1. mars 2004
Ein gömul:
Við vinnu uppi á nýbyggingu, uppi á þaki á húsinu SiglóSíld
Sigurður Konráðsson, Haukur Freysteinsson og Jón Björgvinsson 1965
1. mars 2004 -- Það vissu margir af því, en fannst það vart í frásögu færandi þegar snjóaði sem mest nú á dögunum, að snjóflóð féll eftir gömlum farveg úr gilinu ofan við snjóflóðavarnargarðana. Snjóflóðavarnargarðurinn beindi flóðinu réttan farveg frá byggðinni.
Raunar virtist manni þetta aðeins smáspræna séð neðan frá Langeyrarveg.
En nú þegar nær allur snjór er farinn, kemur í ljós að snjóflóðið hefur náð alveg niður og yfir gamla Fjarðarveginn og skemmt þar í leiðinn, handrið við tjörnina, girðingu og gróður neðan við veginn.
Myndirnar hér voru teknar í gærkveldi um kl. 18:00
1. mars 2004
Aðalfundur og Góugleði Félags aldraðra á Siglufirði var haldið í gærkveldi með tilheyrandi og gleðskap.
Á myndinni hér eru: Björk Hallgrímsson ritari, Sveinn Björnsson formaður og Kristinn Georgsson gjaldkeri
Ég mætti þar ekki en kona mín Guðný var þar raunar og tók þar myndir og Sveinn Þorsteinsson var þar einnig með vélina sína og lét mér myndir í té sem þú sérð þær ef þú smellir HÉR
1. mars 2004 SR-Vélaverkstæði - Það á afmæli í dag og það er eins árs. Mér var boðið í afmælisveislu hjá þeim í dag sem ég auðvitað þáði. SR-Vélaverkstæði er raunar mikið eldra, það er frá árinu 1935, þá sem viðhaldsdeild hjá Síldarverksmiðjum ríkisins (SR) en ár er liðið frá því að nokkrir starfsmenn keyptu flest allar eignirnar.
Vel hefur gengið hjá þeim á þessu fyrsta ári og verkefnastaðan þokkaleg eins og er, en mætti þó vera betri, sagði Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri. Þá hefur verslun þeirra SR-Byggingavörur sem opnuð var í desember síðastliðinn, gengið vonum framar og umfang hennar og vöruúrval hefur aukist umtalsvert. --- Á annarri myndinni hér fyrir neðan, sést Óskar Berg Elefsen skera fyrstu sneiðina af afmælistertunni.
1. mars 2004
Lýsisskipið Havtank kom hingað í dag til að lesta 1.100 tonn af loðnulýsi hjá Síldarvinnslunni á Siglufirði. (SVN)
2. mars 2004
Ein gömul: Á Seyðisfirði 1964
Sigurður Þór Haraldsson, Jónas Guðmundsson og Haukur Kristjánsson
2. mars 2004 Bátahúsið við Síldarminjasafnið. Nú er unnið að því að klæða þakið á húsinu með bárujárni.
Þarna eru starfsmenn Berg hf að verki.
Í forgrunni eru þeir Birgir Guðlaugsson byggingameistari og Gísli Antonsson smiður.
2. mars 2004
Einn út og annar inn í staðinn.
Nú síðast í febrúar fór út úr þessu húsi báturinn Jonni SI 86, glæsilegur nýsmíðaður plastbátur, en í dag var verið að flytja annan bát inn í sama hús til breytinga.
En gerð hafði verið „tilrauna hönnun“ á skrokknum sem ekki reyndist sem ætlast var til og á nú að bæta úr því.
Þetta er báturinn Guðmundur Jónsson ST 17 2571
JE-Vélaverkstæði séum verkið.
2. mars 2004
Guðrún María - Fiskverkun ehf. Þar fer fram umfangsmikið fiskverkun.
