Sunnudagur 18. júlí 2004 Ein gömul:
Friðjón Vigfússon og Anton Jóhannsson 1964 (-/+)
Mánudagur 19. júlí 2004 Síldarvinnslan. Ég heimsóttir stjórnstöð bræðslunnar í morgun og heilsaði upp á gamla vinnufélaga. Þar voru þeir Georg Ragnarsson og Sævar Björnsson límdir við stjórnskjáina, þróarkarlinn Sigurjón Pálsson var þarna einnig að fylgjast með.
Mánudagur 19. júlí 2004
Aðsent:
Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar var haldið um helgina 17.-18. júlí, en leiknar voru 18 holur hvorn dag.
Í kvennaflokki vann Ingibjörg J. Benediktsdóttir, í unglingaflokki Þórhallur Dúi Ingvarsson, í 2. flokki karla Hreinn Júlíus Ingvarsson og í 1. flokki karla Þorsteinn Jóhannsson. Benóný Sigurður Þorkelsson vann það afrek að fara holu í höggi á síðustu holunni á laugardaginn.
Meðfylgjandi HÉR eru nokkrar myndir frá mótinu. Kveðja, G.E.
Mánudagur 19. júlí 2004
Ein Gömul:
Stefán Aðalsteinsson og Símon Márusson 1962 (+/-)
Þriðjudagur 20. júlí 2004 Norsku loðnubátarnir, raunar er vart hægt að kalla loðnuskipin báta nú til dags vegna stærðar þeirra flestra. En þeir hafa verið nokkuð drjúg við að landa hér slöttum allt að 600
tonnum í senn. En í gærkveldi rúmlega 19:00 sigldi þetta glæsifley inn á fjörðinn með "slatta"- það er ef miðað er við stærð þess þá er það slatti með um 1000 þúsund tonn af loðnu. Skipið er Norskt og heitir Kvannøy N-400-B Hér eru frekari upplýsingar af netinu um skipið:
MS "Kvannøy" is a combined purse seiner and trawler with full processing facilitites, registered in Norway and catching on Norwegian quotas. She was built in 2002 and is a modern factory vessel indeed with all the latest equipment both for catching and processing of pelagic fish. Freezingsystems are based on CO2, which gives shorter freezing time and accordingly better quality products. Temperature can be pushed down to -50¤ C. --- Length of the vessel is 75,40 meters, coldstorage capasity is 900 m3 and RSW (refridgerated sea water) tanks hold maximum 2.000 m3. Freezing capasity is up to 200 mt per 24 hours. the factory produce whole round fish and various types of filets. Freezing method is vertical plate freezers and cartons are 20 kos.
Þriðjudagur 20. júlí 2004
Ein gömul:
Guðjón Jónsson verkstjóri og Jón Kristjánsson vaktformaður S.R.P. 1963 (+/-)
Miðvikudagur 21. júlí 2004 -- BOMMB og jörðin nötraði um klukkan 19:30 í gærkveldi- það hefur að vísu verið reglubundið undanfarin kvöld, þar sem Suðurverksmenn hafa þurft að sprengja klappir vegna Snjóflóðavarnar garðanna sem þeir vinna við fyrir ofan bæinn. En í þessu tilfelli í gærkveldi, var óvenju mikill titringur, sími minn sem hangir á krók við tölvu mína fór á hreyfingu og drunurnar voru meiri en venjulega. Ég stóð auðvitað upp til að huga að sprengjusvæðinu, sem er beint fyrir ofan hús mitt -
Fossvegur og Hólavegur eru þó þar á milli. Talsverður rykmökkur sást þar sem sprengingin hafði orðið.- En það sem vakti athygli mína var nágranni minn Steingrímur Garðarsson staðsettur fyrir neðan hús sitt á Fossvegi, en Steingrímur var á leið til vinnu (S.V.N). Hann bar hönd fyrir höfuð sér - og snéri við. Ástæðan var einföld, grjóthríðin dundi á húsunum fyrir ofan hann, meðal annars á hans hús, á götuna Fossveginn þar sem hann var og alla leið niður fyrir götuna. Þetta voru að vísu ekki stórir steinar, minni en hnefi, - en það hefði örugglega skaðað hann hefði hann orðið fyrir einhverjum þeirra, sem má teljast tilviljun að sleppa við.
