gærkveldi, af settum bæjarstjóra Þórir Hákonarsyni og slökkviliðsmönnum, með smáveislu og veglegri bókagjöf frá Siglufjarðarkaupstað með þakklæti fyrir vel unnin störf undanfarna áratugi.
Ég mætti á staðinn og tók myndir við þetta tækifæri. ---
<<<<< Kristinn Georgsson fyrrverandi og Ámundi Gunnarsson, sem tók við starfinu
12 febrúar 2004 Mér hefur greinilega orðið á varðandi það að alhæfa kaffistofur starfsmanna hins opinbera hvað varðar meðlætið, en ég veit fyrir víst um nokkrar "opinberar" starfsmannakaffistofur þar sem "við" greiðum meðlætið ofan í starfsmennina. En samkvæmt ábendingum þá gildir það ekki almennt og hér kemur ein ábendingin í viðbót:
"Að gefnu tilefni viljum við hérna á Sýsluskrifstofunni taka fram að við borgum í kaffisjóð, sem fer til kaupa á meðlæti með kaffinu.
Að vísu greiðir " hið opinbera" kaffið en meðlætið er á okkar kostnað en ekki ykkar". Kveðja G.
12. febrúar 2004
Ég heimsótti gömlu vinnufélaga mína á "SR-lóðinni" í morgun,
Þetta nafn ."SR-lóðin" mun lengi lifa. Áður var talað um að fara niður í "ríki" þegar menn heimsóttu SR, það máltæki er að mestu, (ekki alveg) horfið, eins og sumir segja enn; "ég þarf að skreppa í "ríkið" "eða upp í "ríki" þegar þeir ætla að versla við áfengisverslunina, sem í dag kallast "Vínbúð".
En hvað um það, ég talaði við vini mína og tók nokkrar myndir.
13. febrúar 2004
Ein gömul:
Magnús Guðjónsson í skut- Aðalbjörn Rögnvaldsson í stafni, hina yngri þekki ég ekki.- Tekið á sjómannadegi, 1960-70
13. febrúar 2004
Slysavarnarfélagið Landsbjörg - Björgunarsveitin Strákar Siglufirði.
Níu ára krökkum og kennurum Barnaskólans voru í morgun afhent námsgögn sem Landsbjörg kallar "Lífsleikni Námsefni" sem er ætlað til fræðslu fyrir börnin varðandi slysavarnir almennt, ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir og raunar allt sem þessi mál varðar.
Námsefninu fylgir einnig DVD diskar með myndrænum upplýsingum fyrir börnin. Sveinn Björnsson og Guðbjörg Jóhannsdóttir, fulltrúar áðurnefndra félagasamtaka afhentu kennurum og nemendum þessi gögn.
14. febrúar 2004
Ein gömul:
Siglfirðingur SI 150 að leggja að bryggju hjá Henriksen, fulllestaður af síld
Gísli Antonsson, Sigurður H Sigurðsson, Axel Schiöth og Jón Sæmundsson
14. febrúar 2004
Þessa mynd sendi mér Halldóra Elíasdóttir á "vegum" Verkalýðsfélagsins Vöku og Heilbrigðisstofnunarinnar, það er af viðkomandi hópi:
"Við hættum að reykja í fyrra og áttum 1 árs reyklaust afmæli 5.febrúar sl. Við fórum út að borða að því tilefni á Kaffi Torg og viljum koma þakklæti til þeirra í leiðinni, fyrir frábæran mat. Hjúkrunarfræðingurinn Sóley Reynisdóttir sá um námskeiðið og hjálpaði okkur að sigrast á fíkninni og er hún hetjan okkar.
Þeir sem eru reyklausir og eru á myndinni eru: Sóley Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur, Elías Þorvaldsson, Sigurbjörg Gunnólfsdóttir, Sóley Erlendsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Ólafur Kárason, á myndina vantar Halldóru Elíasdóttur (mig) þar sem að ég var að taka myndina. ---
14. febrúar 2004
PÓLAR SIGLIR, áður Siglir - kom inn til Siglufjarðar rúmlega 10 í morgun.
Þetta verksmiðjuskip er að hluta til í eigu Gunnars Júlíussonar ofl. -og að hluta til, Grænlenskra aðila.
Skipið skráð í Grænlandi, Nuuk.
Skipið var að koma frá Póllandi með viðkomu í Danmörk, eftir ýmsar lagfæringar, sandblásturs, málningu ofl.
15. febrúar 2004
Ein gömul:
Ég þekki aðeins son minn Kristinn á þessari mynd, hann er drengurinn í dökku peysunni og- gráu buxunum, sá sem hallar sér að skúrnum