Feðgarnir Haukur Jónsson og Ragnar Haukur Hauksson stýra fyrirtækinu. Sá eldri sækir aflann í greipar Ægis ásamt tveim skipverjum á bátnum Guðrún Jónsdóttir SI, en sá yngri sér um vinnsluna í landi.
Þá sækja þeir einnig afla frá markaði, sem og þeir selja einnig afurðir, eins og td. þorskhrogn. En aðallega verka þeir fiskinn í salt. --
2. mars 2004 Lágheiðin, byrjað var á því að moka Lágheiðina í gær og áætlað að því verði lokið eftir hádegi í dag - og þá væntanlega verður vegurinn um hana opnaður samhliða (?)
3. mars 2004
Ein gömul:
Eggert Theódórsson og Hinrik Andrésson.
Þarna eru þeir í vörudyrum í ríki Eggerts á Lagernum, árið 1964 +/-
3. mars 2004 - Kæru netverjar, þið þessir 500-600 sem nú orðið heimsækja daglega síðu mína Lífið á Sigló, auk þeirra sem fara á hinar síður mínar.: Ljósmyndasafn Siglufjarðar, BíóSaga Siglufjarðar, Brunasaga Siglufjarðar og Vegamál-- Ég hefi undanfarið staðið í því stórræði að safna öllum vefjum mínum á eitt pláss. -- Tengja hefur þurft á annað hundrað "linka" innbyrðis til hins fjölbreytta efnis sem á vefnum er, þar með yfir 28 þúsund síður (htm), sem hver um sig hefur marga tengla og atriði- og tæplega 25 þúsund ljósmyndir. --
Allt þetta efni verður nú á næstunni flutt yfir á vefinn http://www.xsiglo.net (ekki virkt ennþá) Notendur verða látnir vita þegar vefurinn verður tilbúinn.
4. mars 2004
Ein gömul:
Kristján L Möller, Sigurður Hilmarsson og Birgir Steindórsson.
Hestamennska: Það er alltaf gleðiefni þegar Siglfirðingar gera það gott hér heima og enn meira gleðiefni er, þegar þeir gera það gott í öðrum byggðarlögum og það í Skagafirði þar sem hestamennskan er þeirra stolt. Hestamenn héðan hafa sýnt frábæran árangur í hestamennsku, til dæmis Haraldar Marteinsson í keppni á Sauðárkróki á dögunum. Þarna var hann að keppa, bæði í opnum flokki í tölti og fjórgangi. - Þess má einnig geta að Katrín Haraldsdóttir keppti á sama móti og var árangur hennar frábær þó hún næði ekki verðlaunasæti, því að þarna keppti hún í opnum flokki fullorðinna. Nánari upplýsingar hérna
Fjórgangur:
1. Bergur Gunnarsson og Erla frá Hofsstaðaseli - 6,88
2. Baldvin Ari Guðlaugsson og Örn frá Hellulandi - 6,56
3. Skapti Steinbjörnsson og Spönn frá Hafsteinsstöðum - 6,46
4. Haraldur Marteinsson og Ofsi frá Engimýri - 6,24
5. Stefán Friðgeirsson og Megas frá Garðsá - 6,12
Tölt:
1. Magnús Bragi Magnússon og Léttir frá Álftagerði - 7,1
2. Ragnar Pálsson og Fjalar frá Sauðárkróki - 6,7
3. Haraldur Marteinsson og Ofsi frá Engimýri - 6,68
4. Skapti Steinbjörnsson og Dimmblá frá Hafsteinsstöðum - 6,65
5. Baldvin Ari Guðlaugsson og Örn frá Hellulandi - 6,58
4. mars 2004
Runólfur Birgisson, nýr bæjarstjóri Siglufjarðar tók við starfi sínu í dag sem Bæjarstjóri Siglufjarðar. Það þarf ekki að kynna fyrir Siglfirðingum, "Óla Birgis" eins og margir kalla hann, en þeir sem ekki eru vissir um uppruna hans, muna eftir Birgir Runólfssyni og Margréti Pálsdóttur, foreldrum hans.