Litlar skemmdir munu þó hafa orðið af þessari grjóthríð, utan smá lakkskemmdir á þökum.
Miðvikudagur 21. júlí 2004
Aðsent: - Spor ehf., sem flytur inn Ecco skó, hefur af rausnarskap fært keppnisliði unglinga hjá Golfklúbbi Siglufjarðar að gjöf vandaða og fallega golfskó. Þeir sem skipa unglingaliðið eru þeir Grétar B. Hallgrímsson, Sævar Örn Kárason og Þórhallur Dúi Ingvarsson. (á meðfylgjandi mynd vantar Grétar) Með kveðju, G.K.S./Kjartan
Miðvikudagur 21. júlí 2004
Ein gömul:
Magnús Þorláksson og Jón Frímannsson
Fimmtudagur 22. júlí 2004
Súlan og Siku komu seinnipartinn í gær með um 500 tonn hvort af loðnu til löndunar hjá Síldarvinnslunni.
Frekar treg veiði hefur verið að undanförnu- og búist er við að skipin fari að hætta á þessum veiðum.
Alls eru komin á land hjá Síldarvinnslunni á Siglufirði um 22 þúsund tonn af loðnu- og hefur Síldarvinnslan á Siglufirði tekið á móti mestum loðnuafla á þessari vertíð, það er um 22.500 tonn
(rúmlega 2.300 tonn af kolmunna eru þar meðtalinn).
Fimmtudagur 22. júlí 2004
Reiðskóli GLÆSIS er nú þessa dagana með námskeið í hestamennsku fyrir byrjendur og lengra komna.
Leiðbeinandi er Jón Garðarsson eins og undanfarin ár.
Ég skrapp á vettvang frammi í firði við hesthúsin og tók nokkrar myndir sem þú sérð með því að smella á myndina.
En þessir hestar slöppuðu af í sólinni í morgun, fyrir neðan hesthúsabyggðina. (Hreinn Júlíusson gefur allar upplýsingar varðandi námskeiðið)
Fimmtudagur 22. júlí 2004 - Einn gömul:
Áhættunnar virði ? Þeim fannst það vissulega áhættunnar virði að fara eftir völtum og titrandi 2x6" planka á milli landfastra og fljótandi ísjaka, þó ekki væri nema spennunnar vegna.
Þetta léku þeir sér að drengirnir í "Villimannahverfinu" og í Bakka í byrjun marsmánaðar 1965. Þeir frökkustu drógu plankann á eftir sér til að fara yfir á þann næsta- og svo koll af kolli. Það kom fyrir að plankinn sporðreistist og einhver færi í sjóinn.
En þeir létu ekki deigan síga og héldu ótrauðir áfram og luku því sem þeir stofnuðu til - oft til að ögra hvor öðrum. Engum varð meint af, nema lögreglunni sem ekki hafði frið fyrir "kerlingunum" í landi sem þótti þetta ekki spennandi uppátæki sem var ávalt endurtekið, eftir að lögreglan fór af vettvangi hverju sinni.
Föstudagur 23. júlí 2004
Síðasta loðnan að landi? - Síðasta löndunin? Síðasti mjölpokinn á leiðinni? -
En ef til vill eiga einhverjir Norskir báta eftir að koma með slatta, en flest ef ekki öll loðnuskipin eru að huga að því að hætta vegna tregs afla.?
Föstudagur 23. júlí 2004
Flugferð.
Ég var svo heppinn í um kaffileitið gær að fá tækifæri til að fljúga yfir bæinn og nágrenni fjarðarins. Flugmaðurinn var Hafsteinn Linnet og flugvélin hans.
