Miðvikudagur 1. september 2004
Ein gömul: Í bókasafninu.
Mig vantar nöfnin.
Miðvikudagur 1. september 2004
Veraldarvinir enn á ferð.
Að þessu sinni litu nokkrir þeirra inn í Grunnskólann og kenndu nemendum hluta af Japanskri menningu er kallast Origami, en það er list sem er bæði klippi og brotin, pappírsblöð eru brotin saman á hin furðulegasta og fjölbreytta hátt svo og einnig klippt eftir kúnstanna reglum.
Greinilegt var að krakkarnir höfðu gaman af þessari nýju aðferð við að höndla pappír, -ólíkt hinu hefðbundna; að skrifa og teikna á hann.
Fimmtudagur 2. september 2004 Auglýsing úr Siglfirska vikublaðinu Fram, í desember 1916.
Þeir sem hafa áhuga á gömlu lesefni, lestri gamalla tímarita eins og td. blaðinu Fram ættu að smella á þennan link: http://www.timarit.is/common/titlebrowse.php?volumeSelected=0&issueSelected=0&t_id=300008&lang=1
Þar eru öll blöðin aðgengileg, allt frá 1. eintaki árið 1916 til 1922.
Til að geta lesið þetta beint frá netinu þarf að sækja forritið DjVu. Þegar síðan er komin upp skaltu smella á "Um DjVu" þetta er einfalt mál og ókeypis. Þeir sem hafa áhuga á gömlu lesefni, lestri gamalla tímarita eins og td. blaðinu Fram ættu að smella á þennan link: http://www.timarit.is/common/titlebrowse.php?volumeSelected=0&issueSelected=0&t_id=300008&lang=1
Þar eru öll blöðin aðgengileg, allt frá 1. eintaki árið 1916 til 1922. Til að geta lesið þetta beint frá netinu þarf að sækja forritið DjVu. Þegar síðan er komin upp skaltu smella á "Um DjVu" þetta er einfalt mál og ókeypis. – Ath. ffk
Breytingar hafa orðið á síðunni www.timarit.is síðan 2004 – Nú árið 2019 þegar þessi síða er enduruppfærð er tengillinn: http://timarit.is Steingrímur
Fimmtudagur 2. september 2004
Ein gömul:
Kristinn Þorkelsson - Pétur Guðmundsson - Albert Einarsson (?) - ókunnur á bak við.
Fimmtudagur 2. september 2004
Aðsent:
Upplýsingar úr leik Víðis og KS næsta sunnudag verða uppfærðar jafnóðum sem og staðan í öðrum leikjum í deildinni sem skipta máli.
Á heimasíðu KS geta menn fengið upplýsingar um leikinn nánast í beinni útsendingu þar sem þær eru settar inn frá vellinum í Garði. Þeir sem ekki geta mætt á leikinn geta því fylgst með gangi mála um leið og leikurinn fer fram."
Væri flott ef þú myndir svo linka "heimasíðu KS" inn á www.simnet.is/ks/ks.php Kveðja, Almar Möller
Fimmtudagur 2. september 2004 xðs
Þetta eru bræðurnir Stefán Þór Haraldsson og Ólafur Þór Haraldsson.
Þeir fara á hverjum morgni saman í göngutúr eða hjólreiðatúr eins og þeir voru að koma úr nú í morgun er ég hitti þá, samhliða því að þeir voru að huga að bát sínum (sést í bakgrunni) bátnum sem þeir nota til að fiska í matinn og til að halda við gamalli hefð.
Það rigndi örlítið í morgun, en það var blanka logn og 12-13 °C hiti.
Fimmtudagur 2. september 2004 -
Kaldbakur EA 1 kom hingað rúmlega 14:00 í dag með skipbrotsmennina af Kópnes ST-46, sem sökk klukkan 09:06 í morgun norður af landinu.
Ég (sk) smellti mynd af þeim við komuna, myndin til vinstri sýnir skipbrotsmennina.
Hinar myndirnar tók 1. stýrimaðurinn á Kaldbak Víðir Benediktsson, birt hér á Fréttavefnum "Lífið á Sigló" með góðfúslegu leyfi hans.
Föstudagur 3. september 2004 Suðurgata 30. Það er ekki á hverjum degi sem hús eru stækkuð á Siglufirði, en þarna eru Hjalli og Gústi ásamt eigandanum sem er Baldvin Einarsson (Beco ljósmyndavörur) að vinna við undirbúning að stækkun við norðurenda hússins, það er gera nýja forstofu og... Myndin var tekin í gærmorgun.
Föstudagur 3. september 2004 Ein gömul (des.1978) -
Georg Ragnarsson og Theodór Eggertsson, á kafi í "málgagninu"
Föstudagur 3. september 2004
Í gær var verið að stilla og löggilda Hafnarvogina, en það er gert árlega.
Föstudagur 3. september 2004
Bás ehf, starfsmenn þar og vélar hafa meira en nóg að gera. Þeir eru í hinum ýmsu störfum tilheyrandi jarðvinnu ofl. á Egilstanga og einnig reka þeir steypustöð og lager fyrir blandaðan jarðveg af ýmsum grófleikum, sem notað er í uppfyllingar, vegagerð ofl.
Undanfarið hafa risið upp á lóð þeirra margar "hólshyrnur", en grjótmulningskvarnir þeirra, færibönd og vinnuvélar eru í gangi frá morgni til kvölds.
Föstudagur 3. september 2004 Gamla brugghús Sigurðar bakara heitins er að fá andlitslyftingu þar sem húsið stendur bakatil við gamla bakaríið. Þetta var steinhús, en er nú klætt timbri. Í "bakaríshúsinu" er nú rekin verslum með blandaðan varning, allt frá teskeiðum til fjölbreyttra húsgagna. Myndir hér fyrir neðan
Gmala Brugghúsið
Gylfi Pálsson trésmíðameistari og Njörður Jóhannsson múrarameistari
Laugardagur 4. september 2004 Ein gömul:
Sigurður Árnason og Óli J Blöndal.
Laugardagur 4. september 2004 Álftirnar - Það hefur ekki borið mikið á álftunum í sumar, sem árvisst hafa dvalið lengri eða skemmri tíma á Langeyrartjörninni. Þær spókuðu sig og leituðu ætis í tjörninni seinnipartinn
Laugardagur 4. september 2004
Sigurður Hafliðason fyrrverandi útibússtjóri Íslandsbanka á Siglufirði lét af störfum fyrir stuttu. Fyrrverandi samstarfsmenn og vinnufélagar hjá Íslandsbanka, héldu honum kveðjusamsæti í gærkveldi í Bátahúsinu.
Þarna voru stjórnarmenn Íslandsbanka, makar, starfsfólks og fleiri saman komnir.
Áður höfðu samsætis gestir notið skoðunarferðir um Síldarminjasafnið.