Runólfur sagði aðspurður, að hann hlakkaði til að takast á þetta verkefni, sem bæjarstjóri Siglufjarðar, sem undir niðri ylli örlitlum kvíða, en hann tryði því að það yrði fljótt að baki þegar vinna hæfist fyrir alvöru, þar sem næg verkefni væru framundan.
Til hamingju Óli Birgis með nýja starfi og afmælið. Ólafur er 56 ára í dag.
5. mars 2004
Ein gömul: Regína Mikaelsdóttir, Jónína Jónsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Oddný Hólmsteinsdóttir, Margrét M Steingrímsdóttir, Þórdís Mikaelsdóttir og Díana Hólmsteinsdóttir
5. mars 2004 Aðsent: Sunnudaginn 29.febrúar varð Siglfirðingurinn Gestur Frímannsson áttræður, (eða tvítugur ef aðeins eru talin hlaupárin!) Gestur fæddist að Steinhóli í Fljótum og ólst m.a. upp á Austari-Hóli í 15 systkina hóp og hafa nokkur systkinanna verið búsett á Siglufirði. Gestur kvæntist Friðfinnu Símonardóttur frá Hrísey og bjuggu þau m.a. á Hóli og Steinaflötum, en Friðfinna (Lilla) lést árið 1995. Börn Gests eru Þórhallur Jón (Rvík), Elín Anna (Siglufirði) og Símon Ingi (Barði). Í tilefni af afmælinu var haldin veisla á Skálarhlíð og um 120 manns heilsuðu upp á Gest og fjölskyldu hans af þessu tilefni. Símon stjórnaði veislunni sem var fjörug og mikil tónlist. Ninni lék á harmónikku, Tóti á gítar og Gummi Skarp á saxófón. Heiðrún María Ólafsdóttir (langafabarn Gests) söng Vetrarsól og gamanvísur sem Gestur fékk sendar frá herbergisfélaga sínum frá því hann var á Reykjalundi. Jónas Bjarnason ávarpaði veisluna og Kristín Sigurrós Einarsdóttir (tengdadóttir Símonar) flutti pistil um kynni sín af Gesti. Þess má geta að í síðustu viku tók Þórhallur Ásmundsson viðtal við Gest og birtist það í Feyki í tilefni af afmælinu. Smelltu á tengilinn https://www.flickr.com/photos/136670970@N04/sets/72157660233538138
5. mars 2004 Loðna - loðna - loðna. Loksins, loksins er “Bjargvættur” okkar Siglfirðinga á leiðinni með loðnu til Siglufjarðar. Það er Börkur NK 122 með ca.1800 tonn.
Ekki er kominn staðfestur komutími ennþá, en hann mun verða með morgninum.
6. mars 2004
Ein gömul: Ein gömul:
Eyjólfur Þorgilsson og Jónas Stefánsson
Stærð bátahússins er 1050 fermetrar að grunnfleti - mesta hæð um 14 m.
Frumhugmyndir og hönnun 1996: ........Örlygur Kristfinnsson.
Hönnuður húss ár 2000,:................ Árni Páll Jóhannsson.
Endanlegt skipulag sýningar 2000: Sigurjón Jóhannsson.
Kostnaðaráætlun:
Húsbygging (áætlun frá 2000) 70.000.000.- kr.
Viðgerð báta ......................................... 10.000.000.- kr.
Sýning ............................................. 15.000.000.- kr.
Alls: 95.000.000.- kr
Fjármögnun húsbyggingar:
Menntamálaráðuneytið .................... 55.000.000.- kr.
Siglufjarðarkaupstaður .................... 5.000.000.- kr.
LÍÚ – Landssamband ísl. útvegsm. .. 5.000.000.- kr. + ca. 1.000.000.- kr vextir 1999-2003
Alls: 60.000.000.- kr.