Var flogið út fjörðinn, yfir Siglunes og yfir í Héðinsfjörð og aftur til baka.
Flugferðin tók um hálftíma og skilaði rúmlega 100 ljósmyndum.
Það eina sem skyggði á flugið var að nokkuð mistur var yfir sjálfum bænum (hitamistur?)
En árangurinn má teljast góður þrátt fyrir það. Það var Hjalti Einarsson sem bauð mér í þessa flugferð fyrir tæpu ári síðan nú í sumar og staðfesti hann það í gær, - kærar þakkir.
Föstudagur 23. júlí 2004
Siglunes, hefur verulega rýrnað um mittið mætti segja.
Það væri slæmt ef brimið héldi áfram óáreitt að saxa í það- þar til brimið fengi greiðari leið inn á fjörðinn og þar af leiðandi valda óróa innar í firðinum, meiri en nú er þegar Kári og Ægir eru í sínum versta ham.
Föstudagur 23. júlí 2004
Héðinsfjörður.
Það var töluverð umferð um og í Héðinsfirði í gær.
Hópar fólks í göngutúrum, slappað af í sólinni og logninu- svo og voru veiðimenn að vitja um silunganetin sín- en á myndinni má sjá þrjú net í vatninu.
(hægra megin við + merkið)
Föstudagur 23. júlí 2004
Ein gömul:
Ég veit,... að það var skíðamót- og að það var vonskuveður.
En hver þekkir þessa kappbúnu? (líklega 1964-1965)
Föstudagur 23. júlí 2004 Það má segja að hátíðarhöldin þessa helgi, í tilefni af 100 ára afmæli Síldarævintýrsins hafi hafist með því að Norski þjóðfáninn var dregin að hún á stalli rústa Evangers verksmiðjunnar handan fjarðarins- þó svo að opinberir aðilar hafi ekki komið þar nærri.
Það var í upphafi vegna komu Norska prinsins fyrr í sumar sem fánanum var fyrst flaggað á þessum stað, (myndirnar hér fyrir neðan) en Valgeir Sigurðsson hafði verið staddur í Svíþjóð er hann las um væntanlega ferð prinsins til Siglufjarðar. Hann keypti sér Norskan fána (3ja metra) fór heim á Sigló, bjó til flotta fánastöng úr gömlum ljósastaur reisti hana á einum stallinum sem eftir er af gömlu Evanger verksmiðjunni og flaggaði. Hann ætlaði að gera meira, hann ætlaði einnig að hleypa af 21 fallbyssuskoti til heiðurs þjóðhöfðingjanum eins og venja er erlendis, hann bar þetta undir sýslumanninn sem hafnaði því algjörlega, svo fáninn var látinn nægja. Og nú aftur í tilefni heimsóknar Norðmanna og 100 ára afmælishátíðar, fór hann ásamt bróður sínum Hafsteini og dró Norska fánann á hún kl. 11:45 í dag.
Föstudagur 23. júlí 2004
Talsverður fjöldi var kominn saman á Torginu í dag klukkan 16:00 þegar þessi mynd var tekin, en Sparisjóðurinn og Íslandsbanki buðu upp á grillaðar pylsur og drykki.
Margir tignir gestir voru mættir auk annarra gesta. Deginum verður gerð frekari skil með myndum á morgun, en mikið er framundan í kvöld, svo efni dagsins umfram það sem komið er á síðuna, verður að bíða.