Aðrir sérstyrkir:
Eimskip hf. (ókeypis flutningur á skipum og bátum ..áætl. 1.000.000.- kr.)
Sveitarfélagið Skagafjörður vegna flutn. á Tý SK .......... 750.000.- kr.
Slippfélagið hf. (málningarstyrkur) . (áætl. 500.000.- kr.)
SR-MJÖL (trjáviður) .............................................. (áætl. 500.000.- kr.)
6. mars 2004
Seinnipartinn í gær, var haldið "reisugilli" í því tilefni, að lokið var við að þekja að fullu Bátahúsið við Síldarminjasafnið.
Mættir voru að sjálfsögðu, smiðirnir hans Birgis (Berg hf) sem sýnt hafa mikinn dugnað við verkið. Þessi áfangi er mjög stórt skref til þeirrar vinnu sem eftir er, áður en húsið verður formlega opnað til sýningar á gömlum síldarbát, nótabátum og fleiru tilheyrandi "síldarhöfninni", sem gefa mun yngri kynslóðinni og ókunnum kost á að átta sig á hvernig þessi hluti síldarævintýrisins leit út.
Á reisugillið mættu auk fyrrnefndra, Örlygur Kristfinnsson safnvörður og aðal driffjöðrin að uppbyggingu Síldarminjasafnsins, stjórn safnsins, starfsmenn, bæjarstjórinn Runólfur Birgisson og fleiri. Myndir þær sem fylgja þessu, tala væntanlega sínu máli. teikningin hér sýnir inn í Bátahúsið, Smelltu tengilinn>> - Reysugillið
6. mars 2004
Klukkan 08:00 í morgun lagðist Börkur NK 122 hér við bryggju Síldarvinnslunnar, með um 1.800 tonn af loðnu til löndunar.
Þetta var fyrsta loðnan sem til okkar berst á þessari vertíð og að venju í tilefni af fyrsta loðnufarminum, var skipstjóranum sem bar nafnið Sturla Þórðarson, afhent terta frá Bæjarstjórn, tertuna afhenti Guðný Pálsdóttir forseti bæjarstjórnar.
Börkur NK 122
Sturla Þórðarson og Guðný Pálsdóttir
7. mars 2004
Ein gömul:
Oddur Vagn Hjálmarsson, Jón Pálsson og Geir Guðbrandsson um borð í Drang á leið til Akureyrar-Seyðisfjarðar árið 1964
-- Örlítil brjóstbirta. --
7. mars 2004 Verksmiðjan er byrjuð að bræða, þótt vart verði veitt athygli, þar sem varla sést reykur nema við sérstök skilyrði.
Eins og ég sagði frá í gær, þá kom Börkur NK 122, með um 1800 tonn af loðnu. Undirbúningur á bræðsla í verksmiðju Síldarvinnslunnar á Siglufirði hófst strax- og er nú allt á fullu á þeim bænum.
Þá hefur verið melduð 3 skip með loðnu til viðbótar. En það eru Björg Jónsdóttir með 1.200 tonn, Bjarni Ólafsson með 1.300 og Guðmundur Ólafur með 1.200 tonn.
Fyrsta skipið er væntanlegt nú um hádegið.
Ég heimsótti bræðsluna í morgun og tók þar nokkrar myndir. Erfitt var að finna suma starfsmennina, því þeir þurfa sumir að sinna fjölbreyttum störfum, en ekki eru nema 8 menn á dagvakt - og 6 á næturvakt. Annað það áður var þegar 40-50 menn voru á vakt hjá SR á meðan síldin og gamli tíminn réði en nú stjórna tölvurnar flestu í staðinn. Ég tók þarna nokkrar myndir í morgun.
Inni í Þurrkarahúsi
7. mars 2004
Bjarni Ólafsson AK kom nú í hádeginu með um 1.300 tonn af loðnu.