Laugardagur 24. júlí 2004
Gistiheimilið Hvanneyri. Þangað leit ég inn í gær í þeim tilgangi að skoða málverkin hennar Höllu Haralds, sem þar voru - Það er nokkuð langt síðan ég hafði komið inn í þessi húsakynni og ég verð að játa að mér varð orðfall yfir þeim glæsileik sem þarna blasir við manni hvarvetna á þessu gistiheimili, sem mér finnst í raun eiga fullan rétt á að kallast glæsihótel - reglugerðar púkarnir etv. Evrópustaðlar segja að það megi ekki af því að ekki fylgi hverju herbergi snyrting og sturtuklefi. Þarna eru 1. flokks gistiaðstaða boðlegum hverjum sem er og búin fallegum og vönduðum húsgögnum. Mjög íburðarmikil setustofa og önnur aðstaða. Þá er á gistiheimilinu einnig góð aðstaða fyrir svefnpokapláss. - Meðfylgjandi myndir: HÓTELstýran Álfhildur Stefánsdóttir og inni í einu af herbergjunum, það er stærsta herbergið, en önnur herbergi minni en eru með svipuð húsgögn. Í þessu herbergi munu forsetahjónin gista aðfaranótt dagsins í dag, laugardag
Laugardagur 24. júlí 2004
Sýningar.
Margar sýningar eru nú í gangi um þessa og næstu helgi.
Málverkasýningar, klippimyndir, ljósmyndir á Kaffi Torg, skipslíkön Gríms Karlssonar- og svo auðvitað sýningar Síldarminjasafnsins.
Ég leit inn á nokkrar þeirra í gær og smellti af myndum. Smelltu HÉR til að skoða
Laugardagur 24. júlí 2004
Heljarmikil grillveisla og meðlæti var í boði Sparisjóðsins og Íslandsbanka.
Laugardagur 24. júlí 2004
100 ára afmæli Síldarævintýrsins - Sjávarútvegsráðherra Noregs, hélt veislu í tilefni afmælisins á Kaffi Torg í gærkveldi, ég gerðist "boðflenna" og tók þar nokkrar myndir áður en borðhald hófst.
Laugardagur 24. júlí 2004
100 ára afmæli Síldarævintýrsins -
Hin hefðbundna sýning Síldarminjasafnsins, söltun, söngur og dans með þátttöku áhorfenda fór fram upp úr kl.20:30 í gærkveldi. Talsverður fjöldi var viðstaddur sem og notað tækifærið og skoðaði öll safnhúsin, en aðgangur var ókeypis í tilefni afmælisins.
Laugardagur 24. júlí 2004
Um klukkan 17:00 í dag fékk Björgunarsveitin Strákar veglega gjöf frá hjónunum Baldvin Einarssyni og Ingibjörgu Sigurjónsdóttir.
Þetta var vönduð Canon video tökuvél og ýmsir aukahlutir.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hjónin færa Björgunarsveitinni gjafir, en áður hafa þau gefið ýmsan sérhæfðan búnað sem að gagni hefur komið í björgunarbátnum Sigurvin.
Það sem telja má merkilegt við gefendur, er að þau eru ekki Siglfirðingar, en Baldvin sagði aðspurður að það væri svo margt sem Siglufjörður heillaði þau með, að þau festu kaup á húsi hér í bæ á síðastliðnu ári, Suðurgata 30, og vinna nú að endurbótum á húsinu.
Hjónin eru eigendur Beco, ljósmyndaþjónustu og verslun í Reykjavík
Á myndinni er Baldvin Einarsson og Ægir Bergsson formaður björgunarsveitarinnar, en hann hringdi í mig og bað mig að taka myndir
Laugardagur 24. júlí 2004
Svona var á Sigló. Skip og bátar-bryggjur og plön -
Nýr geisladiskur sem vert er að eignast. Vinur minn Leó R Ólason færði mér að gjöf athyglisverðan geisladisk með lögum sem allir kannast við, bæði ungir og gamlir. Flytjendur laga og texta eru flestir af Siglfirsku bergi brotnir.
Diskurinn ber nafnið Svona var á Sigló. Skip og bátar-bryggjur og plön Dreifingaraðilinn er Smekkleysa og útgefandi Laugarásvideo, - En Leó er annar eigandi þess fyrirtækis. Það þarf vart að kynna Leó fyrir Siglfirðingum, hann þekkja flestir, bæði hvað músík snertir og brennandi áhugi hans á myndböndum og leigu, allt frá upphafi þeirrar menningar. Meira um diskiinn hér fyrir neðan
Laugardagur 24. júlí 2004
Svona var á Sigló. Skip og bátar - bryggjur og plön
Eftir að hugmyndin kom fyrst fram, hver svo sem átti hana í upphafi, var alveg ljóst að það varð að hrinda henni í framkvæmd, því hún var góð. Þetta var ritað í inngangi að “Svona var á Sigló” árið 2000, og á alveg jafnvel við í nú þegar áfram er haldið og þráðurinn upp tekinn að nýju. Lög og ljóð sem tengjast síldarbænum er rauði þráðurinn enn á ný, en í þetta sinn eru allir söngvarar annað hvort Siglfirðingar eða afkomendur Siglfirðinga.
Eins og áður er stærsti hluti laganna vel þekktur og hefur verið það um árabil en einhver þeirra munu hljóma sem ný í eyrum flestra. Sum hafa verið hljóðrituð margoft og af ýmsum listamönnum en önnur aldrei, en í þeim öllum má finna þann tón, texta, höfund eða flytjanda sem réttlætir veru þeirra hér. Von mín er að það sem hér er boðið upp á megi verða þeim til ánægju sem á hlýða en einnig er þetta öðrum þræði gert bænum okkar til dýrðar og vegsemdar því okkur þykir vænt um hann og viljum veg hans sem mestan.
Ef mér leyfist að þakka einum manni fremur en öðrum þá er það upptökumaðurinn og sá ágæti félagi Birgir Jóhann Birgisson sem hefur á svo mjög óeigingjarnan hátt lagt á sig mikla vinnu, ferðalög og annað erfiði við að koma málum á þann veg sem nú er orðið.
Leó R. Ólason. .
Lögin á disknum:
Sem lindin tær. (3.46)
Lag: Casano-Conti.
Texti: Bjarki Árnason.
Söngur: Hlöðver Sigurðsson.
Raddir: Eva Karlotta Karlsdóttir, Leó R. Ólason, og Magnús Guðbrandsson.
Gauta-syrpa.
Kysstu mig. (3.36)
Lag: Mike Hawker.
Texti: Bjarki Árnason.
Tvífarinn.
Lag: Gerhard Schmith.
Okkar dans.
Lag: Crewe & Rambeau.
Texti: Bjarki Árnason.
Sumarsamba.
Lag: Elías Þorvaldsson.
Texti: Sigurður Jóhannesson.
Meiri bjór.
Lag: C. Imperial.
Texti: Þorsteinn Eggertsson.
Söngur & raddir: Baldvin Júlíusson, Rafn Erlendsson, Stefán Friðriksson, Selma Hauksdóttir, Elías Þorvaldsson, Jónmundur Hilmarsson.
Ég átti von á því. (3.05)
Lag: Svavar Benediktsson.
Texti: Jakob Jónasson.
Söngur: Þorvaldur Halldórsson.
Raddir: Hólmfríður Rafnsdóttir & Leó R. Ólason.
Bréfið hans Óla.
Lag: Sven Gyldmark.
Texti: Sigurður Ægisson.
Söngur: Kristbjörn Bjarnason.
Raddir: Hólmfríður Rafnsdóttir & Leó R. Ólason.
Eftir ballið. (3.07)
Lag: Leó R. Ólason.
Texti: Hafliði Guðmundsson.
Söngur: Rut Reginalds.
Raddir: Rut Reginalds & Eva Karlotta Karlsdóttir.
Dagdraumur. (2.09)
Lag: Maxted.
Texti: Hafliði Guðmundsson.
Blandaður kvartett frá Siglufirði: Þorvaldur Halldórsson, Eva Karlotta Karlsdóttir, Þorsteinn Sveinsson & Hólmfríður Rafnsdóttir.
Heim á Sigló.
Lag: Jeff Christie.
Texti: Leó R. Ólason.
Söngur: Ómar Hlynsson.
Raddir: Ómar Hlynsson & Leó R. Ólason.
Kveiktu ljós. (2.23)
Lag: Springfield.
Texti: Hafliði Guðmundsson.
Blandaður kvartett frá Siglufirði: Þorvaldur Halldórsson, Eva Karlotta Karlsdóttir, Þorsteinn Sveinsson & Hólmfríður Rafnsdóttir.
Ég er í stuði.
Lag & texti: Guðmundur Ingólfsson.
Raddir: Hólmfríður Rafnsdóttir & Leó R. Ólason.
Ekki meir.
Lag & texti: Eva Karlotta Karlsdóttir.
Söngur: Eva Karlotta Karlsdóttir.
Raddir: Eva Karlotta & Ragna Dís Karlsdætur.
---------------------------------------------------------
Hljómsveitina skipa:
Gítar í; “Gautasyrpa,” “Ég er í stuði,” “Heim á Sigló” og “Eftir ballið,” Tryggvi Hubner.
Gítar í; “Dagdraumur,” “Ég átti von á því” og “Bréfið hans Óla,” Eðvarð Rúnar Lárusson.
Gítar í; “Sem lindin tær,” Sigurgeir Sigmundsson.
Bassi: Jóhann Ásmundsson.
Píanó í; “Ég átti von á því” & “Dagdraumur,” Davíð Þór Jónsson.
Önnur hljómborð: Leó R. Ólason.
Trommur í; “Gautasyrpa,” “Sem lindin tær,” ” Eftir ballið,” “Ég er í stuði” & “Heim á Sigló,” Ásgeir Óskarsson.
Trommur í; “Ég átti von á því,” “Dagdraumur” & “Bréfið hans Óla,” Helgi Svavar Helgason.
Slagverk: Helgi Svavar Helgason.
Brassi í; “Bréfið hans Óla,” Birgir Jóhann Birgisson.
Fiðla: Dan Cassidy
Víbrafónn: Árni Scheving
Saxafónn: Davíð Þór Jónsson.
Trompet: Einar St. Jónsson.
Flytjendur:
Baldvin Júlíusson, Rafn Erlendsson, Stefán Friðriksson, Selma Hauksdóttir, Elías Þorvaldsson, Jónmundur Hilmarsson, Þorvaldur Halldórsson, Eva Karlotta Karlsdóttir, Þorsteinn Sveinsson, Hólmfríður Rafnsdóttir, Hlöðver Sigurðsson, Rut Reginalds, Leó R. Ólason, Magnús Guðbrandsson, Guðmundur Ingólfsson, Kristbjörn Bjarnason, Ómar Hlynsson, Ragna Dís Karlsdóttir.
Hljómsveitina skipa:
Tryggvi Hubner, Eðvarð Rúnar Lárusson, Sigurgeir Sigmundsson, Jóhann Ásmundsson, Davíð Þór Jónsson, Leó R. Ólason, Ásgeir Óskarsson, Helgi Svavar Helgason, Birgir Jóhann Birgisson, Dan Cassidy, Árni Scheving og Einar St. Jónsson.
Upptökur fóru fram í: Stef, Stöðinni, FÍH, hjá Sigurgeir Sigmundssyni & Jóhanni Ásmundssyni.
Upptökumenn voru: Birgir Jóhann Birgisson, Axel Einarsson, Jóhann Ásmundsson & Sigurgeir Sigmundsson.
Útsetningar & umsjón með upptöku: Leó R. Ólason nema “Ekkert svar.”
Hljóðblöndun: Jóhann Ásmundsson nema “Sem lindin tær,” Birgir Jóhann Birgisson og “Ekkert svar,” Þórir Úlfarsson.
Ljósmyndir á umslagi: eru allar úr safni Steingríms Kristinssonar.
Hönnun umslags og textabókar: Merkismenn.
Útgefandi: Laugarásvideó ehf.